Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1972 o '■ Erlendur Jónsson ~l skrifar um J BÖ] K] M [] E1 NNTIR Saga blaða á Islandi Vilh.jálmur Þ. Gíslason: BLÖ» OG BLAÐAMENN 1773—1944. Almenna bókafélag-ið. 1972. „TÍMARIT 18. og 19. aldar eru víðast hvar nær sagnaritun eða sagnaskemmtun en nýjum frétta- ílutnimgi dagblaða á öld síma og útvarps," segir Vilhjálmur í>. Gislason í fyrsta bafla bókar sinnar, Blöð og blaðamenn. Fyrsta islenzka blaðaútgefendur og blaðamenn telur hann Magn- ús Ketilsson, sýsluma.nn í Dala- sýslu, „sem í Hrappsey gaf út Islandske Maaneds Tidender frá 1773, og Jón Eiriksson konferens- ráð, sem var aðalstjórnandi þess íslenzka Lærdóms-Lista Félags í Kaupmannahöfn frá 1781.“ A nútímavísu hljóta þessar fyrstu tilraunir til tímaritaútgáfu að teljast hafa verið smáar í snið- um. En mjór er mikiis visir, segir máltækið, og sannarlega væri saga islenzkrar blaða- mennsku ekki rakin tdl upphafs sins, væri þessara fyrstu til- rauna að engu getið. Segja má, að blöð og tímarit hafi — frá þvi þau komu fyrst fram á sjónarsviðið — endur- speglað andlegt og efnahags- legt ástand þjóðarinnar hverju sinni betur en flest annað. Þann- ig settu átjándu aldar menn sér það að markmiCi með útgáfu- starfsermi sinrti að kenna Ísiend- ingum að búa betur. Aftur á móti skyldi vera „aukatilgangur áðeins að kenna þeim snjöll vis- indi“. Sama viðhorf loðir enn við Fjölni að liðnum þriðjungi nítjándu aldar, nema hvað feg- urðarsjónarmiðið hefur þá haf- izt til jafns við nytsemina. Um miðja þá öld eigmast Islending- ar fyrst raunveruleg fréttablöð. Og á seinni hluta sömu aldar tekur blöðum að fjölga, þau taka að keppa um kaupendur, gerast stórpólitlsk og hleypa fjöri í þjóðlífið. í>að vax svo ekki fyrr en á þessari öld, að myndiazt hafði nægilega fjöl- mennur þéttbýliskjarni, til að dagblöð gætu þrifizt, þá þegar orðinn fastur liður í daglegu lífi margra annarra þjóða. í>ótt islenddngar hafi lengstan tíma sögu siirunar lifað án blaða, gerum við okkur varla i hugar- lund, hvemig slikt mátti gerast, svo samgróín eru blöð orðin öllu okkar daglega lífi nú. Ef til viffl finnum við betur fyrir því nú en til að mynda fyrir tuttugu og átta árum, þegar þessi saga Villhjálmis endar, fyrir þá sök, að blómiaskeið blaðanna er þegar liðið, kostir þeirra hafa verið þrengdir, en þau hafa jafn- framt getað staðizt samkeppnd við mun áhrifameiri fjölmiðla, hljóðvarp og sjónvarp. Fyrir fjörutíu árum gat sá, sem fylgj- ast vildi með, alls ekki án blaðs verið. Nú gætum við það kannski, en gerum það ekki. Ekki væri hægf um vik að svara óyggjandi, ef spurt væri, hvenær islenzk fréttablöð hefðu gegnt vedgamestu Mutverki. Mér koma í hug ár fyrri heims- styrjaldarinnar, þar eð fréttir voru þá teknar að berast ör- skotshratt frá víðri veröld, en útvarp enn ekki komið til sög- unmar, svo blöðin vorú ein um hituna. Nú, eftir að blöðin geta ekki lengur verið fyrst með fréttirnar, hafa þau fundið sér nýtt hlutverk: að útskýra frétt- irnar og standa vörð um andlegt frelsi og sjálfstæði einstaklinigs og þjóðfélags. Ófrjálst blað er einskis virði eða verra en það; slíkt liggur í augum uppi. Þess vegna höfum við með blöðunum eignazt þann bezta mældkvarða á raunverulegt frelsi þjóða og ein- staklinga, sem auðið er að miða við í róstusömum heimi: rit- frelsið. Blaðamenn eiga allra manna auðveldast með að koma skoð- ununi sinum á framfæri, svo lengi sem þeir eru sjálfráðir orða sinnia og gerða. Þeir hafa þvi æmu hlutverki að gegna í meniningar- o^g stjórn- málum hverrar þjóðar. Jafnvel sá maðurinn, sem sinnir ekki öðru en skrifa fréttir, getur með ýmsu móti haft áhritf á skoðanir almennings. Þvi er mikilsvert, að blaðamenn séu vel menntir Haukur Ingibergsson: HUOMPLÚTUR Náttúra: Magic Key. LP, Stereó, Náttúra. ÞÁ er loksins komin út plata með hljómsveitinini Náttúru, og má segja, að það sé ekki vonum fyrr, þar sem hljómplata með hljómsveitinmi hefur verið til um- raeðu af og til í am.k. tvö ár, en ékki hefur orðið af fram- kvaemdum fyrr en nú. Hljómisveitin Náttúra á að baki all sérstæðan feril. Tvisvar hafa orðið verulegar manmabreyting- ar, hljómsveitin hefur alltaf haldið áfram að starfa með þá Sigurð Árnason og Björgvin Gíslason sem máttarstoðir. Stefn- an hefur alla tíð verið að leika vandaða tónlist, og hefur Náttúra verið ein okkar þyngsta hljóm- sveit, en jaflnframit ein sú vand- aðasta, enda komið fram sem undirleilkarar í ljóðaþætti í sjón- varpinu, auik þesis sem hljóm- sveitin sá um tónlistina í Hárinu og nú í Jesus Christ Superstar, sem sýna á í Iðnó. Á þessari plötu er dæmigerð Náttúrutónlist. Lögin, 9 talsins eru flest nokkuð þung, þó að fyrir komi létt stef eins og í titil- laginu, The Magic Key og Could it be foumd og Gethsemiane Gardem. Björgvin Gíslason gítarleikari á flest lögin eða fimm. Þau eru hvert öðru betra, en þó ólík, sem sannar, a® Björgvin er þróaður tónlistarmaður. Þama er hið til- tölulega létta Could it be found, hin villtu Out of the darkness og Tiger ásamt hin fallega lagi Butterfly, sem ekki er sungið. Bezta lag Björgvins er þó e.t.v. Simce I found you. Karl Sig- hvatsision á þrjú lög, rokkarana Gethsemane Garden og The Magic Key og svo lag, sem mirunir mig alltaf á stefið úr kviik- myndimmi Sveitin milli sanda (þó að það sé raunar ekki Mkt), en það heitir A little hymn for love and peace. Sigurður Árnason á eitt lag, Confusion. Textamir eru eftir ýmsa, en aðalinmdhaldið er eimmanaleiki mannsim® og leit hans að sönuir um lífsverðmætum. Undantekn- ing er þó texti um humdinn Tiger, sem er eftir Shady Owens. Ann- ars eru viðamestu textamir við Magic Key og Could it be found, sem báðir eni eftir Albert Aðal- steinisson svo og texti Jóhanns G. J óhannesson, Since I found you. Hið eftirtektairverðasta við plötuma er þó hvorki lögin né textamir, heldur hitt, hve flutn- ingurinn er frábær. Fer þar saman góður hljóðfæraleikur, hugmyndaríkar útsetmdngar og þróuð tilfinnimg fyrir „sándi“. Á þetta við um alla meðlimi hljóm- sveitarinnar, en eirnkum þó Karl Sighvatsson, sem er orgelleikari á heimsmælikvarða (e.t.v. eimi ís- lenzki pophljóðfæraleikarinn, sem ti'lheyrir þeim toppkl/assa, þótt ýmsir séu þeir góðir). Man ég ekfki eftir ísilenizkri popplötu, sem er betur spEuð en þessi hljómplata Náttúru, en hins veg- ar er söngurinn ekki margbrot- ien, en góður það sem hamn nær. Shady virðist svipuð og með Trú- brot, en ednnig symgur Karl nokkur lög og gerir það af til- fininingu. Furðar mig þó á því, að Sigurður skuli ekki syngja meira en hann gerir miðað við það, að hann var aðalsömgvari í Sálinnd sáluðu (Sálin var hljóm- sveit sem starfaði fyirir 3—4 ár- um). Hljóðritun og pressun er góð. Á plötuhulstri getur að líta lykil í rófu (The Magic Key) og er það uppsetming Egils Eðviarðs- soniar, en eimmig er bakhliðin smekkleg, miðað við að það er auglýsáng. I Sigurður Haukur Guðjónsson: Barna- og unglingabækur Sumar í sveit Höfundar: Jenna og Hreiðar Stefánsson. Teikningar: Baltasar. Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Útgefandi: Bókaforlag Odds Björassonar. Bókin kemur nú út í annað sinn aukin og endurbætt. Lítill kaupstaðarbúi, Svanur, heldur í sveit og sagctn greinir frá dvöl hans þar. Snáðinn er ekki nema 10 ára gamall, hann finnur til smæðar sinnar, reynir þvi að auka við hæð sína með smá- skreytni. Kaflinn, er greinir frá samtali drengsins og Friðriks bónda, er stórsnjall, lesandinn hefir á tilfinningunni, að Svan- ur sé ekkert meðalmenni, Guð- jón á Hálsi megi vera þakklátur að fá slíkan garp til liðsinnis við sig við búskapinn. Jafnaldri Svans, Einar sonur Guðjóns, er nú nefndur til sögunnar. Milli þeirra hefst glíma. Hvor kunni meir? Hvort er meir að sitja tiest eða synda? Gengur svo um stund, en brátt skilst þeim, að stór verði aðeins sá, sem óhikað viðurkennir smæð sína og hefur dugnað til þess að bæta þar um, leita þekkingar. Þeir fundu það Einar og Svanur, að stórir verða menn, ef þeir leiðast, deila þekk ingu sinni, reyna að glima við gáturner saman, leysa þær sam- an. Hlut átti Svanur í fóruim sím um: Mynd af föður síniuim látn- um. Þessi mynd þoldi ekki skreytni. Litli drengurinn varð að vera hann sjálfur, ætti hann að þola að horfa á myndina. FyrrihJuita sögunnar var hún æði oft í skúffu, en sú kom stund, að Svanur gekk óhikað fram fyr ir hana. Þáttur myndarinnar í sögunni er bráðsnjaffl, það mættu fleiri ungir drengir eignast slíka mynd, annaðhvort á vegg eða í hjarta. Dagar liðu. Svanur lærir margt nýtt og höfundar skýra fyrir ungum lesendum, hvað við er átt. Svanur eignast lamb. Hamn bjargar dreng og hlýtur að laumum hest. Em stærst gjafa þessa sumars var þó sú, að hann fann sjálfan sig. Frá því ég kynntist þessum höfundum af bókum fyrst, þá hefl ég talið þá meðal þeirra, er bezt skrifa fyrir börn og ungl- inga. Þessi bók breytir i engu því mati mínu, svo góð er hún. Allt, sem höfundarnir senda frá sér (og ég hef séð) er fróðleik- ur uim þann heim, sem við erum borin tii, fróðleikur sagður til þess að leiða í átt að hinu góð&. Mig undrar stórum að bækur þeirca skuli ekki þýddar á er- lendar tungur, svo ffleiri gætu notið en islenzk börn éin. Prentunim er sérlega skýr, letrið stórt og frágangur bókar- innar góður. Ég fann nokkrar villur í bókinni og þótti mér það mikið miður. Verst hefur prent- villupúkinn leilkið orðið ær á bls. 88 efst. Á bls. 34, rakst ég á orðið pisl. Þegar ég var strák- ur, var mér kennt að nota orð- ið í kvk, en hér er það notað í hvk. Er þetta málvenja einhvers landshluta eða er þetta villa. Myndir Baltasars eru í þess- airi bók sem mörgum öðrum bráð skemmtilegar. Það var fengur að fá slíkan listamann til skreyt- iniga, lifsfjörið gneist&r af mynd- um hans. Nú kann ég ekki stakt orð í spænsku, en er það rétt, sem stendur á síðu 4, að lista- maðurinn riti nafn sitt Baltazar? Ég held ekki. Sumar í sveit er ein þeirra bóka, sem fengur er að. Hafi þvi þeir, er að stóðu, þökk. Litlu fiskarnir Höfundur: Erik Christian Haugaard. Þýðandi: Sigríður Thorlacíus. Prentun: Edda h/f. tJtgefandi: Iðunn. ÞETTA er saga Mtiis drenigs í brjáluðum heimi. Hann sikríður í ryki jarðar í leit að vari undan kúlnahríð manna, sem leita eft- ir að stöðva afflt kvikt. 1 hellum jiarðar, hrundum húsum, hálf- fölLnum skúrum og í görðum úti felast Htii böm, haidast I hendur í leit að öryggi í heimi, sem hefur sOiátrað þeim, sem áttu að fóstra þau upp. til manms. Bömin eru Mtlir, hrædd ir fiskar í gruggugu vatni. Hatr- ið æðir um í leit að bráð, jafn- vel himinninn hættir að vera von- arland: „Það er Guð, sem stjóm air og hann hlustar ekki á stna heilögu móður og þess vegna er strið. Hann hefur leest jóm- frú Maríu inni í herbergi henn- Vilhjálnmr Þ. Gíslason til starfa sinna. (Það hafa þeiir raunar ýmsir verið frá fyrstu tið, íslenzkir blaðamenn, og eru ekki síður nú). En hvenær verður tekið að kenna blaðamennsku við Háskól- ann hér eða sér i lagi? Kæml til mála að hefja slíka kennslu (sem prófgrein), vefðist kannski fyrir mönnum, hverjir kenna skyldu og þá ekki síður, hvað kenna skyldi. Við eigum ekk- ert rit um íslenzk blöð samsvar andi ti'l að mynda Dagspressen i Sverige. Á íslenzka tungu hefur ekki mikið verið ritað um blöð og baðamennsku, ef undarn eru skildar ýmisar endurminningar blaðamanna. Þessi bók Vilhjálms Þ. Gislasoniar bætir þvi úr brýnni þörf, og er raunar sjálfsagt fyr- ir hvern þann, sem aú’.lar sér að gera blaðamennsku að ævistarfl, að kynna sér hana. Hún er bæði fróðleg, ski pulega samin og greinagóð, og auk þess er hún með köflum prýðilega skemimtl- leg efti-r því, sem bók um svona lagað efni getur verið. Að vísu hefði höfundur getað strikað út orð og orð á stöku stað og þann- ig stytt bókina, sem er hátt I fjögur hundruð síður í stóru broti. En málalengiingar hans eru óvíða til trafala. Maður finnur í hverju orði, að höfundi hefur verið efni sitt hugleikið, að hann hefur ekki aðeins lesið ar í himnariki, svo bænir okkar komast ekki til hennar. Hann elskar strið! Harnn er vondur!" [bls. 128]. Söguhetjam okkar, Guido, reynir að milda, reynir að teygja sig eftír ljósi: „Ef ég hataði útlenda hershöfðámgjann, sem sá það eitt, að við erum óhrein, en spyr sig ekki hvers vegna við séum það, þá væri ég eins og hanm . . . og þá . . . væri afflt sem við höfum þolað jiafn tilgaiugslaust og árstiða- skiptí eru fyrir saiuðkbiid. . . . Að skiilja, Anina, það er mumur- inn á okkur og dýrumum. Að skilja, hvað fram fer í kringum mamn veitír þrek til að þola allt, a!lt.“ [bls. 148]. Umdarlega þroslcaður, mildur anidi í beinagrind hulinnl lörf- um, rifmuim af því að eigand- inn þurfti að skríða í rústum í leit að blettí til þess að lifa á. Höfundur segir sögu sína mjög vel, og sjálfsagt er hún skiljan- leg bömum, sem haifa kynnzt glötun styrjalda. Enda marg verðlaunuð meðal eriendra. En íslienzkum bönmirn mun hún sem betur fer, — reynast þung. Slíkt rýrir ekki gildi sögumnar, en spá min er, að hún henti betur fóffld um tvítuigt en ferrn- ingu. Handa þroskuðu fóffld er hún vissulega góð, ætti að vera hróp hverjuín manni frá lltlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.