Morgunblaðið - 28.11.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIEKJUDAGU’R 28. NÓVEMBER 1972 23 Séra Pétur Magnússon: JKip iH Á lífið upphaf eða endi? Eg hef á undanförnurn áruni sætt þeim tækifærum, sem mér haía boðizt, til að ræða við ungt fólk með það fyrir augum, að fá sem gleggsta hugmynd um JSfsviðhorf þess — og þá ekki sízt að kynnast þvi, hvort það búist við að lífi mannsins ljúki að fuilu við Mkaimsdauiða hans, eða hvort það voni — trúi — eða sé sannfært um, að andi hans íklæðist inýjum líkama, þegar jarðlíkaminn sé ekki leng ur nothæfur, og haldi áfram að lifa og starfa og taka þátt í gleði og sorgum, sigrum og ósigrum, baráttu og þekkingar- leit á vegum andlegrar vaxtar- viðleitni. — Yfirleitt virðist ungt fólk nú á tímum ekki hafa mikinn áhuga á að ræða um þess konar efni, þó að þar finnist undantekningar. — Áhuginn fyrir dægurmálunum er sem oft ast yfirgnæfandi — og þar á meðal áhugi á málum, sem skipta sáralitlu um lif og örlög þessa unga fólks, en hafa orðið að áhugamálum bara vegna þess, að einhverjir fjölmiðlar eru sýknt og heilagt að tönnlast á þeim. Takist þrátt fyrir þetta að fá eiitthvað af þessu unga fólki út í alvarlegar umræður um lífs- gátuina mifclu, kemiur iðulega upp úr kafinu, að það hefir í rauninni alls ekki neina löngun til að lifa áfram eftir líkams- dauðann. Þvert á móti. Ærið margir virðast kjósa sér til handa, að vem lausir við lífið, eftir að því er lokið hér. — Þetta er ofur skiljanlegt. Bæði er að þessum ungmennum finnst mörgum, að leitin hér að ham- inigjumni gangi æði skrykkjótt. Og svo líka hitt, að þau hafa mörg óljósan grun um, að lífs- stefna þeirra og lifnaðarhættir séu ekki sem ákjósanlegastir, — grun um, að þau kunni að vera á leiðinni niður hallið. — Hugmyndin um framhaldslíf fel ur í sér mögleika á því, að framundan sé þá annað hvort áhættan um það, að síga dýpra og enda í mikilli niðurlægingu og þjáningu, eða að þurfa að taka á sig það erfiði að klifa aftur upp brekkuna. — Tregða margra á að hugsa alvarlega um möguleikann á framhaldslífi, og fúsleikinn á að trúa, að þeim möguleika muni ekki vera að heilsa, stafar frá óskhyggju. Þetta fólk kýs að fá að lifa lífi sínu hér á jörðinni i þeirri trú, að það þurfi ekki síðar að ótt- ast neina bakreikninga. Ef þessu fóiki er bent á, að slik ósk um algera útþurrkun sé ekki líkleg til að rætast — bent á, að efnishyggjan og þær heimspekilegu kenningar, sem voru reistar á henni, séu falln- ar, og þá um leið vonin um út- þurrkun aHra syndagjalda eftir líkamsdauðann, er það í standi til að vitna í einhverja náttúru fræðinga, sem séu á öðru máli. — Og svo óheppiilega vill til, að siíkir menu eru fyrir hendi. — Það eru ennþá til náttúrufræð- Ingar — og mieira að segjia ágæt Ir visindaimenn í þeirri grein sem hafa ekki borið gæfu til að draga rökréttar heimspekileg ar ályktanir um þetta mikil- væga atriði, út frá þeirri niður- stöðu visindanna, að skynheim- urinn, sem vér lifum hér og hrærumst í, sé í grundvallarat- riðum ekki heimur efnisins, held ur heimur orkunnar — kraft- anna. Þessir menn eru ennþá að reyna að hanga í þeirri gömlu hugmynd, að sálin — and inn sé vaxinn upp af rót hins svonefnda efnis, sem jarðlikam arnir séu byggðir úr. Kenning- in um sálina sem sjálfstæðan veruleika, sem eigi alls ekki ræt ur sínar í hinu margslungna kerfi orkumynda, sem vér nefnum mannslikama, heldur komi sem gestur og framandi og noti þetta kerfi til að opinbera sig í og starfa með, meðan náms ferill hennar á jörðinni stendur yfir, er fyrir sjónum þessara manna svo ósenniieg, að þeir eru ennþá að bisa við að leita í ýmsum myndum hins svonefnda lífvana efnis, hvar hið fyrsta líf hafi kviknað, og síðan hvar og hvenær hin fyrsta meðvit- und — eða hugur hafi orðið tál. — Út frá þessari byrjun hugsa þeir sér svo að feta sig áfram í þvi 1 augnamiði að sanna það, sem þeir trúa þegar, að andi mannsins hafi vaxið upp af rót hins svonefnda efn- is — sé í rauninni ekkert ann- að en frámunalega sniðug út koma frá hinu margslungna sam starfi likamsfrumanna, — þar sem engin afskipti af hálfu nokkurrar vitsmunaveru — með markmið fyrir augum, hafi komið við sögu. Þessi rammskakka aðferð til að feta sig i áttina til einhvers skilnings á eðli þessarar dular- fullu tilveru vorrar, stafar án efa frá þeirri fráleitu hugmynd, að eitt sinn hafi ekkert verið til — og jafnframt, að hið mikla sigurverk tilveruundursins hafi hilotið að verða til með þeim hætti, að einhver örsmá byrj- um hafi átt sér stað — tilkoma eirihverrar atomagnar eða orku- eindar, sem hafi svo aukizt og margfaidazt. — Það er undar- legt að láta sér ekki skiljast, að ef aligert tóm — algert tilveru Ieysi — væri hið upprunalega ástand, er alveg eins óhugs- andi, að atomögn eða örsmá orkueining hafi allt í einu orðið til, eins og þótt um væri að ræða hnött eða sólkerfi. — Jafn vel hið einfcar handhæga hug- tak, „ósjálfráða orsakalögmálið" sem „raunsæismennirnir" svo- kölluðu beita í tíma og ótíma, getur ekki hlaupið þarna undir bagga. Það fær ekki náð til þess konar byrjunar á framþró- uninni, sem þessir menn gera ráð fyrir. — Lðgmál orsaka og afleiðinga getur ekki hafa átt neitt upphaf. Það er ekki hægt að hugsa sér, að orsök sé neins staðar að finna í tómi tilveru- leysis — og afleiðing getur ekki hugsanlega átt sér stað, nema einhver orsök sé fyrir hendi. Rökrétt niðurstaða verð- ur sú, að ekkert getur orðið tU, nema eitthvað sé til fyrir. — Hið milda sigurverk tilverunn- ar og stjórnandi — eða stjóm- endur bess — hlvtur har a.f leíð andi alltaf að hafa verið til og þá jafnframt alltaf að vera til. — Sé engin byrjun til, get- ur ekki heldur verið til neinn endir. Þessi augljósu sannindi um ei- lífa tílvist hinna undursamlegu, óþrotlegu og síbreytilegu orku- mynda, sem standa á bak við hina leyndardómsfullu og töfr- andi tilveru, sem vér erum þátt- takendur í — studd annars veg ar af einni af traustustu kenn- ingum visindanna — kenning- unni um óforgengileik orkunn- ar —, og með ennþá traustari stoð í rökréttri hugsun, — þessi sannindi um eilífa tilvist hins mikla sigurverks lífsins, eru með öllu óhrekj anleg vegna þess, að annar möguleiki er ekki hugsanlega fyrir hendi. — Af þessum sökum má furðulegt teljast, að vel lærðir og sæm- ilega viti bornir menn, skuli enn þá vera að glima við að leita að uppruna lífsins eða fyrstu byrjun, með rannsóknum á hin- um smæstu atomögnum eða orkueiningum, sem unnt er að festa fang á. — Upphaf eða byrj un er ekki hugsanlega til. Dauðaleit að veruleik af þvi tagi, er í rauninni jafn gáfuleg og það, ef farið væri að hefja leit að upphafi eilífðarinnar. — Leit að frækornum andlegs lifs með rannsóknum á hinum smæstu atomögnum eða orkuein ingum, er auk þess fávisleg vegna þess, að sú leit er greini- lega grundvölluð á hugmynd- inni um atburðaröð, sem ekki hefir getað átt sér stað. Hið svonefnda lífvana efni eða vit- undarvana kraftur getur ekki hugsanlega verið fyrirrennari andans — hugans. Þess konar- þróunarhugmyndir lenda fljót- lega í sjálfheldu. Vitundin — hugurinn — er svo algerlega frábrugðið því, sem vér nefnum lífvana efni eða vitundarvana orku, að einfaldara væri að ger,a þvi á fæturma, að vitund- in — hugurinn, hafi orðið til úr engu, en að hann hafi sprottið upp af þess konar rótum. — Glitrandi gimsteinninn og orbu þrungið rafmagnið eru undur- samlegir hlutir. En getur nokkr um manni, sem kann að hugsa, dottið í hug, að þetta séu for- feður réttlætiskenndarinnar, sannleiksþrárinnar, fegurðarvit- undarinnar, kærleikans? Stönd- um vér ekki hér greinilega and- spænis tveim veruleikum, sem eru fjarskyldari að eðli en svo, að hugsanlegt sé að nokkur sifjatengsl séu þar á milli? Ef vér viljum endilega skipa tilkomu andans og hins efnis- lega og likamlega lífs í timaröð, fellur þá ekki ólikt betur að rökréttri ályktun, að hugsa sér, að andinn sé það upprunalega, og hafi staðið að myndbreyting- um og framþróun hinna svo- nefndu efnislegu og líkamlegu fyrirbæra, í því skyni að skapa aðstöðu fyrir hina und ursamlegu og margháttuðu skólagöngu á vegum tilverunn- ar, sem vér á jarðlífsskeiði voru sjáum aðeins ómælanlega lítinn hlini'a af? —. or há Iflra þetta, sem sjáendumir miklu, stofnendur hinna æðstu trúar- bragða, hafa boðað, — þeir, sem á stundum helgrar hrifningar, var við og við veitt á vegum guðlegrar andagáfu, að sjá og heyra og fá innsýn í undursam lega leyndardóma lifsins, sem liggja i órafjarlægð frá þvi sviði, sem jarðnesku auga og eyra er leyft að skynja. — Þó að augljóst sé, að reg- indjúp hljóti að vera milli and- ans og þeirra tækja, sem hann starfar með og starfar í, þar á meðal hins margbrotna völund- arsmíðis, sem vér nefnum manns likaima — slíkt regindjúp, að vonlaust sé að gera því skóna, að andinn — hugurinn — stjórn andinn sé afkomandi tækisins, er þrátt fyrir það gagnlegt að kynnast sem bezt sögu og þjón- ustumöguleikum tækjanna, og eru störf vísindanna á því sviði vissulega góðra gjalda verð. — Hitt að leita að upphafi andans í gervinu — tækimu, seim hann notar hér, er ekki einasta von- laust tiltæki, heldur getur líka verkað afvegaleiðandi. Nægir þar að minna á hvílíkan þátt efnishyggjan, á vegum hinnar svonefndu „raunsæisstefnu", hefir á síðustu áratugum átt í því að spilla mati mannfólksins á andlegum verðmætum, draga úr viðieitni þess til hugræktar, og þar með að valda þvl and- legum kyrkingi. — Fer ég ekki nánar út í þá sálma hér, þar eð ég hefi gert grein fyrir þess konar öfugþróun í einni ritgerð anna í bók minni „Til mín laum- aðist orð“. — Ég hefi hér að framan fært heimspekileg rök að þvi, að tilveran — lífið — andinn, getl ekki hafa átt neitt upphaf. Jafn framt að endir þessara fyrlr- bæra sé ekki hugsanlegur. Af þessu verði svo meðal annars að draga þá ályktun, að andi mannsins hljóti að lifa likams- dauðann. — Ég hefi ekki i hyggju, að fara hér inn á þær sannanir fyrir framhaldslífinu, sem ég tel að séu fyrir hendi að öðrum leiðum, svo sem marg- sannaðar opinberanir framlið- inna manna, í rás aldanna, við ýmiss konar hagstæð skilyrð. — Ég geri þetta ekki vegna þess, að tímarnir, sem vér lifum á, eru yfirleitt svo hirðulausir um sannleikann, að ungt fólk er skiljanlega gjarnt á að van- treysta vitnisburði — líka vitn- isburði frá liðnum öldum, — en það er unga fólkið, sem ég er einkum að reyna að fá til að rétta við hugmyndir sínar um eðli lífsins og til að skilja þá miklu ábyrgð, sem hvílir á herðum vor allra, — og til að renna grun í þá geigvænlegu áhættu, sem er bundin við al- gert hirðuleysi mannsins um að rækta huga sinn. — Ef unnt er að fá unga fólkið til að hugsa vandlega um allt það, sem er bezt fallið til að afla rétts skiln ings á eðli tilverunnar, sem vér erum öll þátttakendur í, má vera að unnt verði að bægja frá miklum háska, sem nú sténdur fvrír dvrmm __ Nn ar cnrn Iram ið um mannkindina, að einungis bjargföst sannfærinig uim það, að hún sé ekki bara stundarfyrir- bæri, eins og sápukúla, sem fær að svífa um nokkur augnablik — án ábyrgðar og án framtið- ar —i heldur eilífðarvera, sem verði óumflýjanlega síðar að taka afleiðingum gerða sinna hér i heimi — einungis slík vitn eskja getur varnað því, að hún gerist í vaxandi mæli vera eyði- leggingar og tortimingar, likleg til að leiða innan tiðar ragna- rök yfir lífið á jörðinni. — Ekk ert annað en þess konar ábyrgð artilfinning, sem örugg eilífðar- vissa er líklegust til að skapa, getur hugsanlega stöðvað þá geigvænlegu óheillaþróun í trú- litlum og siðlitlum mannheimi, sem hefir verið í svo hraðri uppsiglingu siðustu áratugina. — Almenn örugg vissa um fram haldslífið myndi óhjákvæmilega valda róttækum breytingum á framvindunni. — Jafnvel hinir forhertustu myndu þá taka að nýju að ihuga sitt ráð. Fáir menn myndu reynast svo fávís- ir og andvaralausir, að stofna sér í þá hættu, vegna hverfulla keppikefla þessa stopula jarð- lífs, að leggja sjálfir og leiða aðra með sér inn á veg andlegr- ar öfugþróunar, ef þeir vissu upp á hár, að sá vegur tæki ekki enda hér á jörðu heldur héldi áfram inn í sorta eilifrar tilveru. — Það er sannfæring min, að ekki sé unnt að færa ungum manni, trúlausum, efagjörnum og villuráfandi, neina betri gjöf en trúna á framhaldslifið. Það er sannfæring mín, að ekki sé með neinu öðru betur hægt að auka stórlega likurnar fyrir því að hann lifi jarðlífi sínu á þann veg, að það verði honum og þedm, sem hann bindzt nán- um böndum, til gæfu og bless- unar, — og jafnframt samfélag- inu, sem hann lifir í, til heilla. — Sú ósk, að fá að hætta að vera til, þegar ævidögunum hér er lokið, er ekki sæmandi nokkr um manni. — Það er eitthvað al varlegt að, ef ungur maður og u.pprenna'ndi, þráir ekki að fé að takast á við verkefni jarð- lifsins, — og það er líka eitt- hvað alvarlegt að, ef hann, þá er hann lítur fram til loka jarðævininiar þráir ekki að fá halda áfram að lifa, og fá á nýju tilveruskeiði að takast á við verkefnin, sem þar ber að höndum. Andlegt ástand ungs manns er ekki heilbrlgt og ham ingjuvænlegt, nema hann finni hjá sér knýjandi þörf til afi halda áfram að lifa, unna og starfa — út jarðlífsárln — út i gegnum eilífðina. — Það er ekki hægt að færa ungum manni, efa gjörnum og villuráfandi, betri gjöf en trúna á lifið, lotnlngu fyrir því, og gleðina út af því að fá að vera þátttakandi — og þá trú á sjálfum sér, að það séu ævinlega einhverjir hér — og á öðrum sviðum tilverunnar, sem þurfi á honum að halda — þurfi að fá að starfa með hon- um — gleðjast með honum; — einhverjir, sem þrái að fá að leita hamingjunnar og andlega þroskans i samfylgd hans. — Og þá um leið einhverjir, sem verða ákaflega hryggir, ef hann bregzt þessu'm vonuim. — Þessi trú á framhaldslífið og á hið mikla mikilvægi þess, er ekki reist á sandi. Þvi leng- ur sem við reynum af alhuga að gera okkur grein fyrir undri til verunnar, þeim mun fleiri verða stoðirnar, sem standa undir þeirri trú. — Ein af þessum stoð um er fullur skilningur á þvi, að lífið getur ekki hafa átt neitt upphaf. Það felur í sér hitt, að endir þess er ekki hugsanleg- ur. — Ef til vill er þetta sú stoðin, sem vantrúarmennirnir eiga erfiðast með að gera létta- hald úr. — Við höldum áfram. — Það er ekki á okkar valdi að stöðva það. — Hitt er okkar mál, hvers og eins, hvort við höldum áfram á vegum andlegs vaxtar — eða andlegrar öfugþróuriar. Mimisv. 9. októher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.