Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 19
MORUUWiiLAt>l£>, MiOViKUOAGUK 15. WOVKMBEK 1912 152 Dr. Matthías Jónasson: f f KAPP MEÐ F ORSJÁ $ 1 Athugasemd við grein Jónasar Pálssonar Mattliias .lónasson. \ ÞRENGINGAB ÆFINGASKÓLA KENNARAHÁSKÓLANS Jónas Péilsson skólastjóri Æf- inga- og tilraunaskóla Kennara háskóla Islands birti langt við- tal í Morgunblaðinu 5. þ.m. um kjör og hlutverk Æfingaskól- ans. Lýsir hann átakanlega þeim erfiðleikum, sem skólinn eigi við að stríða vegna ófull- nœgjandi húsnæðis, naumra fjárveitinga og óljósra ákvæða um hlutverk skólans. Tvísett er í allar stofur skólans nema eina, en þó hefir orðið að skilja tvo efstu árganga fræðslu- skyldustigsins eftir után dyra. Sár skortur er á kennslugögn- um og tækjum. „Er skólinn lak- ar búinn í þessu efni en „norm“ menntamálaráðuneytisins segja til um og væntanlega lakar en flestir ef ekki allir aðrir hverf isskólar á höfuðborgarsvæð- inu.“ Af lýsingu Jónasar má ráða, að skólinn eigi fullt í fangi með æfingakennslu 7—12 ára barna og hafi ekki mikið svigrúm fyrir tilraunakennslu. Það er að vonum, að Jónas æski úrbóta á þessu, og ég styð þær kröfur hans einhuga. FRAMTÍÐ 1 HILLINGUM Jónas Pálsson ætlar Æfinga- Skólanum mikið hlutverk og veg legt. „Skólinn verði miðstöð æf- ingakennslu á grunnskólastig- inu öllu, 6—15 ára, og einnig menntaskóla og sérskólastigi. . . Skólinn yrði forðabúr þekking- ar, sem nemendum yrði kennt að nota.“ Það yrði áhugamönnum um menntun kennara mikið gleði efni, ef þessar hillingar yrðu að veruleika. Til þess mun þó margs þurfa við, m.a. þarf kennaralið skólans að hafa tök á að safna slíkum forða. Slík stofnun þarfnast ekki aðeins f jármuna, hún heimtar einnig allstóran hóp. manna, sem sam- eina ágæta hæfileika og fyllstu visindalega menntun, hver til síns starfs. Þetta eru aðalerfið- leikarnir, sem starfræksla há- skóla hjá fámennri þjóð á við að striða; mannaflavandinn er sízt auðleystari en hinn fjárhagslegi þótt hann leyni fremur á sér. Mér skilst, að blaðamaðurinn, sem átti viðtalið við Jónas hafi haft þennan mannaflavanda í huga, þegar hann spyr: „Er um að ræða framhaldsnám kennara og sérfræðinga, sem við skól- ann vinna?“ Jónas vikur sér svolitið undan þessari spum- ingu og svarar henni óbeint að lokum. „Menntastofnanir kenn- ara vantar nú brýnt starfsfólk, sem hefir háskólanám á ýmsum sviðum uppeldisfræði og kennslufræði." Nú er Æfinga- skóiinn deild í Kennaraháskól- anum og mér sýnist mikið velta á því, hvernig þeir leysa kenn- aravanda sinn. Þvi verður varla unað til frambúðar, að við há- sköla kenni menn, sem sjálfir hajfa ekki lokið háskólanámi, þó að sjáifsagt sé að ætla Kenn araháskólanum ráðrúm til að að hæfa kennaralið sitt þeiim kröf- um, sem vaxa af hlutverki hans sem háskóla. Æfingaskólinn verður seint forðabúr uppeldis- og kennslu- fræðilegrar þekkingar, nema hann hafi á að skipa kennara- liði, sem hafi notið fyllstu vís- indalegrar menntunar. Eins og Jónasi er vel ljóst, er æfinga- kennslan aðeins þáttur í uppeld is- og kennslufræðilegri mennt- un kennaraefnanna. Kennari í slíkum greinum gegnir þvi mik- ilyæga hlutverki að fylgjast með framvindu uppeldisvisind- anna, aðlaga þau íslenzkum þörfum og staðháttum og túlka þau í kennslubókum og aimenn um fræðsluritum. Útlendir sendikennarar leysa ekki þann vanda. A ÆFINGASKÓLINN AÐ GRÍPA ÚT FYRIR FRÆÐSLUSKYLDU ALDUR ? Jónas Pálsson krefst þess end urtekið, „að Æfingaskólinn verði aðEdbækistöð æfinga- kennslu á grunnskólastiginu öllu, þ.e. núverandi unglinga- og gagnfræðastigi og raunar einnig menntaskólastigi." Ég ef ast ekki um, að hann setur þessa kröfu fram frá þvi eina sjónarmiði, sem réttlætir hana, sem sé að í stofnun hans muni uppeldisfræðilegri menntun allra kennara vera bezt borgið. Eftir þá lýsing, sem Jónas gaf af starfsörðugleikum Æfinga- skólans, eru það sannarlega eng ir gullhamrar fyrir þá, sem ein- hvern þátt hafa átt í uppeldis- fræðilegri menntun gagnfræða- og menntaskólakennara, að Æf- ingaskólinn heimtar nú að taka hana í sinar hendur. Háskóli Is lands hefir annazt þennan þátt kennaramenntunarinnár um tveggja áratuga skeið, enda hafa þeir stúdentar, sem henn- ar nutu, stundað nám í kennslu- greinum ‘ sínum við H.I. eða er- lenda háskóla. Fá mál eru svo sjálfsögð, að ekki sé vert að íhuga þau, áður en til framkvæmda kemur. Því ætla ég ’að leyfa mér að benda á nokkur atriði. Ber þá fyrst að leiða hugann að þvi, sem Jónas lýsir svo skorinort í viðtalinu, að Æfingaskólinn fær naumast ráðið við núverandi hlutverk sitt, æfingakennslu á fræðslu- skyldustiginu. Sitthvað þyrfti þvi að breytast, ef hann ætti með góðu móti að geta tekið að sér ný verkefni. Fyrir lesendur, sem eru ekki nákunnugir upp- eldisfræðilegri menntun, er rétt að taka fram, að hún á m.a. að fela í sér kennslu í sálarfræði barna og unglinga, í sálarfræði náms, í sögulegri og nútímalegri uppeldisfræði og loks í al- mennri kennslufræði og kennsluaðferðum við einstakar greinar. Þó að sálarlif einstakl- ingsins mótist í samfelldri þró- un, birtist það með ólíkum hætti á mismunandi aldursskeiðum. Ef vel á að vera, þarf uppeldis- fræðakennslan að gefa þessu gaum, t.d. með sérstakri áherzlu á sálarlif og námsatferli ungra bama fyrir kennaraefni, sem óska að búa sig sérstaklega und ir að kenna byrjendum, og sam- svarandi áherzla á eldri böm og fram á geigjuskeiðið. Þetta merkir, að uppeldisfræðileg menntun kennara fyrir aldurs- bilið 6—15 ára þarf í veigamikl- um þáttum að skiptast í tvær brautir, bæði í bóklegri fræðslu og kennsluæfingum, þó að margt sé vitaskuld sameiginlegt. í menntaskólum, gagnfræðaskól um og ýmsum sérskólum sitja aftur á móti ungmenni, sem eru nærri eða hafa þegar náð full- þroskaaldri. Kennaraefni fyrir slíka skóla búa sig undir sér- greinda fagkennslu, og í upp- eldisfræðilegri menntun, bæði bóklegri og verklegri, þarf að gefa gaum að sérstökum þörfum þeirra. Sú stofnun, sem tæki að sér uppeldisfræðilega menntun allra kennara, yrði því að hafa tök á að sinna þremur mismun- andi hópum hið fæsta, en ef hún tæki einnig að sér sér- kennslusviðin, yrðu þeir fleiri. Klefa- veggur gekk inn ÞESSI mynd er tekin úr skdp- stjóraiklefamum á Brúarfossi og eins og sjá má hafa orðið bals- verðar skemmdir á honum eft- ir árekstur skipsins á borgaris- jaka. „Ég var sofamdi þarna í rúmi þegar fyrsta höggið kom og hrökk þá fram á gólfið. Þar stóð ég þegar höggið kom á siðu skipsins en við það gekk út- veggurinn á klefa mínum tals- vert inn, eins og sjá má,“ sagði skipstjórinn á Brúarfossi, Stefán Guðmumdsson. Höggið var svo mikið, að sófi sem stóð uppi við vegginn brotn- aði og ýmsar skemmdir urðu. „Jú, óneitanlega brá mér tals- vert,“ sagði Stefán ennfremur, „en þó áttaði ég mig fljótlega hvað um var að vera, þvi að rúða í glugga klefans brotnaði nefnil'ega og ishröngl kom inn um gluggann." Á myndiinni sjást þeir Stefán og Viggó Maack, skipaverkfræðingur Eimskipa- félagsins, ræða skemmdirnar eftir að Brúarfoss kom i höfn. Án þess ég vilji draga hæfni nökkurs manns í efa, hygg ég þó að þessi viðbót myndi kosta Æfingaskólann mikið átak. Eng inn hefur heldur leitt rök að þvi, að sparnaður yrði að slíkri ráðstöfun. Þegar ég tala um Æfingaskól- ann í þessu sambandi, á ég vita skuld við hann sem stofnun inn an Kennaraháskóla Islands. Ef þeirri stofnun yrði falin uppeld is- og kennslufræðileg menntun allra kennara skólakerfisins, myndu jafnframt öll rannsókn- ar- og ritstörf á þvi fræðasviði falla undir hana. Til þess að rækja það hlutverk þarf sér- stakar aðstæður, sem enn eru kannski ekki að öllu leyti fyrir hendi. Þó menn sakni þeirra ekki, segja þær til sín að lok- um. Um fjögurra áratuga skeið var Kennaraskóli Islands ein- ráður um alla uppeldisfræði- lega menntun hér á landi, en hann skilaði fáum frumsömdum uppeldisritum, sem þó var brýn þörf á. Með virðingu vil ég minna á rit séra Magnúsar Helgasonar: Uppeldismál. Til leiðbeiningar barnakennurum og heimilum, sem kom út 1919. Eftir öðrum frumsömdum ritum um almenna uppeldisfræði af skólans hálfu man ég ekki, en fáeinar bækur hafa verið þýdd- ar. En af öllum fræðigreinum er uppeldisfræði og ýmsar greinar sálarfræði einna verst til þess fallnar að vera fluttar inn óbreyttar frá öðrum þjóð- um. Til þess eru þær of tengd- ar þjóðareðli og þjóðmenningu. Kennaraháskólinn, sem nú er stofnaður, og Æfingaskóli hans standa því á þessu sviði frammi íyrir stóru verkefni. Vitanlega getur Háskóli Is- lands ekki miklazt af sínum skerf til sálfræðilegra og upp- eldisfræðilegra bókmennta. Þó hafa kennarar hans í þessum fræðum sýnt nokkra viðleitni. Ég nefni aðeins Símon Jóh. Ágústsson, sem samið hefir fjöl- mörg rit 1 báðum þessum fræði- greinum. Sálarfræði hans hefir komið út í þremur síauknum og endurbættum útgáfum, og mun það fátítt um íslenzk lærdóms- rit. Á þessu ári mun birtast fyrra bindi nýs rits eftir hann: Börn og bækur. Lestrarbóka- könnun, sem er árangur af við- tækum rannsóknum hans. Hefir lengi verið brýn þörf á slíkum rannsóknum. Aðstaða til fullgildrar mennt unar í flestum þeim kennslu- greinum, sem gagnfræðaskólar, menntaskólar og ýmsir sérskól- ar þarfnast, hefir verið efld stórlega við Háskóla Islands. Fjölþætt kennsla er veitt í nátt úruvísindum og stærðfræði, enska kennd til kandidatsprófs og aðstaða til kennslu annarra erlendra tungna bætt, kennsla í sagnfræði aukin, að ógleymdri kennslu í bókmenntum og mál- vísindum. Stúdentum, sem vilja búa sig undir kennslu við fram- haldsskóla, bjóðast þvi allmarg- ir valkostir. Aðstaða til uppeld isfræðanáms hefir einnig batn- að mjög, siðan upp var tekin kennsla til B.A. prófs í heim- speki, sálarfræði og félagsfræði en þessar fræðigreinar fást við skyld rannsóknarsvið og styðja því hver að annarri. Þannig bjóðast stúdentum margar leið- ir til víðfeðmrar menntunar, en engum er það brýnni nauðsyn en þeim, sem búa sig undir kennslustarf. Enga bölsýni þarf til að ætla, að alllangur tími muni líða, þangað til Kennara- háskólinn nýstofnaði getur boð- ið fram slíka aðstöðu til kenn- aramenntunar, ef hann tekur að sér framhalds- og mennta- skólastigið. Kennaraháskólinn mun leysa vel af hendi það hlutverk, sem honum er þegar ákveðið í lög- um, og hann mun sigrast á hin- um óhjákvæmilegu byrjunarörð ugleikum. Hann þarf að treysta menntunaraðstæður sínar sem bezt, áður en hann seilist til nvrrp ^nðfnn arcAfna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.