Morgunblaðið - 30.12.1972, Side 5

Morgunblaðið - 30.12.1972, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1972 Norðurstjarnan iK'iinsótt: Sjóða síld, loðnu og lifur Verkefni tryggð fram á haust VXÐ litum inn í Norðnrstjörn una í HafnarfLrði í gær, þar som niðiirsuða er nú hafin aft ur eftir noktcnrra mánaða hlé. Verksiniðjan fékk í vikunni fyrstu sendinguna af frystuni sildarflökum frá Noregi, en samið hefur verið um kaup á 500 lestum. Með því hráefni og fyrirhugaðri niðursuðu á lifur og ioðnu em trygrgðir vinnslumöguleikar til sumar- loka 1973. Við röbbuðum stutttega við Bgil Thorarensen verkstjóra t Norðurstjörnunni, en hann sagði að reiknað væri með 20 til 25 þús. dósum á dag miðað við eina vakt eins og nú er. Á einni vakt vinna 38 konur og er vinnutíminn frá 7 að morgni til kL 13. Eftir áramót in er reiknað með að önnur vakt verði ráðin í viðbót. Ein vakt á að geta unnið um 20 tonn af hráefni á viku. ,,Við áttum von á þessu hrá efni fyrir nokkru,“ sagði Bgill ,,en korniu þess seinkaði, þann ig að við höfum þurft að bíða lengur en reiknað vax með og sama er að seigja um starfs- fólkið. Allir eru hins vegar mjög fegnir að þetta skuii vera komið í gang. Með því að bjóða hérna upp á hálfs- dagsvinnu og bónuskerfi höf um við haldið okkar ákveðna góða kjarna af starfsfólki." Síðusitu verkef'ii Norður- stjörnunnar voru niðursuðutil raunir á loðnu fyrir Japani, en vonir standa til þess að vinnsla fyrir jaþanskan mark að muni aukazt í mjög mikl- um mæli. Þingeyn, 29. desember ÞAÐ teljast stórtíðindi á okkar mælikvarða þegar úr rætist itm læknamál héraðsins, þó að enn sé það ekki nema bráðabirgða- lausn i því niáli þegar fram í sækir, og að Dýrfirðingar séu ekki öllnm lieillnm horfnir nú frenmr en hingað til. Fyrri hlnta vetrar börðumst við við allslæma inflúensu og vorum þá la'knishms. Bjarni Guðmundsson læknir hafði þá kvatt okkur eftir að hafa gegnt héraðinu tæp 4 ár ásamt Flat- eyrarliéraði um skeið. Bragi Guð mnndsson, læknir, sem nýkominn var frá nánri í Svíþjóð, en hefur áður verið læknir liér, hafði ver- ið tæpan mánuð i báðum héruð- iinuni en setið á Þingeyri Nú voru góð ráð dýr, en land- læknir, Ólafur Ólafsson sendi okfcur tvo laaknanema, sem eru að Ijúka námi í vor — afbnagðs- menn og var sá fyrri tæpar 3 vikur en sá síðari háifian mán- uð. Og þegar þetta er skrifað situr landlæknir á Þingeyri og veitir okkur þjónustu sina fram yfir áramót. Ég tel það mikið happ, að svo margir mætir menn fái að kynn- ast þeirn ei'fiðleikuim, sem dreif- býlið á við að stríða án læknis- þjónustu, og hversu tiilgangs- laust er að ræða um tvær lækna miðstöðvar á Vestfjörðum, þótt loftilínan sé reyndar stutt, bæði til ísafjarðar og Patreksfjárðar. Heiðar eru langofltast lokaðar mestan hluta vetrar í báðar átt- ir, og ekki hægt að fljúga í vé- lyndum veðrum að vetrarlagi, stundum viku eða meir. Stjórn- arvöld hafa liailliö frá þeirri hug mynd, að þessi héruð — Flat- eyri og Þingeyri — geti flokkazt undir áðurnefndar læknamið- stöðvar enda staðreyndiin öiygn- ust í þeirri áætlun. Það er mikil ábyrgð sem hvilir á herðum þeirra manna sem stjóma Núpsskóla með 160 ungl- ingum, ef eitthvað ber út af og engrnn læknir er á Þingeyri. Fé- lagasamtök og einstaklingar ,eru nú að hefjast handa um að reyna að bæta aðbúnað sjúkra og aldurhniginna á sjúkraskýli Þingeyrarhrepps, með kaupum á nýjum rúmum ásamt fleiru er uimbóta er þörf, og við væntjuna Framh. á bis. 23 Ein af starfssf úlkuni Norðnrstjörnunnar Unnið af kappi við að sjóða niður í Norðnrstjörniinni í Hafnarfirði. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.