Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 15
MOÍRGUlSffiLAÐIÐ, LAUGÁRDAGOR 13. JANUAR. 10*731 1 15 Skaflafells og þá, sem hefjr gætt þess að „lyngið á Lög- bergi helga“ og „flosmjúkur 3nosinn“ á hraunbreiðom þjóð- garðsins yrði efcki fyrir áníðsiu, þá myndu landbjarg- arsamtökin um langa framtið geta átt góða hollvini og trausta i þjóðgörðum okkar Iskmdinga. SKARB FVKIK SKILDI t>á hafa skúraræksnin við Gullfoss áreiðanlega lengi ver- ið landbjargarmönnum mik- ill yndisauki, en nú verða þeir að bregðast við fljótt, þar sem Júdasarnir eru búnir að fá það sambykkt að hreinsa allt burt af svæðinu framan fossins og færa það allt til hins uppruna- lega, en reisa nýtízkuleg- an veitingaskála við Kjalveg, þar sem hann byrgir engum sýn að fossinum. Hafið nú hraða á landbjargarmenn! Hér er mikið i húfi, skarð að verða fyrir skildi. Þá nefnir Gísli Þórsmörk og Landmannalaugar, sem dæmi um þá staði, sem nauðsynlegt er að bjarga frá viðurstyggð túrismans. Þeir eru fleiri en þessir tveir, og öllum sameigin legt, að þar hafa sannir land- varnamenn hingað til einir ráðið rikjum. Nú er hins veg- ar í ráði að koma þar upp sal- ernum til þess að koma i veg íyrir útskitin, sem óvinum ís- lands þykja þjóðarsmán. Hér þurfa góðir drengir og ödeig- ir til stórræða þess vegna strax að snúa saman bökum til þess að allir helztu áningar- staðir á leiðum íslenzkra og er- lendra ferðamanna um óbyggð irnar fái í friði að halda upp- runaleik sínum og gestir þeirra milliliðalausu sambandi við náttúruna blessaða. DKKIFING A DRASLI Gísli minnir á að við Mý- vatn sé ,,nú þegar að verða Jeiðinlegt fjölmenni". Þar hafa hinir væntanlegu banda- menn hans verið mjög athafr. r- samir, einkum með því að reisa kísilgúrverksmiðju við vatnið. Bændur þurfa raunar enn að auka við nylonnet sín og sel.ia fleiri Islendingum sumarbú- staðalönd, að fordæmi arvnarra ágætra vatnabakkabænda, og ef aukið væri við svo rem einni eða tveim verksmiðjum, þá ér aiveg áreiðanlegt að all- ir erlendir túristar yrðú ófáan legir til þess að eiga svo mikið sem stundardvöl við Mývatn, og geta sannir íslendingar þá hrósað sínu happi. Væntanlegir meðlimir land- bjargarsamtakanna eru auðvit að allir ódámarnir í bæjum, borgum og sveitum, sem draga spýtnabrak, bílahræ, og alls kyns óþverra að híbýlum sínum, sömuleiðis aliir sóðar í fiskiþorpum íslands, en þessi fyrirbæri' hafa valdið því, að margur útlendingurinn ber okkur illa söguna, og er furðu lostinn yfir óþrifnaði Islend- inga. Að vísu er þetta óðfluga að breytast til óhagræðis og angurs landbjargarmönnum, en með skipulagðri dreifingu sjálf boðaliða á alls konar drasli, að ég nú ekki tali um aðstoð efna- verkfræðinga til viðhalds ,,peningalykt“, og því, sem er „fyrir neðan það, sem kallast má mengun" frá verksmiðjum, þá ætti þetta aftur að geta færzt í æskilegt horf. Fyllibyttur, sem gera útlepd- ingum óvært í veitingahúsum, eru einnig mjög æskilegar, að ekki sé nú talað um sumar þær samkomur, sem haldnar eru i þeim menningarmiðstöðvum, sem félagsheimili nefnast, að ógleymdum útisamkom- um, hestamannamótum, héraðs- og þjóðhátíðum. Þangað fer enginn ærlegur leiðsögumaður með útlendingahóp, að undan- skildum einum þó, sem telur að fyrsti þjóðhátiðardagur Vest- mannaeyinga sé mjög sómasam- Iegur og girnilegur öllum til fróðleiks og skemmtunar fram undir miðnætti. Sem sagt: Skemmtanahald okkar Islend- inga er ein öruggasta brjóst- vörn þjóðarinnar gegn því að landið verði „kaffært í túrista- straumi". f|p| frftflM Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi Loftleiða. B.IÖBGLN TORFLNNAR Einn örðugasti hjalli fyrir landbjargarmenn til yfirferðar er sá, að það er mjög fágætt að heyra kvartanir um óþægi- lega eða ósæmilega hegðun hinna erlendu túrista. Þeir koma hingað margir I hópum eða fara í hópferðir, sem hér eru skipulagðar. Þeir fylla um háannatímann þau hótel, sem við höfum byggt fyrir þá, og ef þeir fá hér ekki fyrirfram inni, þá fara þeir bara eitt- hvað annað. Föðurlandssvikar- arnir, landsölumennirnir eru sannfærðir um það, að okkur sé alveg í sjálfsvald sett hve marga túrista við viljum fá, hve hæfilegur eigi að verða sá hluti gjaldeyristeknanna, sem við öflum með heimsóknum er- lendra ferðamanna til Islands. En auðvitað vaða þeir í villu og svíma. Náttúrlega vita þeir „lölfróðu" betur, og þess vegna stofnum við félagið til þess að „bjarga torfunni í heild". HRELLDIR HKLDRIMENN Auðvitað valda peningar túr istanna okkur ymsum örðug- leikum. Það þarf t.d. miklu meira hugvit til þess að gera girnilega vöru úr sauðaskinn- um en að éta skóbætur, hagari hönd til þess að smíða listileg- an minjagrip úr góðmálmi en til þess að gera hesti brúklega skeifu. Og náttúrlega má eng- inn gleyma þeim þrengingum — þeirri kastþröng — sem okk ar góðkunnu laxveiðimenn eru nú að komast í vegna túrist- anna. Þetta var ekkert vanda- mál meðan við fengum að stunda ádrátt í friði fyrir út- Iendingum. En eftir að þeir komu til sögu tókum við til við að friða árnar og rækta lax og silung. Til skamms tíma hefir þetta raunar verið okkur bæri- legt. En nú er svo komið mál- um að við, íslenzkir heldri- menn, afkomendur víkinga og konunga, hugsum til þess með hryllingi að til þess kunni e.t.v. að koma að við verðum að standa með rasspelann okk- ar og laxastöngina góðu við einhverja silungssprænuna eða þá á öðrum tíma en þeim aflra bezta við allra beztu laxána og dorga þar meðan forrikir útlendingar fylla vasa ein- hverra bændadurga með pen- ingum til þess að fá að leika sér þar með flugur við laxinn, sem við skófluðum hon- um áður upp með til- styrk ágætra ánamaðka. Já, einmitt þar sem við gátum rif- ið upp nægjanlega mikið af laxi til þess að selja svo að við gætum farið með hreinan ágóða frá allri útgerðínni, veiði leyfinu, steikinni, brenni- vínínu, veiðisögunum, sem við sögðum gömlu, góðu veiðifélög- unum meðan við enn vorum og hétum heldrimenn á Is- landi. Hér skal rönd við reisa. Hér þarf að skipa til varnar og sóknar hressilega harðsnú- inni sveit sannra islenzkra landbjargarmanna. ÚTLENDIR GULLASNAR En það eru ekki einungis túristarnir útlendu, sem hafa valdið viðurstyggilegri röskun á hinum fornu þjóðháttum okk ar. Ýmsir útlendingar, sem tóku sér búsetu á íslandi, urðu til þess að öfugsnúa gömlum og grónum hugmyndum okkar um túrisma, og má þar t.d. nefna Norðmann, sem kenndi okkur það hvort tveggja fyrir nokkr- um áraíugum að ganga á skíð um og búa okkur jafn traust- lega til vetrarferða og Skræl- ingja þá á Græniandi sem stóðu spikfeitir og skellih'æj- andi yfir Iíkum hordauðra frœnda okkar. Að vísu þykir okkur nú þægilegra að bruna um snjób ® 'iurnar á skíðum og hlæja við hríðinni i gæru- skinn ú' ■pjakka á postulafótunum yfír bessi gör’h’ f ír ’ krókna svo fáklæddir í föim- inni. Jú, þægilegra er það að vísu nú orðið. En bítt var þó þjóðlegra. Það var i raun réttri einnig hluti af hinurn gamla og góða Túrisma okkar að fara í hóp- ferð:r til þess að rifa hris. Auð T’itað þurfti það endiiega að vera útlendingur, sem beinlín- :s var ráðinn tij þess að fvrir- munn okkur þennan túi'isma og þrúgaði okkur til þess að fara að rækta hér útlend tré. Hef- .r ekki Helgi Sæmundsson sjálf ur sagt að öll þessi skógrækt sé okkur til eint 'tmrar bölvun- av? Ég man ekki betur. Og var það ekki einmitl einhver út- lendmgur, — útlendu nafni hét hann a m.k. - sem =tofnaði hér fyrstu íslenzku ferðaskrifstof- una? Auðvitað gat það ekki vevið sannur íslendingur, sero bvriaði að reka þessa út- lendu gullasna inn fyrir tún- gatðr.na okkar góðu. Við hefð- um átt að risa hér mikiu fyrr upp til varnar ö))u því sem út- lent er, elnkum '-úrasUnn, með S'kírakotun »11 v hrav stað- reyndar, að þursinn á að vera sjálfum sér naguv. Hann má náttúrlega útbia önnur lönd, riða með amevískum kerl- ingum á einhverjum asnakjálk um úti á Spáni, en hingað vilj- um við sjálfir enga útlenda túr ista, enda asnalausir með öllu. Við eigum helzt að standa ails staðar, þar sem þá kann að bera að landi, æra þá með hvossabrestum, henda í þá hrútshornum, og segja þeim bara að fara í andskot- ans svínastíuna úti á Spáni, og kljást þar við asníi og amerísk ar keriingar. ÖMI RT.FIG ÖRIÁÍG SDÁNVEIMA Landbjargarsamtökin stofn- um við náttúrlega á Þingvöll- um, ef enn skyldi mega þar mennri sveit á því svæði, sem koma fyrir nægjanlega fjöl- ekki er nú búið að úthluta til réttilega útvaldra og löglegra eigenda. Ef þar skyldi verða of þröngt um okkuv, þá held ur heila hersingin bara austur I>'ra»ulu á Us. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.