Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 13. JANÖAR 1973 m ji itiiAi.ru. t\ JTAlAIt ® 22 022- RAUOARÁRSTÍG 31 14444 ‘S’ 25555 miíiw BILAIEIGA-HVÖISGOTU 103, 14444^25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 STAKSTEINAR Byr jar hann enn Blaðafulltrúi rikisstjórnar- innar virðist ætia að fagna nýju ári með því að hefja aftur til vegs þá aðferð að gefa út í nafni rikisstjórnar- innar alls konar yfirlýsingar, sem eru einungis til þess fallnar að skapa Islendingum vandræði. Voru menn þó farn ir að vona, að sá tími væri liðinn, að forsætis- og utan- ríkisráðuneytin þyrftu að eyða dýrmætum tíma sínum til þess að leiðrétta og bera til baka alls konar ummæii hlaðafulltrúans, — að Ólafur Jóhannesson hefði þó að minnsta kosti húsbóndavald yfir einum manni á íslandi. En þessar vonir virðast þvi miður ekki ætla að rætast- Hannes er byrjaður aftur með yfirlýsingar sinar. For- sætisráðherrann er húinn að bera yfirlýsinguna til baka, — leikurinn frá því i sumar og haust virðist ætla að end- urtaka sig. Nú er það að visu svo, að forsætisráðherrann hefur þann sérkennilega hæfileika, að gleyma gjörsamlega um- mælum sínum um eitthvert mál, ef hann sér, að þau koma honuni í bobba. Þannig hefur hann hvað eftir annað gefið út umsagnir um eigin ræður eða hreinlega neitað að hafa sagt það, sem allir heyrðu hann segja. Þess vegna er það ekki útilokað, að forsætisráðherrann hafi sagt Hannesi, að hann ætlaði sér ekki að mæta á forsætis- ráðherrafundinum i mótmæla skyni við slælegan stuðning Norðurlandanna i landhelgis- málinu. Hannes trúir þessu eðlilega og fer með það í blöð- in og sér sem er, að það er út í hött að mótmæla með því að fara ekki á fundinn en segja jafnframt engum frá. Þegar svo Ölafur sér við- brögðin bregður hann við á sinn gamla hátt, — stein- gleymir fyrri yfirlýsingum og jafnvel fyrirmælum og segir blaðafiilltrúann fara með tóma vitleysu. En það er einnig til önnur skýring á framkomn blaða- fulltrúans. Hannes hefur sótt það fast að verða kennari við þjóðfélagsfræðideild háskól- ans. Þegar hávaðinn var sem mestur í sumar vegna yfir- iýsinga hans, var nærri legið við að Hannes yrði skipaður kennari við dcildina, þrátt fyrir andstöðu þeirra, sem nú kenna þar. M.a. taldi dr. Ölafur Ragnar það sérstak- lega svinslegt, að setja ein- mitt Hannes til kennslu með sér. En að sama skapi sem Hannes hefur gefið út færri yfirlýsingar fyrir hönd stjórn ar sinnar, þá hefur kennara- stóllinn fjarlægzt. Það getur þvi meira en verið, að Hann- es hafi séð það, að eina leið- in til að verða háskólakenn- ari væri að byrja á nýjan leik með yfirlýsingarnar. Var leitað álits Thors? Engin hafði færari mann sér til ráðuneytis í mengun- armálum en sendinefnd ís- lands hjá S. I*. Bæði var, að mengunarráðunauturinn hafði getið sér sérstakan orðstír fyrir framúrskarandi þekkingu á málaflokknum og eins er diplómatísk fram- koma hans til fyrirmyndar hverjum sendimanni. Það veknr þvi furðu, að í öllum þeim deilum, sem risið hafa milli sendimanna íslands um afstöðu landsins til umhverf- ismálastofnunar S. Þ., er þess hvergi getið, að leitað hafi verið umsagnar ráðunauts- ins. Menn skyldu ætla, að það hafi eklíi verið í bláinn gert að skipa Thor Vilhjálmsson í þessa stöðu. Þess vegna er jiað furðulegt, að hans skull að engu getið i þessum skrif- um. Voru ráð hans kannski að engu höfð eða hafði sendl- nefndin ekki einu siuiii fyrlr því að leita álits þessa merka manns? BlLALEIGAN AKBltA UT 8-23-47 sendum spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. LEIGAN AUÐBREKKU 44-46.;" , ’ SÍMI 42600. FERÐABlLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). mnRGFnLDRR RIRRKRÐ VÐRR BÁÐSMENNSKA með OPINBEBT FÉ Sigurður E. Haraldsson, Hvassaleiti 5, spyr : „í öðru bindi ævimirminga sinna, sem út kom fyrir síð- ustu jól, ber Pétur Eggerz, fyrrverandi sendiherra, í ein um kaflanum fram þung- ar ásakanir vegna ráðs- mennsku með opinbert fé i sambandi við kaup á nýjum sendiráðsbústað í Kaup- mannahöfn. Segir Pétur, að gamli bústaðurinn hafi verið seldur fyrir helmingi lægra verð en sá nýi kostaði, og telur hann, að nýi bústaður- inn sé fyrst og fremst heppi- legri sem bústaður sendiherr ans, en óheppilegri fyrir skrifstofur sendiráðsins. Nú langar mig í framhaldi af þessu að spyrja: Hver ber ábyrgð á þessari ráðs- mennsku með opinbert fé? Og hvaða rökstuðningur ligg ur að baki þessari ákvörð- un?“ Utanríkisráðuneytið svar- ar: „Morgunblaðið hefir sent ráðuneytinu ofangreint bréf til umsagnar. Af þvi tilefni skal eftirfarandi tekið fram: 1. Fyrri sendiherrabústað- ur í Kaupmannahöfn (Helle- rup) hafði ýmsa ókosti, svo að ljósf var fyrir mörgum árum, að nauðsynlegt væri að byggja við húsið. Voru á fjárlögum 1965 og 1967 veitt- ar nokkrar fjárhæðir í þessiu skyni. Með mikiUi fyrirhöfn fengust leyfi stjómvalda og nágranna til viðbyggingar, en þó eigi eins stórrar við- byggimgar og æskilegt hefði verið. 2. Af ýmsum ástæðum dröst á langinn að hefja fram- kvæmdir við bygginguna, en er til átti að taka árið 1970 var augljóst, að verulega fjárhæð þurfti til viðbótar því fé sem veitt hafði verið á fjárlögum 1965 og 1967, og auk þess kom í ljós, að marg- víslegar dýrar viðgerðir (m.a. á þaki) voru framund- an. Húsið í Hellerup er byggt í byrjun aidarinnar. Reynsla sýnir, að kostnaður við viðbyggingar og breyting ar á gömlum húsuim er yfir- leitt mjög hár, enda koma oft í ljós í slíkum tilvikum ýmis ófyrirséð verkefni. Af framangreindum ástæð- um þötti rétt að athuga, áð- uæ en fnamkvæmdir við breyt ingarnar yrðu hafnar, hvort ekki fyndist nýrra hús, er hentugt væri sem sendiherra bústaður. Var sendiráðinu í Kaupmsnnahöfn falið að hefja leií að sliku húsi. 3. Hús það sem toeypt var (í Charlottenlund) er vandað hús, byggt á árunum 1930— 40, og var nýviðgert er það var keypt árið 1971. Kaup- verðið var d.kr. 1,5 miilj-, Þar af um þriðjungur í löngum tánum. 1 verðinu eru innifal- in öll gluggatjöld, gólfteppi o.fl. Húsinu fylgir nær 4000 fermetra lóð, og var við kaup hússins ráðgert að selja hluta lóðarinnar síðar, en á þessum stað eru með dýrustu íbúðarhúsalóðum í Kaup- mannahöfn, er fara stöðugt hækkandi í verði. Gamla húsið seldist á d.kr. 740.000, og er því sambandi rétt að hafa í huga, að nauð- synlegt hefði verið að kosta upp á það hús mörg hundr- uð þúsund d.kr. vegna við- byggingar og viðgerða. And- virði hússins var að mestu greitt út í hönd. 4. Það er misskilningur, að sendiráðsskrifstofurnar séu eða eigi að vera í hinu nýja húsi. Þær eru á sama stað og þær hafc. verið frá byrjun, í hjarta Kaupmannahafnar. Hvað það snertir, að langt sé að aka út í sendiherrabústað inn, er þess að gæfca, að á vissum tímum dagsins mun vera fljótlegra að aka þangað frá miðju borgarinn- ar helidur en til garnla sendi- herrabústaðarins í Hellerup. En á öðruim tímum dags tek- ur það heldur lengri tíma. Þetta fer eftir umferðinni á þessum leiðum á hverjum tima. 5. Samkv. fjárlögum fyrir 1971 var ríkisstjóminni heim ilað að selja sendiherrabú- staðinn í Kaupmannahöfn og kaupa annað nýrra og hent- ugra húsnæði, að fengnu saim þykki fjárveitinganefnd- ar Alþingis. Þetta samþykki veitti fjárveitinganefnd með bréfi til utanríkisráðuneytis- ins dags. 10. marz 1971. Áð- ur hafði verið leitað álits margra aðila, m.a. nokku rra alþingismanna, er skoðað höfðu húsið í Char- lottenlund. Utanrikisráðuneytið, 11. janúar 1973." HÚSALEIGUSTYRKUB ALÞINGISMANNA Leifur Sveinsson, Tjarnar- göfcu 36, spyr: „Hvað hefur húsaleigu/- styrkur þeirra alþingismanna, sem búsettir eru úti á landi, hækkað mikið á tímabilinu nóvember 1970 til jan. 1973?“ Friðjón Sigurðsson, skrif- stofustjóri Alþingis, svarar: „f nóvember 1970 nam styrkurinn allt að 12 þúsund krónum á mánuði og var hann óbreyttur fram á síðasta haust, er hámarksupphæðin hækkaði í 14 þúsund krónur á mánuði.“ BRIDGEFÉLAGI Reykjavík- ur hefur borizit boð um að senda par til SUNDAY TIM- ES alþjóðakeppninnar, sem haldin verður í London dag- ana 25.—28. jain úar. Keppni þessi er einn af srtórviðburðum bridgeheims- ins, því þama verða saman- komin mörg aí stærsrtu nöfn- um hans svo sem ítalimir Garozzo og Belladonna, öll enska sveitin siem heimsótti Bridgefélag Reykjavíkur í fyrra, D ixon - Sheeh an - Ro se- Cansino-Coyie-Silver.stone, — Reese og Schapino, Stayman og Mitchetí frá Bandaríkjun- um. Tuifctuigu og tvö pör miunu spila 10 spil móti hvant öðru með B utiiie r - ú t re ikn in g i. Það sikilyrði fyligdi boðiniu til Bridgefélagsins að einung- is þekktíir landsliðsspilarar kæmiu til greina og valdi stjóm Bridgefélagsins þá Hjaifca EKasson og Ásmund Pálsson til þess að vera fiull- trúa félagsins I þessu mierka móti. Er Bridgefélagi Reykja- víikur mikilll sórnii sýndur að fiá boð til þess að senda par í svo sterkt mót. Sveitakeppni um meistara- titil félagsins er nýhafin og er þáfcttiaka meiri en nokkru sinni áður. Sexrtán sveitir keppa ein við aliiar og allar við eima og er staðan að fyrstu uimferð lokinoii þessi: Sveirt Arnar Amþórssonar 20 — Jóns Bjömssonar 20 — Hjaflita ELíassotnar 19 — Gylfa Baldurssoniar 18 — Ólafs Valigeirssonar 17 — Braga Erlendssonar 16 — Jóns G. Jónssonar 14 —• Guðm. Kri'stinssonar 13 Spilað er á miðvikudags- kvöldum í Doimius Mediea. BBIDGEFÉLAGIÐ ASARNIB, KÓPAVOGl 1973 hófst með áfnamhaildi sveifcakeppnininar hjá Ásiun- um í Kópaivogi. Sjöunda um- fierð var spiiluð sl. nnán/udag. Oirtslit uirðu: Sveiit Trausfca viamn sveit Jónatians 20:0 Sveit Oecils vtann sveiit Esthenar 20:0 Sveiit Garðars vann sveit Guðm. Ásm. 20:0 Sveit Jóns vann sveit Sveins 17:3 Sveit Gests vann sveit Guðm. Oddss. 13:7 Sveit Giunnlaugs vanm sveit Ara 11:9 Sveit Armanns sat hjá Bfitir sjö unnferðir er löð efstiu sveita sem hér segir: Sveit Garðars Þórðars. 115 — Jóns Hermann'ss. 103 — Oecils Hanaldss. 103 — Ármanns J. Láruss. 91 — Gunnl. Sigurgeirss. 85 Átfcunda umflerð verður spil uð mánudiaginn 15. jajnúar n.k. A. G. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.