Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 1». JANÚAR 1973 G j öf ult land og fagurt Á Merkato-markaAi. Myndimar tók Árni Björnsson. — en býr við næringar- og læknaskort Rætt við Árna Björnsson lækni, nýkominn frá Eþíópíu 11 íslendingar eða fólk með sérstök tengrsl við ísland í kvöldboði í Addis Abeba hjá Reg og Denzil Burgess, sem í 3 ár unnu meðal aðventista á fslandi. Á myndinni eru frá vinstri: Denz- il Burgess, Brita Akarren, Reykdai Jónsson og Fanney Guðm undsdóttir, kona hans, Tesseka Mengihistoa, dr. Bo Akeren, Mengih'stoa, ræðismaður fslands, Árni Björnsson, Guðný kona hans og Áslaug og Jóhannes Ólafsson. f MÖRGUM þróunarlöndunum er læknisþjónustan öll af van- efnum gerð og mikill skortur á læknum, hvað þá sérfræðinig- um til að sinna ákveðnum verk efnum. Svo er í Eþíópíu í Aust- ur-Afríku. í haust fór þangað ítslenzkur læknir, Árni Björns- son, sérfræðingur í „plastik- kírúrgíu" eða skapnaðarlækn- ingum. Hann íór þangað á veg- uim sænsku hjálparstofnunar- imnar „Bjargið barninu“ og vann þar í sjúkrahúsi í sex vik ur við að gera við skemmdir á börnum og fiullorðnum, og hélt jafnframt fyrirlestra fyrir Jækna og læknanema um ýmis- legt í sérgrein sinni. En áform- að er að hann fari aftur utan næsta sumar og hafi þá með sér jtið störfin þarlendan lækni, sem af því geti lært. Árni kom heim fyrir jólin, ásamt Guðnýju konu sinni. En Mbl. leyfði hátiðumum að liða, áður en blaðamaður hélt á hans fund til að fá við hann stutt viðtal um ferðina og dvöl ina i þessu þessu framandi landi. Tildrög þessarar Afríkuferð- ar sagði Ámi þau, að hinn sænski framkvæmdastjóri Nær inigarfræðistofnunarinnar fyr- ir Eþíópiu, Akerren, var hér á ferð og spurði hvort hann gæti hugsanlegia komið til Addis Abeba og unnið við Princess Tsahai-sjúkrahúsið, aðallega við aðgerðir á holgóma böm- utn, þar sem ekki væri neinn sérfræðingur þar tiil þess. Þetta væri að sjálfsögðu háð þvi að hægt væri að fá til þess styrk. Hjálparsjóðurinn sænski „Bjargið baminu“ bauð svo nauðsynlegan styrk og heil- briigðisráðuneytið veitti Áma frí frá störfum og ferðastyrk til London. En um leið tók hann að sér að reka erindi Flótta- mannastofnunarinnar og vera við afhendingu á skilti þvi á nýja flóttamannaskólamuim í Gok, sem er gjöf héðan og frá hefur verið skýrt í blöðum. Við spurðum Árna í upphafi samtalsins, hvort iítið væri um lækna í hans sérgrein á þess- um slóðum. — f»að er emginn slíkiur til í Eþiópíu, svaraði hann. Og það segir ekki alla söguna, þvi í öllu landinu, þar sem eru 25 milljónir marnia, eru ekki nema 300 læknar alls. Auk þess er þetta ákaflega víð- áttumikið land, líklega helm- ingi stærra en Svíþjóð, og vega kerfið lítið þróað. Stór- héruð eru alls ekki i vegasambandi yfir regntímann. Svo læknis- þjónusta er ekki mikil. — Og sjúkrahús fá? — f Addis Abeba eru mörg sjúkrahús, og xar eru til fyrsta flokks sjúkrahús. Þau eru flest bygigð fyrir tilstuðlan keisar- ans og fyrir gjafafé. Nýjasta sjúkraiiúsið er St. Pauils, sem er mjög gott fátækrasjúkrahús og þar vann ég svolítið. Annað Brunaör. í þröngum kofuniim detta börn oft í eldinn, þegar eldaður er matur. sjúkrahús „Duke of Harrow" var reist fyrir söfnunarfé og tekur 600 sjúklinga, en ekki hefur verið hægt að taka það í notkun. Eþiópíumenn haifa ekki efni á að reka það, og hafa heldur ekki starfslið til þess. Stór hl'Uti þeirra lækna, sem starfa í landinu, eru útlending- ar, þó þar séu líka ágætlega vel menntaðir innlendir læknar. — Var þetta bamaspítali, sem þú starfaðir við? — Hann er eiginlega tvískipt ur. Þetta er háskólaspítali með venjulegum deildum, en við hann er svo tengdur barna- spítali, sem Svíar komtu að nokkru leyti upp. En það er eini bamaspítalinn í landinu. Ég starfaði á báðum þessum sjúkrahúsum, aðallega þó við aðgerðir á bömum. Upphaflega hafði verið urn talað að ág ftenigist við böm með skarð í vör. En stærsti hópurinn reynd ist vera brunasjúklingar, bæði ungir og ganalir. — Er svona mikið um bruna á þessum stað? — Það er eitt mesta vartda- málið þama. Fólkið býr í mjöig þröngum húsakyTmuim og eld- ar við opinn eld, svo mjög al- ■gengt er að börn beinlínis detti í eldinn og lítið þarf til að kveikja L — Þessi brunasár varst þú svo að giera við? — Já, en þegar maður hefur aðeins sex vikuv á staðnum, þá er það eins og dropi í hafið. Ég gerði aðeins við nokkra, sem annars hefðu ekki fengið aðgerð eða ekki að minnsta kosti hjá neinum, sem vanur er að fást við slikt. En þar sem þama var kennsluspitali, þá hélt ég einu sinni í vikiu fyrir- lestra fyrir lækna og stúdenta um ýmislegt þessu viðkomaxndi. Það er noJckuð um að læknax komi til iandsins og haldi fyr- irlestra uim sérhæfð efni. Til dæmis sendir K o 1 uiiub ia háskó li í Bandarikjunum venjuiega einu sinni á ári sérfræðinga til fyrirl.es trahalds þar. En það sem aðalalega vakti fyrir mér, var að kynnast ástandinu og gera mér og þessum saiuska bamahjálparsjóði, „Bjargið barninu“, grein fyrir því hvað hægit sé að gera til að bæta ásta ndið varðiaindi þessi bönn. Síðan er ætlunin að ég verði þarna áftur svipaðan tíma næsta sumar og þá verði þann- iig Dá gengið að ég geti haift roeð mér allan tknainn liækni frá Eþiópíu, sem geti þá feng- ið þjáífun. — Ert þú ekki eini sérfræð- ingurinn á þessu sviði á land- inu? — Jú, r bili er það, en von er á öðrum að utan næsta suimar. — Hvernig land er Eþíópia? — Það er gjöfult land og þar er bezta loftslag, sem hægt er að huigsa sér. Hitinn er á dag- inn 26—28 stig og á nóttunni kólnar og getur farið nður í 5 stig. En það fer eftir því í hvaða hæð staðurinn er. Land- ið er háslétta, sem nær frá 1500 m hæð upp í 3000 m hæð. Addis Abeba er t.d. í 2500 m hæð. Landslag er ákafleiga breytilegt. Við fórum flestar helgar út úr borginni til að sjá ökikur um. Til dæmis fórum við einu sinni í suðaustur frá Addis Abeba í þjóðgarð einn, Awash að nafni, þar sem ver- ið er að vernda ýmsa dýra- flokka, eins og Kenýuimenn gera. Þangað var ekið um lands lag, sem minnti mjö'g á ísland. Þar eru hraun, eldfjöll og gág- ar og jarðhiti er þar og mikil ónýtt orka. Mikið heitt vatn kemur þarna upp og er renn- andi og við böðuðum okkur- í heiíixm pytti þama í frumskóg irunm. En gróður er almennt mikill í Eþiópíu, nær alveg upp á hæstu tinda. — Sé farið i norðurátt frá Franih. á Ws. 24 Að gæta. bróður síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.