Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÖVEMBER 1972 Þýzku kosningarnar: Eftir Matthías Johannessen Oberammergau, nóv. — Kosningabaráttan hér í Vest- ur-Þýzkalandi hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum síðustu vikur, en hún hefur harðnað. Þátttaka almenn- ings hefur mjög aukizt, fólk sækir kosningafundina af áhuga, vigorðaspjöld eru út um allar þorpagrundir og í þéttbýlinu kemur fólk saman til að rökræða stjórnmál. Annars fer kosningabaráttan að mestu fram í sjónvarpinu og svo blaðaauglýsingum, þar sem lögð er áherzla á ágæti flokkanna og einstakra leið- toga, og hefur þessi auglýs- ingaherferð mjög aukizt upp á síðkastið. En þýzku blöðun um er samt ekki breytt í póli tíska snepla eins og krafizt er heima, ekki sizt fyrir kosningar. 1 þeim efnum er- um við mörgum áratugum, ef ekki öldum á eftir öðrum þjóðum. Kosningamálin eru hin sömu og í upphafi og augljóst að kósið er uim áframhald nú verandi stjómarsamvinnu eða nýja meirihlutastjórn kristi- legra dentokrata. Soheel, ut- anrikisráðíierra, hefur verið spurður um það, hvort flokk vir hans, Friálsi demokrata- flokkurinn (FDP), geti ekki k-'-1 I f 'H. li WWMTnitwrtj,.l-.'.v.vp - Æfoer-iwi'fiú vvR jr-r'tiú'i'br, , - ..ti'ívíwíatlíbcnm-' '■jiv.f % k. .„..,..1 M .... ilmi U'ti hugsað sér stjórnarsamvinnu við kristil. demokrata (CDU, CSU), en hann hefur neitað því. 1 sjónvarpsþætti leiðtoga flokkanna sagði hann nýlega að gera þyrfti grundvallar- breytingu á málflutningi kristilegra demokrata, ef flokkur hans ætti að geta unnið með þeim. Scheel lok- aði sem sagt ekki alveg dyr- unum, en næstum því. Hann sagði að kostirnir nú væru aðein-s tveir: annars veg- ar meirihluti kristilegra demokrata eða mieirihiuti nú- verandi stjórnarflokka. Kristilegum demokrötum reynist áreiðanlega erfitt að hnekkja meirihluta stjórnar- flokkanna. Frjálsir demókratar (FDP) virðast í nokkrum vanda staddir eftir sveitastjórn- arkosningarnar í Hessen og Neðrasaxiandi nýlega, þar sem flokkurinn tapaði fylgi, en stóru flokkarnir báðir juku fylgi sitt. Af skoðana- könnunum er helzt að sjá að flokkurinn rétt merji að fá þau 5% atkvæða sem nauð- synleg eru, ef hann á að fá menn kjöma á þing. (Hann fékk 5,8% atkv. i kosningun- um 1969). En slikar skoðana- kannanir eru alltaf hæpnar, svo að ekki sé meira sagt, og sveitarstjórn'arkosningar erú annað en þingkosningar. Má vera að úrslitin í sveitastjóm arkosningunum verði til þess að ýmsir kjósendur hliðholl- ir frjálsum demókrötum, sem hafa ha-ldið að sér höndum, taki nú tii óspilltra mála. Einhvern veg’nn virðist það liggja í loftínu, hvað s m v::rv t ■ demo- kratar eiga sterka forystu- menn sem miög eru í frétt- um, Soheel, utanríkisráð- herra. Gensoher, innanríkis- ráðherra, og Ertl, landbún- aðarráóherr0, kraftakarl. Þessa tithineigingu til að efla stóru flokkana á bostnað FDP kalla þýzkir fré'taskýrendur „pólaríser- ingu“, þ.e. að andstæðurnar séu skerptar á kostnað FDP. 1 nýlegri auglýsingu frá Ludwig Erhard, fyrrum kanslara og Karl Schiller, fyrrum fjármálaráðherra, sem ég sá í héraðsblaðinu, Gar- misch — Partenkirchner Tag- blatt (og á vafalaust eftir að birtast í flestum blöðum hér), vara þeir við stéttastriði, segja að slíkt strið sé krampi og benda á að Vestur-Þjóð- verjar hafi ekki þekkt stétta- stríð frá s'tríðsilokum, góðu heilli. Hér er áreiðanlega ver ið að vara við kröfum ungra jafnaðarmanna um nýja stétta baráttu og nauðsyn þess að skerpa andstæðumar milli Jafnaðarmannaflokksins og annarra flokka. Efnahagssér fræðingarnir tveir vita sem er að stéttastríð getur verið heilbrigðum atvinnuháttum skeinuhætt. Engin hneykslismál hafa verið dregin fram í dagsljós- ið enn sem kamið er, en svo virðist sem Frankfurter All- gemeine hafi rétt fyrir sér þegar það segir nýlega að persónulegt hatur ríki milli flokksleiðtoganna og gagn- rýnir einlæg brigzl þeirra hvers um annan: jafnaðar- menn kallaðir kommúnist- ar eða handbendi þeirra og kristilegir demokr.ai'ar nasist- ar eða samferðamenn þeirra. Ýmislegt hefur þó gerzt sem 'haft getur áhrif á kosn- ingaúrslitin 19. þ.m., þegar 40,8 millj. Vestur-Þjóðverja ganga að kjörborðinu, t.a.m. frelsun palestinsku hermdar- verkamannanna úr fang- elsum hér í Bæjern og flug- vélarránið, sem enguim kom á óvart og allir bjuggust við. Bkki er ástæða til að rifja mál þetta upp hér, svo kunn- ugt og óskemimtilegt sem það er, enda held ég flestir Þjóð- verjar séu ánægðir yfir að hafa losnað við hermdar- .gcssíááwr AÍfofc :C UÍK? ssísw Kífefl Kítt! ciázf ðiCfRjfciíctíb Wjf U'V: L.Wrtr vnatfe y-RAbíX *xW->;l:t •VOlAþMki MXtOJCll cojjfce, 'VO*a::v Wábr'jr'þ hbtío' «bSobM '*onj»x wR'CjksWeoMft k'Kfcr., itfat- IftW-t: íWAí $4 W>:bv<kú fc: cfon verkamennina úr landi. En i sjónvarpsþættinum fyrr- nefnda reyndu leiðtogar stjórnarandstöðunnar að færa sér þetta mál í nyt og fullyrtn að stjórn Brandts hefði ekkert aðhafzt til að koma í veg fyrir flugvélar- ránið, þótt aliir hefðu átt von á því. Barzel talaði kurteis- lega um þetta, enda háll og fínn pólitíkus sem enginn get ur fest hendur á, en Strauss var þeim mun harðari og sagði þrisvar: Falsch, með an kanslarinn reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér. Nú gagnrýnir hann á fund- um sinum harðlega hvemig stjórnarandstaðan hefur reynt að nota þetta mál, en það gerði hann ekki í sjón- varpinu. Brandt trónaði yfir þeim leiðtogunum eins og Sfinx, húmorlaus (hans veik- asta hlið) og alvörugefinn, en ákveðinn og fastur fyrir og búinn að koma sér upp álitlegum kanslarasvip, mjög áhrifamiklum. Það er engu líkara en hann sé hafinn hátt upp yfir þessa sprelligosa, ef ég- les svip hans rétt, og fer augsýnilega mjög í taugam- ar á leiðtogum stjórnarand- stöðunnar. Scheel er ekki ósvipaður Barzel, sléttur og felldur og kemur vel fyrir, en Strauss er náttúruöflin sjálf holdi klædd og stingur mjög í stúf við öll fínheitin. Þeir Barzel eru sterkari sam- an en Brandt og Scheel, vegna þess hve ólíkir þeir eru og bæta hvor annan upp, en Brandt og Scheel eru of áþekkir að manni finnst. Strauss er orðhvatur og svífst einskis og er áreiðan- lega miklu sterkari stjórn- málamaður en Barzel, sem er raunar óskrifað blað. Ef kr.'stilsgir damioikrait'ar 'heifðu foringja á borð við Brandt þyrfti ekiki að spyrja um kosningaúrslitin. En þó ber þess einnig að gæta að Bar- zel er ekki uimdeildur stjórn- málaimaður eins og Strauss, sem margir virðast ótt- ast: „Ég hata Strauss," sagði útvarpsvirki hér í Oberamm- ergau við mig nýlega. Aðrir dá hann takmarkalaust. Um Strauss ríkir engin logn- molla. Afstaðan til hans er: annaðhvort eða. Strauss tekst stunduim með ósvífni og hörku að rífa kanslaragrím- una af Brandt, sem hristir þá gjarna höfuðið eins og hann vildi segja: Ég nenni þessu ekki. Þetta er bara Strauss. Og allir vita hvers konar fyrirbæri hann er. Annars er engu lfkara en kanslarinn hafi megnustu fyrirlitningu á þeim félögum og geti ekki dulið hana. Hann tekur stundum á móti þeim af meiri hörku og óbilgirni en þeir mundu trúa sem þekkja hann :»*.....»*........: - *' tfea iMm iiaer ái* öfit ÉM ,öfescBs>i<a->á*esAt'!ífAa»''it 1e; WjBy Jb.iea. Oct MAíh* ÍÍÍiöÍjaaÚt Óföýfcci te K M fr «rs« 1ik''áiriosía(*i«o Ost tœá «swi>í ■«: •'«*:•■' • h Aber vk*k ( W 6*» W. Nov««Ö«r Konder ■ ■ ■ - ■' ■ - [ Vkcoýfcpt?. .V' í.-viCoV' ■Íí.'-H -..Ad '■•■'■■ VöíSy- Jft ir ‘á<é> v.'K< -AiÍAA úfitiAía ;íí> .iaijrA íaf»<j.A«r <}«<❖<{*' af kurteisisheimsóknum til ís- lands. Brandt leggur áherzlu á að festa (Stabilitát, eða. stöðug- leiki) sé ekki einungis bund- in við fjár- eða efnahagsmál sem hann virðist hafa litinn áhuga á eins og allir miklir stjórnmálamenn, heldur — og ekki síður -— innri upp- byggingu og framfarir á öll- um sviðum, ekki sízt. í félags- málum. Strauss tönnlast á kröfunni um meiri festu I fjármálum og leggur höfuð- áherzlu á að spornað verði við framsókn sósíalisma í Vestur-Þýzkalandi. Einkum varar hann við hættunni af róttækni forystumanna ungra jafnaðarmanna. Brandt svar- aði -þessu í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Hann kvaðst fagma þessum róttæku röddum ungs fólks í flökknum, þótt þær væru oft og einatt óþægi legar og nauðsynliegt stund- uim að svara unga fólkinu fullum hálsi. Hann sagði að 200 þús. ungmenni væru í Jafnaðarmannaflokknum og því í fyllsta máta eðlilegt að ýmsar raddir heyrðust úr þeim herbúðum. En ungt fólk léti ekki aðeins að sér kveða í flokki hans, heldur hefðu heyrzt róttækar raddir í flokki Barzels og varð sá sið- arnefndi að viðurkenna það. Brandt sagði að betra væri að hafa unga fólkið innan flokknnna en eins og hverja aðra óeirðaseggi á götum úti. Þess má geta hér að lokum að um 2Vi millj. kjósenda milli 18—21 árs taka nú í fyrsta skipti þátt í kosning- um hér í Vestur-Þýzkalandi. Þetta unga fólk getur haft örlög Þýzkalands — og raun ar Evrópu allrar — í hendi sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.