Morgunblaðið - 28.11.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.11.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBTjAOIÐ, t>RIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1972 Hús dagsins: Ijarnargata 40 STALDRIÐ við á morgungöngu í glaðasólskini og virðið íyrir ykkur iitskornar vindskeiðar á húsinu á horni Tjarnargötu og Skothúsvegar. Þessi form má sjá útliöggvin í sandstein í Danmörku á þeim tíma sem húsið var byggt (1908), en hér er það skorið í tré. Þessi fallegu form snúa út á við en ekki inn á við og eru því með nokkrum hætti almenningseign. Um eitt skeið lá við borð að þetta lnis drabhaðist niður, en hefur nú verið gert upp og hefur enginn haft á orði síðan að óprýði væri að því. Björn Matthíasson: Frumvarp til laga um fram- leiðsluráð lan dbúnaðarins Um þessar mundir Tiggur fyrir ATþingi stjórnarfrumvarp til laga um framieiðsluráð landbún aðarins. Þegar þetta er ritað, hafa farið fram tvær umræður um frumvarpið og hafa þær ver- ið heldur daufar. Virðist frum- varpið ætla að sigla hrað- byri gegr.um þingið. Þykir mér þvi ástæða tii að gera það að umræðuefni. ÚTFLUTNINGS- UPPBÆTURNAR 1 eldri lögum um framleiðsiu- ráð landbúnaðarins er verð- ábyrgð ríkissjóðs á útfluttum Jandbúnaðarafurðum takmörk- uð við 10% af heildar- verðmæti landbúnaðarframleiðsl unnar. Sem kunnugt er, hafa útflutningsuppbæturnar verið skattgreiðendum mjög dýr ar og hefði verið full ástæða til að þrengja þetta ákvæði með nýjum lögum. Ekki er það nú samt gert, heldur er nú verð- ábyrgð ríkissjóðs aukin með við bótarákvæði, sem hljóðar svo í frv.: „Verði eitthvert ár afgang ur af fé þvi, sem um ræðir í 3. málsgr. þessarar greinar (þ.e. umræddri 10% ábyrgð), er heim- ilt að geyma það í tvö ár og nota það á þeim tima, ef þá er meiri þörf á útfiutningi. Verði að þeim tima ioknum enn afgang ur, má Sexmannanefnd ráðstafa því fé í þágu landbúnaðarins í samráði við landbúnaðarráð- herra." Séu hins vegar umrædd 10% ekki nægileg, á að vera heimilt að leggja á 25% kjarnfóðurskatt til að standa undir frekari út- flutningsbótum, en dugi það svo ekki til, ber ríkissjóði einfald- lega að greiða það sem á vant- ar, og eru þvi engin takmörk sett í frumvarpinu. Með lagaákvæði þessu (15. grein frv.) er í raun verið að afnema það hámark á útflutn- ingsuppbótum, sem gilt hefur um árabil til að vernda skattgreið endur fyrir ágangi landbúnaðar ins. Hvað skyldi þetta nýja lagaákvæði annars korna til með að kosta á næsta ári? Á verðlagsárinu 1971/72 (þvi lauk 31. ágúst) nam framleiðslu verðmæti landbúnaðarins um 4800 5000 m.kr., en þar fyrir nam verðábyrgð ríkissjóðs 480 500 m.kr. vegna útflutnings á iandbúnaðarafurðum. Af því fé notast um 350—370 m.kr., en ástæðan fyrir því er sú, að haustið 1971 var slátrað um 100 þús. fjár minna en venjuiega og því myndaðist ekki eins mikil offramieiðsla sl. verðlagsár og venjulega. Eru því eftir 110— 150 m.kr. ónotaðar af verð- ábyrgð s.l. verðlagsárs, sem ætl- að er að flytja yfir á næsta verð lagsár, þótt rikissjóður hafi ekki lagt neina peninga fyrir til að mæta þeirri ábyrgð. Ekki er hægt að áætla með vissu, hvert verður framleiðslu verðmæti landbúnaðarafurða á yfirstandandi verðlagsári, 1972/73, en með tiiliti til mikilla kostnaðarhækkana í verðiags grundvelli landbúnaðarvara og mjög mikilla launahækkana til bænda, 41% á s.l. verðlags- ári), má ætla, að verð á land- búnaðarafurðum til bænda hækki nóg milli verðlagsára til að verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar verði 6000 -7000 m. hr. á yfirstandandi verðlagsári. Það þýðir, að verðábyrgð ríkis- sjóðs verður um 600—700 m.kr., en við það bætast þær 110-— 150 m.kr., sem flytjast yfir frá s.l. verðlagsári, samtals 710— 850 m.kr. Er hér um rúmlega tvö földun að ræða frá raunveru- legum greiðslum ríkissjóðs vegna s.l. verðiagsárs. Þegar upphæð sú, er rikis- sjóði er ætlað að greiða til út- flutningsuppbóta, er orðin svona há, þá er full ástæða fyr ir Alþingi að endurskoða, hvort ekki sé hægt að verja þessu fé á annan og betri hátt til þarfa liandbúnaðarins. Mjög vafasamt er, að þessar miklm útfliutnings- uppbætur hafi veruleg áhrif á kjör bænda í dag, enda eru þeir ein tekjulægsta stétt þjóðfélags- ins. Er það ekki vel athugandi, að reyna að takmarka landbún aðarframleiðsluna þannig, að of framleiðslan til útfiutnings myndist ekki, en á móti megi verja því fé er þannig sparast að einhverju eða öllu leyti til beinna tekjustyrkja til dreifbýl isins? Það er full ástæða til að hvetja Alþingi til að íhuga þessa hlið málsins vandlega, áð ur en umrætt frumvarp verður samþykkt. SKIPAN SEXMANNANEFNDAB Frumvarpið gerir ennfremur ráð fyrir breytingu á skipan svokallaðrar Sexmannanefndar, sem ástæða er til að vekja at- hygli á. Um margra ára skeið hefur nefnd þessi, sem ákveður ve rðl a gs gr u n dvöl 1 landbúnaðar- afurða, verið skipuð þrem full- trúum bænda og þrem frá neyt- endum. Eftir atvikum má telja þessa skipan mjög sanngjarna. Þarna mætast seljendur og kaupendur og semja með sér um þau atriði, sem ráða verði land- búnaðarafurða. Seta fulltrúa neytenda í nefndinni verður til þess, að bændur hafa oft ekki fengið saimþýkktar þær hækkan ir á búvöruverði, sem þeir hafa óskað, en á móti haifia neytend- ur liíka orðið að 16ta undan síga. Nú bregður svo við, að núver andi ríkisstjóm hyggst viikja neytendum úr Sexmannanefnd, en skipa siðan eigin menn í .stað inn. Fer greinargerðin með frum varpinu ekki duít með það, að þessi leikur er til þess gerður, að sjónarmið bænda í nefnd inni nái yfirhöndinni. Segir svo í greinargerð með frumvarp- inu: „. . . gengið (var) þannig frá ákvæðum um val fulltrúa ríkisstjórnarinnar I Sexmanna- nefnd, að ríkisstjórninni er í sjálfsvald sett á hvern hátt full trúar hennar eru valdir, hvort þeir eru valdir úr röðum ákveð- inna launþegahópa eða á annan hátt." Síðar segir: „Er nefndin þeirrar skoðunar, að Sexmanna- nefndin hafi ýmsa möguleika til að rétta þetta hlutfal við (þ.e. skarðan T lut bænda) með hinu breytta samningsformi.“ Hvað segja forsvarsmenn verkalýðssamtakanna á Alþingi um þetta ákvæði? Láta þeir sig það einu gilda, að fulTtrúum verkalýðsins í Sexmannanefnd sé vikið úr nefndinni? Þetta at- riði mætti Alþingi ræða miun bet ur. TILLAGA ELLKRTS SCHRAM Það ber að vona, að tillaga Elierts Schram nái frarn að ganga, að núverandi einokunar- ákvæði um mjólkursölu verði eitthvað rýmkuð. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir alla neytend ur, sem forráðamenn landbúnað arins æltu ekki lengur að setja sig gegn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.