Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 19T2 EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR Við erum bókaþjóð. Það segjum við öll. Og það segja útlendingar, þegar þeir sjá bókaskápana á hverju heimili á Islandi. í jólamán- uðinum fer það raunar alls ekki á milli mála, að baekur eru gefnar út á íslandi — og það í miklu magni. Um það bera blöð og útvarp vitni. Þetta er vist afgreitt mál. Við er- um bókaþjóð. En hvernig bókaþjóð? Um þetta segir Þorbjörn Brodda- son, félagsfrasðingur, í Skírni í nið- urstöðum sínum eftir rannsókn á dreifingu bóka á íslandi og í Sví- þjóð, en slík könnun var gerð sam- tímis i þremur Norðurlandanna: „ís- lendingar gáfu út 418 bækur (titlar utan bæklinga) áuri'ð 1969. Það svar- ar til um það bil einnar bókar á hverja 500 íbúa. Svíar gáfu út 6.383 bækur árið 1970, eða sem svarar til einnar bókar fyrir hverja 1.250 íbúa. Titlafjöldinn er þannig hlutfallslega miklu meiri á íslandi en í Svíþjóð. Upplag bókanna er einnig, eins og áður greinir, mjög svipað. Ef Innlönd hefðu komið út í Sví- þjóð, hefði upplag þeirrar bókar þurft að vera nálægt 100.000 eintök um til að svara til þeirra 3000 ein- taka, sem bókin var gefin út í á ís- landi. Slikt væri nánast óhugsandi í Svíþjóð. Ef við lítum aftur á bóka- söfn, þá voru í Svíþjóð lánuð út 48.130.000 bindi af almenningsbóka- söfnum Onálægt: 6 bimdi á hvern íbúa), en á íslandi 903.000 bindi (ná lægt 4,5 bindi á íbúa). „Bókasiðir“ eru því greinilega all ólíkir í Svíþjóð og á Islandi. Islend- ingar eru iðnari við útgáfu bóka, en ekki fullvist að þeir lesi svo miklu meira þrátt fyrir það.“ Eftir þessum tölum virðast íslend- ingar gefa út fleiri bækur og kaupa meira af bókum að meðaltali. En Svíar lesa meira af bókasafnsbók- um. Við leggjum sem sagt meira upp úr því að eiga bókina. Þetta kemur heim og saman við mína reynsiu, þegar ég áilpaðist til að segja frá þvi í hópi fólks, að ég hefði í hreingerningum hent bókum. Lét þau orð falla, að ég væri yfir- leitt ekkert í vandræðum með rúm i bókaskápunum. Þegar bækur væru þar farnar að liggja ofan á í hverri hillu og ekki rúm fyrir fleiri, þá fyndi ég alltaf við yfirferð um hill- urnar eitthvað af bókum, sem ég væri viss um að ég mundi aldrei lesa aftur og sem þá mættu gjaman vikja. Þær fá þá að fara niður rusla rennuna til að rýma til. Eða eru sendar á einhverja góða stofnun, ef þær eru alveg nýjar og líklegar til að verða þar lesnar. Henda bókum? sögðu menn og litu á þennan menn- ingarsnauða bjána, sem ekki geymir bækur i hilium, þó hann ætli aldrei að lesa þær aftur. Síðan hefi ég þó nokkrum sinnum hert upp hugann og vitnað, eins og Todda á samkomu hersiins á Óseyri við Axlarfjöirð forð- um. Játað á mig syndina. Og satt að segja varla fundið sálufélaga, sem hendir bók, hversu ómerkileg sem honum finnst hún. Nokkrir hafa að vísu játað að þeir hafi komið ómerki Iegum bókum í verð til fornsala. Og einn sagði mér að slíkar bækur væru vel þegnar hjá frænku hans, sem hef ur svo lítið af bókum í hillunum hjá sér. En að henda bók! Það er af og frá. Svona getur safnazt fyrir feiki mikið af bókum í landinu. Með sama áframhaldi getum við orðið mesta bókaþjóð í heimi. Við erum lika svo heppin, að nú er nælon notað í skó- bætur og hér er engin pappirsæta. Þetta er ekki eins og i heitu löndun- um, þar sem bók má hvergi vera í skáp, svo hún sé ekki etin af pödd- um og skorkvikindum eða hún fer að mygla í raka loftimu. Undir slík- um kringumstæðum þýðir litið að vera bókaþjóð og safna öllu lesmáli. Jafnvel gömul handrit hverfa út úr höndunum á manni, þó að þau séu ekki notuð í skóbætur. Ekki er um annað að gera en kaupa innihaldið í ódýrum umbúðum og lesa það — án frekari umþenkinga um geymslu. Kannski höfum við meðfram aðra bókasiði en suðlægari þjóðir, af þvi enginn etur frá okkur bækurnar. Þær endast því betur en annars stað ar á voru kalda landi. Hvað sem um það má segja, þá er- um við a.m.k. miklir bókaeigendur. Hvað ætli standi svo í öllum þess- um bókum? Það væri sannar- lega fróðlegt að fá meiri könnun á því. Könnun Þorbjarnar er góð, svo langt sem hún nær, og sem byrjun. En hún nær eðlilega skammt. Hve margar af þessum 418 bókum, sem Þorbjöm nefnir frá áriinu 1969, ætli geymi í rauninni þá speki eða skemmtan að innihaldið eigi skilið að geyroast um alduir og ævi? Stundum dettur mér i hug, að les- endur beri meiri virðingu fyrir bók- um en þeir sem skrifa þær. Lesend- ur geyma allt sem kemur út á þrykk, ef það er bundið í bók. En margir þeir sem skrifa, virðast telja allt nægilega merkilegt til að komast á síður bókar. Það eitt skipti máli að koma því af og á þrykk, svo það nái jólamarkaðinúm. Og þvi gerist stund um þetta, sem hann Tómas Guð- mundsson orðaði svo skemmtilega í kvæðinu til pennans sins: „þótt stundum hafi hent þig, sem hendir iðulega, , og hendir beztu penna „jfir og skeði núna síðast að pennar skrifa meira en pennum ætti að líðast;“ Nema hvað nú er það ritvélin, sem syndina drýgir. Hvað um það. Við vérðum að fá það æti, sem við viljum meðtaka. Og á bækur erum við greinilega al- ætur. En ósköp er samt gott að fá svona eina og eina gæðatuggu inn- an um moðið á jólunum — jafnvel þó að allar bækur geri að sjálfsögðu sama gagn í bókaskápnum. En jafnvel þó að um gómsætasta bita sé að ræða, þá skiptir fiest okkar máli, hvursu mikið hann kostar. Og fjarska er ég fegin í öllu auglýs- ingaflóðinu að mega fyrir hver jól eiga von á þessari látlausu auglýs- ingu frá Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, sem alltaf birtist skömmu fyrir jólin í Morgunbiaðinu. Þar er listi yfir fáanlegar og ný- útkomnar bækur, getið um höfunda þeirra — og það sem mikilvægast er, verðið fylgir með. Þarna eru þær upplýsingar, sem maður þarf á að halda. Engin stór lýsingarorð. Eftir þessari auglýsingu bíð ég jafnan og legg hana til hliðar til að Ííta á hana, þegar bækur fara að vekja at- hygli mína eða ég þarf að velja bók- argjöf. 1 sjónvarpi er aldrei minnzt á verð á bók, svo ég hafi heyrt. Kannski varðar okkur í þessu bruðl þjóðfélagi ekkert um hvað bók kost ar, því auðvitað gefa útgefendur og bóksalar í auglýsingu þær upplýs- ingar, sem við viljum fá. Til þess er auglýsingin, eða hvað? P.s. Nú sé ég að fleiiri bókaverzlan- ir eru farnar að biirta bókalista með verði fyrir þessi jól. Þýzkir ferðamenn á Islandi Eftir Heinz Baruske EF rætt er við þýzka ferðamenn á Islandi, kemst maður jafnan að þeirri niðurstöðu, að á meðal nœr allra þeirra ríkir vonin um að komast hingað aftur. Þýzki ferðam'aðurinn, sem kemur í fyrsta sinn til Islands, hrífst af sérstæðu landislagi þessarar eyjar, af úðanum af fossum hennar, mosagrænum hraun'breiðunum oig hvítum jöklunum. Nú á dögum ferðiast Þjóðverjar um alilan heiim. Fyrir aðeins fáum ár- um náðu Italiuferðir Þjóðverja há- marki. Á öllum tóumum árs streymdu þýzkir ferðamannahópar í suðrænt sólríkið, létu sólina baka sig Oig skoð- uðu fornminjar landisins. Nú vdrðist smám saman sem þessi Italíuferða- lög séu að dragast saman. Landið, þar sem sítrónurnar vaxa, er ekki eins eftirsóknarvert í huga margra þýzkra ferðamanna og áður. Að vísu leitast ferðamannaiðnaðurinn við að lokka þetta suimarleyfisfól'k, sem þreytt er orðið á ítailíu, til annarra suðrænna landa svo sem til Spánar, Grikklands og Norður-Afriku. En í æ ríkara mæii eru það þó Norður- lönd, sem á síðustu árum hafa orðið takmark margra þýzkm férðamanna. Island kemur þar við sögu meira og meira. I hugarfylgsnum sínum hafa margir þýzkir ferðamenn fundið dulda þrá til þess að sjá Norðurlönd. 1 flestum ti'lvikum er þessi þrá laus við allar rómaritiskar hugsanir og stendur ekki í neinum teingslum við Norðurlandahugmyndir þær, sem út- breiddar voru í Hit'lers-Þýzkalandi á fjórða áratugnum. Þjóðverjum, sem ferðast til Norðurlanda, finnst þeir einfaldlega frekar eiga heima þar en í mörgum suðrænum löndum. Þar við bætist, eins og t.d. á Is- landi, stórbrotin náttúra, þar sem sjá má á tiltölufega litlu svarði margs konar landslagsmyndanir. Það verð- ur stöðuigt vinsæMa á meðal Þjóð- verja að ferðast um þetta land og ef henta þykir að fomum sið að fara á áfangastað ríðandi á hinum smá- vöxnu íslenzku hestum. Ekki má horfa framhjá viðleitni margra þeirra ferðamanna, sem koma frá ÞýzkaJandi, að koroast í nánari tengsl við ibúa þessa lands. Þýzkum ferðamönnum er það orðið ljóst fyrir löngu, að fóllk uimgengst hvað annað oft með öðruim hætti ann- ars staðar en heiima í Þýzkalandi. Þýzkir ferðamenn verða þannág fyrir áhrifum af óþvinguðum uimgengnis- Heinz Barúske venjum fólks sin í milli hér. Margur Þjóðverji ber dulda þrá i brjósti um að geta sagt „þú“ í samskiptum und- irmanns og yfirmanns, nemanda og kennara, stiulonts og háskólakenn- ara. En leiðin þcin'gað er löng, jafn- vel i Þýzkalandi okkar dagia. Hið almenna tfaust, sem fóik sýn- ir hér hvað öðru skilyrðislaust og framar öðru hin mikla gestrisni, eru dyggðir, sem mangur Þjóðverji kysi heldur að geta tekið heim með sér en einhverjia minjagripd. En þeim, sem heimsótt hafa Island um árabil, er það ljóst, að margt af þessu er að hverfa, ekki sizt vegna þess að skiilningslausir og oft hrokaíuilir ferðamenn hafa spiillt þeim trúnaði og trausti, sem til staðar var. En það er ekki bara fefsorð, sem þýzki ferðamaðuriran hetfur að ljúka á Islendinga, þegar hann snýr heim aftur. Öðru hverju hefur hann kynnzt ýmsu, sem vekur óbeit hans. Á meðal þess telur hann vera hina hóflausu drykkjuhneigð, sem hvað eftir annað má finna á meðal þess- arar smáu þjóðar. Margur þýzkur ferðamaðurinn hefur spurt sjálían sig, um leið og hann hristir höfuðið, hvers vegna þetta getur gengið svona langt hjá mörgum Islendingum. Og þegar hann getur ekki gefið sér neitt sva-r sjálfur, hefur hann spurt vini sina og kunningja, en svörin, sem hann fær, geta ekki talizt fullnægj- andi oft á tiðum. Það er minnzt á iangar og dimmar vetrarnæturnar, sem geri margt fólk svo þunglynt, að það gefur sig einifaldlega áfenginu á vald. Hvort slikt sé i rauninni röksemd, kemst þýzki ferðamaðurinn aldrei að raun um, þar sem hann dve-l-st hér á landi fyrst og fremst að sumarlagl. Burtséð frá þessum neikvæðu at- h'igasemdum og nokkrum smávægi- legum umkvörtunum, sem margir ferðamenn láta frá sér fara við eina eða aðra ferðaskrifstofuna, þar sem elki gengur allt full'komlega vegna of mikiiis álags, heyrir maður aðeins smávægilegar kvartanir. Þýzkir ferðamenm kvarta ekki yfir „ferða- manna.okri" á Islandi. Slíkt á sér hins vegar oft stað á Italíu og öðrum suð- lægum löndum. Hér á íslandi fær maður — og það er sammála skoð- un nær allna ferðamanna — það fyrir peningana, sem lofað hafði verið. f mörguim tilvikum fær maður meira að segja meira, eiins og þegar um er að ræða t.d. férðir inn á há- lendið. Því, sem þár er að sjá, er lýst aðeins stuttfega í auglýsinga- bæklingunum, en þar er í raun og veru að finna fjölda margt, sem er svo athyglisvert, að enginn þýzkur ferðamaður, sem fer slika ferð í fyrsta sinn, getur nokkru sinni gert sér það i hugarlund. I>etta er að sjálfsögðu bezta aug- lýsingin fyrir Island. Þegar þessir Franihald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.