Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 21. DESETKIBER 1972 12 Ingólfur Jónsson á Alþingi: j, " EINSDÆMI AÐ GJALDMIÐILL- INN SÉ FELLDUR í GÓÐÆRI Ekki arfur frá fyrri ríkisstjórn sagdi Gunnar Thoroddsen — ÞESS eru engin dæmi, að gjaldmiðillinn hafi verið felldur á íslandi í góðæri. Þess eru ekki heldur dæmi á Vesturlöndum á friðartím- um. Ekki er hægt að afsaka þessar aðgerðir með afla- bresti, eins og Lúðvík Jóseps- son gerði, því að aflamagnið hefur ekki minnkað né verð- mæti þess, þar sem verðlag á útflutningsafurðum lands- manna hefur aldrei verið hærra en nú og verðmætis- aukning í útflutningi geysi- lega mikil. Þannig komst Ingólfur Jónsson m.a. að orði í umræðum á Alþingi á mánu dagskvöld um gengislækkun- araðferðir ríkisstjórnarinnar. Fara þessar umræður hér á éftir. J3NGIN LAUSN Bjarni Guðnason kvaðst .verða að gleðja Iíannibal Valdimars- son félagsmálaráðherra með því að koma fram sem heill þing- flokkur. Hannibal hefði á sín- um tíma tekizt að vera ekki nema hálfur þingflokkur, þegar hann óg tviburi hans, Björn mynduðu sinn eigin þing- flokk. Bjarni sagðist vilja vekja at- hygli á einu máli, sem sér hefði þótt skorta mjög á, að vakið væri máis á í þessum umræðum. Skírskotaði hann síðan til orð- sendingar Farmanna- og fiski- mannasambandsins til ríkisstjórn arinnar frá 13. des. s.l., þar sem sagt var, að nú yrði að taka skipulag fiskvinnslunnar í land inu föstum tökum, svo að hún gæti skapað sér eðlilegan rekstr argrundvöll. Efnahagssérfræð ingar hefðu þegar á árun- um 1967 -68 haldið því fram, að nauðsynlegt væri að endurskipu leggja allan fiskiðnaðinn. Enn sem komið væri, örlaði þó hvergi á aðgerðum. 1 stað þess risu upp i hverju útgerðarplássi vinnslu- stöðvar allt frá dýrum og full- komnum stöðvum niður í stöðv- ar, sem hefðu aðsetur í alls kon ar skúrum. Hér væri komið að kjarna málsins. Óviðunandi væri að moka alltaf öðru hvoru milljónum eða jafnvel milljörð- um af almanna fé í þessa at- vinnugrein, hversu mikilvæg sem hún væri. Nóg væri komið af þvi að gefa henni einhvers kon- ar vitamínssprautur á vissu ára bili. Það yrði að beita hnífnum. Það yrði að ráðast að meininu sjálfu en ekki leita alltaf í vasa almennings til þess að bjarga þessum fyrirtækjum. Bjami Guðnason sagði enn- fremur, að Hannibal Valdimars- son féiagsmálaráðherra hefði tal að um gengisfellingu sem ein- hvers konar „hallelúja-lausn“ á öllum vanda. Fyrir sig væri þetta alveg nýr skilningur og op inberun. Nú væri svo komið, að geng- isfelling væri lausn á öllum efna hagsvanda og einkanlega sjálf- sagt að nota gengisfellingu, ef vandinn væri ekki mikill. — Þetta er alveg nýtt viðhorf, sagði Bjami Guðnason að lok- um. ST.IÓRNIN SÝNI SITT RÉTTA ANDLIT Matthías Bjarnason (S) sagði, að vitað væri, að ráðherrar nú- verandi ríkisstjórnar hefðu hver um annan lýst því yfir fyrir síð- ustu kosningar, að gengisbreyt- ingar væru úrelt úrræði, sem kæmu ekki til greina. Þeir hefðu lýst því á þann veg, að það væri nokkurs konar glæpur að nota gengislækkun. Slíkt væri árás á launþega í landinu, væri verðbólguaukandi og það kæmi fram í málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, sem forsætisráð- herra hefði beðið þingmenn að lesa bæði kvölds og morgna, að rikisstjórnin ætlaði ekki að beita gengislækkunarleiðinni. Matthías Bjarnason kvað það nauðsynlegt gagnvart þjóðinni, að ráðherrar rikisstjórnarinnar og þeir flokkar, sem að henni stæðu, fengju að sýna sitt rétta andlit og að éta ofan í sig fyrri fullyrðingar um að gengisbreyt- ingar væru aldrei tll neins nema ills, eins og Lúðvík Jósepsson viðskiptamálaráðherra hefði haldið fram sl. 12 ár. Matthías Bjarnason kvaðst Mattliías Bjarnason. hafa verið sannfærður um, þeg- ar hann kom á þingfund þennan dag, að það væri nauðsynlegt að gera þessa gengisbreytingu og raunar sannfærður um, að það hefði þurft að ganga jafn- vel eins langt og Hannibal Valdimarsson hefði lagt til. En eftir að hafa hlustað á Lúðvik Jósepsson, ef trúa ætti orðum þess síðastnefnda, þá sæi hann ekki nokkra ástæðu til þess að breyta gengi krónunnar, því að Lúðvík hefði sagt, að vandinn væri svo lítill. Þegar um lítinn vanda væri að ræða, þá væri engin ástæða til þess að hlaupa í gengisbreytingu. Menn yrðu að líta á staðreyndirnar í réttu ljósi og þá yrði að fara fram á, að þeir sem sætu í ráð- herrastólunum, yrðu að minnsta kosti að gera það til jafns við aðra. Matthias átaldi þau ummæli Bjarna Guðnasonar, að ver- ið væri að moka milljón- um í sjávarútveginn. Það væri undirstöðuatvinnuvegur lands manna, sem hefði staðið undir öðrum framkvæmdum og allri uppbyggingu í þessu þjóðfélagi. F.NGINN AFUABRKSTUR Guðlaugur Gíslason (S) sagði það hafa vakið athygli, að allir ráðherrarnir, sem tekið hefðu þátt í umræðunum, hefðu haft hver sína skýringuna á þvi, hvers vegna ákvörðunin um gengis- fellingu var tekin. Forsætisráð- herra hefði sagt, að gengisfell- ing væri alltaf neyðarúrræði og það hlyti að mega leiða það af þeim orðum, að neyðarástand ríkti í efnahagsmálunum. Skýring Lúðvíks Jósepssonar MMHGI sjávarútvegs- og viðskiptamála- fáðherra hefði vérið hin gamal- kunna kenning hans, að mikill aflabrestur hefði orðið hér og að það væri aðalástæðan fyrir þeim erfiðleikum, sem sjávarútvegur- inn ætti við að stríða. Guðlaugur Gíslason hrakti sið an þá skýringu Lúðviks Jóseps- sonar, að um aflabrest væri að ræða hjá sjávarútveginum. Skír skotaði hann þar til skýrslu Fiskifélags íslands um heildar- afla á tímabilinu 1. jan. til 30. okt. fyrir bæði árin 1971 og 72 .Saimkv. þessari síkýrsliu hefði heildar þorskafli verið 323.000 tonn á þessu tímabili 1971 en á þessu ári 305,000 tonn. Togara- afiinn var á sama timabili í fyrra 63.000 tonn en 56.000 tonn á þessu ári. Samanlagt væri þetta aflamagn bátaflotans og togara- flotans árið 1971 386.000 tonn á möti 361.000 tonnum á þessu ári. Þarna væri því um aflasam- drátt að ræða á milli ára um 25.000 tonn eða aðeins rúmlega 6%. Ef skoðaðar væru skýrslur Fiskifélagsins undanfarin ár og jafnve! ára'tugi, þá væri þetta með minni aflasveiflum, heldur hefðu þær oft á tíðum verið miklu meiri, bæði upp á við og niður á við. Það fengi því ekki staðizt hjá Lúðvik Jósepssyni, þegar hann segði, að aflabrest- ur væri aðalásta'ðan fyrir því, hvernig farið hefði í efnahags- málunum. Þar við bættist, að vissulega væri til annar afli en þorskur og ýsa og samkv. skýrslu Fiski Guðlaugiir Gíslason. félags'ns væri heildaraflinn frá 1. jan. 1971 627.000 tonn á þess- um tíma en á árinu 1972 695.000 tonn fyrir sama tímabil. Heildar aflinn væri því 58.000 tonnum meiri fyrir þetta tímabil á þessu ári en í fyrra, þannig að ekki væri með nokkru móti unnt að skýra aðstöðu atvinnuveganna með mikilli aflarýrnun á milli þessara tveggja ára. Þá hefði forsætisráðherra getið þess í sinni ræðu, að ástandið hefði batnað að þessu leyti, frá þvi sem talið var til 1. okt. sl., þann ig að aflasamdrátturinn væri enn minni. KVNT UNDIIt VKRÐBÓUGUNA Ingólfui- Jónsson (S) kvað þess engin dæmi, að gjaldmið- illinn hefði verið felldur á Is- landi í góðæri. Þess væru ekki heldur dæmi á Vesturlöndum á friðartímum. Ekki væri hægt að afsaka þessar aðgerðir með afla bresti, eins og Lúðvílk Jósepsson hefði gert, því að aflamagnið hefði ekki minnkað. Ekki væri heldur unnt að afsaka þær með því að verðlækkun hefði orðið á útflutningsafurðum lands- manna. því að verðlag á þeim hefði aldrei verið betra en nú og verðmætisaukning á útflutningn um geysilega mikil. Ef tekið væri árið 1970, þá var útflutningsverðmætið það ár rúml. 10.000 millj. kr. Árið 1971 var það 11.500 millj. og talið væri, að það yrði um 12.500 millj. í ár og ef til vill meira, því að fiskverðið hefði enn far- ið hækkandi, svo og lýsið og þó sérstaklega mjölið. Samt sem áð ur hefði orðið að lækka gengi íslenzku krónunnar. Dytti nokkrum manni i hug, að það hefði verið vel stjórn- Ingólfur Jónsson. að, þegar taka þyrfti til slikra ráða, eins og nú stæði á. Dytti nokkrum manni i hug, að það hefði þurft að lækka gengi isl. krónu við vaxandi útflutnings- verðmæti þjóðarinnar og góð æri, ef ekki hefði verið illa stjórnað undanfarin misseri. Forsætisráðherra hefði lýst því yfir, að engum hefði dott- ið í hug að lækka gengið við stjórnarskiptin sumarið 1971. Það voru engar fréttir þá, því að allir hefðu vitað, að ástand þjóðmála var þannig þá, að slíkra aðgerða var ekki þörf. Þjóðarhagur var þá með blóma. Atvinnuvegirnir bjuggu þá við góða afkomu og fólkið i land- inu hafði fengið 19,5% kaupmátt araukningu. Núverandi ríkisstjórn hefði unnið beint og óbeint að því að kynda undir verðbólguna. Rík- issjóður stóð vel við stjórnar- skiptin og stefnt hefði verið að því að afgreiða á árinu 1971 að hafa greiðsluafgang hjá ríkis- sjóði. Ríkisstjórnin nú myndi gera það, sem hún gæti til þess að innheimta skatta, tolla og álögur af þjóðinni til þess að viðhalda sem lengst því stjórn- arfari, sem nú væri hafið í þessu landi. Ráðherrar stjórnarinnar hefðu talað um, að gengislækk unin nú væri allt annars eðlis en gengislækkanir viðreisn- arstjórnarinnar. Þetta væri rétt. Þessi gengislækkun væri allt annars eðlis. Viðreisnarstjórnin hefði aldrei farið að lækka geng ið á góðæristimuim. Hvaða ráðstafana myndi rík- isstjórnin grípa til nú, ef ann- að eins óhapp ætti sér stað og varð 1967 og 68, þegar útflutn- ingsverðmætið minnkaði um nærri 50%, þegar hún þyrfti að ráðast í það að lækka gengið, á meðan útflutningsverð- mætið færi vaxandi, eins og nú væri. UNDARLEG TtÍLKUN AR AÐFERÐ Gunnar Thoroddsen (S) gat þess m.a., að það hefði einkennt mjög alla kosningabaráttu núver andi stjórnarflokka við síðustu alþingiskosningar, að gengis- breytingar viðreisnarstjórnar innar hefðu verið víti til varnað ar og þvi mætti treysta, ef þeir kæmust til valda, að þá yrði genginu ekki breytt sem hagstjómartæki eða leið í efna- hagsvanda. Þetta hefði ver- ið kosningaboðskapur allra nú- verandi stjórnarflokka og kjós- endur þeirra hefðu vissu- lega trúað því, að þessu mætti treysta. Stjórnin var síðan mynd uð og í stjórnarsáttmálan- um voru ákvæði, sem bentu til þess að ekki ætti nú að grípa til gengislækkana. I kaflanum uim kjaramál sagði m.a. svo: Ríkisstjórnin leggur ríka áherzlu á, að takast megi að koma i veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum undanfar in ár og leitt hefur til síendur- tekinna gengislækkana og óða- verðbólgu. Þegar núverandi stjórn var mynduð, hefðu menn skilið þetta á þann veg, að ekki ætti að beita gengislækkun yfirleitt í efnahagsvanda. Nú hefði þetta verið túlkað á þann veg, að ein- göngu hefði verið átt við þann vanda, sem þá var fyrir hendi. í því fælist það, að ekki væri verið að glíma við arfinn frá fyrrverandi ríkisstjórn, sem nú verandi ráðherrum hefði þá ver ið svo tíðrætt um, heldur væri þetta nýr vandi, sem skapazt hefði. Þetta væri vissulega mjög at- hyglisverð túlkunaraðferð á Gunna.r Tlioroddsen. Etjórnarsáttmálanum, að þetta og þetta ákvæði ætti aöeins við það ástand sem var, þegar stjórnin var mynduð. Núverandi stjórnarflokkum kæmi ef til vill til hugar að nota sömu túlkunaraðferð síðar í öðrum samböndum. Ef t.d. varnarsamningurinn við Bandaríkin væri tekinn til endur skoðunar eða uppsagnar samkv. stjórnarsáttmálanum í þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum, þá mætti vel segja í samræmi við túlkunina á gengislækkunarákvæðinu, að stjórnin léti varnarliðið hætta við að fara, að með varnarlið- inu hefði auðvitað verið átt við Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.