Morgunblaðið - 28.11.1972, Side 15

Morgunblaðið - 28.11.1972, Side 15
MORGUN-Ba .A Ðl£>, ÞRJÐJUÐAGUR 28. NÓVE3MBER 1972 15 Skólabókasöfn af nýju tagi að koma í 3 skóla borgarinnar Fræðsluyfirvöld Reykja- vikurborgrar hafa, se*n kunn ugt er, áform um að koma upp kennslugagrnamiðstöð, sem þ.ióni öllum skólum borg arinnar og starfi á vegum Fræðsluskrifstofunnar. En þar eiga kennarar að hafa greiðan aðgang að kennslu- gögnum og því sem þeir þurfa til að fyig.jast með framvindu í kennslumál nm o.fl. Hluti af þessari miðstöð er kennslugagnasafn og inn- an þess bókasafn, sem nú þegar er verið að byggja npp. Því veitir forstöðu Sig- rún Klara Hannesdóttir, bókavörður, og hefur aðset- ur á neðri hæðinni í Tjarn- argötu 20, sem Reykjavíkur- borg keypti og þar sem Sál- fræðideild skóla er á efri hæðinni. Er fréttamaður leit inn til Sigrúnar í fyrri viku til að fræðast um uppsetndngu bókasafnsins og gang mála, var einmitt verið að senda út kassa með bókum í fyrstu skólabókasöfnin af þessu tagi, en þau er verið að setja upp í Langholt.sskóla og Breiðholtsskóla. Og á þessu skötaári kemur einnig síkóla- bókasafn fyrir Vogaskóla. — Þessi skólabókasöfn eru alveg ný og verða rekin eft- ir nýrri fyrdrmynd, segir Sig rún. Árið 1975 eiga að verða komin skólabókasöfn af þessu tagi í alla skóla borg- arinnar, 20 talsins. Söfndn eru í uppbyggingu. Við för- um af stað með 3 á þessu ári. Þegar er búdð að ráða bóka- verði í tvo fyrstu skól- ana, Fríðu Haraldsdóttur i Langholtssbóia og Teit Þor- leifsson í Breiðholtsskóla og hafa þau einmitt verið hér að vinna við undirbúning og frá gang bókanna í skólana. Er vonaizt till aið þesisli tvö bóka- söfn verði komin i gagnið fyrir jól. Næst er svo Voga- skóld á dagskrá og hefur ver ið keypt inn samtímis fyrir bókasafnið þar. En á næsta ári er áætlað að 5 aðrir skól- ar fái sin bókasöfn. — Þú segir að skólabóka- söfnin séu með nýju sniði? — Já, í þeim eru ekki að- eins skemmtibælkur, eins og tíðteazt hefuir i ’Sldkuim söfn- um hér, heldur uppsláttar bækur, fræðibækur og slíkt. Erlendis fer nú sífellt meiri hluti af kennslunni fram í safni. Safnið er fræðslumið stöð skólans. Nemendum er þar kennt að nota upp- sláttarrit og yfirleitt að not- færa sér bókasafnið. Þar nema þeir sjáifir undir eftir- liti kennara og skólabóka- varðar. Ef bömdn eru t.d. að íærá landafræði, þá fara þau niður í bókasafnið, þar sem þiaiu hiatfa tidrtæk gögin til að vinna úr. Og þetta viljum við gera hérna líka. — Og slíkan bókakost út- vegár þú hér í söfnin? —- Til að geta rekið gott skólabókasafn þarf geysimik inn og góðan bókakost við hæfi barna, en hann er því miður ekki fyrir hendi hér. Það er svo lítið til af sllkum bókum á íslenzku. Þær hafa beinlínis ekki verið skrifað- ar, en við vonum að með : skólialbófcaisöfnunium sfeaipdst markaður sem hvetji til út- ;; giáfu á þesis háttair bókum. En Við kaupum inn það sem fá- anlegt er og fjárhagurinn leyfir. Mest eru þetta auð- vitað íslenzkar bækur, en Fræðsluskrifstoifunni. við höfum þó keypt nokkr- ar handbækur frá Politiken á dönsku. En hugmyndin er að skólastjórar og kennarar kpmi svo fyrir milligöngu skóiabókavarðar fram með óskir um viðbótarkaup á bók um. — En einmitt vegna þess hversu erfitt er að fá hent- ugan bókakost, er fyrirhug- uð kennslutækjamiðstöð svo mikilvæg, heldur Sigrún áfram. Því þar eigum við að geta fjölritað og framleitt gögn til kennslunnar. Það efni færi í söfnin, sem auð- vitað eru einnig ætluð kenn- urunum. — Er ekki einmitt hér mið stöð fyrir upplýsinga- og kennslutækjaöflun fyrir kennarana í skólunum? ■—- Jú, uppistaðan er safn fyrir kennarana, sem er byrj að að koma hér upp, þar sem eru handbækur fyrir þá og upþlýsingabækur, innlendar og erlendar bækur varðandd kennslu og svo er líka í þessu safni bókasafn sál- fræðideildar skóla, sem er hér á efri hæðinni. Þá eru hér keypt tímarit í einstök- um greinum og í sálfræði o.fl. Þetta á sem sagt að verða fræðslumiðstöð fyrir kennar ana, þar sem þeir hafa að- gang að siiku efni. Þar að auki eiga svo í framtíðinni að verða í safninu kennslu- tæki öll, filmur og segul- bönd til kennslunota, sem þá kennarar annaðhvort sækja sjálfir eða verður sent til þeirra. Það er ekfei komið enn, en vísir að þvi er til á Viðtal við Sigrúnu K. Hannesdóttur bókavörð í hinu nýja kennslugagna- safni auki á svo i framtiðinnd að framleiða hér kennslugögn fyrir kennarana, eins og ég sagði áðan. Þið eruð sem sagt byrj- uð hér með visi að fræðslu- bókasafni fyrir kennar- amia og uintdiirtbúiniinig aö fyrstu skóiabókasöfnunum af þessari nýju gerð, er ekki svo? — Jú, það er rétt. Ég hefi verið að vinna við þetta síð- an í fyrrahaust, panta inn og koma bókum hér fyrir. Fyrstu bækurnar í skólabóka söfnin eru þarna í kössum, sem á að flytja í dag I Lang- holtsskóla og þau Fríða og Teitur hafa verið hér að und anförnu til að ganga frá bók unum i sín söfn. Ég sé um innkaupin, en Borgar- bókaisaifnlilð pliaistiair þær, þ.e. setur hlífðarkápu úr piasti utan um þær. — Komst þú ekki frá námi í Bandaríkjunum til að taka við þessu starfi, Sigrún? -— Ég kom frá Perú. En ég hafði tekið BA próf í bóka- safnsfræðum hér og síð- an Mastergráðu í Banda ríkjunum. Eftir það vann ég í eitt ár við háskólabókasafn í Bandarikjunum, en fór svo til Perú á vegum Bank of In- teramerican Development, til að gera könnun á ástandi bókasafna við háskólann í Tniljdlló í Perú og gema til- lögur um hvað hægt væii að gera til að bæta þau. I Perú hjálpaði ég líka systrum til að setja upp skólabókasafn í kaþólskum skóla, en kaþóiskir reka þarna mikið skólastarf. Þessi skóli leitaði til mín um aðstoð við að koma upp safni og ég gerði það og fékk mæður allra barnanna til að hjálpa tál. Það var mjög skemmtilegt verk. — Getur slík hjálp ekki komið til hér, tii að flýta mál um. — I Langholtsskóla hafa nemendur unnið í sjálfboða vinnu við að setja piast ut- an um bækur og raða þeim. Bömin hafa verið ákaflega áhugasö.m við að vinna við safnið sitt. Viða í skólum eru til lessöfn, sem við bætum inn í. og við það geta þau Við bókaskápinn með bóku m sem fara eiga í söfnin f skólum borgarinnar. unnið mikið gagn. Það er mjög gott, þvi þau hafa meiri tilfinningu fyrir því að þetta sé þeirra eigið safn, ef þau vinna við það sjálf. Annars vil ég taka það fram að komið er upp skóla- bókasafn í Laugarnesskóla, rekið af Borgarbókasafninu. Það er orðið mjög gotf fyrir dugnað Ragnhildar Heiga dóttur, skólabókavarðar þar og sýnir hvað hægt er þó að gera með þetan litla bóka- kosti, sem hér er. Og nokkr- ir íleiri skólar hafa komið upp lesstofu. — Hvernig hagarðu inn- kaupum í söfnin? — Ég hefi ákveðna fjár- upphæð fyrir hvem skóla og reyni að drýgja það fé eins og hægt er. Við höfum meira að segja farið á forn- sölur til að reyna að drýgja tekjurnar svolitið, ^vi þar má finna vei með farnar bæk ur og oft á góðu verði. En við þurfurn að hafa fleiri en eitt eintak aí hverri bók. Ef heill bekkur er t.d. að vinna Sigrún Klara Hannesdóttir, bókavörður í nýja bókasafn inu í Tjarnargötu 20. að ritgerð um írland og ekki til nema 1—2 bækur um það eifni, þá verða mörg böm að nota sömu bókina. Hér er reiknað með 800 bókum 1 hvert safn til að byrja með, sem er í rauninni alltof lít- ið, ekki einu sinni bók á barn. — Skortur á góðum fræðslu og uppsláttarbókum fyrir börn háir okfcur, eins og ég sagði áðan. Vdð eigum t.d. enga alfræðibók á ís- lenzku fyrir börn, hedd- ur Sigrún áfram. Hér koma árlega út um 80 bækur fyr- ir börn, en ekki nema 10— 15 þeirra eru einhvers virði fyrir börnin. — Svo úreltast bækur ört nú á dögum, er það ekki. Breyt ingar eru orðnar svo örar á öiium sviðum. — Já, bækur, sem við eig* um nú kost á, svo sem úr bókaflokknum Lönd og lýð- ir, eru þegar úreltar orðnar. Og það eru kennslubækur i landafræði raunar líka. Við virðumst ekki einu sinni hafa bolmagn til að endur- nýja kennslubækurnar nægi lega ört. Og ekki er gott að vita hvernig við eigum að bera okkur til við að bæta úr því. Annað vandamál í sambandi við bófcasöfn er skortur á menntuðum bóka- vörðum. Sá timi er liðinn að bókavörður geti gengið inn af götunnd og tekið að sér safn. Við ætlum nú að reyna að hafa námskeið fyrir skóla bókaverði á næsta ári, til að bæta úr. Þetta er orðið æði mikilvægt mál. — En við vonum sem sagt að hægt verði í framtiðinni að koma upp skólabókasöfn- um við hvern skóla i Reykja- vík með bókum og kennslu- tækjum og að þau söfn verði virk, þannig að bömin læri að vinna sjálfstætt og að fletta upp í uppsláttarritum. Nú á dögum eigum við að vita hvar hægt er að finna svöriirk, í sltiaið þeas a® ineyina að troða í höfuðið miklu magni af minnisatriðum. Ég held að mikilvægast sé að nemendur kunni að vinna sjálfir og læri að læra. Og þar eiga bókasöfnin mikiu hlutverki að gegna. — E.Í1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.