Morgunblaðið - 28.11.1972, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞR.IÐJUDAGUR 28. NÖVEM'BER 1972
Særði mann
með hnífi
— og rændi konu veski
Frá blaðamannafundinum sl. föstudag: Ragna Sigurðardóttir, ritari SÍR, Gísli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri SÍR, Aðalsteinn Gnðjohnsen, form. SÍR, Páll Líndal, form. Sambands ísl. sveit-
arfélaga, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga.
Ráðstefna SÍR um skipulag raforkumála;
Stefna ber að sem jöfn-
ustu verði til notenda
Ekki skilyrði, að ríkið eigi 50%
í orkuvinnslufyrirtækjum
Dreifiveitur verði í eigu sveitar-
félaga eða sameignarfélaga þeirra
TVÍTUGUR maður réðst að veg-
faranda á Spítalastig í fyrra-
kvöld og veitti honum áverka í
andliti með hnífi. Þá rændi hann
konu veski sínn á Þórsgötu. —
Maðurinn náðist fljótlega og við
urkeiindi bæði afbrotin. Hann
var undir áhrifum áfengis. —
Áverkinn, sem hann veitti mann
iimm, var ekki hættulegur.
2 seldu í
Þýzkalandi
TVÖ íiskiskip seldu í Þýzka-
Jandi í gær, og bar ekkert til tíð-
hida við losun þessara skipa,
þrátt fyrir atburðina út af strönd
Islands, er varðskip klippti á tog
vír v-þýzks togara..
OramJbs seldd alls 104 tonn fyr-
ir 139,700 mörk og Hailkion seidi
97 tonn fyrir 120 þúsund mörk.
Þrír togarar aðrir munu seija í
þessari viku í Þýzkalandi — Hall
veiig Fróðadóttir selur i dag,
Narfi á fimmtudaig og Júpiter á
föstudag. Þá munu fjórir bátar
selja í vikunni.
Kópavogur
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
iags Kópavogs verður haldinn
þriðjudaginn 5. des. í Sjálfstæð
ishúsinu við Borgarholtsbraut
kl. 24,30. Venjuleg aðalfundar-
eftörf. Fundurinn verðnr nánar
auglýstur síðar.
Maðurinn ksom um kvöldið að
gistiskýlinu við Þingholtsstræti,
en var synjað uim inngöngu
vegna ölvunar. Síðar hitti hann
mann á Spítalastígmnm og beindi
þá að honum reiði sinni, þannig
að hann brá hnífi gegn honum
og særði hann í andliti. Sá, sem
fyrir árásinni varð, var einnig
undir áhrifum áfengis og féll í
götuna, þar sem hann lá í blóði
sinu, þegar lögreglan kom á vett
vang.
Þegar maðurinn hrifsaði vesk
ið af konunni á Þórsgötu, hafði
hann tóbaksklút bundinn fyr#t
andlitið. 1 veskiniu voru skil-
riki, Nýja testamentið og helgi-
myndir og fleygði hann því öllu
í öskutunnu, en hirti þenna, sem
konan síðar bar kennsl á sem
sína eign,
Margt
gesta
á sýningu
Veturliða
VETURLIÐI Gunnarsson sem
opinaði málvehkasýninigu í Norr-
ænia húsinu fyrir helgina með
sýningu á 265 mynduim og mál-
verkum, mun framlengja sýn-
ingu sína til annars kvölds (mið
vikudagsk völds).
Aðsókn að sýningunni hefur
verið mjög mikil og komst tala
geeta á sunnudaginn nokkuð á
þriðja þúsund. Sýningin er opin
milli klukkan 2 og 22 í dag og á
morgun.
HINN 12. og 13. október sl.
efndi Samband íslenzkra raf-
veitna til ráðstefnu í Reykjavík
um skipulag raforkumála, eins
og áður hefur komið fram í
fréttum blaðsins. Var ráðstefnan
haldin í samvinnu við Samband
íslenzkra. sveitarfélaga. Sam-
eiginleg meginniðurstaða ráð-
stefnunnar liggur nú fyrir, og
af því tilefni efndi stjórn SÍR
til blaðamannafimdar sl. föstu-
dag. Kom þar fram, að um tals-
verð frávik er að ræða í niður-
stöðu ráðstefnunnar frá frum-
varpi því um raforkumál, sem
iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir
alþingi.
Ráðstefnian reiknar ekki með
því sem skilyrði, að rílkið eigi
50% í orkuvinnslufyrirtækjuim.
Lagt er til, að dreifiveitur verði
eiinigöngu í eigu sveitajrfélaga
eða saimeignarfélaga þeirra,
eigmaraðild ríkisins hverfi, eftir
því sem við verður komið. Ráð-
stefnan telur eniníremur, að
stefna beri að saima heildsölu-
verði innan hvers landshluta, en
ekki á landinu öllu, eins og gert
er ráð fyrir í frumvarpi iftnaðar-
ráðherra. SteJErit skuli að sem
minnsitu misræmi á verði naf-
orku til motenda með stofnfjár-
framlögum og ndðurgreiftslum á
heildsöluverði, þar sem það er
hæst.
Það var sameiginlegt álit
stjórnar SÍR og stjórtnar Sam-
ba»nds íslenzlkra sveitarfélaga,
að meginnifturstaða ráðstefnunin.-
ar heffti orðið eftirfaranidi:
INNGANGUR
1. Marlkmið ra fork u iðn aðan-ins
eru að tryggja nsega og sem
ódýrasta raforku aif við'úinandi
gæðum til alira nótenda, og að
ork ubúsikapur þjóðairinnar verði
rekinn, með hag þjóftar-
Framh. á bls. 22
Hvað bar hæst á ASl-þingi?
Þrír forystumenn verkalýðshreyfingarinnar
líta um öxl að loknu þingi
MORGUNBLAÐH) hefur haft
samband við þrjá forystu-
menn í röðum verkalýðshreyf
ingarinnar og beðið þá aS
segja, hvaða mál frá nýaf-
stöðnu ASÍ-þingi séu þeim
efst í huga og hvort eitthvað
á þinginu hafi komið þeim
persónulega á óvart. Svör
þessara manna; Björns Jóns-
sonar, forseta ASÍ, Guðmund
j ar H. Garðarssonar, form.
V.R., og Péturs Sigurðssonar,
ritara Sjómannafélags Reykja
víkur, fara hér á eftir.
ÞINGIÐ RÍFLEGT Á FÉ
Nýkjörkm forseti Alþýftu-
saimbands íslands, Bjöm
Jónsson, svaraði Mbl. svo:
„Það sem mér finnst einna
athyglisverðast nú eftir á, er
Björn Jónsson
að það skyldi takast fullikom-
in samstaða un ályktanir
þingskis í kjaramáluim og
hvemig á þeim skuli haldið
nú og til framtíðar. Þessi ein
hugur styrkir að mínu viti
mjög stöftu verkalýðshreyf-
ingarinnar í landinu. Annað,
sem ég vil nefria, er það, að
heikiarsamkomulag náðist um
skipan miðstjómar sambands
ins.
Mér eru mjög ofarlega í
hiuiga ýms mál, sem þingið fól
miðstjórninni að framkvæma
og þetta þing var mun rif-
legra á fé en mörg
undanfarin þing hafa verið,
þannig að það skapaði mið-
stjóminni möguleika til að
framkvæma ýms góð mál.
Varla get ég nú sagt, að
eitthvað hafi komið mér per
sónulega á óvart. Og þó vil
ég nefna til, að ég átti ekki
von á því, að það myndi
ganga svo greiftlega, sem raun
varð, að ná samkomulagi utn
miðstjórnina. Ég hafði sjálf-
ur fullan hug á því að heild-
arsamikomulag yrði og lét það
óspart á mér heyra, en ég
verða að játa eftir á, að ég
átti ekki von á því, að það
gengi svo greiðlega, sem
varð.“
HUGARFARSBREYTING
í KJARABARÁTTU
Formaftur Verzlunarmanna
félags Reykjavíkur, Gftift-
mundur H. Garðarsaon, svar-
aði:
„Það, sem mér finnst at-
hygilisverðast frá þinginu, er
sú eindregna afstaða, sem
þingið tók til tillagna mið-
stjórnarinnar í kjara- og
launaimáium. Þessi ályktun er
í mörgu gerólík fyrri ályktun
Giiðmimdur H. Garðarsson
luim um þéssi mál og það
helzt, að hún er efnislega sam
in með tilliti til þess að menn
gera sér grein fyrir því, að
starfsemi og kjarabarátta
verkalýðshrey fingarinnar
verftur að eiga sér stað innan
ákveðins og skynsamlegs efna
hagsranmma. Ég tel, að sam-
þykkt ályktunarinnar sýni,
að mikil hugarfarsbreyting
hafi orðið hjá forystumönn-
um íslenzku verkalýðshreyf-
ingarinnar og er það gott.
Það sem kom mér persónu-
lega mest á óvart, var að eft
ir að þingfulltrúar höfðu tek
ið einróma afstöftu til þess
hluta ályktunar miðstjórnar
ASÍ, sem fjallaði um landhelg
ismálið, skyldu nokkrir rót-
tækir komimúnistar taka sig
út úr og leggja fram aðra á-
lyktun í landhelgismálinu. —
Þessi ályktun þeirra getur að
mínu viti skaftað þá viðleitni
til bráðabirgðasamkomiulags í
landhelgismálinu, sem megin-
þorri þjóðarinnar bíftur eftir.
Rétt þykir mér að vekja at
hygli á því, að innan við 50%
þinigfulltrúa greiddu þessari
síðari tillögu atkvæði sitt.
Um 60 voru á móti, en hinir
sátu hjá.“
DRÆMAR UNDIRTEKTIR
VIÐ ATVINNULÝÐRÆÐI
Pétur Sigurðsson, ritari
Sjómannafélags Reykjavíkur,
svaraði spurningum Mbl.
þannig:
„Það hlýtur að vera ofar-
lega í huga manns eftir þetta
þing, að sú tillaga, sem sam
þykkt var um kjaramálin, er
sú fyrsta í mörg ár, sem er
eins væg og hægt er að hugsa
sér. Engin afstaða var tekin
til einstakra kjarakrafna eða
þeirra kjaraskerðingahuigleið
inga, sem ríkisstjómin er í.
Það kom svo dálítið ein-
kennilega fyrir, að sama
kvöid og Einar Ágústsson,
Pétur Sigurðsson
sem þá fór með embætti for-
sætisráðherra, tilkynnti Bimi
Jónssyni, að ríkisstjórnin
hefði engar tiUögur í efna-
hagsmálunum handbærar,
skyldi einn af helztu mönnum
Framkvæmdastofnunar rikis
ins flytjá erindi um þessi mál
á fundi hjá atvinnurekendum.
Mér fannst afstaða þingsins
til tillögu um atvinnulýðræði
mjög einkennileg; tillagan
hlaut svo dræmar undirtekt-
ir. Við undirbúning þeirrar til
lögu var hins vegar ekkert
samband haft við fulltrúa þesa
félags, sem eitt hefur í samn
ingum við atvinnurekendur á
kvæði um þetta efni. Hér á
ég við Sjómannafélag Reykja
víkur og samstarfsnefnd þess
við útgerðir farskipanna.
Mér kom nokkuð á óvart af
staða manna til ályktunar
sem að vísu var falin inní í
annarri ályktun um landheig
ismálið. Samþykkt tillöigu
Óskars Garibaldasonar o. fl.
sýndi algjöran misskilning á
Fraoih. á bls. 30