Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1972 0*gefandi hf Áfvak-ur1, Pfeyfajavfk Ftíffnvfeve»m«te&tióri HaraWur Sveins«on. RHatíó.rar Mat#iías Johormassan, Ey»”ótfur KonréO Jónsson. Styrmir Gurvnwsson. RKfftpémarfcriterúi þorbijöm Guðmuncteson Fpéttast}ón Björn Jóiharmsaon. Augiiýaingastijóri Ámi Gsrðar Kristinsson. Rítstjýrn og afgreiðsla Attaistraati 6, sfmi 1Ó-100. Autffýsingar Attatetreeti S, sémr 22-4-80 Askrrftargjofd 225,00 kr á imán.uði irmonlantte I teusasöffu 16,00 kr eintakið ¥ umræðum þeim, sem orðið hafa um gengislækkun vinstri stjórnarinnar á Al- þingi og í blöðum, hafa stjórnarsinnar ríghaldið í eitt haldreipi. Þeir segja, að á þessari gengislækkun og öðrum gengislækkunum, sem framkvæmdar hafa verið, sé sá meginmunur, að nú sé kaupgjaldsvísitalan ekki skert. Það stoðar lítt fyrir stjórnarsinna, og þá sérstak- lega fyrir Alþýðubandalags- *menn, að reyna að hvítþvo sig með þessum hætti. í hinu fræga bréfi Alþýðu- bandalagsins til forsætisráð- herra frá 12. des. sl. skýrir þingflokkur Alþýðubanda- lagsins frá því, að þingflokk- urinn væri andvígur gengis- lækkun, en ef framkvæma eigi gengislækkun telji þing- flokkurinn óhjákvæmilegt að skerða vísitöluna. Þessi af- staða er í sjálfu sér í sam- ræmi við niðurstöður val- kostanefndarinnar, sem sér- fræðingur kommúnista í efna hagsmálum, Þröstur Ólafs- son, skrifaði undir en þar segir m.a.: „Á það skal lögð rík áherzla, að verði ráðizt í verulega óbeina skattheimtu mati þeirra sérfræðinga, sem í henni voru, þýða gengis- lækkunaraðgerðir vinstri stjórnarinnar að „mikilli verðbólguskriðu verði hrund ið af stað“. Auðvitað er ríkisstjórnin ekki búin að bjta úr nálinni með það að hafa framkvæmt gengislækkunina með þess- um hætti. Hitt er ljóst, að telji stjórnarsinnar það þakk arvert ,að engar ráðstafanir eru gerðar varðandi vísitöl- una við þessa gengislækkun, getur Alþýðubandalagið ekki þakkað sér það. Skjalfest er í hinu leyndardómsfulla bréfi, að þingflokkur þess taldi nauðsynlegt að skerða viljann, er hann sagði: „Það er augljóst mál, að þessi gengislækkun er aðeins frest- un á lausn verðbólguvand- ans. Hún leysir vanda útflutn ingsatvinnuveganna um skeið, en eftir tiltekið tímabil stöndum við andspænis hlið- stæðum vandamálum á nýj- an leik.“ Með þessum orðum tekur Magnús Kjartansson kröftuglega undir nefndar- álit sjálfstæðismanna í neðri deild, þeirra Matthíasar Á. Mathiesen og Matthíasar Bjarnasonar, en þeir segja um gengisbreytinguna: „Af því, sem hér hefur ver- ið sagt, má ljóst vera, að sú gengislækkun, sem ríkis- TJALDAÐ TIL EINNAR NÆTUR eða aðrar verðhækkandi efna hagsráðstafanir án þess, að höggvið hafi verið á vísitölu- hnútinn, er mikilli verðbólgu skriðu hrundið af stað.“ Það fer því ekki milli mála, að ríkisstjórnin hefur ekki framkvæmt gengislækkunina í samræmi við ráðleggingar valkostanefndarinnar, en að vísitöluna við framkvæmd gengislækkunar. Það er samdóma álit flestra þeirra, sem bezt þekkja til, að með g'engislækkun vinstri stjórnarinnar sé aðeins tjald- að til einnar nætur. Það hef- ur einn ráðherra í ríkisstjórn inni, Magnús Kjartansson, staðfest í viðtali við Þjóð- stjórnin hefur ákveðið, felur ekki í sér neina lausn efna- hagsvandans. Það lýsir hinu mesta ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar að ráðast í slíkar aðgerðir, án þess að hafa markað heildarstefnu í efnahagsmálum og vera fær um að fylgja þeirri stefnu eftir. Án þess getur gengis- lækkunin ekki orðið til artn- ars en grafa enn frekar und- an tiltrú almennings á verð- gildi gjaldmiðilsins. Að nokkrum mánuðum liðnum verður allt komið aftur í sama farið og ekki önnur ráð tiltæk, ef svo fer sem horfir, en grípa til nýrrar gengis- lækkunar. Slí.k þróun hlýtur að hafa hin alvarlegustu áhrif á atvinnulíf landsins, á sparnað og fjármunamyndun og á lánstraust landsins er- lendis. Jafnframt hlýtur þessara áhrifa að gæta í sí- vaxandi mæli á atvinnu í landinu og á lífskjör þjóðar- innar.“ Þau sjónarmið, sem fram koma í þessu nefndaráliti, eru samdóma álit þingmanna Sjálfstæðisflokksins og eru í samræmi við þau sjónarmið, sem forsvarsmenn atvinnu- veganna hafa sett fram og a.m.k. einn ráðherra í ríkis- stjórninni hefur tekið undir. Það er því ekki aðeins, að þessi ríkisstjóm hafi svikið gefin fyrirheit og skjalfest um að beita ekki gengislækk- un, hún hefur drýgt þá höf- uðsynd að ganga ekki hreint til verks og framkvæma nauðsynlegar aðgerðir í efna- hagsmálum þjóðarinnar, held ur grípur hún til kákráðstaf- ana og það, sem verst er af öllu, gengislækkunar, sem ekki mun duga. Hér er því sannarlega tjaldað til einnar nætur eins og Geir Hall- grímsson, varaformaðUr Sjálf stæðisflokksins, benti á í umræðum á Alþingi í fyrra- kvöld. Brandt undirritar dánarvottorð fyrir Prússland Bismarcks Eftir Arnold Toynbee Niðurstöður þingkosninganna í Vestur-Þýzkaiandi í síðasta mánuði þýða kaflaskipti í sögu Þýzkalands og heimsins. Með því að kjósa Brandt aftur sem kanslara, að þessu sinni með talsverðum meiri hluta þingsæta, hafa vesturþýzkir kjósendur sam- þykkt viðurkenningu kanslarans á þeirri landskiptingu, sem varð í reynd árið 1945. Sú staðreynd, sem Brandt viðurkenndi, var endalok prússneska ríkisins. I reynd- inni varð skapadægur Prússlands þann dag, sem rússneskir og banda- rískir hermenn mættust inni á miðju því svæði, sem einu sinni hafði ver- ið hjarta Prússlands. Endalok Prússlands hafa nú verið opinber- lega skráð og sálfræðilega viður- kennd. Það hefur tekið meira en fjórðung inn af öld að viðurkenna orðna stað reynd. Jafnvel eftir að svo langur tími hefur mildað sársaukann vegna iSSb THE OBSERVER þeirrar afturvirku ákvörðunar, hef- ur viðurkenningin á svo sársauka- fullum staðreyndum, sem hér er um að ræða, þurft mikla framsýni og kjark. Brandt gaf fordæmið og kjós- efldur í Vestur-Þýzkalandi fylgdu honum. Vestur-Þýzkaland og kansl- ari þess hafa áunnið sér aðdáun heimsins og þakklæti. Pólverjar og Rússar finna til léttis og flýtt verð- ur fyrir bættri sambúð milli Sovét- rikjanna og Bandaríkjanna. Upprisa og hrun Prússiands hafa verið ógæfuþáttur í sögu síðari alda. Upprisa þess frá Friðrik mikla til Bismarcks var vaidaferill (tour de force). Orðin „Prússland" og „hern aðarhyggja" eru órjúfanlega tengd. Samt hefði Prússland aldrei komið upp sem stórveldi, ef ekki hefðu kom ið til borgaralegar dyggðir Prússa. Hátt menntunarstig prússneska her- ráðsins hélzt í hendur við dugnað og heiðárleika prússneskra embætt- ismanna. Bismarck, maðurinn, sem mótaði annað þýzka ríkið í blóði og járni, var einnig einn af frumkvöðl- um almannatrygginga, sem eru upp- haf veiferðarríkisins. Það kaldhæðnislega við feril Bis- marcks er, að honum lánaðist of vel að ná markmiði sínu, til þess að verk Willy Brandt. hans fengi staðizt til lengdar. Prúss- iand hefði getað lifað áfram, ef Bis- marck hefði látið sér nægja að úti- ioka Austurriki frá Þýzkalandi og stofna norðurþýzka sambandið (Norddeutscher Bund) sem kjarna þess. En með því að halda áfram og sigra Frakkland, innlima Alsace- Lorraine og sameina Suður- óg Norð ur-Þýzkaland í annað þýzka ríkið, hafði Bismarck skapað jafnvægis- leysi í Evrópu. Það hlaut að koma að því, að Frakkland krefðist upp- reisnar, en Þýzkaland, sem nú var orðið risi og gegnumsýrt af prúss- neskri hernaðarhefð, hlaut að ginn- ast til þess að reyna að ná yfirráð- um yfir allri Evrópu. Bismarck sá þetta fyrir og svo lengi sem hann var við völd, tókst honum að bægja hættunni frá. En eftir að hans naut ekki lengur við, var nær ókleift fyrir Evrópu að forð ast ógæfuna og i slðari heimsstyrj- öldinni náði ógæfa Evrópu til alls heimsins. Skammvinnur árang- ur Bismarcks og árangursleysi, þeg- ar til lengdar lét, hafði kostað Prúss iand tilveru sína. Prússland Friðriks mikla byrjaði sem fáeinar ræmur af ófrjó- sömu landi í Norður-Þýzkalandi. Þeg ar Bismarck hafði lokið mótun sinrd á Prússlandi, náði þetta hákarlariki viðstöðulaust frá Memel, þar sem nú er sovézka Litháen til Trier, í grennd við landamæri Lux- embourg. í Prússlandi Bismarcks var hinu pólitíska valdi samanþjapp að í fátækari hluta landsins í austri, en framleiðslan og auðurinn voru runnin frá Ruhr og Rínarhéruðun- um. Fólksflutningar frá austri til vesturs innan Þýzkalands byrjuðu löngu áður en Prússiandi var skipt 1945. Frá upphafi iðnbyltingarinn- ar í vestri streymdi fólk vestur á bóginn í leit að atvinnu. Þessi efna- hagslegi hvati er ennþá fyrir hendi, enda þótt Austur-Þýzkaland njóti nú tiltölulegrar velgengni. Hversu stöðugt er landakortið af Evrópu, sem varð til eftir 1945 og siðan staðfest 1972. Bæði þýzku rik- in eru hvort um sig hlutfallslega með alríki á evrópskan mælikvarða nú. Hvorugt þeirra er risi, eins og ann- að þýzka ríkið var, en það bar ægis- hjálm yfir nágranna sína. Að þessu leyti virðist skiptingin verða til þess að auka stöðugleikann. En nú þegar bæði þýzku ríkin hafa sætzt á að vinna bug á óeðlilegum fáleikum sín í milli, er það þá líklegt, að þau geti lifað hlið við hlið án þess að renna saman á endanum? Og gæti jafnvel sameinuð Evrópa haft innan sinna vébanda sameinað Þýzkaland, án þess að komast hjá því að lúta yfir- ráðum þess? Þjóðir Evrópu beggja vegna þýzku ríkjanna hljóta að spyrja þessarar spurningar og þegar þær geta sér til um svar, hljóta þær jafnframt að finna til nokkurs kvíða, Ef til vill er svarið það, að engin Framhald á Ms. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.