Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1972 Olgefan di hf ÁiveTcuL Rléy9«javfk Fromkve&mdastjóri HaraWur Sveinaaon. ftiilstjórar Mattfifas Joharmossen, Eyj'ólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. RftsíjárnarfuWtrúi þorbjönn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Áml Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sfmi 1Ö-100. Augiíýsingar Aðafstraati 6, sfmi 22-4-60 Áskriftargjald 225,00 kr á 'mánuði innanlands I fausasölu 15,00 lkr eintakið Sérstaklega er rétt að und- irstrika við brezku samninga- nefndarmennina, að þeir geti vel unað við þá stöðu, sem þeir eru í. Islendingar hafa í aðgerðum sínum í friðunar- málum hvergi nærri teygt sig eins langt eins og þróun- in í alþjóðarétti hefði þó gef- ið tilefni til. Við helguðum okkur einungis 50 sjómílur, en ekki landgrunnið allt, eins og hefur þó verið yfirlýst stefna íslenzkra stjórnvalda allt frá árinu 1948, þegar lög- in um vísindalega verndun BRETUM BER AÐ SEMJA reiðubúin til að léitast við að komast að heilbrigðum samn- ingum við Breta og Vestur- Þjóðverja til að auðvelda fiskimönnum þessara þjóða aðlögun að breyttum aðstæð- um. Við viljum líka umfram allt komast hjá alvarlegum árekstrum, sem gætu haft í för með sér líkamsmeiðingar og jafnvel manntjón, en sú hætta vofir stöðugt yfir á miðunum. Hefur raunar ver- ið gripið til þess ráðs að láta Landhelgisgæzluna starfa með ítrustu gætni, en afleið- ing af því hlýtur óhjákvæmi- lega að verða sú, að erfitt verður um vik að ná söku- dólgum og draga þá fyrir lög og dóm, þannig að landhelgin er ekki virk, nema að tak- mörkuðu leyti. Vonandi er, að þessi tími mikils hættuástands og óvissu fari nú að taka enda; öllum er það fyrir beztu, en ekki sízt brezkum og þýzk- um fiskimönnum. Vetrar- veðrin eru líka framundan, og illskiljanlegt er, að stjórn- arvöld í Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi vilji láta þegna sína stunda veiðar hér í vetr- arveðrum, þegar þeir eru varla fáanlegir til að leita vars eða hafna, þótt hætta steðji að. Ef marka má yfirlýsingar ráðherranna eru þeir nú sam- mála um, hvernig að sam- komulagstilraunum verði staðið, og þess vegna ætti að mega treysta því, að eitthvað fari loks að gerast. SÓSÍALÍSKT BRÆÐRALAG F’in vika hefur liðið af ann- arri, án þess að alvarleg- ar tilraunir væru gerðar til að setja niður landhelgisdeilu Breta og íslendinga. Hvert mannsbarn veit, að deilur og ósamkomulag innan ríkis- stjórnarinnar hafa valdið því, að ekki hefur verið þrýst á af okkar hálfu um áfram- haldandi samkomulagstil- raunir, enda er það fyrst sl. föstudag, sem ríkisstjórnin tilkynnir, að hún hafi komizt að niðurstöðu um það, hvern- ig standa eigi að áframhald- andi samningatilraunum. Þetta vita Bretar auðvitað fullvel, og þess vegna eru beinlínis hlægilegar tilraunir til að reyna að dylja það. Svo rammt kvað raunar að þessum deilum í haust, að forsætisráðherra og utanrík- isráðherra annars vegar og sjávarútvegsráðherra hins vegar gáfu opinberlega út gagnstæðar yfirlýsingar. Hitt er aftur á móti rétt, að Bretar hafa allan þann tíma, sem íslenzka ríkis- stjórnin hefur verið að hugsa málin, getað lagt fram að- gengilegar tillögur af sinni hálfu, en það hafa þeir ekki gert. Þeir hafa augsýnilega talið sér hag í því að draga málið á langinn. Nú dregur hins vegar að því, að sam- komulagstilraunir verði tekn- ar upp að nýju, og vissulega er vonandi, að brezkir ráða- menn sýni samkomulagsvilja í verki, en ekki bara í orði. fiskimiða landgrunnsins voru sett. Við stefndum heldur ekki á 200 mílur eins og margar þjóðir hafa þó gert. E.t.v. má segja, að þver- móðska Breta væri skiljan- leg, ef við hefðum tekið all- an þann ítrasta rétt, sem við getum aflað okkur, eftir því sem þróun þjóðarréttar fleyg- ir fram. En þegar fjarri fer því, að þannig hafi af íslend- inga hálfu verið haldið á landhelgismálinu, að við höf- um aflað okkur allra tiltækra réttinda, er lítil fórn fyrir Breta að setjast að samninga- borði og gera heilbrigt sam- komulag til bráðabirgða. íslenzk stjórnvöld hafa alla tíð lýst yfir því, að þau væru egar Sovétmenn eiga í „ hlut er alltaf erfitt að greina sannleikann frá lyg- inni.“ Þetta eru ekki orð Morgunblaðsins. Þetta eru ekki orð einhvers alþekkts andstæðings sósíalismans. Þetta sagði forsætisráðherra Kína Chou En-lai á fundi með norrænum fréttamönn- um fyrir skömmu. Hann ætti að vita hvað hann syngur. Hann hefur átt náin sam- skipti við leiðtoga Sovétríkj- anna í marga áratugi. Forsætisráðherra Kína hef- ur fleira að segja um forystu- menn Sovétríkjanna. Hann segir, að þeir „virðist hafa undarlega sálargerð“. Og hann bætir því við, að þeir séu hræddir við að semja við Kína um landamæri, af ótta við keðjuverkanir. Chou En- lai telur nefnilega, að landa- mæri Sovétríkjanna og Finn- lands séu ef til vill umdeil- anleg! Mikill er kærleikurinn í heimi sósíalismans. Lárus Jónsson, alþm.: Rekstrarafkoma s j á var út vegsins Nýlega beindi ég fyrir- spurn á Alþingi til sjávarút- vegsráðherra, Lúðvíks Jósepssonar, um hverjar horf ur væru á að endar næðu saman i rekstri skuttogara þeirra, sem verið er að kaupa til landsíns og einn- ig í rekstri hraðfrysti- húsanna eftir að þau hafa lagt í þá milljarða fjárfest- ingu, sem er á döfinni hjá þeim, m.a. vegna auk- inna holliustuhátta. Mér er nær að halda að svar ráð- herrans hafi komið flestum á óvart en það var efnislega á þá leið, að ríkið „ætlaði ekki að reka skuttogarana" og þess vegna hefðu ekki verið gerðar áætlanir af hálfu þess um afkomuhorfur þeirrar út- gerðar. Af ýmsum út- reikningi, sem aðrir hefðu gert mætti þó ráða að miðað við eðldlegan afla myndu þessi s'kip standa undir sér! Þá sagði ráðherrann einnig að ekki væri hægt að gera áætlun um afkomu hraðtfrysti húsanna- fram í tímann, en taldi að þau þyrftu beint og óbeint að verja tæpnm 3000 mill'jónum í fjárfestingu alveg á næstunni í framangreindu skyni. GRUNDVALLARATRIÐI HEILBRIGÐRAR STJÓRNAR EFNAHAGSMÁLANNA Mér er nær að halda að það hefðu þótt tíðindi í her- búðum sjávarútvegsráðherra ef „íhaldsmaður" í sæti ráð- herrans hefði svarað svona til á Allþingi eins og hann gerði. Sannleikurinn er sá að sé svar ráðlherrans brotið til mergjar svaraði hann eins og sanmur kapitalisti hefði gert fyrir svo sem 30 til 40 árum. Hann sneiddi alveg hjá þeim kjarna málsins, að jafn- ve1! þótt „ríkið ætllaði ekki að reka togara", sem út af fyrir sig er blessunarleg yfirlýs- ing, þá kemst hvorki hann né aðrir hjá því að hafa af- komumöguleika togaraútgerð arinnar og hraðfrystihús- anna til víðmiðunar, þegar ákvarðanir eru teknar um mikilvæg atriði er varða stjórn þjóðarbúskaparins. Þess vegna verður ríkis- stjórn — hvort sem hún kennir sig við vinstri eða hægri — að afla sér þekk- ingar og gera áætlanir fram í tímann um afkomuhorfur i sjávarútvegi, svo að hún geti stuðlað að því með ákvörðun um sínum i efnahagsmálum að þessi grundval'laratvinnu- tæki þjóðarinnar geti borið sig. Þannig er þetta og verð- ur a.m.k. á meðan Islending- ar eiga jafnmikið kornið und- ir snurðulausum rekstri sjávarútvegsins og nú er. Hér er um að ræða grundvaHlar atriði heilbrigðrar stjórnar efnahagsmáianna yfirleitt. Auðvitað er þeim imin mik ilvægara að gera sér sem gleggsta grein fyrir af- komuhorfum í sjáVarút- vegi, þegar svo er ástatt og raun ber vitni. Verið er að Lárus Jónsson. ráðas-t í s'kuttogarakaup fyrir um það bil 6000 milljónir kr. og fjárfestingu í hraðfrysti- iðnaðinum fyrir nærri 3000 milljónir. Jafnframt er það vitað — áður en í þessar stórfelldu fram'kvæimdir er ráðizt — að sjávarútvegur- inn berst í bökkum. Á yfir- standandi ári þarf að greiða úr sameiginlegum sjóði sjó- manna, útvegsmanna og fisk- iðnaðarins 88 milljón'ir króna til þess að hann nái endum saman. Þetta kemur fram i stjórnarfrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi. í sam- ræmi við þetta hafa menn áætliað að skorta muni 200 til 1500 millljónir til þess að tekjur sjávarútvegsins nægi fyrir úbgjölidum á næs-ta ári miðað við hliðstæðan afia og á yfirsttandandi ári og- er þá ekki iniðaó við þá niiklu fjárfestingu og f.járliags- byrði af lienni sem í er verið að ráðast bæði með skuttog- arakaupum og endnrliótiim á liraðfrystiluisum. BLINT I S.IÓINN Þegar svo sitórfelldur halla rekstur útgierðar og fiskiðn- aðar virðist blasa við fyrst og fremst vegna þess að til- kostnaður hefur hækkað um nálægt 40% á nokkrum mán. og verul'egar hækkanir fram- undan, virðist það skýl'aus skylda stjórnvaltía að leitast við að komast að raun um, hversu vandinn verði mikiltl, þegar að auki hefur verið lagt i 9000 mi'lljóna fjárfest- ingu og þær kostnaðarhækk anir eru kominar fram, sem nú eru fyrirsjáanlegar. Til- gangur minn með fyrirspurn unum var sá að fá úr því skorið hvort ríkisstjórnin hefði sinnt þessari skyldu sinni og hefði aflað þekking- ar á vandamáli s.jávarútvegs- ins í heild séð frá þessum sjónarlióli, auk þess að fá ýmsar beinar upplýsingar, se-m um var spurt. Nú hefur sjávarútvegsráð- herra upplýst, að en'gin til- raun hefur verið gerð af hálfu stjórnvalda til þess að meta allan vandá sjávar- útvegsins í n-æstu fram- tíð. Þetta svar tel ég jjesis eð! is og varða svo mikliu að rétt sé að vekja athygli á því 1 blaðagrein. Ég vil jafnframt vekja á því athygli, að þegar svo er i pottinn búið er þess ekki að vaenta að ráðstafan- ir ríkisstjórmarinnaf í efna- hagsmáliuim, sem búizt er við að sjái dagsins ljós á næst unni, verði við það miðaðar að leysa vanda sjávarútvegs ins tii neinnar framibúðar. Ti! þess skortir girundval'larvit- neskju og verður þvl renmt bl'imt í sjóimn urnn hvort unmt verði að hagmýta þau afkasta miklu atvinniu'tæiki, sem nú er verið að efla og afla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.