Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 11
hefði verið svikinn. Þess vegna mætti með fullum rétti segja, að meirihluti stjórnarinnar væri tví mælalaust brostinn á meðal kjós enda. — Við Alþýðuflokksmenn lít- um svo á, að þetta gengislækk- unarfrumvarp sé skilgetið af- kvæmi ríkisstjórnarinnar, sem hún verður sjálf að bera ábyrgð á, sagði þingmaðurinn. Hann bar síðan saman gengislækkunina 1967 og nú og sagði, að þá hefði verið um utanaðkomandi vanda að ræða, sem enginn hefði og getað neitað, þar sem útflutnings verðmæti landsins minnkuðu um nær 50%. Nú væri vandinn aftur á móti heimatilbúinn. Gengis- lækkunin nú væri gerð undir allt öðrum kringumstæðum og það væri jafnvel fært sem rök fyrir henni. Það væri alveg rétt, að kringumstæður nú væru aðrar en þá, því að íslendingar hefðu áldrei búið við hærra verðlag á útflutningsafurðum sínum en einmitt nú. Eggert G. Þorsteinsson bar að lokum fram nokkrar spurningar við forsætisráðherra, sem voru á þessa leið: Hvaða áhrif mun það hafa á kaupgjaldsvísitöluna, þegar geng islækkunarlögin eru komin til fullra framkvæmda? Hefur það verið reiknað út, hvaða áhrif þessi gengislækkun mun hafa á kaup þeirra um það bil 30 togara, sem búið er að semja um kaup á? Hver á að bera gengishallann af þessum skipakaupum? Þá kvað Eggert G. Þorsteins- son það vera beina visitöluföls- un, ef tóbak og áfengi yrði tek- ið út úr vísitölunni. Bar hann fram þá spurningu, hvort ríkis- stjómin teldi, að hún gæti þrátt fyrir löggildingu gengislækkun- arfrumvarpsins staðið við það loforð stjórnarsáttmálans, að 20% kaupmáttaraukning ætti sér stað á samningstímabili gild andi kjarasamninga? MABKLAUST TAU Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði, að sagan sýndi, að Framsóknarflokkurinn hefði þá stefnu, að þegar hann væri í rík- isstjórn, þá væri hann með geng islækkunum, en þegar hann væri utan stjórnar, þá væri hann á móti þeim. Ekkert væri að marka tal forsætisráðherra nú, að hann væri á móti gengisfell- ingarstefnu. Það væri staðreynd, MORGUNBEAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. D£SEÍMBÉR 1972 Friðunarsvæði fyrir Suður landi og Norðaustur 1 andi Tillaga Gu51augs Gíslasonar og Péturs Sigurdssonar Þorvaldur G. Kristjánsson að aflabrögð hefðu verið góð og verðlag á , útflutningsafurðum okkar hærra en nokkru sinni fyrr. Samkv. útreikningum opin- berra aðila væri gert ráð fyrir, að útflutningsverðmæti sjávarút vegsins hækkuðu stórkostlega á næsta ári og yrðu hærri þá en nokkru sinni fyrr. Þorvaldur Garðar tók það fram, að ekki væri unnt að lækka gengið, án þess að eng- inn yrði þess var, nema þeir sem ættu að taka við því fjármagni, sem ætlunin væri að flytja til með henni. Allt tal um gengis- tækkun væri markleysa nema fjármagnið, sem ætti að koma einum til góða, væri tekið af öðr- um. Þessu gerði Efnahagsmála- nefndin sér llka grein fyrir að sjálfsögðu og gerði ráð fyrir, að kaupgreiðsluvisitalan yrði tekin úr sambandi eða áhrif hennar að minnsta kosti takmörkuð til þess að áhrif gengislækkunarinnar gengju ekki inn í kaupgreiðslu- visitöluna. Forsætisráðherra hefði hins vegar sagt, að þetta ætti ekki að gera nú og léti að því liggja, að það væri meginkostur þessar- ar gengislækkunar, að þetta yrði ekki gert. Hins vegar tryði for- sætisráðherra ekki sínum eigin orðum í þessu efni, því að ef hann gerði það, þá segði hann ekki jafnframt, að það ætti að leiðrétta kaupgreiðsluvísitöluna. Með því væri ætlunin að tak- marka þau áhrif gengislækkun- arinnar, sem gengju inn í kaup- greiðsluvísitöluna. FEUMVARP ríkisstjórnarinnar inn breytingar á lögum um bann við veiðum með botnvörpu og flotvörpu var afgreitt frá neðri deild Alþingis í gærdag. Tillaga Guðlaugs Gíslasonar og Péturs Sigurðssonar um sérstök friðun arsvæði fyrir Norðausturlandi og bann við veiðum með öllum veiðarfærum á sérstöku svæði fyrir Suðurlandi frá 10. marz til aprílloka var felld. Sameiginlegar breytingartillög ur sjávarútvegsnefndar voru hins vegar ailar samþykktar svo og breytingartillaga frá sjávar- útvegsráðherra Breytingartillaga Guðlaugs Gíslasonar og Péturs Sigurðsson ar var felld við 2. umræðu. Þeg- ar frumvarpið kom til 3. umræðu FRIÐJÓN Þórðarson, Gunnar Gislason og Pálmi Jónsson hafa lagt fram tillögu til þingsálykt-un ar, þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að gera nú þegar ráð- stafanir til að inna af hendi hið fyrsta lögboðnar greiðslur vegna félagsheimila. f greinargerð með tillögunni segir: Samkvæmt lög-um um félags- heimili nr. 107 frá 1970 rennur skattur af skemmtunum í félags heimilasjóð, eftir því sem nánar segir í lögum um skemmtana- skatt. Verja skal allt að 90% af tekj- um sjóðsins til að styrkja bygg- ingu félagsheimila, en 10% skulu renna í menningarsjóð félags- endurfluttu þeir hluta tillögunn- ar, þar sem lagt var til, að á árunum 1973 til 1974 skyldu á tímabilinu frá 10. marz til apríl ioka bannaðar veiðar með öllum veiðarfærum á ákveðnu svæði fyrir Suðurlandi. Guðlaugur Gíslason sagði, að þeir aðilar, sem mestra hags- muna hefðu að gæta, sjómenn og útgerðarmenn í Vestmanna- eyjum, hefðu í 15 ár reynt að fá þetta svæði frá Vestmannaeyj- um til Reykjaness. Þeir hefðu gert sér grein fyrir nauðsyn þess að friða hrygningarsvæðin fyrir þorskanetaveiðum. Það væri samdómaálit kunnugustu manna, að gera yrði beinar friðunarráð- stafanir, sérstaklega að því er varðar þorskanetaveiði, ef þess- heimila. Skal þvi fé varið til að stuðla að menningarstarfsemi i félagsheimilunum. Leyfi menntamálaráðherra þarf til þess að hefja byggingu félagsheimilis, sem njóta á styrks skv. lögum. Ráðherra get- ur bundið þetta leyfi ýmsum skilyrðum. Staðsetning hússins og teikning er háð samþykki ráð herra. Styrkur til byggingar fé- lagsheimilis má ekki nema hærri Pjárhæð en sem svarar 40% af byggingarkostnaði. Bygging félagsheimilis er mjög mikið átak og kostar ærið fé. í slí-kt fyrirtæki er því varla ráð- izt nema að vel athuguðu máli og í trausti þess, að ekki þurfi að bíða eftir ríkisframlagkiu ár- ar veiðar ættu að geta haldiðt áfram. j Lúðvík Jósepsson, sjávarút> vegsráðherra sagðist myndu leita eftir samkomulagi milH þeirra aðila, er hagsmuna ættui að gæta eins og útgerðarmannai í Grindavík og Vestmannaeyjunt* Síðan myndi hann gefa út reglu gerð um að loka þessum svæð- um. ^ Guðlaugur Gíslason varð síðan við þeim tilmælum sjávarútveg3 ráðherra að draga tillöguna til baka, þar sem hann hefði gefið yfirlýsingu um, að sett yrði reglugerð um þetta friðunar-. svæði. Pétur Sigurðsson féll hins vegar ekki frá tillögunni og var hún borin undir atkvæði og felld með 18 atkvæðum gegn 5* Að því búnu var frumvarpið sami þykkt samhljóða með 29 atkvæð um og endursent efri deild. um saman. Sú hefur þó orðið raunin á, að myndazt hefur lan@» ur haii af ógreiddum framlögum til félagsheimila. Veidur það við komandi aðilum miklum óþæg< indum. Úr þessu hefur verið reynt að bæta með útgáfu ríkis- try.ggðra skuldabréfa, sbr. 5 gr. 1. nr. 107 frá 1970. Með þeim lög um voru þó jafnframt skertar tekjur til f élag she imi 1 i sby gg- inga, þegar ákveðið var, að 10% teknanna skyldu renna í menning arsjóð félagsheimila. Þeim sjóði skal varið til að stuðJa að menn ingarstárfsemi i félagsheimilum. Gera verður ráð fyrir því, að slík starfsemi geti vart hafizt, fyrr en húsið er fullbyggt. Ber því allt að sama brunni, að fé- lagsheimili þau, sem eru í smíð- um, verða að bíða tímunum sam an eftir þeim byggingarstyrk, sem þeim hefur heitinn verið, eignaraðilum til óhagræðis og tjóns. Tillaga þessi er flutt til að vekja athygli á þessu máli Öjj' leita úrræða til að hraða umrædd um greiðslum og létta því fólki róðurinn, sem vinnur að því að byggja upp aðstöðu til félags- og menningarlífs í byggðum lands- ins. Greiðslur til félagsheimila Tillaga Friðjóns Þórðarssonar o. fl. um að ríkissjóður inni lög- boðnar greiðslur af hendi Ingólfur Jónsson um bensinhækkunina; Umferdin hefur þegar verið nægjanlega skattlögð FRUMVARP ríkisstjómarinnar iim hækkun á bensíni, þunga- skatti »g gúnrunigjaldi var til 1. umræðu í neðri deUd Aiþingis í gær. í ræðu Ingólfs Jónssonar kom m.a. frain, að gjöld af um- ferðinni hafa hækkað um 600 milij. kr. á þessu árL Þar af um 200 millj. kr. vegna nýrra skatta, og 230 millj. kr. færu til vega- framkvæmda, Hannibal Valdimarsson sam- gönguráðherra, mælti fyrir frum varpinu. Ráðherrann sagði, að tilgangur frumvarpsins væri sá MJ® að auka fjármagn til vegafram kvæmda og draga úr lánsfj ár- þörf vegna þeirra. Aðalatriðið væri það, að ekki þyrfti að draga saman framlflvæmdir i vega- og samgöngumálum. Ingóll'ur Jónsson sagði, að vega áætlun hefði verið samþykkt sl. vor. í henni hefði ekki verið gert ráð fyrir hækkun á bensíni, þungaskatti oig gúmmigjaldi. Samkvæmt vegaáætlun ætti að útvega fjármagn til framkvæmda á þessu sviði með auknum lán- tökum og fjárveitinguim úr rik- issjóði. Nú spyrðu menn, hvað hefði gerzt síðan í vor. Að visu hefði dýrtíðin aukizt, Þessi ríkisstjórn hefði lagt á þyngri skatta en dæmi væru til um áður. Þá hefði rikisstjórninni tekizt að fá meiri tekjur af brennivíni og tóbaki en áður hefði átt sér stað. Með hliðsjón af þessari skattlagningu ríkis- stjórnarinnar ætti hún að geta fjármagnað vegaframkvæmdir án hækkunar á bensíni og þunga skatti. Fyrrverandi rikisstjórn hefði hækkað bensín og þungaskatt i ársbyrjun 1971. En þá hefði þess um hækkunum verið stillt í hóf. Þá hefði einnig þótt sanngjamt að hækka þessa liði, þar eð inn- kaupsverð á bifreiðum hefði Ólafur G. Einarsson skömmu áður verið lækkað tals- vert. Vinnubrögð núverandi ríkis- stjómar væru satt að segja fálm kennd. Þetta frumvarp kæmi fram fáum mánuðum eftir að vegaáætlun hefði verið sam- þykkt. Útsöluverð á benslni myndi nú hækka í 20 kr. hver lítri, þetta verð væri talsvert hærra en í nágrannalöndunum, en við fyrri hækkanir hefði ver ið tekið verulegt mið af bensín- verði í nágrannalöndum okkar. Þá minnti þingmaðurinn á, að bændur hefðu fram til þessa fengið þungaskatt undanþeginn af jeppabifreiðum, sem notaðar væru til landbúnaðarstarfa. Nú ættu þeir aðeins að fá helming- inn frádreginn. Þetta væri rang- látt og myndi leiða til þess, að fjöldi bænda yrði í vandræðum með að endurnýja þessi tæki. Þetta frumvarp sýndi, að rík- isstjómin treysti sér ekki til þess að afla fjár til regafram- kvæmda með þeim hætti, sem ráðgert var meS vegaáætlun sl. vor. Ólaiur G. Einarsson sagði, að Ingólfur Jónsson ríkisstjórnin virtist hafa mikinn áhuga á bensín: og brennivíni um þessar mundir. Þessir vökv- ar ættu nú að bjarga ríkissjóði. Enginn hefði hug á því að draga úr vegaframkvæmdusn. En deilt væri um leiðir til þess að afla fjármagns. Nú þegar væri gengið eins langt og unnt væri að ganga í skattlagningu bifreiðár. Eftir þessa hækkun myndu 12 kr. af hverjum 20 kr. sem bensinlítrinn kostaði, renna í ríkissjóð. Til vegamála væri ekki varið nema 50% af þeim tekjum, sem kæmu af umferð- inni. Umferðin hefði þegar ver- ið nægjanlega skattlögð, ríkis- sjóður yrði að leggja fram meirál fé. 1 Gjöld af umferðinni hafa hækkað um 600 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.