Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 8
8
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÐE3EMBER 1972
„VIB höfiun nú fært togara-
flotann af miðnnum fyrir Vest
f jörðum til tveggja veiðisvæða
fyrir Austurlandi. Þetta ger-
um við vegna þess, að við
væntum betri afraksturs fyr-
ir austan ísland, og af fleiri
ástæðum," sagði Austen La-
ing, formaður brezkra togara-
útgerðarmanna, í viðtali við
Morgunblaðið í fyrradag. Að-
spurðiur um þessar „fleiri
ástæður", svaraði Laing:
„Þessi tilflutningur er gerð-
ur með hagsmuni togaranna
og togarasjómannanna í huga
ekki síður en útgerðanna. Við
teljum óráðlegt að þeir séu
að veiðum úti af Vestfjörðum
á þessum árstima, þegar þeim
er neitað um að leita hafnar,
nema þeir eigi handtöku á
hættu.“
Austen Lyaimg sagði það sér
vera mikil vombrigði, að ekk-
ert samkom.ulag hefði rnáðst í
landbelg i sdeil urnni.
„Mér fiimnsit það svo samnar-
lega sorgiegt, að tvær menint-
aðair þjóðir, eins og íslending- Brezkur togari að veiðum í íslenzkri landhelgi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K, M.I.
Raunsæi íslendinga það eina
er getur leyst landhelgismálið
— segir Austen Laing, form.
félags brezkra togaraeig-
enda, í viðtali við Mbl.
ar og Bretar, geti ekki hagað
málum síraum í samrræmi við
það, að þær eru, eins og sákir
standa, ósamimála um hluti,
sem verið er að reyma að leysa
eftir öðrum leiðum."
Aðspurður um, hvort brezka
stjórmin ættí frá sj ónarhóli
brezkra útgerðarmanna, að
senda hersikip til togaranma á
Lslandsmiðum, svaraði Laing:
„Ég tel, að það hljóti að vera
nau&syn.'leg varnairaðgerð gegn
þeim ögrandi aðgerðum, sem
íslenzk varðskip hafa umdan-
lama mánuði haft í frammi
við brezka togara á íslands-
miðum, þó að ég geti mér til
mikillar ánægju sagt, að varð-
skipin hafi upp á síðkastið
haft hægara uim sig. Ég vona
bara að það ásitand haldist.
Bn verði ekki svo, þá er okk-
ur nauðsyn á að fá vemd.“
Austen Laimig sagði það nú
algjöriega undir íslemzku ríkis
stjóminini komið, hvort ein-
hver lausn á lanidhelgisdeil-
unmd yrði á mæstunini.
„Ef ísienidiiragar settusit við
samin i mg aborðið með raunihæf
an samningsivilja, þá yrði ekk-
ert því til fyriirsitöðu af ensikri
hálfu aið semja um bráða-
birgðalausn deiluminiar."
Aðspurður um, hvað hamn
teldi felast í „raumhæfum
saimningsvilja“ Lslendinga,
svaraði Laimg:
„Þið getið e<kki beðið okkur
að gefa eftir þaiu miegimiatriði,
sem miú eru í athugun hjá al-
þjóðadómjsttólmnm. — Bráða-
birgðasamiko(mulag okkar yrði
að horfa fram hjá þesisum at-
riðuim. Það mymdi fyrst og
fremist smiúaist um það, að fisk-
veiðar á íslamdsmilðum héldu
svo áfraim, að báðir aðilar
gætu setið á friðarstóli. Það
yrði aðeins bráðabirgðalausn,
en emgan vegimm niein lokaiaf-
greiðsla deilummar. Yið erum
algjöriega á öndverðum meiði
um það undirstöðuatriði, hvort
fsland er í nokkrum rétti' til
að færa landhe'lgi sina út fyr-
iir 12 sjómiílur. Eirns og sakir
stamda er emgin vom umti sam-
komiulag um þetta undirstöðu-
atriði og því eigum viið að
leggja það til hliðar. En á
meðam skulum við komast að
éinhverj u b ráðabir g ð a sam-
kamulagi, sem gerir okkur
kleift að umgamigast hverja
aðra á meranttaðan máta;
tryggja viðhaid fiskstofnamma
og íslemzikum sjómönmum
þeirira ffek. Bn það má eífcki
um leið vefkja málstað okkar
fyrir a 1 þj óðndómstólmum.
Um ieið og íslenaka rikis-
stjóimin er reiðubúim til satnn-
imga, á fraimamigreindum for-
semdum, þaramig að hún virði
það umidirstJÖðuaitriði, sem Eng
laind er að neymia að verja, og
brezka stjómin virði jafn-
framt þau markmið, sem ís-
lemzíka rfkisstjórmim vill ná —
þá er mjög auðvelt að komast
að bráðabirgðasam(komiulagi.“
Saga eyfirzks
höfðingja
Jakob Ó. Pétursson á Akur
eyri hefur sent Morgunblað-
inu eftirfarandi grein um bók
Gunnars M. Magnúss, Dagar
Magnúsar á Grund, sem ný-
lega kom út hjá Bókaforlagi
Odds Björnssonar, eftir að
hafa lesið ritdóm Lrlends
Jónssonar um bókina hér í
£laðinu fyrir skömmu.
ÞÁ ER loks komin út bók um
héraðahöfðingjann, Magnús Sig
urðsson á Grumd í Eyjafirði, sem
við, sveitungar hans, vorum
margir orðnir örvona um, að
nokkru sinni yrði unnin, en
höfðum léngi haft „á heilanum".
Við höfðum lesið óteljamdi ævi-
sögur manna fyrir sunnan, aust-
an og vestan, sem vissulega áttu
skilið, að þeirra minnig geymd
ist í bókum, en við álitum Magn-
ús á Grund hafa gnæft yfir
marga þeirra svo, að miklð
skarð hefði myndazt í þjóðarsög
una, ef hann ætti að liggja óbætt
ur hjá garði. Saga Grundar í
Eyjafirði hafði áður verið rituð
(Klemenz Jónssom), en þrátt fyr
ir það eru fáar prentaðar heimild
ir til um þann mann, er reisti
höfuðbóíið Grumd í Eyjafirði úr
hálfgerðri niðuriægingu misvit
urra og misheppnaðra ábúenda
á öldum fyrr, þ.e. allt frá dögum
Grundar-Helgu.
Ég hafði árum saman rætt
viS gamla Eyfirðinga um, að
þetta verk yrði að vinna, áður
en allir þeir, er kynni höfðu af
Magnúsi væru komnir fyrir
„stapann", en þeir hurfu hver af
öðrum, áður en ráðizt var i verk-
ið: Kristján Árnason, Davíð á
Kroppi, Júlíus i Hólshúsum, Jó-
hannes í Miðhúsum, Pétur á
Hranastöðum, Ingimar á Lifla-
hóli, Jón í Hólum, Valdimar á
Möðruvöllum o.fl. o.fl. Þeir eru
orðnir alltof fáir, sem skrásetjari
gat náð til, en sannferðugt má
þó telja það, sem fram kemur í
viðtölum við þá, em þeir eru m.a.:
Hólmgeir, tengdasonur Magnús-
ar, Jónas Rafnar yfirlæknir, Jón
as frá Viðigerði, Ragnar Davíðs
son, Margrét ekkja Magnúsar,
dóttir hans og sonarsonur (að
fleiri ónefndum) svo og ritaðar
minningar Magnúsar Hólm Ama
sonar og Jóns M. Júlíussonar o.fl.
Mér var mikið gleðiefni, er ég
fyrir einu og hálfu ári mætti
gömlum skólabróður, Gunnari M.
Magnúss á götu og spurðist fyr-
ir um erindi hans í Eyjafjörð.
Þegar hann sagði mér, að hann
væri að afla sér upplýsinga til
skráningar ævisögu Magnúsar á
Grund að tilmæluim Jónasar G.
Rafnar alþingismanns, varð ég
allur að eyrum og gleymdi er-
indi mínu í bæinn. Hann kvað
sér vera ljóst, að þetta verk
réðist hann í á 11. stundu, og
hefði raunar ekkert fyrir sér í
upphafi annað en þióðsögur um
óeðlilega efnasöfnun þessa
Gtrundarbónda, og stórgjafir
hans, en annarsvegar íhaldsemi
og auðhyggju. En svo bætti hann
við (ekki orðrétt):
„Eftir að ég hef farið að lesa
mér til, hef ég fengið allt aðra
mynda af Magnúsi á Grund en ég
hafði fyrir. Hann kemur mér fyr
ir sjónir sem brautryðjandi í fé
lags- og skólamálum, svo að
hvergi verður til jafnað í sveit-
um íslands á þeim tíma. Ég
hlakka bara til verksins."
Þetta samtal okkar hef ég síð
an oft hugsað um. Og bókin kom
fyrr en mig varði, enda sögð
unnin á einu ári. Sennilega hefði
hún mátt vera nokkrum mánuð-
um iengur í deiglunni, því úr því
sem komið var, skipti útkomuár
engu meginmáli. En því fagna ég,
að Magnúsar á Grund hefur verið
minnzt að makleikum. Heimild-
ir samtíðarmamna hafa sýnilega
verið af skornum skammti svo
sem vænta mátti, og þvi stund-
um leitað langt yfir skammt og
of mikið tínt upp úr verzlunar-
bókum um verðlag og vörubirgð
ir „kaupmannsins", sem fyrir
hendi lágu, aldarfarsskýrslum
og annálum á 18. og 19. öld, —
þannig, að hinar takmörkuðu
upplýsíngar um Magnús sjálfan
eru fylltar upp með nokkrum
óþörfum endurtekningum, sem
ekki er endilega þörf á til að lýsa
Magnúsi á Grund. Vel hefði far
ið á að sleppa t.d. bókmenntaaögu
Jóns Thoroddsen og Jóns Mýrdal
þótt M.S. kostaði útgáfu á
„Mannamun" hins siðarnefnda.
Tveim örkum minni bók hefði
engu síður haldið til haga mynd
Magnúsar á Grund. Og gæta
hefði mátt meiri nákvæmni í því,
sem að fjölskyldumálum snýr,
s.b. niðjatal á bls. 118.
Höfundurinn, G.M.M. er eng-
inn viðvaningur i því að koma
á atuttum tíma til skila erfiðum
verkefnum, svo sem Skáldinu
frá Þröm, Landhelgisbókinni,
Jóni Skálholtsrektor, Eiríki skip-
herra, Völvu Suðurnesja og Sig-
valda Kaldalóns, svo að nokkur
verka hans séu nefnd, en e.t.v.
hefði þessi bók hans orðið betri
eða fyllri með úrvinnslu heim-
ilda heldur en að fella þær hráar
inn í bókina, og með því að gefa
sér tíma til að aýna kunnugum
handritið, komizt hjá röngum
staðaheitum, sem þó eru ekki al
varleg.
En hvað sem þvi líður. Skrá-
setjari hefur fengið þær heimild
ir um menningar- og umbóta-
frömuðinn Magnús á Grund, að
þrátt fyrir hinn óeðlilega stóra
ramma utan um mynd hans,
stendur hann næsta ljós í verk-
inu. AÆ skáldlegu innsæi bregð-
ur höfundur á leik, er hann setur
sig í spor Magnúsar, býr til sam
töl hans og viðmælenda, gæðir
hugrenningar unga fullhugans
frá öxnafelli lífi, sem oft fer vel
á. í köflunum „Á vegamótum"
og „Heim að Grund" setur hann
sig í spor „söguhetjunnar“. Svo
farast höfundi orð fyrir munn
Magnúsar, er hann er staddur að
Breiðumýri austur, nýbúinn að
kaupa Grund:
„Hann gekk um úti, og jarðar
ilmurinn fyllti vit hans, — ilm
af nýhirtri töðu lagði út um
hlöðuopið, — sterka angan upp
skerunnar. Það var síðsumar-
kvöld, — blíö stund náttúrunnar.
Honum varð ekki svefnsamt, þó
að hann gengi til náða, — hug-
urinn er opinn og heitur, — Það
er svo ótalmargt framundan, sem
hann þarf að framkvæma . .
Fer ekki höf. hér nokkuð nærri
um líklegar hugrenningar hins
væntanlega stórbónda, iðnaðar-
mannsins, umbótamannsins á
sviöi verzlunar- og viðskiptalífs,
vöruvöndunar, alþýðumenmtun-
ar og félagslifs í héraði?
Vel fer og á niðurlaginu, er
hann lætur Magnús svará ey
firzka bóndanum um velgengmi
hans eftir allar þjóðsögurnar um
GULLIB:
— Er það satt, að þú hafir fund
ið gull á Grund?
— Já, það er satt, svaraði
Magnús, — en ég fann það hvorki
í kistum né katli, en fanm það
samt, — það er alls staðar gull
i Grumdariandi.
Þessi niðurlagsorð eru vel við
eigandi í slíkri þók. Magnús fann
það og reyndi, að ræktarsemi við
moldina, sem öldum saman hafði
verið vanrækt af ábúendum,
gæti skilað þeim GULLI, er um
gengjust hana af lotningu og
fullum skilningi. Fyrir þann skiln
ing varð hann einn af fremstu
bændahöfðingjum landsins á
sinni tíð.
Þar sem höf. hefur farið nokk-
uð út fyrir þann ramma, sem
kalla megi ævisögu bændahöfð-
imgjans, og bókin því um leið
saga staðarins, verzlunarsaga og
og aldarfarssaga Norðuriands,
hefur hann nefnt hana ÐAGA
MAGNÚSAR Á GRUND. Það er
líka réttnefni, því að bókin spann
ar yfir svo margt fleira, en beiin
línis varðar Magnús á Grund. En
hvað sem því líður, — höfumdur
hefur á síðustu stund'u hjargað
nokkum veginn því, sem bjarg-
að varð um Magnús á Grund, en
fyrir 20—30 árum hefði hamn
eða hver annar, sem lagt heíði
i verkið, átt nokkru meiri heim
ilda völ. En betra er seint en
aldrei, og má Gunnar eiga þakk-
ir fyrir hið örðuga verk.
Ágætar myndir gefa bókinni
aukið gildi, svo og nafnaskráin,
sem of oft hefir skort í sams
komar bókmenntir okkar.
Jakob Ó. Pétursson.