Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 13. JANÚAR 1973 Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi: Ágætur góðvinur minn sem ég hef hingað til ekkert haft nema gott eitt um að segja, Gísli Sigurðsson, ritstjóri, legg ur það til i Lesbókargrein 7. þ.m., að nú verði ekki látið við það sitja að stofna Totrfusam- tök „til bjargar nokkrum ölðr uðum timburhúsum" heldur beri nú til þess brýna nauð- syn, að stofnuð verði almenn landbjargarsamtök „til þess að bjarga landinu frá kaffær- ingu í ferðamainnastraumi — bjarga landinu í heild,“ eins og hann orðar það í skáldieg- um guðmóði að greinarlokum. f>etta er mikil og magn- þrungin herhvöt, enda ekki að ófyrirsynju þar sem efnaverk- fræðingur nokkur hefir nýlega ritað ógnvekjandi grein um þennan yfirþyrmanlega voða, og man ég nú ekki leng- ur, hvort það var hann, sem á eigin ábyrgð fullyrti, eða ein hverjir aðrir „tölfróðir menn“ sem Gísli telur að hafi sannað það öruggl’ega, að árið 1990 muni hópur erlendra ferða- manna á Islandi hafa „vaxið uppi eina milljón. Og tvær milljónir árið 1995.“ TVÆR MILLJÓNIR TÚRISTA Er þetta því ísikyggilegra sem það er alikunnara, að hir.g að til hafa efnaverkfræðingar og aðrir sérfræðingar efnis- heimsiins öilu fremur verið tald ir ábyrgir fyrir mengun lofts, láðs og lagar en tærleika þessara lífsvistarskil- yrða, og leiðir Gísli þennan nýendurleysta heimildarmann sinn því strax til þeirrar dýrð- ar rétttrúnaðarins, sem fyrir- heitin var ræningja þeim, sem sanna iðrun fékk á sínum krossi, en hinum, sem eru enn iðrunarlausir að „svikja nátt- úruauðlegð landsins fyrir pen inga“ verður trúlega ekki sami sómi sýndur, enda vond vist ein verðug að loknum geispa sinnar síðustu golu. Grundvöllurinn, sem land- bjargarsamtökin munu byggja á er mjög traustur, að dómi hinna „tölfróðu", þar sem al- kunna er, að þó að menn freist ist stöku sinnum til þess að fara að því fordeemi okkar Snæfellinga, að „íra ögn af sannleika saman við lýgina", eins og okkar þjóðfrægi sálu- sorgári orðaði það svo listi- lega, þá ljúga menn aldrei með tölum. „Statistik" er nefnilega ailtaf áreiðanleg, niðurstöður óskeikular, einkum ef menn ákveða fyrirfram þær tölur, sem nauðsynlegar eru til sönn- unar þvi, sem sanna þarf. Hér eru gTundvallartölumar alveg óhrekjanlegar, og þess vegna eru horfumar „uggvænlegar" að dómi hinna „tölfróðu". Það hefir nefnilega komið í ljós, að „ferðamannastraumur til ís- lands vex um 15% á ári, en sú aukning leiðir til tvöföldunar á tæpum fimm árum". „Eitt- hvað nálægt 70 þúsmnd ferða- menn iögðu leið sína til Islands á síðasta ári,“ segir Gisli — og þá er bara að marg- falda með tveim fimmtu hvert ár. Það getur gert hver aul- inn sem er, aðrir en hreinir fábjánar, og þannig verður það lýðum ljóst, að ferðamennim- ir verða orðnir tvær milljón- ir árið 1995. Og náði nú sá Guð alla oss, Islandismenn, sem skilaði okur tórandi eftir Móðuharðindi og Svarta dauða. 800 MILL.IÓNIR TÚRISTA Að vísu eru þessar grund- vallartölur ekki alveg hárrétt- ar, en því skyldu töTfræðingar ekki mega taka sér smávegis sikáldateyfi, hreyta lítillega aurslettum undan hófum Pega- susar, meðan hann enn brokk- ar á jarðskorpunni þó að þeir þjóti ekki um sjálfa himindýrð- ina á vængjum hans eins og stórskáidin. Aðalatriðið er það, að ef unnt er að sanna, að eitthvað hafi næstum tvö- faldazt á fimm árum þá hljóti það að halda áfram að tvöfald ast um alla eilífð. Það er ef- laust náttúrulögmál, þar sem jafn gagnmerkur maður og efnaverkfræðingur virðist áræða að gefa það í skyn. Og þá er nú tími til kominn fyrir Gísla minn blessaðan að bregða sér upp á bakið á Pega susi og hefja þeysireið sina um himinhvolf hugsjónanna til for ystu i hinni fyrirhuguðu sveit landbjargarsamtakanna. Þetta með tvöföldunarregl- une. á fimm ára fresti er allr- ar athygli vert, og raunar ískyggilegt fyrir fleiri en okk- ur íslendínga. Þess má t.d. geta í því sambandi, að Spánn, sem Gísli segir, eflaust réttilega, að sé allareiðu orðinn ægilega út- bíaður af íslendingum og öðr- um, sem gist hafa það sólar- land að undanfömu, á sér ekki fétega framtíð. Árið 1970 komu þangað um 25 millj- ónir túrista, og sé hinni gullnu reglu íslenzku tölfræðing- anna beitt þá verða túristarn- ir orðnir 800 milljónir árið 1995. Mun mörgum kotbændum Spánar þá þykja orðið all þröngt fyrir sínum dyrum, þar sem um 1600 manms verða þá komnir á hvern ferkílómetra lands, og mun margur Spanjól inm þá hyggja gott til Islands- ferðar því að árið það verða hér þó ekki nema svo sem 20 sálir á hvern ferkílómetra, að dómi tölfræðinga óskeikulila. EFTIRLITSLAUSIR ÚTLENDINGAR Raumar verður nú ekki bet- ur séð en að við mumum þurfa að leita aðstoðar Grænlend- imga árið 1995 til móttöku á þessum tveim milljónum túr- ista, því að náttúrlega gildir sama meginreglan um utan- landsferðir Islendinga og sú, sem algild er I dæmum tölfræð inganna á öðrum sviðum. Við verðum nefnitega aliir erlend- is árið 1995, og megum raun- ar ástunda kyniif af ofurkappi á næstunni til þess að íringar- hlutfall lýginnar í sannTeiks- korn tölfræðinganna verði ekki grunsamlega hátt. Árið 1968 fóru um 21 þúsumd Is- lemdingar til útlanda, en s.l. ár reyndust þeir um 38 þús- und. Þetta er 40% auikning og þess vegna hijóta 718 þúsund Islendingar að fara ti'l útlanda árið 1995, og er það þróun, sem ég trúi að Gísli og aðrir landbjargarmenn telji fremur óheillavænlega, því þá verða það útlendingamir einir og eft irlitslausir, sem troða niður „lyngið á Lögbergi helga", sem Grænlendingar gefa náttúrlega skít og kanel í af fávizku sinni um fornfrægð ok’kar — ef við fáum þá einhverja þeirra til þess að sikeina hér útlendinga meðan við erum sjáifir önnum kafnir við að útbía Spán. Já, það er ískyggilegt þetta með töifræðingana. Adam hefði verið skammar nær að hunzkast til að gefa Evu 25 eyring, og skipa henni að leggja hann inn á banka, eftir að Jahve rak þau skötuhjú út úr „Edens fína rann", því að þá gætum við í dag ÖM Tifað kóngalífi af renfcunum, eins og einn tölfræðingurinn sannaði einhvern tíma, en þá þyrftum við auðvitað ekki að verja fé og fyrirhöfn til þess að sveit- ast við að „sví'kja náttúruauð- legð landsins fyrir peninga". Þá gætum við bara flatmagað í blágresinu „í brekkum Skaftafells" — þessu blessaða blágresi, sem alltaf er svo ágætt að geta gripið til þegar maður vi'll vera skáldfegur. ASNAR OG AMERÍSKAR KERLINGAR Það er gleðitegt sönnum Is- lendingum og góðurn landbjarg armönnum, að í dag erum við fremur i sókn en vörn í meng- unarmálum þeim, sem valda nú efnaverkfræðingum okkar og skáldum þungum áhyggjum því að s.l. ár jókst fjöldi er- Tendra túrista til Islands þó ekki nema um 12%, miðað við fyrra ár, en árið sem leið ferð uðust 38 þúsund íslendingar til útlanda, og reyndist það 17,3% aukning frá árinu 1971, og er- um við að þessu Teyti á réttri Ieið, einkum þangað sem „inn- fæddir eru í því að fceyma amerískar kelTingar á ösnum" og verðum væntanlega allhátt á blaði, „miðað við fólks- fjölda", svo að gripið sé tii góð kunnugs orðasambands, þegar 800 milljónirnar verða komnar upp á asna úti á Spáni. Þá segir Gisli okkur, að „op inberir aðilar, sem aðstoð- ar njóta nú frá Sameinuðu þjóðunum við að beina ferða- mannastraumi til lslands“ ættu að ihuga, hvort ekki sé tíma- bært að snúa baráttunni við. Hér er um skáldaleyfi að ræða því að einn megintilgang- ur hinna erlendu sérfræðinga er að setja okkur einhver skyn samleg markmið i ferðrmálun- um, gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir því, hvort hyggilegt sé að einungis komi 9% af gjaldeyristekjum þjóðarinn- ar frá ertendum ferðamönnum eins og var árið 1971 eða stefnt skuli tfl hækkunar, og þá með hvaða ráðum. Að því er varð&r þá 68.020 erlenda ferðamenn, sem ísland gistu árið sem leið, þá má því e.t.v. skjóta inn — svona á milli sviga — að um 15 þúsundir juku ekki á öræfa mengunina, þar sem þær voru viðdvalargestir Loftleiða, sem voru hér í einn, tvo eða þrjá daga, og fóru einungis í Skipu- lagðar kynnisferðir um Reykja vik og austur yfir fjall, en við skulum sleppa því að tala um þetfca í fúlli alvöru, gleyma þvi hver Mfsnauðsyn þeirri þjóð sem býr við fábreytta atvinnu- hætti, það er að treysfca á eitt- hvað annað en þann sjávar- afla, sem svipull er. Við skul- um halda. áfram að ræða um landbjurgarsamtökim fyrirhug- uðu. Óvini þeirra þekkjum við, Júdasana, sem vilja „svíkja náttúruauðlegð landsins fyrir peninga". En eiga skáld og efnaverkfræðingar þá enga bamdtaimenn ? Eru þeir Don Quixofce og Saneho Panza al- einir tveir að berjast við vind- myilur? Orga þeir einir sér upp í vindbelging föðuríamdssvik- aranna? Nei, L.S.G., eins og forðum var sagt. L.S. G.G. — Lof sé góðum Guði. — Þeir eiga sér marga stoðima styrka hér á „torfunni i heild“. VÆNTANLEGIR MEDIJMIR LANDBJARGARSAMTAKA Þeir eiga sér t.d. á Þingvöll- um, hjartastað söguþjóðarinn- ar, „þar sem flosmjúkur mos- inn á hrunahólunum þolir ekki áníðslu" marga góða meðreið- ars’veina. Ber þar fyrst að nefna forráðamann veitinga- sfcaðarins, sem kenndur er við bústað þeirra guða, sem við er- um nú á ný teknir til við að trúa á. Til þess húss mun ríkið hafa látið renna rúrnar tvær milljónir króna fyrir allmörg- um árum, að tilsfciidu þvi að náðhús þess yrðu opim öllum almenningi. Ég hef það fyrir satt, að eignin öli, þar með tal- inn sá hluti hennar, sem reist- ur var fyrir almannafé, sé nú þimglesin og kvaðateus eign réttmæts eiganda, sem hefir með afli þess eignaréttar stund um rekið þá burtu með harðri hendi, sem talið var að þangað ættu það erindi eitt að sinne sinum nauðþurffcum, án fyrir- hugaðra kaupa á því, sem bil sölu var á staðnum. Ekki veit ég hve mörg dæmi eru þessa, en þau eru nægjanlega mörg til þess að mega fullyrðc., að þar muni hin væntanlegu land bjargarsamtök eiga mjög traust an bandamann, góðan hauk í horni. Enginn ærlegur leiðsögumað ur lætur sér til hugar koma að skýra fyrir útlending- um hve stórt það svæði sé, sem þjóðgarðurinn nser yfir. Ég geri ráð fyrir að flestir reyni að þegja um að það sé þjóð- garður á Þingvöllum þar sem það yrði með öllu óskiljanlegt sæmilega siðmenntuðum útlend ingi, að þjóðgarður væri bút- aður niður í afgiirtar skákir, þar sem einstaklingum vfflri heimilað að reisa sér kofa. Ef við stofnum nú átíka nefnd til verndar blágresinu i brekkuim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.