Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 17
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÖVEMBER 1972 J er á furðulegt misræmi í toll um skyldra vara og að þvi er virðist óskýrar reglur um flokikun. >ar aí leiðandi valda háir tollar á íslandi því, að breytilegt verðlag vöru getur átt rætur að rekja til mismunandi túlkun- ar toiilskrár. SAMKEPPNISHÖMLUR Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1972 lýsir undrun sinni yfir þeirri einokim, sem ennþá viðgengist í sölu og dreifingu mjðlkuraíurða. Harðast bitnar þessi einokun á neytendum ýmissa kaup- túna og kaupstaða, þar sem aðeins einu fyrirtæki, er heim iluð dreifing, enda þótt fyr- ir séu önnur fyrirtæki, sem fullnægja ströngustu kröfum um meðferð vörunnar. Benda má á, að víða út um land hefur þessi einokun hindrað eðlilega samkeppni, sem óhjákvæmiiega leiðir til enn frekari einokunar á öðr- um sviðum viðskipta, tii tjóns fyrir allan almenning. Pundurinn teiuir að fruim- varp það um samkeppnishömi ur og hringamyndun, sem fellt var í meðförum Alþing- is ætti að endurskoða og flytja að nýju. LÁNSFJÁRMÁL Eitt af frumskilyrðum fyr- ir heilbrigðri samkeppni og hagkvaamum rekstri verzlun- arfyrirtækja svo og nægilegu vöriuivali neytendum til handa er, að verzlunin hafi full- nægjandi rAstursf jármagn. Brýn nauðsyn er, að efld- ur verði sem fyrst stofnlána- sjóður verzlunarinnar, svo að hann verði sambærilegur við sjóði annarra höfuðatvinnu- vega. Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1972 skorar á stjórn- völd að tryggja, að verzlun- arfyrirtæki geti byggt upp eigið fé, en að það verði ekki skert í sífellu með ósann- gjörnum ráðstöfunum í sam- bandi við skattlagningu og gengislækkanir. MEÐFERÐ GJALDFROTAMÁLA Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1972 fagnar þeim á- fanga sem náðst hefur við endurskoðun laga um með- ferð gjaldþrotamála, með breytingu á lögum um gjald- þrotaskipti nr. 29/1929, er samþykkt var á síðasta þingi. Fundurinn skorar á við komandi stjórnvöld að tryggja, að umrædd laga breyting komi nú þegar til framkvæmda. Fundurinn telur þó, að halda verði áfrám frekari endurskoðun á löggjöf um þessi efni, og áréttar fyrri gagnrýni um óviðunandi með ferð slikra mála hérlendis. LANDHELGISMÁL Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1972 lýsir yfir fullum stuðningi við þá einróma ákvörðun Alþingis íslend inga að færa fiskveiðilögsög una út í 50 mílur. Fundurinn hvetur alla með limi Verzlunarráðs íslands til að kynna ötullega málstað Is lands á erlendum vett- vangi, hvenær sem tækifæri býðst. Neita a5 milda dóm yfir flugræn- ingjum Tel Aviv, 12. nóv. —AP. HERRÉTTUR i ísrael neitaði í dag beiðni um að milda dóminn yfir arabastúlkunum tveim, sem tóku þátt í ráninu á SABENA farþegaþotunni í maí síðastlið- inum. Stúlkurnar voru dæmdar í lífstíðarfangeisi en tveir félagar þeirra, voru skotnir til bana þeg- ar ísraelskir hermenn réðust til uppgöngu í þotuna. Einn farþegi beið bana í viðureigninni. 1 svari herréttarins i dag sagði að gerð- ir stúlknanna væru slíkar, að þær ættu ekki skilið mildari dóm. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS K jördæmaþing Heimdallar, Samtaka Ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefst miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 20.30, að Miðbæ við Háaleitisbraut 58—60. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Lagabreytingar. 5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. 7. Kosning fulltrúaráðs. 8. önnur mál. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borizt stjórn samtak- anna eigi síðar en 2 sólarhringum fyrir kjördæmisþing. Framboðum til Fulltrúaráðs samtakanna skal skilað til stjórnar 2 sólarhringum fyrir aðalfund. STJÓRN HEIMDALLAR. Hafnarf jörður - Hafnarf jörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn heldur fund mánudaginn 20. nóvember kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Leikhússtjóri Vigdis Finnbogadóttir: Leikhúskynning. 3. Kaffidrykkja og tekið í spil. SJÁLFSTÆÐISKONUR FJÖLMEIMNIÐ. Vinsamlega mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Árnessýsla Sjálfstæðiskvennafélag Árnessýslu heldur aðalfund sinn að Bláskógum 2 Hveragerði miðvikudaginn 15. nóv. 1972 kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frú Unnur Þórðardóttir ræðir við fundarkonur um laukblóm i görðum. 3. önnur mál. 4. Sameiginleg kaffidrykkja. STJÓRNIN. Hafnarfjöröur Hafnarfjörður Aðalfundur STEFNIS FUS í Hafnarfirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 18. nóvem- ber og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnar- og nefndakjör. 3. Lagabreytingar. 4. Stjómmálaumræður. Stefnisfélagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjóm STEFNIS. Viðtalstímar alþingismanna S j álf stæðisf lokksins í Reykjaneskjördæmi Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi munu hafa viðtalstíma fyrir íbúa Reykjaneskjördæmis fimmtudaginn 16. nóvember á eftirtöldum stöðum: Hafnir mun Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, verða til viðtals að Sjónarhófi kl. 5—7 síðdegis. Matthias Hafnarfjörður mun Oddur Ólafsson, alþingismaður, verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu kl. 5—7 sið- degis. BEZT AÐ AÖGIVSA í MOBBUllABIl nucLvsmcnR ^-«22480 17 rflifSLÍFl l. O.O.F. 9 = 15411158V = Kv. m. I.O.O.F. 7 s 1541115 81 = S Helgafell 597211157 IV/V. 2 □ Mímir 597211157 = 7 RMR - 15 - 11 - 20 - VS - MF - HT Skaftfellingar Spila- og skemmtikvöld verð- ur föstudaginn 17. nóvember kl. 21 í Miðbæ við Háaléitis- braut. Mætið stundvíslega. Skaffellingafélagið. Farfuglar Á fimmtudagskvöld 16. nóv. verður félagsvist, bingó og dans fyrir fólk á öllum aldri. Góð verðlaun. Mætið stund- víslega kl. 8 að Laufásvegi 41 og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra Traðarkotssund 6 er opin mánudaga kl. 6—9 eftir hád. og fimmtudaga kl. 10—2. Sími 11822. Hörgshlíð 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins í kvöld, miðvikudag, kl. 8. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður f kristniboðshúsinu Betanía, Laufásvegi 13 í kvöld kl. 8.30. Helgi Eliasson talar. — Allir eru hjartanlega vel- komnir. Óháði söfnuðurinn Félagsvist á fimmtudags- kvöldið 16. nóvember kl. 8.30 í Kirkjubæ. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Kvenfélag og bræðrafélag Óháða safnaðarins. Basar kvenfélags Hallgrímskirkju verður laugardaginn 18. nóv- ember. Félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunnar vinsam- legast sendi muni í félags- heimilið, fimmtudag og föstu- dag kl. 3—6 e. h. eða til Þóru Einarsdóttur, Engihlíð 9, og Huldu Nordal, Drápuhlíð 10. Unglingasundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur sunnudaginn 19. nóvember 1972 kl. 14.45. Keppt verður í eftirfarandi greinum: 100 m bringusund sveina 1958 og síðar 50 m baksund sveina 1960 og síðar 200 m fjórsund telpna 1958 og síðar 50 m bringusund sveina 1960 og síðar 200 m fjórsund sveina 1958 og síðar 50 m bringusund telpna 1960 og síðar 100 m baksund telpna 1958 og síðar 50 m skriðsund sveina 1960 og síðar 50 m skriðsund telpna 1960 og síðar 4x50 m fjórsund sveina 1960 og síðar 4x50 m bringusund telpna 1960 og síðar. Þátttökutilkynningar sendist Reyni Guðmundssyni, eða Guðmundi Gíslasyni, Sund- höll Reykjavíkur, fyrir fimmtu- dagskvöld 16. nóv, 1972

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.