Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1972 „Ég er andvígur Mðun þessara húsa“ segir forsætisráðherra um Bernhöftstorfuna í tilefni af fyrirspurn Ellerts B. Schram til menntamálaráðherra f GÆR var til umræðu í Sam- einuðu alþingi fyrirspurn Ellerts B. Schram til menntamálaráð- herra um afstöðu hans til frið- unar Bernhöftstorfunnar. — Menntamálaráðherra sagði, að enn hefði ekki verið tekin af- staða til tillagna húsafriðunar- nefndar um þetta efni. Forsætis ráðherra sagðist vera andvígur friðun þessara húsa, að þeim væri engin borgarprýði. Ellert B. Schram: — Mun flytja þingsályktunartil lögu, þar sem skorað verður á ríkisstjórnina að breyta afstöðu Ellert B. Schram minnti á, að stjómvöld hefðu tekið ákvörðun uim stjórnarráðsbyggingu á lóð um ríkisins við Lækjargötu, milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Hú.safrið'unarnefnd hefði hins vegar einróma mælt með friðun þessara húsa. Þinigmaðurinn sagði, að jafn- fiwnt auknum skilningi á um- hverfisvandamálum, hefði þeirri stefnu vaxið ásmegin, sem legði áherzlu á varðveizlu sögulegra bygginga, sérstæðra borgar- hverfa, og manneskjulegs um- hverfis. Húsin austast í kvos gamla miðbæjarins í Reykjavík bæru sína sögu, þar væri að fmma afarmerkilega heimild um byggingarstíl á síðustu öld. Fyrirspumin væri fram borin, þar sem ríikisstjómin hefði á sl. Siumri ítrekað fyrri boð tid borg- arstjórnar Reykjavikur um að gefa borginni umræddar bygg- ingar og kosta endurbyggingu þeirra í Árbæ, með það í huga að byiggja nýtt stjómarráðhús við Lækjargötu. Afstaða rikis- sitjómarinnar hefði ekki komið fram, nema í bréfuim til Reyk j avíku rborgar. Magnús Torfi Ólafsson, mienntamálaráðherra, sagði, að þegar hann hefði tekið við störf am hefðu tillögur húsafriðunar- nefndar verið óafgreiddar i ráðu neytinu. Þessi húsaröð væri elzta ósnerta húsaröð í Reykja- vi'k og hún hefði alla tíð sett sterkt svipmót á borgina. Tifflagan um friðun Bernhöfts torfunnar væri ein af mörgum, siem ekki hefði verið tekin af- staða til. Ekki væri rétt að taka eitt mál út úr. Síðar myndi hann gera grein fyrir málinu i heild. Ráðherrann sagði, að sér virt- ist gæta sjónskekkju í umræð- uim uim húsafriðuin. Of mdkil á- berzia væri lögð á varðveizlu sögufrægra bygginga, en legið hefði í láginni að varðveita mann virki til að veita komandi kyn- slóðum staðgóð igögn um bygg- ingarstíl og menningu. Ellert B. Schram minnti á, að ríkisistjórnm hefðd ítrekað boð sitt til Reykjavikurborgar í sum ar. Afstaða ríkisstjómarinnar og forsætisráðherra væri því auig- Ijós. Hann myndi því bera fram þinigsályktunartillögu um að rík isstjómin endurskoðaði afstöðu sána. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að ákvörðun um að byggja stjómarráðshús við Lækjargötu hefði verið tekin fyr ir tuttuigu árum. Á undanförnum árum hefði verið veitt fé til framkvæmda, og í þeim sjóði væru nú 20 millj. kr. Aldred hefði komið fram athugasemd um stað setningu hússins. Fyrrverandi ríkisstjórn hefði látið teikna stjómarráðshús á þessum stað og gera likan af því. Hann hefði lát ið blessun sína í ljós þá og sér væri ekki kunnugt um, að aðrir hefðu gert athugasemdir, er þá verandi ríkisstjórn leitaði álits stj ómarandstöðufflokkanna. Reykjavikurborg hefði tekið boði um flutning húsanna 1964. Það boð hefði verið ítrekað í suimar. Forsætisráðherra sagðist vera reiðubúinn til þess að láta gera teikningu af nýju húsi á þesisum stað, svo að tryggt yrði, að þama risi fögur bygging, er féffi inn í umhverfiS. En það yrði ekki umnt, nema Reykjavíkur- borg leyfði bygginguna eins og gengið hefði verið út frá ámm saman. MIHfíGI Ráðuneyti, ekki Alþingi greiði ferða- kostnað ráðherra ÁKVEÐIÐ var í fyrra að Al- þingi greiddi ráðherrum í ferða- kostnað 72 þúsund krónur á ári, ©ða sömu upphæð og alþingis- nienn fá. Nú hefur verið ákveðið að breyta þessu, að þvi er Frið- Sérstakar annir LÚÐVÍK Jósepsson, sjávarútvegs og viðskiptaráðhema, tilkynnti í gær, að hann gæti ekki setið á Allþingi næstu viku vegna sér- stakra anna eins og ráðherrann orðaði það í bréfi til forseta neðri deildar. Sigurður Blöndal, akógarvörður, hefur tekið sæti Lúðvíks Jósepssonar á Alþingi. jón Signrðsson, skrifstofustjóri Alþingis tjáði Mbl. í gær og verð ur viðkomandi ráðuneyti ráð- herra látið greiða ferðakostnað ráðherrans. Var þessi háttur tal- inn eðlilegri, þar eð ráðuneytin greiða hvort eð er ferðakostnað ráðherra samkvæmt reikningi. Friðjón sagði að ráðherrar hefðu bíla frá ráðuneytunum og þótti möran.um eðlilegast að aliar ferðagreiðsl'ur þeirra væru á einni hendi. Þá má geta þess að alþingismenn fá ekki aðeins þess ar mánaðarlegu 6 þúsund krón- ur í ferðakostnað, heldur er og greiddur fyrir þá ferðakostnaður til og frá kjördæmum þeirra. Ólafur Jóhannesson: — Engin eftirsjá að þessum húsum Ráðherrann sagðist vilja halda fast við fyrri ákvarðanir um að stjórnarráðsbygging riisi á lóðum ríkisins við Lækjargötu. Hann væri andvigur friðun þessara húsa, engin eftirsjá væri að þess um húsum, og að þeim væri eng- in bongarprýði. Þetta væri skoð- un yfirgnæfandi meirihliuta Reykvíkinga. Það yrði ólíkt myndarlegra, ef þarna risi fög ur stjórnarráðsbygging. Magnús Torfi Ólafsson: — Hefur ekki tekið afstöðu enn. Síðan sagði ráðherrann, að æskilegt væri að formenn ann- arra stjórnmálaflokka lýstu þvi, hvort þeir hefðu breytt afstöðu sinni, t.d. þeir, sem setið hefðu í fyrrverandi ríkisistjórn. Flleiri tóku ekki til máls. Alþingismenn á ráðstefnu ALÞINGISMENN eiga nú fyrir höndum að sækja nokkrar al- þjóðaráðstefnur, sem boðað hef- ur verið til á næstunni. Þing- mannamefnd 5 manna er boðin til Sovétríkjanna, en eikki hefur verið ákveðið hvenær þing- mennirnir faria, né hverjir fara. Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis sagði að venjan væri að slík ferðalög stæðu í 8 til 10 daga, en endanlega hefði ekki verið gengið frá þessari ferð. Þá verður dagan.a 19. til 24. nóv. haldi.nin í Bonn árlegur fund ur þingmanniasambands NATO. Fulltrúar Alþingis verða þar: Bjarni Guðbjömsson, sem verð- ur formaður nefndarinniar, Matt- hías Á. Mathiesen, Friðjóin Þórð- arson og Pétur Pétursson. Loks verður í janúarlok, 27. til 31. janúar haldin þingmanna- ráðstefna i Helsingfors til undir- búnings öryggismái'aráðstefnu Evrópu. Ráðstefnan er haldin af Alþjóðaþin.gmiannasiamfoandinu í samráði við hina firansku deild þingmannasambandsins. Enn hef- ur ekki verið ákveðið hve marga þingmenn Alþingi sendir á þessa ráðstef.nu og emgir hiafa enn verið tiinefndir til þess að fara til Helisingfors vegna hennar. Orkumál Norðurlands;___________ Ráðherra skipar ekki samstarfsnefnd — segir samgönguráðherra Á FUNDI Sameinaðs Alþingis í gær spurði Magnús Jónsson iðn- aða.rráðherra, hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að verða við ósk fjórðungsráðs Norðlendinga um að skipa nefnd með fulltriium ríkisstjómarinnar og Fjórðungs- sa.mhandsins til að gera hlutlausa könnun á orkuþörf, orkuöflun og skipulagi.á dreifingu orkunn- ar á Norðurlandi. í svari ráð- herra kom fram, að nefndin hefði ekki verið skipuð. Magnús Jónsson gat þess, að stórvirkjun í Laxá væri nú úr sögunni, en áhugi hefði vaknað hjá Norðliendingum á að kanna möguleika á annarri orkuöflun. í þessum mál'um hefðu Norðlend ingar sýmt mikinn S'kilning og væru reiðubúnir til þess að kanna Alþingi hefur samþykkt nefndarálit BENEDIKT Gröndal bar í gær fram fyrirspum til Hannibals Valdimarssonar, samgönguráð- herra um samgöngur milli Akra- ness og Reykjavíkur. Ráðherr- ann var spurður, hvort hann teldi, að með ákvörðun um lagn- ingu hraðbrautar fyrir Hval- fjarðarbotn (sbr. vegaáætlun 1972—75) hefðl Alþingi íallizt á þá skoðun Hvalfjarðamefndar, að hafna bæri hugmynd um brú, jarðgöng eða ferju, en leggja þess í stað veg með varan- legu slitlagi. Hanmibal Valdimarsison, sam- gönguráðherra, sagði, að í bréfi Hvalfjarðamefndar dags. 20. september sl. hefði komið fram, að við gerð vegaáætlunar 1972 — 1975 hefði fjárveitiinganefnd munnlega verið greint frá niður- stöðum þeirra athugana, sem nefndin hafði framkvæmt. Þar sem ágreiningur hefði ekki komið fram í nefndinni né á Al- þingi, yrði að líta svo á, að Al- þingi hefði samþykikt álit nefnd- arinnar. Ennfremur var að því spurt, hvort ráðherrann ætlaði að framkvæma þá tillögu nefndar- inraar að láta kanna rekstrar- öryggi og rekstraraíkomu skíða- skips eða þyrl-u milli Reykjavík- ur og Akramess. Ráðherrann sagði, að líta yrði svo á, að atihuigumum á sam- göngum um Hvalfjörð væri lokið. Ráðuneytinu hefði ekki gefizt tími til að athuga sér- staklega fóllksflutninga beint mill'li Akramess og Reykjavífcuir. Þá var ráðherrann spurður að því, hvort sllik könn/un ætti að ná til frekari athugunar á bif- reiðaferju milli Reykjavíkur og Akraness, með tilliti til þess, að með núverandi framkvæmda- hraða mun taka 12 ár að full- gera hraðbraut fyrir Hvalfjörð. Ráðherra sagði, að sérstök at- hugun hefði farið fram á rekstri bifreiðaferju, en mikið vantaði á, að það fyórtæki gæti taldzt arðbært. Ráðheirraran sagði, að ástæðulaust væri að binda at- hugum á samgöngumöguleiikum milli Akraness og Reykjavíkur við tvo valkosti. Bemedikt Gröndal sagðist ekki viss um, að alþingismemm hefðu gert sér ljóst, er þeir samþykktu fjárveitingu til hraðbrautarinn- ar, að þeir hefðu með því úti- lokað aðra kosti eins og t. d. tólferju. Magnús Jónsson. alla valkosti. En þeir óskuðu þess, að endanlegair ákvarðanir yrðu teknar í samráði við heima- menn, en svo virtisit sem ákvarð anir hefðu verið teknar án sam ráðs. Þingmaðurinn minnti á, að fjörðumgsþimg Norðlendinga hefði fyrir skömmu ítrekað ósk- iir sínar um stofnun þessarar nefndar. Magrnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, sagði, að óskin um skipan nefndarinnar hefði kom- ið fram fyrir ári; hann væri ekki vanur að láta sl'ík mál draigast. Ástæðan fyirir því, að mefndin hefði ekki verið skipuð væri hin öra þróun þessara mála. Sam- starfið væri mi'ldiu betra en fram kæmi í einni nefndarskipun. Eitt megin einkennið á stefmu núver- andi ríkisstjórnar i raforkumál- um væri það, hversu mjög áhrií heimamanna myndu aukast. Þar væri um að ræða mun stórfellld- ari aukningu en skipun einnar nefndar. Á sL sumri hefðu við- ræður hafizt við raforkuaðita heima fyrir og undirtektir væru jákvæðar. Unnið væri að stofnun virkjunarfyrirtækis á Norður- landi. Magnús Jónsson minnti á, að fjórðungisþimg NorðQiendinigia hefði nýlega átalið, að ekki skyldi hafa verið haft samráð um orkumálastefnu Norðurlands. Þingið hefðd ennfremur lagt á- herzlu á, að rikisstjórnin endur- skoðaði stefnu sína í orkumiálum Norðurlands. Láms Jónsson sagðl, að það sem raunverulega bæri á milli væri það, að iðnaðarráðheira segðist viija samstarf við heima- menn, en neitaði þó að skipa samstarfs nef nd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.