Morgunblaðið - 16.08.1972, Side 16

Morgunblaðið - 16.08.1972, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGOST 1972 O.tg-ofandi hf. ÁTVokur, Röykjavfk From'kvsemdastjóri HaraWur Sv«msaon. flitetj'órar Matfhías Johannessen, EyJóSfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrrnir Gunnarsson. RhsiijórflarfulHrúi ÞrorWjönn Guðrrvundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Augíýsingastjóri Ámi Garöar Kristirvsson. Ritstjórn og aígreiðsia A8a!ls.trœti 6, sfml 10-100. Augi’ýsingar Aðafstrteti 6, s'rmi 22-4-80 Ás'kriftargjal'd 225,00 kr á miánuði innanlands I teusasöitu 15,00 Ikr eintakið Oamkvæmt framleiðsluráðs- lögunum er svo ákveðið, að bændur skuli hafa sömu kjör og viðmiðunarstéttirnar svonefndu. Þessu marki tókst að ná, áður en harðindin gengu yfir, og var það að þakka margháttaðri löggjöf, sem Ingólfur Jónsson beitti sér fyrir sem landbúnaðar- ráðherra. I því sambandi er skemmst að minnast útflutn- ingsuppbótanna, sem nema allt að 10% af heildarverð- mæti landbúnaðarafurðanna á hverju ári. Þessi verðtrygg- ing hefur reynzt íslenzkum landbúnaði ómetanleg. í forystugrein Tímans sl. sunnudag er fjallað um kjör bændastéttarinnar með næsta furðulegum hætti. Út af fyrir sig er það rétt, sem þar er sagt, að kjör bænda voru lakari harðindaárin. En slíkt er enginn mælikvarði á heild- arstefnuna í landbúnaðarmál- um, enda út í hött að halda því fram, að tíðarfarið hafi ekki áhrif á stöðu landbúnað- arins, eyðilegging túna af völdum kals í heilum byggð- arlögum eða eldgos, eins og nú síðast Heklugosið. Við slík skilyrði fylgist það að, að framleiðsla minnkar og tilkostnaður vex. Hitt væri sönnu nær að færa það fyrr- verandi ríkisstjórn til tekna, hversu skjótt hún brá við að- steðjandi vanda í þeim byggðarlögum, sem verst urðu úti. Þegar aftur batnaði í ári, gerðist það sjálfkrafa, að framleiðslan jókst á ný og njóta bændur þess nú, hversu miklar framkvæmdirnar hafa verið á undanförnum árum, eins og sjá má af margföld- un túna, auknum og bættunfi húsakosti og nýtízkulegum tækjabúnaði. Það eru þessar framkvæmdir, sem fyrst og fremst fleyttu bændum yfir harðindaárin, ásamt með margvíslegri fyrirgreiðslu hins opinbera, eins og fyrr segir. Það er hins vegar rétt hjá Tímanum, að sl. haust fengu bændur leiðréttingar á verð- grundvellinum, en þær voru allar í samræmi við fram- leiðsluráðslögin eða eins og fyrrverandi ríkisstjórn hafði ákveðið. Hið sama má segja um þær hækkanir á launum bænda, sem orðið hafa á þessu ári. Þær eru eingöngu í samræmi við núgildandi lög, sem ekki hefur verið breytt, síðan núverandi ríkisstjórn settist að völdum. í þessu sambandi er nauð- synlegt að leiðrétta þau um- mæli Tímans, að kjör bænda séu nú hlutfallslega betri en sl. ár, þegar hliðsjón er höfð af vinnutímastyttingunni, lengingu orlofs og öðrum atr- iðum í kjarasamningunum fyrir áramótin, að ógleymdri verðbólgunni. Vinnutími bænda og orlof er svo mál út af fyrir sig, en minna má á það frumkvæði, sem fjórir af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins tóku í þeim mál- um með sérstökum tillögu- flutningi á síðasta Alþingi. Þegar sýnt var á miðju ári, að ríkisstjórnin hafði siglt efnahagsmálunum svo í strand, að fyrirsj áanlegur voði var fyrir höndum, ef ekkert yrði að gert, féllust bændasamtökin á, að gefa ríkisstjórninni frest til ára- móta til þess að finna lausn á verðbólguvandanum. Um það sagði Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsam- bands bænda: „En að sjálf- sögðu gerum við ráð fyrir því, að okkar hlutur verði leiðréttur í lok verðstöðvun- artímans.“ Hér er um það að ræða, að verðgrundvelli land- búnaðarvara var sagt upp með löglegum fyrirvara í vor, en átti að taka gildi endur- skoðaður 1. september nk. að öllu eðlilegu. Það, sem fyrst og fremst er knýjandi fyrir bændur að fá leiðréttingu á,er fjármagnsliðurinn, en í verð- grundvellinum hefur ekkert tillit verið tekið til nýja fast- eignamatsins, sem hefur tutt- ugufaldazt, né hækkaðra fast- eignaskatta. Þá er og nauð- synlegt, að verðmæti bú- stofns og véla verði endur- metið og tekið tillit til eðli- legs vaxtakostnaðar. Loks er magn fóðurbætis og áburðar of lítið í verðgrundvellinum. Þegar höfð er hliðsjón af þessu og jafnframt tekið til- lit til aukningar skáttbyrðar- innar og verðbólguþróunar- innar, sem bitnar mjög þungt á landbúnaðinum, fer því víðs fjarri, að launakjör bænda hafi batnað miðað við aðrar stéttir og það árferði, sem við búum nú við. Hins vegar er rétt að minna á, að þegar Halldór E. Sigurðsson tók við embætti landbúnaðar- ráðherra hafði hann mörg orð um, að hann myndi beita sér fyrir breyttri stefnu í landbúnaðarmálum og lofaði miklum úrbótum á því sviði. Þessi nýja stefna var mörkuð með framleiðsluráðsfrum- varpinu í vetur. Ekki tókst þó betur til en svo, að sam- staða náðist ekki einu sinni meðal þeirra bænda, sem sitja á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn, um að greiða frumvarpinu atkvæði og dag- aði það því uppi. Nú hefur Tíminn í hótunum um, að frumvarpið verði endurflutt í haust og kostir bænda þrengdir eins og þar er stefnt að. Ef svo fer og frumvarpið verður lagt fram lítið sem ekkert breytt, má þó búast við, að á sömu lund fari fyr- ir ráðherranum, að frumvarp- ið dagi aftur uppi. Því veld- ur sterk andstaða og mikil andúð bændastéttarinnar á þeirri stefnu, sem þar er mörkuð. LEIÐRETTINGAR KNYJANDI Gustav Husak Ástandið í Tékkóslóvakíu: ÚR ÖRVÆNTINGU í UNDIRGEFNI? LOFTIÐ í Prag er lævi bland ið þessa dagana, fjórum ár- um eftir að rússneskir skrið- drekar komu hingað til að upp ræta tilraun til kommúnist- iskra umbóta. Það er alls ekki talið ógnun við stjórnvöld, en samt hafa þau áhyggjur og bregðast skjótt og stundum harkalega við til að hafa hem il á hvers kyns vísi að ó- ánægjukurri. Árangurinn er hálfgerður baklás, þeir sem eru í and- stöðu við ríkisstjórnina hafa ekki nægilegan styrk til að sýna meir en táknræn mót- mæli og stjórnin er að því er virðist of óákveðin til að koma á þeim umbótum sem enn er þörf á. Blaðamiaður einn segir: — „Fólk vinnur lítið, — ekki vegna þe®s að um sé að ræða Eftir James Feron, Prag eins konar mótmælaöldu um iand aiBf, heldur veigna þess að það er vonsvikið og von- laiust ,og finnst ekki sé eftir neinu að slægjast. Það fær enga hvatningiu, enga umbun, og þess vegna gerir það eins lítið og hægt er.“ Dr. Gustav Husak, leiðtogi Kommúnistaflokksins sem kom í stað Alexanders Dub- ceks eftir innrás Varsjár- bandalagslandanna í ágúst 1968, hef'ur mörgum sinnum lýst þvi yfir að síðan í fyrra sumar hafi ástandið í landinu verið algeriega fært ,,í eðli- leigt horf“. En horfið er að því er virð- ist ekki nógu eðlilegt til þess að unnt sé að framkvæma víð tæka umbótaáætlun, ef til vill vegna þess að Husak og starfs bræður hans hafa aðeins get að komið sér saman um hvern ig eigi að ieiðrétta fortíðina, en ekki uim hvernig eigi að móta framtíðina. Réttarhöld yfir mönnum sem hafa þráazt við og veitt rikisstjórn Husaks mótspyrnu er ætiað að setj'a punkt aftan við Duþcek-kapítulann, en þau hafa einnig leitt upp á yf irborðið nýjar mótmælabylgj- ur sem kunna að seinka þess um svæfinga-raðgerðum. ÓLGA UNDIR NIÐRI Greinilega eru enn ýmsir Tékkar sem notia munu hvert tækifæri sem gefst til þess að láta í ljós andúð sína, — steyta hnefa framan í logreglu menn fyrir utan dómshús til dæmi'S, eða gefa ögrandi yfir- lýsingar þangað til nöfn þeirra komaist á skrá eða þeir eru teknir til yfirheyrslu og var- aðir við. Andúðin þarf aðeins atburð eins og réttarhöld eða sigur í hockiey yfir Rússum til þeiss að blossa upp. Umræður um tékknesku lieiðtogana geta leitt af sér langar og alvarlegar þrætur. Er Husak hófsemdarmaður sem er að reyna að hrista af sér MnU'dansarana sem hann starfar með, eða er hann Moskvuimaður i gjegn? Hins vegar eru ekki skiptar skoðan ir varðandi Rússa. Tilfinning arniar í garð Moskvu eru víð- aist hvar þær sömu. íþróttakeppnir miHld Tékka og Rússa breytast í pólitískar mótmælaaðgerðir, þótt þeim sé vandleiga haldið innan vissra markia. „Alls konar fólk kemur að sjá boltaleik hér þegiar keppt er við Rússa,“ sagði Tékki einn, „og það öskr ar úr sér allan mátt. Þetta hlýtur að vera útrás af ein- hverju tagi.“ Stjórnmáliabrandarar eru mjög útbreiddir. Einn segir frá því, að Husak dulbýr sig sem konu til að blanda geði við almúgann og komast að raum um hugisanir þjóðarinn- ar. Hann kaupir blóm af giam- allli konu sem situr fyrir utan byggingiu eima og er alvetg hlessa þegar hún siegiir: — „Þakka yður fyrir, félagi Hus ak.“ „Hvernig vissir þú hver ég er?“ hvísliar hann óðamála. „Ég er Strougal," er hvíslað á móti. Lumboir Strougail er forsætisráðherrann. Koma eim segir frá því að leigiubílstjóri ha'fi sagt sér frá einum viðskiptavinamna, bjór- kráreiganda, sem hann spurði hvernig giengi. „Hræðilegia," svaraði kráreigandinn. „Fólk vill ekki tala á krám iengur, svo að það drekkur heima.“ Þetta þýðir þó ekki að Tékk óstóvakia sé land þar sem upp reisn vofi yfir eða sé fulít af neðanjarðarhreyfingum sem hvetji til slíks. Prag er enn skemmtiileg borg, krökk af ferðamönnum, og nóg vöruval er í búðumum. Vestrænn diplómat var spurður að því hvernig hann liti á andrúmsiloftið í Prag. — „Jamm,“ sagði hann. „Maður getur sagt að hjá fólki hiaifi undirgefni tekið við af ör- væntingu.“ (New York Timies). í I -#'1 ííeiuilorkSimeö ^ c?r*<s N * «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.