Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUÐA6UR 15. NÓVKMBUft 1972 Ályktanír aðalfundar Verzlunarráds; Ógætileg ráðstöf un ríkistekna - á drjúgan þátt i efnahagsvandræðum - Vítir ákvörðun ríkisstjórnar um neitunar- vald til meðlima verðlagsnefndar - Heimild til erlendra vörukaupalána verði rýmkuð A aðalfundi Veralnnar- ráðs fslands, sem haldinn var fyrir skömniu, voru fferð ar f.iölmarg-ar áiyktanir um efnahasrs- os: atvinnumál. Hér fara á eftir ályktarnir fundarins, sem varða efna- hagfs- og viðskiptamál, en síð ar verða birtar ítarlegar ályktanir um skattamál. efnahagsmAl I. Aðalfundur Verzlunarráðs fslands 1972 horfir með kvíða á framvindu efnahags- mála þjóðarinnar og vekur at hygii á, að við undirbúning að gerð kjarasamninga í des- esnber sl. var eindregið bent á að með ofspenntu kaupfgjaldi, vinrrutimastyttingu, oriofs- lengingu og öðrum kostnað- arauka atvinnuveganna væri teflt á tæpasta vað, eins og reynsJan hefur þegar sannað. Fundurinn bendir á, að vægast sagt ógætileg ráðstöf un ríkistekna eigi drjúgan þátt í efnahagsvandræðunum þar sem mikilvirkasta hag- stjómartækið sé á hverjum tíma í höndum þeirra, sem fara með fjármál þess opin- bera. Óvægin skerðing rekstrar- f jár atvinnurekstrarins getur valdið almennum samdrætti á atvinnusviðin'u á sama tima og mikil þensla á sér stað í uimsvifum þess opinbera. Eðlilegt væri að draga úr þenslu opinbera kerfisins en beina fjármagni til uppbygg- ingar og reksturs atvinnu- veganna. n. Ef þróun efnahagsmála leið ir til þess að stjómvöld breyti gengi íslenzku krón- unnar minnir Aðalfundur Verzlunarráðs fslands á að við gengisbreytingamar 1967 og 1968 var erlendur gjald- eyrir hækkaður um 105% og þar sem innflutningsfyrir- tæki voru þá skylduð til að selja út birgðir sínar á eldri verðum, rýmaði fjármagn þeirra i birgðahaldi um meira en helming. Við slíka fram- kvæimd er aðeins um tvennt að velja fyrir innflutnings- fyrirtækin, annaðhvort að draga saman starfsemi sína eða taka aukin rekstrarlán vegna dýrara birgðahalds. Hið tyrra leiðir til stórfellds samdráttar í allri verzlun, en hið siðara mun óframkvæman legt, þar sem lánsfé fæst ekki. Fundurinn felur því stjóm Verzlunarráðsins að tilkynna þegar viðkomandi stjórnvöld um, að í sambandi við slíkar gengisbreytingar verði að gera ráð fyrir þeirri fram- kvæand, að (1.) Fyrirtækjum sé þegar heimilað að hækka birgðaverð sitt til samræmis við breytta gengisskráningu og (2.) Að hækkanir á toirgðaverði vegna slíkrar g'engisbreytingar verði að vera undanþegnar tekju- skatti og tekjuútsvari, enda ekki um rauntekjur að ræða. Fundurinn folur stjóminni að skipuleggja sameiginlega afstöðu allra meðlima sinna í því skyni að ná fram viðhlít- andi úriausn í þessu máli. EFNAHAGSBANDALAG EVKÓPU Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1972 fagnar þvi, að vel heíur tekizt um gerð við- skiptasamnings við Efnahags bandalagið og væntir þess að fullgilding samningsins i heild geti farið frarri á tilsett- um tíma. vekðlagsmAl Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1972 ítrekar ályktan ir undangenginna ára um skaðsemi þess álagningarkerf is, sem nú giidir og allir stjómmálaflokkar viður- kenna nú, að ekki þjóni nein um skynsamlegum tilgangi. Sérstök ástæða er til að víta þá dæmalausu ákvörðun rik- isstjómarinnar, með setningu bráðabirgðalaga, sem veitir hverjum einstökum nefndar- manni í verðlagsnefnd neitun arvald og ákveður jafnframt, að hjáseta við atkvæða- greiðsJu skuli teljast mótat- kvæði gegn framborinni til- lögu og hún þar með felld, jafnvei þótt ÖH greidd at- kvæði séu henni fylgjandi. Brjóta þessi ákvæði í bága við allar grandvallarreglur lýðræðisins. Heitið er á Alþingi og við- komandi stjórnvöld að aÆ nema nú þegar það álagning- arkerfi, sem allir eru sam- mála um að sé misheppnað, og taka upp i þess stað verð myndunarkerfi í likingu við það, sem bezt hefur reynzt meðal lýðræðisþjóða ná- grannalandanna. ERLEND vörukaupalAn Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1972 leggur til að rýmkuð verði heimitd til vörukaupalána eriendis. Lánatakmörkunin hefur bitn að harðast á byggingariðnað inum, sem þurft hefur á þess ari lánsheimild að haida til þess að brúa bilið mifii byrj- unarframkvæmda og þess byggingarstigs, sem krafizt er til lánsmöguleika úr opinber um sjóðum. Virðist svo sem tilgangur hins opinbera hafi verið sá, að draga úr íbúðabyggingum, sem er í mótsögn við stefnu- yfirlýsingu núverandi stjóm ar. TOLLAR Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1972 bendir á aðkall- andi þörf á gagngerri endur skoðun tóHskrárinnar. Bent imm Laus staða Starf aðalbókara Menningarsjóðs og Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráði Islands, Skálholtsstíg 7, Reykjavík, fyrir 25. nóvember n.k. MENNTAMALARAÐ 1SLANDS. Storfsmaður óskast Ungur lagtækur, duglegur maður óskast til að taka við fjölbreyttu starfi sem er í uppbyggingu. Ekki er krafizt sérstakrar menntunar, en ætlazt til að starfs- maðurinn hafi hæfileika til að umgangast fólk og mennta sig i starfi. T*lboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „Félagasamtök — 9531". Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Landspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá næstu ára- mótum. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnamefndar rikisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnamefnd ríkisspitalanna. Eiríks- götu 5, fyrir 16. desember n.k. Reykjavík, 13. nóvember 1972 SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA. Atvinna bjónustufyrirtæki i borginni óskar að ráða afgreiðslu- stúiku sem fyrst. Hreinleg og góð vinna sem krefst dugnaðar og nákvæmni í starfi. Tilboð merkt: „Góð laun — 9530" sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudaginn 19. nóv. Afgreiðslumoður - Varahlutaverzlun Óskum að ráða strax mann til afgreiðslustarfa i vara- hlutaverzlun. Gott framtíðarstarf fyrir áhugasaman mann. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 555, Reykjavík, merkt: „Afgreiðslumaður". Rolveita Hafnorfjarðar óskar að ráða fulltrúa til starfa nú þegar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Rafveitunnar. RAFVEITA HAFNARFJARÐAR. PARÍS Góð stúlka óskast til starfa á heimili islenzka sendi- herrans í París. Nánari upplýsingar í síma 16024 frá kl. 1—4 i dag (15.11) og á morgun. Húsbyggjendur Get bætt á mig verkum. Blokkir, parhús, einbýlishús. FLJÓT OG GÓÐ VINNA. EYJÓLFUR GUNNLAUGSSON, byggingameistari, simi 13923. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin. Flokora Vantar vana flakara strax. fæði og húsnæði ð staðnum. Upplýsingar i sima 92-6044 og á kvöldin i síma 41412. Sjómenn Beitningamenn vantar á m/b Hamravík í útitegu. Upplýsingar í simum 92-1707 og 92-2095. Sjómenn ósknst Stýrimann og tvo háseta vantar á 103 tonna netabát frá Þorlákshöfn. Siglt með aflann. Upplýsingar í síma 18105 og 36714. Lngermnðnr Heildsölufyrirtæki óskar eftir að ráða lagermann hálfan dagirm. Tilboð merkt: „Lagermaður — 473" sendist afgr. Mbl. fyrir 17. nóv. Skrifstofnstorf Maður eða kona sem hefur reynslu og kunnáttu í enskum bréfaskriftum og erfendum viðskiptum óskast til stórs fyrirtækis sem hefur fjölþætta starfsemi. Góð laun fyrir gott starf. Sendið nafn og heimilisfang inn á afgr. Mbl. merkt: „Framtíðarmöguleikar — 9661". Aukovinnn óskað er eftir stúlku eða pilti vana vélabókhaldi, til starfa hluta úr degi. Til greirta kemur einnig starf eftir venjulegan vinnutíma. Upplýsingar um nafn, aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir laugardaginn 18. nóvem- ber merkt: „201 T'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.