Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1972
D
TÓNLIST
GUÐMUNDUR EMILSSON
Þorkell Sig-urbjörnsson.
SÖNGVAR HUGANS
ÞRIGGJA TÓNA ÖGN
Ég er þriggja tóna ögn og
fæddist í sumar; ekki marigibrot-
in eða flókin en ósköp snotur í
einfaldleika mínum. í öndverðu
þótti fóstra mínum lítið til min
koma. Hann virti mig varla við-
lits. Þá sjaldan hann nálgaðist
skrifborðið, þar sem ég lá,
ósjálfbjarga hvítvoðungurinn,
setti hann upp heimspekilegan
fAnkasvip, síður en svo blíðleg-
an, eins og hánn vildi segja:
Ætli það verði nokkurn tímann
nokkuð úr þér, greyið mitt?
(Sér er nú hver umhyggjan!!)
En svo einn góðan veðurdag
urðu straumhvörf í samskiptum
okkar fóstra. Af einhverjuim or
sökum varð litla þriggja tóna
ögnin hans allt í einu merkilegt
fyrirbrigði, sem þarfnaðist ást-
úðar og athyglí. Það likaði mér
vel. Fóstri gseldi við mig kvöldis
og morgna og lék mig á píanó-
ið. Stundum á djúpu tónana,
líkt og ég væri víðfrægur
rússabassi, ellegar langt, langt
uppi á efra tónsviðinu þar sem
ég skríkti af kæti. Stundum lék
hann mig löturhægt, eða þá
hann lét mig geysast áfram á
harða spretti, Það kom meira að
segja fyrir að hann gerði hvort
tveggja í senn. En að hann léki
mig grátt, nei, það kom aldrei
fyrir. Hann bara togaði mig og
teygði í allar áttir svo ég stækk
aði og stækkaði. Þegar ég hafði
slitið bamsskónum klæddi
fóstri mig í glæsilegan hljóm-
sveitarbúning og skirði mig
MISTUR. Og ég stækkaði og
stækkaði og búningurinn stækk
aði með.
Fóstri minn annaðist uppeldi
mitt af stakri nærgætni,
kannski of mikilli. Enginn
mátti sjá mig. Það var ekki fyrr
en um daginn að hann leyfði
■mér að sækja samkomu i fyrsta
sinn. Þvílik samkoma. Þarna
stóð ég ein og yfirgefin i nýja
búningnum minum andspænis
mörg hundruð tónleikagestum.
Ég var eiginlega hálf feimin.
Þvílík samkoma. Svo kom þögn-
in. Þögnin, sem fiðlurnar rufu.
Þær spunnu úr mér dulítið hökt
eða gjálfur; nokkurs konar
undiröldu samsöngs tréblásturs
hljóðfæranna, sem liéku mig hægt
og bítandi eins og væri ég
draumlynt sönglag fyrri tima.
Það líkaði kontrabössunum vel.
Enda leið ekki á löngu þar til
raddir þeirra, dularfullar og
dimmar, tóku undir. Og þar sem
ég var nú niður komin í belg
kontrabassanna i mestu makind-
um vissi ég ekki fyrr en ein-
hver ógnar kraftur lyfti mér
upp úr iðrum hljóðfærisins i
fang knéfiðlunnar, þar sem ég
dokaði við um stund. Og enn
hélt ég upp á við, ldeif lágfiðl-
ur og fiðlur og linnti ekki lát-
um fyrr en mig bar í hæstu hæð
ir með aðstoð flautunnar. Aldeil
is salibuna það. Að fjallgöng-
unni lokinni bjó píanóið úr mér
krúslndúliur og trillur milli
þess er hornið, klarinettið og
trompettin léku mig af miklum
innileik. Svona hélt ég ferðinni
áfram. Áði hér og þar og var
hampað af hverju hljóðfærinu á
fætur öðru líkt og peningi, sem
skiptir um eiganda. Nú er ég
ekki lengur þriggja tó«a ögn
heldur tónverk, og þó. . .
MISTUB
1 raun er tónverkið MISTUR
eftir Þorkel Sigurbjömsson,
frumflutt af Sinfóniuhljómsveit
Islands 2. nóv. s.l. röð mynda,
þar sem lítið þriggja tóna stef
er ýmist meðhöndlað sem klið-
ur eða laglína. Ólíkir stuttir
kaflar eru hnýttir saman með
gömium og góðum brögðum, svo
sem raddfleygun og löngum
liggjandi tónum, þannig að
verkið verður óh j ákvæmilega
órofa heild li'kt og straum-
þungt fljót, eða þá bara lækjar
spræna. Það er varðað frá upp-
hafi áberandi kennileitum,
hljómrænuim sem hljóðfalBÍeg-
uim, er af og til vísa áhorfend-
um vegiwn út úr þeim óraheimi,
sem hugmyndaflug tónskáidsins
hefur l'eitt þá í.
Eigi hljómsveitarverk sem
MISTUR, sem viljandi er skor-
inn þröngur tónstakkur, að
vekja athygli áheyrandans rið-
ur á að hljómsveitarbúningur-
inn sé vandaður. Með umræddu
verki hefur Þorkell Sigurbjörns
son náð ótrúlegu valdi á
stærsta og margbrotnasta hljóð
færi tónlistarheimsins og ber
MISTUR að mínum dómi hofuð
og herðar yfir flest öll hljóm-
sveitarverk samin á Islandi í
sein-ni tíð.
En hljómsveitarbúningur er
og verður matsatriði hverju
sinni. Það sem einum finnst fal-
legt finnst öðrum ljótt. Nægir i
þvi sambandi að minna á við-
horf Rimsky-Korsakof til hljóm
sveitarverka Mussorgsky, sem
hann áleit klaufalega hrjúf,
þótt nútíminn vilji meina ann-
að. Að mínum skeikula dómi
voru á stöku stað óþarflega
vei-kir hlekkir í hljómsveitar
búningi MISTURS, sem stungu
í stúf við annars vandaða áferð,
svo sem andkannalegt vafstur
hörpunnar gegnt kontraböss-
um í fyrri hlutanum, sem og
lokakaflinn, sem hvorki fékk
haldið þeirri reisn í tónsmíða-
tækni eða snilld í hljómsveitar-
notikun, er einkenndi verkið yf-
irleitt. Jafnframt þótti mér sem
pizzicato þáttur strengjasveitar
innar (gripnir strengir) hefði
mátt vera betur undirbúinn og
gegnfærður svo hann stæði ekki
viðlíka einmana upp úr heildar-
svip MISTURS. Eða var það
með ráðum gert til að beina at-
hy-gli áheyrandans að ferundum
og fimmundum, sem skyndilega
var hrundið í sviðsljósið og
leiddar fram sem andstæð hug-
mynd í lokaþættinum? Þarna
hefði ef til vill mátt nýta
skemmtilega hugmynd betur,
umsmíða, saga og hefla líkt og
annan efnivið. Ég get ekki held
ur stillt mig um að minnast á
kyndugt tréblásaraflökt, nokk-
uð í stil við Xennakis, er skaut
upp kollinum um miðbik MIST-
URS, en fékk aldrei tækifæri til
að þróast og þroskast. Þessi
sk-emmtiléga hreyfintg néði aldrei
lengra á sinum stutta ferll en
að þjóna sem gengilbeina við
dramatískar hringborðsumræð-
ur strengjasveitarinnar. Sitt
sýnist hverjum.
En þegar allt kemur til alls
er MISTUR eitt áheyrilegasta og
jafnframt falegasta tónverk,
sem komið hefur frá hendi höf-
und-arins og lofar góðu um fram
tiðina. Lofar miklu. Er það ósk
mín og von að MISTUR verði
endurfHutt við fyrste tækifæri,
enda sýndu viðbrögð áheyrenda,
sem raunverulega klöppuðu
verkið upp, án þess að þeirri ósk
væri sinnt, að þeir kunnu
að meta það sem tónskáldið hafði
fram að færa, sem i sjálifu sér
tel’st til tíðinda þegar umgt sam-
timatónskáld á hiut að méli. Sin
fóniuhljómsveitm á lof skilið fyr
ir prýðilegan samleik.
LIÚFLEGT KVAK
Annað verk á ofangreindium
tónlieikum Sinifóniuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói var Selló
konsert í Es-dúr op. 107 eftir
Dimitri Sjostakovitsj; verk „gætt
djúpri andagift og sktoandi
góðu formi“ eins og segir í efn-
isskrá. Einleikarinn með hljóm-
sveitinni var okkar ungi og efni
legi sellioleikari, Hafliði Hall-
grímsson tónskáld með meiru.
Töluverðrar eftirvæntinigar
gætti í röðum áheyrenda
af þessu tilefni, enda fyrri kynni
þeirra af Hafliða sveipuð ævin-
týraljóma liðinnar Listahátíðar,
hvar tililag hans var eftirminni-
legt i meira Iagi.
Um fl'utninginn á Sello-
konserti Sjostakovitsj er það að
siegja að jafnvel þótt borið hafi
á full mikilM dirfs-ku og kapp-
girni af háiifu Hafliða gekk
hann með glæstan sigur af hóilmi
sem vafalaust má þakka þeirri
einlægni, er einkenndi frarn-
göngu hans alfl-a nú sem endra-
n-ær. 1 Hafliða býr viljastyrkur
og lipurð, sem sameiginlega
leggja undir sig hvað eina er á
vegi verður, hvort heldur
er sterk hrynjandi eða angur-
værð, af þvílí-kum krafti að
áheyrandinn á ekki undankomu
auðið. Þannig geystist einleikar-
inn af stað eins og hann ætti Mf-
ið að leysa og ruddi sér braut
gegnum hverja fyrirstöðuna
á fætur annarri. Þannig kvað
sellóið af djúpri innlifun i ltjóð-
rænum öðruim þætti höfuðlausn
sina og kvakaði ljúflingslag á yf
irtónumum mót celies-tunni, sem
sennilega á sér en-ga hliðstæðu
í tónbókmenmtunum.
Verkefnaval HafMða Hall-
grimssonar er vissulega virðtog-
arvert og alliir, er sannan áhuga
hafa á tónlist, þakka af heilum
hug hvert tækifæri er gefst til
að hlýða á verk Sjostakovitsj,
sem og annarra tónskálda tutt-
ugustu aldarinnar. En mér býður
i grun að ef ti-1 vill hafi Hafliði
ætlað sér helzt til mikið og að
ljóðrænt skynbragð hans hefði
motið sín bebur í verki,
sem tækniiiega væri honu-m ekki
á neinn hátt ofviða. Hvað um
það. Hafliði stóð sig með miM-
um ágætum og á vonandi eftir
að fá önnur tseskifæri síðar meir
til að syngja af sin-ni hjartans
lyst.
Sverre Bruland, hljómsveitar-
stjórinn norski, er m-aður áre'ð-
anllegur og stjórnaði hljómsveit-
inni svo vel fór. Að lokum temg-
ar mig annars vegar að minnas't
á hornleik Viðars Alifreðsson-
ar, sem bæði var sMnandi tær
og 'hljómmikil, og hims vegár á
býsna bíræfinn samleik klari-
netta á clarino tówsviðinu (há-
sviðinu) í lokaþætti Konserts-
ins, þar sem æmt var og skraamt
ful-lium fetum: Þeim er ekki fisj-
að saman blásurun-um okk-
ar, blessuðum.
Ath. Undirrituðum gafst ekki
kostur á að hlýða á seinni hliuta
tónleikan-na af sérstökum ástasð-
um.
Ilafliði Hallgrímsson.
lyklar
að réttu
svari
UPPHÆKKUN
FUOTANDI KOMMA I
I N- •
NIÐURSTAÐA
| DEILING
| MARGFÖLDUN I £ j
| SKIPTI - TAKKI C
1 FRÁDRÁTTUR M-
1 SAMLAGNING M+
MÍNUS MARGFÖLDUN MC
\ BAKK - TAKKl ii 1 MR
REIKNIVERK
HREINSAÐ
MfNUS - MINNI
PLÚS - MINNI
MINNI HREINSAÐ'
NIÐURSTAÐA - MINNI
VERÐ KR. 25.950.-
ricomac rafreiknirinn
hefur ýmislegt umfram vélar
i sambærilegum verðflokki.
Komið og kynnið yður kosti
hjá söludeild okkar Hverfisgötu 33.
yWlftfA,
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
•+* ■ 4- ^ Hverfisgötu 33
‘ . Srmi 20560 - Pósthðlf 377