Morgunblaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 12
X«j iVHjn.UUlNtHjAtliL», IJftlIJJUlJAljUK J.O. AUUðl J.SÍZ Jakob J. Smári F. 9. okt. 1889-D. 10. ágúst 1972 Haustið 1922 hóf ég stunda- kennslu við Menntaskólann. Flestir föstu kennararmir h&fðu verið kennarar mínir, og var ég þvl feiminn við þá. En einn fast- ur kennari hafði bœtzt í hópinn frá þvi að ég yarð stúdent 1919, en það var Jakob Smári. Hamm var mér þá persónuiega ókunn- ugur þó að ég kannaðist við hann sem ritstjóra og skáld. — AHir kennararnir þéruðust að sjálfsögðu nema örfáir, sem höfðu verið samttaiis i skóla eða voru nákunnugir af öðrum ástæðum. Ég þéraði vitanlega alla hina eldri kennara. Kennara- stofan var lítil, eða svo sem tæp- lega hálf kennslustofa, og ekki voru sæti handa nærri öTlum kennuruim i frímínútum. Það atvikaðist því þannig, að við Jakob Smári stóðum oft hlið við hlið upp við einn bókaskápinn i frímínútum, og ræddi hann við mig. Ég var ekki eins feiminn við hann og hina kenmarana, af þvi að hann haifði aldrei kennt mér. Við urðum því fljótt mál- kunnugir, og féll mér mjög vel við þennan hægláta, Ijúfa og prúða og gagmmenntaða mann. Þegar hringt var inn í tíma urðum við oft samferða út gang- inn. Hálfu öðru ári síðar, á öðru kennsluári minu, í febrúar 1924, bar svo til, er við Jakob genguam saman norður suðurgangimn, að hann spurði mig, hve gamal'l ég væri. Ég sagði honum það, að ég væri tæplega 24 ára. „Svo að þér eruð þá 10 árum yngri en ég," sagði Jakob. „Mér likar vel við yður, má ég ekki bjóða yður dús?" „Jú takk," sagði ég og var satt að segja dálitið upp með mér af þessari vinsemd, og þeirri virðingu að vera dús við svo fullorðimn mann að mínum dómi, ritstjóra, skáld og fræði- mann. Þetta litla atvik er mér minnis- stætt og lýsir það Jakobi vel, ljúfmennsku hans, hógværð, veJ- vild og hvatningu við ófrarníær- inn ungling. Varð þetta til þess, að alla tíð fór vel á með okkur Jakobi Smára me&an hann var kennari við skólann. Þessir eðliskostir Jakobs Smára, Ijúfmennska og velvildin koma hvarvetna fram. Ef eitt- hvað bjátaði á með neiruendurna, vildi hann allt bæta með mildi og mamnþekkimgu. Hann vildi ekki brjóta hinn bráka&a reyr. Enda báru allir nemendui- hans til hans hlýjan hug. Hið sama kom fram í f.jöída ritdóma, sem hann skrifaði u<m skáldskapartilburði ungs fóiks. Hann var mildur í dómum um það, sem honum þótti iitilvægt, en hvetjandi til betri afreka ef eitthvað sýndi einhverja hæfi- leika. — Og nú fyrir siðustu jól, þá 82 ára, skrifaði hawn með mikilli velvild um skáldskapar- tilraunir ungrar stúlku og hvatti hana til að gera betur. Það eru nú 36 ár síðan Jakob Smári varð að hætta kennsiu við Menmtaskólann vegna heilsu- brests. Við erum því ekki mörg eftir, sem vorum samkennarar hans þar. Og nú er hann horfinn. En í hugum okkar allra lifir minningin um sanmmenntaðan hugsjónamann og listaskáld, en þó fyrst og frernst velviljað og kærleiksríkt göfugmeinni. Við þökkum honum samfylgdina og óskum honum góðrar ferðar til fyrirheitna landslns. Einar Magnússon. ---------- 0 0 ---------- Jakob Jóhannesson Smári, skáíld og fyrrum menntaskóla- keninari, var fæddur að Sauða- felli í Miðdölum, Dalasýslu þann 9. október 1889. Foreldrar hans voru Jóhannes L. L. Jóhannsson, prestur að Kvennabrekku í sömu sveit og kona hans Steinunn Jakobsdóttir, Guðmundssonar prests á Sauðafeili, en af honum fór mikið orð sem kennlmanni og þótti hann auk þess lecknir góður. Jakob lauk sitúdanitspróíi árið 1908 og sigldi að þeim áfanga náðum til Kaupmaninahafnar. Lauk hann magisterprófi í norrænum iræðum sex árum síð- ar, kom heim og gerðist kennari i íslenzku og við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 1920. Kenndi hann við skólann fram til ársins 1937, við ágætan orðs- tír, en varð þá að iáta af starfi sakir heilsubrests. Jafnhliða kennslu fékkst Jakob nokkuð við blaðamennsku og var ritstjóri Landsins á árunum 1916—18 og í tvö ár 1918—20 starfaði hann í íslenzku orða- bókanefndinni. Hainin ritaði og f jölda greina í blöð og timarit og kom úrval greina hans út í bók- arformi fyrir alllmörígum árum og bar titilinn „Ofar dagsins önn". Þá er vert að geta þess að hann samdi einnig kennslubækur í íslenzku, setn- ingafræði og máifræði, gaf út ísfenzk-danska orðabók og eftir hann liggja og fjölmargar þýð- ingar. Það er þó fyrst og fremst fyrir skáldskap sinn, sem nafin Jakobs Jóhannessonar Smára mun geymast. Fyrsta ljóðabók hans „Kaldavermsl" kom út árið 1920 og vakti þegar athygli á höfund- imuim, sem þá var rétt liðiega þrítugur. Næsta ljóðabók hans kom ekki fyrr en sextán árum síðar, „Handan storms og strauima", 1939 kom „Undir sól að sjá" og árið 1957 „Við djúpar lindir". 1 kvæðum sínum birtist hann lesendum sinum sem hinn dulúðgi og íhuguli spekingur, mannvinur og náttúruskoðari. Og enda þótt mörg ljóða hans iáti ekki mikið yfir sér, hvilir yfir ljóðagerð hans jafnan heið- rikja og innlifun. 1 ágærri grein, sem séra Jón Auðuns dómiprófastur ritar um skélldið 65 ára, segir hann m. a. um ljóðabók hans „Handan storms og strauma". ,,Sem skáld lifir hann oftast kyrrlátu djúpu Kfi. Um inniri hhðar lífsins er honium tamast að yrkja, duldar kenndir, dulin örlög verða oft viðfangsefni hans. Á skölaárum hans hér og háskólaárunum í Kaupmannahöfn var efnishyggja mikil meðal menntamanna. Hún gat aldrei átt hug hans ailan. Hún svaraði hvorki spurninigum hans um rúnir tilverunnar né svalaði þeirri þrá til hins dul- ræða, mýstiska, sem honum var í brjost borin. ..." Um kennslu Jakobs Jóh. Smára rifjar séra Jón Auðuns m. a. þetta upp: „íslenzkuikennsla hans var skemmtileg og ljós. Hann krydd- aði kennsliuna kimnigáfu sinni og lagði áherzlu á að kynna nemendunum íslenzka bók- menntasögu samhliða islenzku máli. Það lét honum vel, svo margfróðum manni í norrænum skáldskap og íslenzkum bók- mienntum að fornu og nýju. Frá kenmslustundum hans í hinum gamla og göfuga skóla eiiga nemendur hans margar góðar minnimgar og mér hetfir a'Etaf síðan þótt það æsktiegast, að ís- Ienzkukennari væri hvort tveggja málfræðimgur og skáld í senn." Jakob Jóhanmiessom Smári gekk að eiga Helgu Þorkelsdótt- ur, bómda í Áifsnesi, Kjalarnesi, árið 1910 og lifir hún eiginmann simn. Þeim varð tveggja barna auðið, sem bæði eru á lífi. Morgunblaðið vottar aðstand- endum samúð og minnimgu hins ágæta skálds virðinigu. íslenzki þjóðsöngurinn: „Ætti medalíu skilið" — var niðurstaða dansks útvarpsþáttar um þjóð- söngva hinna ýmsu landa ÞÓ að stundum heyrist raddir hér heima um að íslenzki þjoðsöngurinn sé of lanipir og jafnvel leiðinlegnr, virðist hann njóta mikils álits f út- löndunum. Þannig barst Mbl. bréf frá KaiipmannahÖfn á dögunum frá Einari Pálssyni, þar sem lýst er nmræðnm um þjóðsöng okkar í danska út- varpinu, og fer það hér á eftir: í kvöld, laugardaginn 5. ágúst 1972, voru tvær dag- skrár sjónvarps og út- varps tengdar Ólympiuleikun- um með nokkrum hætti hér í Danmörku. Önnuir þeirra nefndist Sports-duel og var samkeppni nokkurra manna i sjónvarpinu um það hver mest kynni í sögu íþróttanna. Hin var í danska útvarpinu. ?íefndist hún „Apropos er fra min pladehylde" og hófst klukkan 19.50 undir stjórn Jens Louis Petersen. Fjallaði hún um þjóðsön'gva hinna ýmsu landa, er leiknir yrðu við Óiympiuleikana. Voru margir þjóðsöngvar leiknir og saga þeirra sögð. Þegar að Is- landi kom fengu íslendingar hærri einkunn en þeir eru vanir á Ólympíuleikum. — Komst Jens Louis Petersen að þeirri niðurstöðu, að ef veita ætti „medalíu" fyrir þjóðsöng — þá fengi íslenzki þjóðsöng- urinn eftir Sveinbjörn Svein- björnsson þá „medalíu". — Fengu aðrir þjóðsöngvar ekki slíka einkunn. Var þjóðsöngur ísiendinga — Ó, Guð vors lands — síðan leikinm á plötu er Pétur Jónsson söng á sín- um tíma. Höfðu þá verið leiknir margir fegurstu þjóð- sðngvar heims, þar á meðal Marseillasinn og hinir glæstu söngvar Þjóðverja og Austur- ríkismanna eftir Haydn og Mozart. Þótt þarna væri um persónulegt álit eins manns að ræða var það aliáhrifa- mikið fyrir ýmsa hér að heyra þessa einkunnargjöf danska útvarpsins til Islemdinga. Til að fá frekari vitneskju um þ.jóðsönginn sneri Mbl. sér til Jóns Þórarinssonar, dagskrárstjóra, en hann hefur sem kunnugt er skrifað ævi- sögu Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar og gert þar þjóðsöngn- um rækileg skil. Jón kvað þjóðsönginn hafa verið saim- inn vorið 1874, en Sveinbjörn bjó þá i Londonsitreet 15 í Edinborg. Tildrögin voru þau, að Matthías skáld Jock- umsson heimsótti Sveinbjörn og dvaldist hjá homum í um mánaðartíma. Þar samdi hann fyrsta erindið í sálminum en hin tvö komu ekki fyrr en síðar. Matthías segir frá því, að eftir að hann kom heim hafi hamn aftur og aftur sent Sveinbirni áeggjan um að spreyta sig á sáiminum hvað Sveinbjörn gerði svo vorið 1874. Sáimurinn var fyrst fiuttur her heima hinn 2. ágúst á þjóðhátíðinni 1874 í hámessu í Dómkirkjunni, þar sem koniungurinn var við- staddur meðaJ annarra. Jón sagði ennifremur, að ekki væri hægt að tímasetja upp á ár hvenær „Ó, Guð vors lands" varð þjóðsöngur ís- lendinga. Hann vitnqði í um- mæii Árna Thorsteinssomar þar sem hann segir að árið 1880 og þar um bil hafi lúðra- sveitir jafnan leikið Eldgamla Isafold /ið hátíðleg og þjóð- leg tækifæri. Svo virðist sem smám saman hafi það þróazt í þá átt að „Ó, Guð vors Sveinbjörn Sveinbjörnsson lands" tðk við af Eldgömlu Isafold án þess að l&g eða reglugerðir stjomivalda kæmu þar til. Sveirlbjörn seldi árið 1910 dönskum tónlistarúitgef- anda ÖM réttindi á tónverkum sinuim, þar á meðal þjóðsöng- inn, en íslenzk stjórnvöld keyptu hann síðan fyrir 2000 damskar krónur fáeinum árum eftir lýðveldistökuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.