Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLiAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1972 21 b - Af mælisk veð j a: SIGRÚN HELGA- DÓTTIR - SJÖTUG FRU Sigrun Holga<3óttir, Drápu- hlíð 7 í Reykjavlk á sjötugsaf- irtæli nú 20. descmber. Hún fæddisst á Múlakoti á Síðu, og voru foreldrar hen.nar Helgi amiðuir Magnússon á Fossi og konia hans Guðríður Sigurðar- dóttir. Eftir lát föður sÉns flutt- ist Sigrún með móður sinini árið 1906 að Kirkjuhæjarklaustri og dvaildisit þar í mörg ár hjá móður systur sinmi Elímu og manni hemniar Lárusi Helgasyini. Sigrún gekk í Kvemnaskóianin í Reyfcjavík. Síðar gerðist hún, ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur, ráðskona á Mensa Academlea, sem var imötuneyti háskóla- stúdenta og fleiri. Þar kymntist hún miamini sínum Hjálmari frænida mínum Vilhjál/mssyni. Er hanin hafði lokið háskólanámi fluttust þau austur á Seyðisfjörð, seint á árimu 1929, og giftust í aprílmánuði, Alþingishátíðarárið 1930. Það var mikill hamingju- dagur í liífi þeirra beggja, enda hafa þau verið samhent og sam- búð þeiirra alla tíð mjög ham- ingjurík. Hefir þar aldrei borið skugga á. Frá 1. júiní 1930 varð Hjálmar bæj ans't.j óri á Seyðisfirði og stofnuðu þau fyrst heimili í nokikr|i mánuðd í Gamla pósthús- tou. Þá festu þau kaup á hús- eigniruni Vesturvegi 8 og þar var heimili þeirna yfir 20 ár. Vorið 1936 var Hjálimair skip- aður sýslumaður í Rangárvalla- sýslu og fluttust þau búferlum að Gunnarsholti, sem þá var sýsliumanmssetuir. Eftdr rúmlega árs veru þar var Hjálmar skipaður sýslomaður í Norður-Múlasýslu og bæjar- fógeti á Seyðisifirði. Fluttu þau því aftur austur og settust að í húsi stou þar eystra. Þar voru etonig sýsluskrifstofunniar um árabil. Árið 1953 varð Hjáknar ráðu- neytisstjóri i félagsmálaráðu- nieyttou og fl.uttusit þau þá til Reykjavíkur og hafa búið í Drápuhlíð 7 fram á þennain dag. Sigrún bjó þeim myndarlegt menntogarheimili frá fyrsta degi. Allt ber vott um myndarskap og hagleik húsmóðurtonar, dæma fáan dugniað og reian. Þau Sigrún og Hjálmar tóku til sín foreldra Hjálmiars, afa minin og ömmu, Vilhjálm á Há- nefsstöðum og Bjöngu. Enmfrem- ur Guðríðd móður Sigrúnar. Einnig Hólmfríði afasystur míma. Allt þetta fólk átti fagurt og ániægjulegt ævikvöld á þessu ein- stæða heimili. Fleiri hafa dvalið þar um lemgri eða skemmri tíma. Þá hafa þau hjónin eignazt fjögur böm. Bjöngu búsetta í Reykjavík, arkitektana Helga og - BRANDT ]*'rartiliald af bls. 16 þörf sé á þvi, að allt það fólk, sem talar sama tungumálið, safnist sam- an í eitt riki stjórnmálalega. Tungu- mál skipta minna máli en sagan. Els- assbúar og Austurríkismenn og meiri hluti Svisslendinga tala þýzku. Samt hefur reynslan kennt Þýzkalandi, að það getur hvorki látið Austurríkis- menn né Elsassbúa blandast þýzku þjóðinni og það hefur aldrei gert einu sinni tilraun til slíks, að þvi er varðar þann hiuta Sviss, sem talar þýzku. Frakkland og Bretland myndu aldrei láta sig dreyma um að leggja undir sig allar þaar þjóðdr, sem tala frönsku eða ensku. Einmitt sú hugmynd gerir þá kenningu fár- ánlega, að tungumálasvæði og stjórn málasvæði verði að fara saman. Með þetta í huga getum við vonað, að þýzku ríkin tvö geti lifað saman í eindrægni um ótakmarkaðan tíma. Þýzkaland hefur verið sundrað pólitískt lengst af á liðnum tíma. V aldbeitingaraðf erð Prússlands til sameiningar var andsvar við þessari sundrungu. Samt hefur pólitísk sundrung Þýzkalands skilið eft- ir gjöf, sem er dýrmæt heimi, þar sem lífið staðlast i æ ríkara mæli af tækninni. Sagan hefur ljáð þýzku rikjunum tveimur, sem nú eru til, staðbundna margbreytni, sem ekki hefur varð- veitzt í Frakklandi, Bretlandi né jafnvel Ítalíu. Austur-Þýzkaland nú samanstendur af fyrrum konung- dæminu Saxlandi og leyfum þess, sem var eitt sinn Prússland austan Sax- elfar. Sögulegar andstæður milli þessara tveggja samliggjandi þýzku landa eru það miklar, að jafnvel kommúnistastjórn er ólíkleg til þess að geta máð burt þennan mun. Að því er Vestur-Þýzkaland varðar, þá er munurinn á Hamborg og Mún- chen afar mikill og jafnvel Bajern og Rínarlönd eru hvort öðru afar fjarlæg þrátt fyrir sameiginlega ka- þólska trú. Þessi staðbundni munur innan lítils landfræðilegs ramma er uppspretta menningarlegs styrks. Hvort þýzku rikjanna um sig er fyrirmynd fyrir sameinaða Evrópu í framtíðinni, þar sem heildarsamein- ing á eftir að haldast í hendur við staðbundinn mun með þeim hætti, að árangursríkt samræmi haldist. Þegar þessi sameinaða, en þó — við skulum vona — ósamkynja Evr- ópa verður til, verður Willy Brandts minnzt með þakklæti og á hann litið sem einn af helztu forvígismönnum hennar. Frá Vestur-Þýzkalandi bár- ust góðar frétttr i nóvember 1972. — Sitt af hvoru tagi Frambald af bls. 15 grunnfærni, sem kemur fram hjá presti og skólastjóra — jafnvel póstimeistiaraniuim líka. Máski er sagan reist á raunverulegum at- burðum, en slíkum atburð- um þarf skáld oft að hagræða til að úr geti orðið góð smá- saga. Þarna er efnið þess eðlis, að í söguna vantar andstæður og átök til þess að yfir henni verði einhver skáldleg reisn. Öðru máli gegnir um sögu, sem höfundurtom nefnir Influensn og gerist auðsjáanlega fyrir all- löngu á matsölustað í Reykja- vík, sem ætlaður er félitlu fólki. Eftir að hafa nýlega lesið ævi- sögu Indriða heitins Einarsson- ar, sem er að flestu merk bók og skemmtileg, en gerir hlut Norðlendinga slikan, að yzt sem innst beri þeir mjög af öðrum Islendingum var mér næstum nautn að því að kynnast í sögu Guðmundar hinum símalandi, státna og illkvittna norðlenzka námsmanni, sem sessunautur að vestan stöðvar í rásinni, þegar úrskeiðis gengur. En þetta er ekkert höfuðatriði í sögunni. Hún fer ósköp látlaust af stað, og er nokkuð óráðið lengi vel, hvort þar sé nokkuð, sem veki áhuga og festist í minni. En að lokum verður, Ebba, hin vand- séða, en bláfátæka og sístritandi þjónustustúlka talsvert skýr og sérstæð persóna, þó að hún kunni ekki að meta ástarvísur, sem ekki eru ortar í hinum sann alþýðlega stíl Símonar Dalaskálds, svo að Pési henn- ar skýtur langt fjarri markinu, þegar hann ljóðar á hana i anda Guðmundar skálds Böðvarsson- ar! Bókinni lýkur með smásögu, þar sem skýrt er frá ferð á Suð- urlandinu sálaða frá Borgar- nesd til Reykjavíkur í rysju veðri, og þar er auðsjáanlega lýst af eigin raun þeim aðbún- aði, sem farþegar urðu fyr- ir nokkrum áratugum að láta sér lýnda, allt fi'á því að þeir voru reknir niður í upp- skipunarbát við bryggjustúf i Borgarnesi og þar til þeir reik- andi stigu upp á hafnarhlöð höf uðstaðarins. En sagan fjallar um norðlenzkan embættis- mannsson, sem er á leið i skóla, unnustu hans Sigríði og státinn og hresisiilegam piltung, sem Hin- rik heitir. Jón er ekkert nema prúðmennskan sjálf og umhyggj an fyrir sinni tilvonandi, en verður strax illa úti í sjó- volkinu og alls ófær til hvers konar hoffmennsku. En Sigríð- ur er af öðru tagi, trúlega sunn lenzk kaupakona, sem er nokk- ur fyrir sér og hefur sitthvað brallað, og þegar hún rekst á Hinrik, sem hún auðsjáanlega þekkir sem óvíiinn náunga og að eins mannaðan í neðri bekkjum lífsins skóla, verða fagnaðar- fundir — og ekki að ástæðu- lausu, þvi að hann býr þeim í skyndi mjög viðunandi skjól undir flikki, sem ekkert stend- ur útundan nema fæturnir. Við ræðum það svo ekki frekar. En í tæka tíð gerist Hinrik svo til- litssamur, að svo að segja gufa upp í nokkurn veginn tæka tíð, og þó að prúðmennið Jón sé hart leikinn af hoppi og híi skipsins og brambolti ófyrirleitinna sjóa tekst honum að troða sér inn í bíl með Sigríði sinni, þeg- ar til Reykjavíkur er komið, en þar eð hann er bæði hár og að sama skapi mjósleginn, sit- ur hann í óásjálegum keng í bíln um við hlið sinnar hraustu og stubbaralegu Sigriðar. Þann- ig skilar Guðmunidur skáld og bóndi Böðvarsson þessu unga pari i faðm höfuðstaðarins, og líklega er það hann sjálfur, sem stikar lágur og rýr með poka á baki upp í borgina i bókarlok. Guðniundur Gíslason Hagtiliii. Vilhjálim, som þegar eru þjóð- kuminir fyrir verk sín og Lárus, sem er ynigstur. AUa tíð hefir verið ákiaflega mikill gestagangur á heimili þeirra. Varla leið sá dagur eystra, að ekki væru fleiri eða færri gestir og mjög oft næturgestir. Állir voru ævtolega velkomnir og dvöldu þar við mikia rausn. Húsmóðirto var alltaf boðiin og búin að stoina gestum og sparaði hvorki tím>a né fyrirhöfin. Oft hefir mér verið hugsað til þess, hve viinmudagur henmar hlýtur að hafa veirið lanigur og stramigur. í Gunnarsholti voru milkil um- svif. Auk fjölda, heimiliafólks voru 9 menm frá Saindgræðsl- um.ni, sem þurfti að þjóna. Þá höfðu þau talsvert bú á þeirra tíma mælikvarða, a.m.k. 12 mjólkamdi kýr o. fl. Margir áttu ertadi við sýslu- manm. Þair voru haldnir sýslu- fundir og margt fleira mætti nefna. AUt þetta varð tilefni mifcilla starfa og gestakomu. Öll- urn voru boðnar veitingar og auðvitiað mæddi mest á sýstu- miainmsfrúnini. Á Seyðisfii’ðd höfðu sýslu- mianinshj ónin einmdg lítið landbú. Gekk Sigrún að öllum vemkum eftir því sem þurfa þótti af þeiim i dugnaði og atorfcu, sem etokennt hefir allt hemnar líf. Þau eru óteljandi störfto, sem hún hefir ummið, en húm er hlé- dræg og lætur ekki að láta S sér bera. Ég nefni sem dæmi störf hennar í þágu vangeftoma. Veit ég að eftir þeim hefir verið tekið svo ekki sé meira sagt. Ég hefi meira og mimma verið heimagangur hjá þeim Sigrúnu og Hjálmiari alla tíð, niema í Guninarsholti. Það eru því ótelj- andi ámægjule.gar mtanimigar, sem sækja á hugann. Já það er margur góður beintom, sem ég hefi þegið á því heimili. Undir þetta geta fjölmiairgir tekið. Ég ted það lán fyrir mig og raumar alla, sem hafa kynmzt Sigrúnu Helgadóttur. Hún er mjög góð koná og vill í engu vamm sitt vita, höfðimgi í lurnd, vinmörg og virt. Veit ég að gæzka hemmar og fómfýsi er endurgoldin í elsku þeimra fjölmörgu, ®em not- ið hafa vtoáttu hemm>ar og verka. Ég lýk þessum afmælisltoum með þökkum og afmælisóskum til Sigrúnar frá mér og mtou fóllki. Vona ég að guð og gæfa fylgi hemmi, heimili henrnar og fjöl- skyldu. Tómas Árnason. MEDYDDRIHUGA bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum. sniðum oq mynstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. HERRADEILD Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði. AUGLYSINGASIOFA KfHSTINAR I-c_-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.