Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 17 Otg«fandi hf Árvírkui', R%y?<gavSt Pno'm'kvæmdastjóri HaraWut Svemsson. Rilsitjórar Mattihías Johonnaason, EyjóWur Konráð Jónsson. Styrmir Gunrrarsson. RftstfórnarftrfHrú; Þorbijöm Guðrmmdsson Fréttastjóri Björn Jóihentvsson- Augfýsintjastjöri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsla Aðalstrseti 6, sími 1Ö-1Q0. Augi'ýsingar Aðalstrtati 6, símr 22-4-90 Áskriftargj'ald 225,00 kr á 'rrvánuði irvnoniarvds f teusasöTu 15,00 Ikr eintakið. STAÐA ÍSLANDS í NÝJUM HEIMI ¥ fyrradag komu forsætisráð- * herrar Norðurlanda sam- an til fundar hjá Norræna félaginu á Friðriksberg í Kaupmannahöfn, aðrir en Ólafur Jóhannesson og Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar. Sigurður Bjamason, sendiherra íslands í Dan- mörku sótti þennan forsætis- ráðherrafund fyrir hönd for- sætisráðherra íslands og flutti sendiherrann þar ræðu, sem ástæða er til að vekja at- hygli á, en í ræðu þessari fjallaði hann um stöðu ís- lands í nýjum heimi, um sam skiptin við Nörðurlöndin og um landhelgismálið. í ræðu sinni, sagði Sigurður Bjarna- son, sendiherra, m.a.: „Á þeim vegamótum, sem þjóðir Norðurlanda standa nú í efnahagsmálum er okkur ís- lendingum þetta efst í huga. Enda þótt Danmörk hafi gengið í Efnahagsbandalag Evrópu og hinar Norðurlanda þjóðirnar hyggi á einhvers konar tengsl við Efnahags- bandalagið má það ekki hafa þær afleiðingar að draga úr eða veikja samvinnu þjóða okkar innbyrðis. ísland getur ekki verið án náinna menn- ingar- og viðskiptatengsla við frændþjóðir sínar á Norður- löndum. Þær geta heldur ekki verið án menningar- tengsla við okkur, útvörð norrænna þjóða í vestri, þar sem norræn saga og tunga hefur verið varðveitt í 1100 ár. Það er heldur engin hætta á því, að þessi menningar- tengsl slitni, þótt nýir tímar hafi krafizt víðtækari sam- skipta þjóða Evrópu. Við lif- um í nýjum heimi, sem fær- ir lönd og þjóðir saman. fs- land getur ekki einangrað sig frá Evrópu. Við íslend- ingar óskum þvert á móti að treysta viðskiptatengsl okkar og samvinnu bæði við þjóðir Vestur- og Austur-Evrópu. Við höfum þegar nána efna- hagslega og menningarlega samvinnu við þessar þjóðir.“ Þá vék Sigurður Bjarnason sérstaklega að samskiptum Norðurlandaþjóðanna og sagði m.a.: „Við þurfum að halda áfram að efla Norður- landaráð og gera starfsemi þess raunhæfari og víðtæk- ari. Það hefur þegar unnið mikið og gagnlegt starf þau 20 ár, sem liðin eru frá stofnun þess. Það hefur átt ríkan þátt í að færa þjóðir okkar saman, auka gagn- kvæma þekkingu og skilning meðal stétta og starfshópa á Norðurlöndum. Við verðum að viðurkenna, að við höfum ekki alltaf verið sammála um einstök mál innan Norð- urlandaráðs. Það er lítill vandi að vera sammála, þeg- ar hagsmunir þjóða og ein- staklinga fara saman. Hitt er erfiðara að standa saman og styðja hver aðra, þegar hags- munirnir rekast að einhverju leyti á. En það er einmitt eitt af meginhlutverkum norr- ænnar samvinnu að sam- ræma sjónarmiðin þannig, að við getum stutt hver aðra, þegatr um mikilvæg hags- munamál er að ræða.“ Þá vék íslenzki sendiherr- ann í Danmörku að afstöðu norrænu félaganna á Norð- urlöndum til útfærslu fisk- veiðilögsögu íslendinga og minnti á yfirlýsingu, sem gefin var út á ársfundi sam- bands norrænu félaganna á öllum Norðurlöndum í nóv- embermánuði sl., þar sem lýst var yfir skilningi á ákvörðun íslands. En um leið og Sigurður Bjarnason minnti á þessa samþykkt norrænu félag- anna í ræðu sinni og þakk- aði hana, fjallaði hann einn- ig um tillögu þá, sem flutt var á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna af íslandi og Perú um náttúruauðæfi hafsins og þýðingu hennar fyrir íslendinga og benti á, að þessi tillaga hefði verið samþykkt á Allsherjarþing- inu, en allar sendinefndir Norðurlandaþjóða nema Is- lands hefðu setið hjá við at- kvæðagreiðsluna. Kvað sendi herrann íslendinga líta á samþykkt þessarar tillögu, sem öflugan stuðning við baráttu þeirra fyrir 50 sjó- mílna fiskveiðitakmörkum og landgrunni í heild, en jafn framt sagði Sigurður Bjarna- son, að hann teldi bæði rétt og skylt að geta ummæla Ólafs Jóhannessonar, for- sætisráðherra í áramótaræðu hans, þess efnis, að Islend- ingar væru bæði hryggir og gramir yfir afstöðu Norður- landanna til tillögu íslands og að hún væri okkur óskilj- anleg. Ingólfur Jónsson: Ráðherrar vilja sameina Búnaðarbankann og Útvegsbankann í SEINNI tóð hcfui' nokkuð verið rætt rnn bankamál hér á landi, bæði á Alþingi og í blöðuníum. Tala ýmsir um, að bankarnir séu óþarflega margir og bankakerfið of dýrt. 1 framhaldi af þessu taíi hefur bankamálaráð- herra skipað nefnd til þess að gera tillögur um breyting- ar á bankakerfinu og um sameiiningu banka. Nefndin hefur ekki enn sikilað áliti og liggur því ekki fyrir, hvaða tillögur hún kemur til með að gera. Bankar eiga ekki langa sögu hér á landi. Lög um fyrsta bankann, Landsbanka íslands, voru samþylckt 1885. Bankinn tók til starfa 1. júlí 1886 í húsi Sigurðar Kristj- ánssonar við Bakarastíg. Bankinn var i fyrstu aðeihs opinn tvisvar i viku, tvo tíma í senn. Fyrstt banka- stjóri var Lárus J. Svein- björnsson yfirdómari. Áður en Landsbankinn var stof n- aður voru nokkrir smáir sparisjóðii' starfandi i land- inu. Peningar voru litlir í umferð, en þeir sem fé áttu geymdu það venjulega heima. Landsban.kinn dafnaði og blés brátt lífi í atvinnu- vegi landsmanna. Saimkvæmt lögum var hlutverk bankans að sinna öllum atvinnugrein- um þjóðlífsins. Lsmdsbankinn er öflugasti og langstæiisiti baniki lands- ins og þjónar enn þvi hliut- verki, scm honum var í fyrstu ætlað að gera. Árið 1901 voru samþykkt lög um hlutafélagsbanka. Banka- stofnunin fór fram í Kaup- mannahöfn 1903. Með stofn- un bainikans var flutt inn i iandið talsvert erlent fjár- magn, mdðað við þann tíma. Islandisbanki lenti í . miklum f járhagsörðugleikum 1929— 1930. útvegsbanki Islands h.f. var þá stofnaður og var Is- landsbamki iátinn renna inn í hann. Árið 1957 voru hluita- bréf Útvegstoankans, sem voru í einkaeign, tekin eign- arnámi og varð Útvegstoank- inn þar með ríkisbainki að öliu leyti. Búnaðarbanki Is- lands tók til starfa 1. júli 1930. Aðdraganda að búnað- arbanka i landimu , má rekja til aklamöta. Þá var Ræktun- arsjóður Islands stofnaður með lögum frá 2. mai 1898. Ræktunarsjóður lánaði til ræktunar og upptoyggiragar í sveitum og varð til þess að ýta mjög undir framfarir í landbúnaðinum. Búnaðar- bankinn er þriðji rikisbank- inn og hefir starfað í rúm- lega 40 ár. Á því timabili hefur mikil breyting orðið .í. íslenzku þjóðlífi. Uppbygging og fraimfarir hafa orðið mjög miklar. Búnaðaibainkinn hef- ur átt stóran þátt i þeirri þröun og öru framkvæmd- um,- sem orðið hafa í land- búniaðinum. Auk þess að veita lán til landbúnaðarins úr sérdeildum bankans, hefur Búnaðairbankimn öll veinijuleg bankaviðskiþti. Er Búnaðar- bankinn nú annar stærsti bamkinn í landiinu. Þegar tal- að er um útþenslu í banka- kerfinu, er rétt að mánnast þess, að ríkisibanikai'nir þrir hafa starfað um áratuga skeið. Vera má, að ýmsurn finnist útibú ríkisbanikanna vera of mörg og að þvi leyti sé um óþarfa útþeinslu að ræða. í>að er á valdi ríkis- stjórnar og Seðlabankan®, hversu mörg ban.kaútibú eru Ingólfur Jónsson leyfð. Það getur orðið verk- efni fyrir bankamálanefndma að kynna sér, hvaða héruð úti á landi eða bæjarhlutar i kaupstöðum telja sig geta verið án þeirrar þjónustu, sem banikaútibúin eða um- boðsskrifstofur frá bönkum veita. KNDl RSKOtH N MA KKKI FI.AU.STKA AF Einkabankarnir eru til komnir á síðustu tveim ára- tugum. I ðna ða r ba.nkin n h.f., tveir verzlunarbankar og Al- þýðubankinn. Nokkrir all- stórir sparisjóðir eru einnig starfandi ásamt bönlkunum. Mörg útibú eru starfrækt á vegum einkabanikanna. Það getur talizt réttmætt að sikipa nefnd sérfróðra mannia til þess að gera athugun á, hvort unnt sé að breyta bankakerfinu til hagsbóta fyrir atvinnuvegina og þjóð- arheiidina. Slik athugun hlýt- ur að taika lan.gan tíima ef hún á að verða til gagns. Bankamálancfndin, sem nú er starfandi mun hafa gert sér fulia grein fyrir því. Margir urðu umdrandi, þegar þvi var lýst. yfir á Aiþinigi í desemtoermánuði sl., áður en bankanefndin hafði lokið störfum, að nú í vetur yrði laigt fram frv. um samein- ingu banka. Þjóðviljinn skýr- ir einnig frá því 19. des., á þessa leið: „Til þess að draga úr kbstnaði við yfirbyggiiniguna er ákveðið að leggja fram á þessu þingi frv. um samein- ingu banka og hagrasðingu í bankakerfinu." Þegar rætt er uni sameining'u banka hefur ákveðið komið fram að átt er við Búnaðarbankann og Út vegsbankann. Ekki hefur F'ramhald á bls. 18. Jónas H. Haralz: VELFERÐARRIKI ■ ■ A VILLIGOTUM Ekki fer tvennum skoðunum um, að undanfarin 4 til 5 ár hafi verið ár mikilla umskipta. Nýir vindar hafa blásið um heiminn, ný markmið hafa komið til sögunnar í þjóðmálum yfir- leitt og í efnahagsmálum sér í lagi, og' nýjar leiðir hafa verið valdar í sókn að markmiðum. Annað andrúmsloft en áður hef ur verið ríkjandi í þeim heimi, sem við þekkjum bezt, í Vestur- Evrópu og í Bandarikjunum. Meiri erfiðleika hefur gætt í stjórn efnahagsmála. Verðbólga hefur farið vaxandi en hagvöxt- ur minnkandi, og atvinnuleysi hefur aukizt. Meiri ágreiningur ... ;ur verið í stjómmálum en áður .‘<7 meiri átök, ekki aðeins á milli s.Júrnmálaflokka, heldur & milli einstakra hópa. 1 sumum löndum hefur þessi ágreiningur jafnvel leitt til ofbeldisaðgerða. Jafnframt hefur mjög gætt óþoi inmæði og óánægju í flestum þessara þjóðfélaga og það ekki sizt í þeim, sem talin hafa verið komin lengst áleiðis bæði í efna- hagslegri velmegun og í al- mennri velferð þegnanna. Nefna má í þessu sambandi lönd eins og Svíþjóð og Bandaríkin, raunar einnig Þýzkaland og Bretland. Áhrif fjölmiðla hafa farið vaxandi, ekki sizt vegna tilkomu sjónvarpsins, og þetta hefur átt þátt í að móta and- rúmsloft og atburði þessara ára. Það er þvi von, að spurt sé, á hvaða leið við séum stödd? Er velferðarríkið, sem verið hefur við lýði síðan styrjöldinni lauk, að breytast í grundvallaratrið- um? Er það efnahagskerfi, sem við höfum búið við á árunum eftir styrjöldina, að taka stakka skiptum? Ef svo er, hvert stefna þá þessar breytingar? Horfa þæi til hins betra eða til hins verra? Er ástæða til að spyrja, hvort velferðarríkið sé á villi- götum? Um þetta efni er fjall- að í því spjalli, sem hér fer á eftir, þau umskipti, sem orðið hafa, eðlí þeirra og orsakir og horfurnar framundan. 1 upphafi er rétt að rifja upp megineinkenni þess þjóðfélags og þess efnahagskerfis, sem •spratt úr tímabili kreppu og styrjaldar og segja má, að stað- ið hafi í blóma í Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum frá þvi í kringum 1950 fram undir 1970. Þau markmið, sem fylgt var í efnahagsmálum á þessu tímabih, voru, eins og alkunnugt er, aðal lega hagvöxtur, næg átvinna og félagslegt öryggi. Þetta voru höfuðmarkmiblt. En samhhða var leitazt við að ná ýmsum öðr um markmiðum, s '•m voru ekki fyrst og fremst maramið í sjálfu sér, heldur stuðluðu að fram- gangi aðalmarkmiðani.3. Á með- al þeirra voru aukning alþjóða- viðskipta, jafnvægi í gteiðslu- jöfnuði við önnur lönd og jafn- vægi inn á við, þ.e.a.s. að -erð- bólga keyrði ekki úr hófi fr„*n. Það er alkunnugt, að mikill ái angur varð á þessu tímabiM við að ná þessum markmiðum og betri árangur en nokkru sinni áður. Nefna má sem dærni um þetta, að á áratugnum 1960 til 1970 náðist í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku og Japan hag- vöxtur, sem nam að meðaltali um eða yfir 5% á ári, samhliða því, að verðbólga nam ekki meiru en 3% á ári. Ekki var heldur um neitt teljandi at- vinnuleysi að ræða. Jafnframt hafði, eins og alkunnugt er, víð tækt kerfi almannatrygginga verið byggt upp og sífellt auk- ið. Með því skapaðist félagslegt öryggi, sem áður hafði ekki þekkzt í svipuðum mæli. Þau höfuðmarkmið, sem áður eru nefnd, náðust því öll i ríkum mæli. Samfara þessum efnahags lega árangri, ríkti einnig mikið stjórnmáflaiegt og félagslegt jafnvægl i þessum löndum. Grundvallarágreiningur var ekki á milli stjórnmálaflokka i viðhorfum til málefna Mðandi stundar og til aðferða og mark- miða í stjórn efnahagsmála. Það var að vísu alltaf til staðar grundvallarmismunur í stjórn- málaskoðunum og í lífsskoðun- um, hugmyndafræðilegur ágreiningur, ef svo mætti segja. F.n þegar staðið var frammi fyrir raunverulegum vandamál- um, þá var tekið á þeim á svip aðan hátt, hvort sem þeir, sem fóru með stjórn, voru íhalds- flokkar, eins og t.d. brezki íhaldsflokkurinn eða verka- mannaflokkar, eins og t.d. brezki verkamannaflokkurinn. 1 meginatriðum fylgdu allar stjórnir svipuðum sjónarmiðum. Ef reynt er í stuttu máli að ly.-a því hagkerfi og því þjóð- félagi, sem vikjandi var á þess- um u.þ.o. 20 \rum, má segja, að í grundvallaratriðum hafi verið byggt á frjálshyggju, þ.e.a.s. á frjálsu neyzluvah einstaklinga og frelsi fyrirtækja til að taka ákvarðanir um framleiðslu og fjárfestingu. Jafnframt þróaðist þessi frjálshyggja innan ramma markvissrar stjómar efnahags- mála, sem ríkisvaldið og stofnan ir þess framkvæmdu. Hér var um að ræða stjórn peningamála og fjármála, en að nokkru stjórn verðlags- og launamála. Jafnframt var áætlunargerð beitt að vissu marki og á viss- an hátt, ekki áætlunargerð, sem felur í sér fyrirskipanir, held- ur áætlunargerð sem felur í sér almenna stefnumörkun og yfirlit um almennar þróunartilhneiging ar. Eignaréttur yfir atvinnu tækjum var í meginatriðum í höndum einstaklinga, hlutafé- laga, víða almenningshluta- félaga, en jafnframt að tals- verðu leyti einnig í höndum op inberra aðila, þar á meðal rík isins sjálfs. í sjálfu sér skipti það þó ekki neinu höfuðmáli, hver eignarétturinn var, vegna þess að þær ákvarðanir, sem máli skiptu, voru teknar í fyr- irtækjunum sjálfum og af ein- staklingunum en ekki af neinu almáttugu ríkisvaldi. Jafnframt má telja, að á þessu tímabili hafi áhrif starfsmanna innan fyrirtækjanna farið vaxandi, þ. e.a.s. að atvinnulýðræði haíi aukizt. Mikilvægt atriði í þessu efnáhagskerfi var markaðurinn. Því að ekki er gagn að því, að ákvarðanir séu teknar hjá ein- stökum einingum efnahagskerf- isins, í fyrirtækjum og á heim- ilum, nema þær einingar, sem ákvarðanir taka, hafi nægan kunnugleika um veruleikann i kringum sig. Þetta gerist fyrir tilstuðlan markaðsins. Hlutverk hans er að miðla uppiýsingum um kostnað við framleiðs'u og um óskir manna. Þess vegna er það meginatriði, að markaðskerf ið miðli réttum upplýsmgum, að það sé ekki brenglað. Telja má, að þrátt fyrir verðlagseftivlit á vissum tímum og í vissum lönd um, og þrátt fyrir ýmis'egt ann- að, sem truflunum veldur, þá hafi þessi hluti heims á þcssu tímabili þó búið við markaðs- kerfi, sem í grundvallaratrið- um hafi verið óbrenglað. 1 stuttu máli má segja, að þarna hafi verið ríkjandi frjáls hyggja með ivafi skipulags- hyggju, þar sem jafnframt hafi verið lögð vaxandi áherzla á fé- lagslegt öryggi á grundvelli al mannatrygginga. Það hagkerfi, sem hér hefur verið lýst, er oft kallað „blandað hagkerfi". Það sem þá felst i orðinu „blandað", er einmitt það sama og felst í orðunum „frjálshyggja með ívafi ski pulagsh yggj u“. Ha.gkeirf- ið byggist á frjálsum markaði, þar sem ákvarðanir eru teknar hjá fyrirtækjum og af einstakl- ingunum, en jafnframt er um að ræða einbeitta almenna stjórn efnahagsmála og mikla uppbygg ingu almannatrygginga. Hvaða breytingar hafa þá orð ið í þessum efnum, á undanförn um árum? Rétt er að aðgreina umræðumar um þetta í umræð- ur um breytingar á markmiðum annars vegar og í umræður um breytingar á þeim leiðum, sem farnar eru að markmiðunum, hins vegar. Við skulum þá fyrst tala um markmiðin. Það er skemmst frá því að segja, að ný markmið hafa komið til sögunn ar, sem áður gætti lítið, eða minna en nú. Einnig hefur ver- ið lögð meiri áherzla á önnur markmið -heldur en þau, sem mest áherzla var lögð á áður. Aukin tekjujöfnun er eitt það helzta þessara markmiða. Yfir- leitt er nú lögð meiri áherzla en áður á aukið jafnrétti eða réttlæti í þjóðfélaginu. Bætt kjör fyrir einstaka hópa innan þjóðfélagsins eru ofarlega á dagsikrá, t.d. fyrir námsifólk, kon ur sem starfa utan heimilis, ein- stakar starfsstéttir í þjóðfélag- inu og ekki sízt fólk, sem býr i sérstökum landshlutum. Byggða stefna, sem nú er svo kölluð, hefur orðið æ mikilvægara við- fangsefni. Jafnframt þessu hafa skoðanir breytzt allmjög varð- andi það, hvað sé talið þolan- legt atvinnuleysi. Á árunum fyrst eftir styrjöldina var ekki talið óeðlilegt, að atvinnuleysi gæti orðið allt að 5% af mann afla. Nú er varla nefnd hærri tala um atvinnuleysi sem unnt sé að þola, en uim 2%. Síðast en ekki sízt hafa umhverfis- vandamálin komið til sögunn- ar, en um það þarf ekki að fara mörgum orðum, svo mjög sem þau mál hafa verið á dagskrá. I stuttu máli má telja, að allt það, sem nú hefur verið nefnt, feli i sér, að meiri áherzla en áður sé lögð á félagsleg sjónar- mið en minni á hrein efnahags- leg sjónarmið, á efnahagslegar framfarir og hagvöxt. Mestu öfg ar, sem þessi tilhneiging hefur náð, er sú stefna, sem kölluð er „núllvöxtur", sem náttúruvís- indamenn aðallega hafa beitt sér fyrir. Sú stefna setur það sem markmið, að hagvöxtur verði enginn og telur, að þjóð- félagsleg vandamál, einkum um- hverfisvaldrjmáliin leysist ekki á öðrum grundvelli. Áður en lengra en farið út í þessa sálma, er vert að snúa huganum að því, hvernig stend- ur á þessari breytingu. önnur eins breyting á viðhorfum og orðið hefur á síðustu árum hlýt ur að eiga sér veigamiklar or- sakir. Ég ætla að benda á tvær meginástæður. í fyrsta lagi er komin til sögunnar ný kynslóð, sem hefur alizt upp á velgengn istíma hins blandaða hagkerfis á árunum 1950—1970, kynslóð, sem hefur lifað við betri kjör og fengið meiri menntun en nokkur kynslóð á undan henni En jafnframt þekkir þessi kyn- Jónas H. Haralz slóð ekki þá erfiðleika, þau miklu vandamál, sem voru ræt- ur þeirrar efnahagsstefnu, sem mótaðist á árunum eftir styrj- öldina. Hún þekkir ekki kreppu árin, ekki atvinnuleysi þeirra tíma og ekki styrjaldarárin. Þessi unga kynslóð er, eins og allar ungar kynslóðir, óánægð og óþolinmóð, en hún er jafn- framt tiltölulega fjölmennari heldur en kynslóðirnar á und- an henni. Hún finnur þess vegna mátt sinn og megin í rík- um mæli. Annað atriði, sem ekki skiptir minna máli, er sá mikti árangur, sem náðst hefur í sókninni að þeim marknv.öum, sem stefnt var að á undanförn- um tuttugu árum. Ekkert knýr fram umskipti eins mikið og mik ill árangur. Þau markmiú, sem náðst hafa í ríkum mæli, verða ekki eins eftirsóknarverð og áð- ur. Hin mikla velmegun, sem skapaðist á þessum árum, út- rýming fátæktarinnar eins og við munum eftir henni, sem eldri erum, gerði það kleift, að takast á við ný viðfangsefni, fara að hugsa um ný vandamál, sem áður skiptu minna máli. Við skulum t.d. ekki ímynda okkur, að mengun hafi ekki í raun og veru verið alvarlegt vandamál í iðnaðarríkjunum allt frá því á síðustu öld. Meðan meginhluti þjóðanna lifði við sult og seyru, þá fannst mönnum það hins veg ar ekki skipta öllu máli, hversu hreint loftið væri, sem þeir önd- uðu að sér. En þegar búið er að ná miklum efnahagslegum ár- angri, þá fer þetta að skipta máli, þá er grundvöllur fyrir hendi til þess að fara að sinna verkefni sem þessu. Við skulum taka eftir þremur höfuðeinkennum þessara mark- miða, sem nú hafa verið rædd. 1 fyrsta lagi er erfitt að skil- greina þau nákvæmlega. Þegar talað er um hagvöxt, þá er það tiltölulega einfalt mál. Átt er við vöxt þjóðarframleiðslunnar, og hann er unnt að mæla til- tölulega nákvæmlega. Að vísu er nokkuð álitamál, hvernig mæMngin eigi að fara fram í ein stökum atriðum, hvað eigi að taka með og hvað ekki. I grund vailaratriðum vitum við þó, hvað verið er að tala um, við getum sagt, að hagvöxturirm hafi verið svona og svona mik- ill upp á tíunda hluta úr prós- entu. Sama gildir um atvinnu- leysið. Tiltölulega auðvelt er að mæla það. Enda þótt álitamál geti verið, hvort mæMngarnar séu sambærilegar frá einu landi til annars, vitum við þó, um hvað verið er að tala. Þegar kemur að tekjujöfnun á hinn bóginn, þá er komið út á hálan is. Ég sat á sl. sumri norræna hagfræðingaráðstefnu. Eitt um- ræðuefnanna var tekjujöfnun, og þá einkum hvernig hún hefði þróazt á Norðurlöndum á und anförnum árum. Það var næsta ótrúlegt, hvað skoðanij- um þetta voru mismunandi, hversu erfitt virtist vera að átta sig á því, hvað raunverulega hefði gerzt, svo ekki sé minnzt á, hversu erfitt er að segja, hvað tekjujöfnun raunverulega sé eða hver áhrif hún hafi. Þetta sama gildir að meiru eða minna leyti um öll þessi nýju markmið. Erfitt er að festa á þeim hend- ur. Hvað er þjóðfélagslegt rétt læti. Hvað er réttlæti fyrir einn hóp manna, samanborið við ann an? Einn hópurinn ris upp í þetta skiptið og krefst réttlæt- is, eða einhver gerir það fyrir hans hönd. Á morgun er það einhver nýr hópur. Sé eitthvað gert til þess að fullnægja kröf um éins, þá koma undir eins fram kröfur frá öðrum. Þetta er frjósamur akur fyrir hvers konar lýðskr-umara. Uan leið er þetta kjörinn vettvangur fvrir fjölmiðla, sem ekki er stjórnað af mikilli ábyrgðartilfinningu. Þetta var fyrsta atriðið. í öðru lagi skulum við taka eftir því, að þessi markmið stangast á. Þeger stefnt er að eflingu hag vaxtar, þurfa hagsmunir ekki að rekast á. Allir geta verið sam mála um þetta, atvinnurekand- inn, verkamaðurinn bóndinn, hver sem er. Enginn árekstur felst i því, að öll kakan stækki, þá getur hver og einn fengið sinn skerf. En þegar um er að ræða tekjujöfnun, þá felst yfir- leitt í því, að tekið sé af ein- um, það sem annar gæti fengið. Sama máli gildir oftast um rétt- indi fyrir einn hóp, að þau fela í sér skerðingu réttinda fyrir annan. Ef veita á fólki á lands- byggðinni sérstök réttindi, hlýt ur það að bitna á borgarbúum. Öll þessi markmið eru þessa eðl is. Tökum kjör námsmanna sem dæmi, mál, sem mjög hefur ver- ið á dagskrá. Hvað með jafn- aldra þeirra, sem ekki ganga í skóla? Hvernig er hægt að veita námsmönnum háa styrki eða hagstæð lán, án þess að það komj fram i sköttum allra þegn- anna og þar á meðal sköttum þeirra eigin jafnaldra, sem ekki njóta þeirra hagsbóta, sem nám ið hlýtur að fela i sér? Eða konurnar, sem vinna utan heim iMs, og konur sem vinna heima Ef sjá á konum, sem vinna ut- an heimilis, fyrir fullkomnum barnaheimilum fyrir börn sín, hver á að greiða það? Það hlýt ur þjóðfélagið að gera á einr. eða annan hátt og þar á meðal, og e.t.v. ekki sízt, konurnar, sem kjósa að vinna heima og leysa það hlutverk af hendi sem barnaheimilin eiga að leysa fyr ir hinar konurnar. Þannig rek- ast hagsmunir meira eða minna á. Þessi markmið hljóta því að vera jarðvegur fyrir þjóðfélags legan ágreining, deilur og sundr ung. Þetta var annað atriðið. Þriðja atriðið er, að þau mark- mið, sem hér eru til umræðu, eru erfið i framkvæmd, og það er umfram allt erfitt að fram- kvæma þau með almennum að- gerðum. Það er unnt að efla hag vöxt með almennum aðgerðum í peningamálum og fjármálum, án þess að verið sé að skipta sér af ákvörðunum einstaklinga eða fyrirtækja. En til þess að ná hinum markmiðunum verður oft að grípa til beinna og sérstakra ráðstafana, m.ö.o. ríkisvaldið verður að fara að skipta sér af miklu fleiri einstökum atriðum en það hefði annars gert. Jafn- framt er sótt að markmiðum eftir pólitískum leiðum. Þar sem stjórnmálabarátta snýst fyrst og fremst um yfirráðin yfir rikisvaldinu, verður þetta til þess að efla ríkisvaldið, til þess að reynt sé að ná mark- miðunum með sérstökum aðgerð um þess. Af þeim ástæðum, sem nö hafa verið raktar, má telja, að þessar breytingar allar hljóti að fela í sér efling skipulags- bvggju. Minni áherzla er lögð á almenna stjórn efnahagsmála, meiri áheizla á beinar aðgerðir, meiri afskipti af fyrirtækjum, meiri afskipti af einstaklingum. Jafnvægið hefur breytzt. Það hefur færzt frá frjálshyggju yf ir í átt til skipulagshyggju, þar sem þau svið efnahagslífsins, þar sem frjálshyggjan ræður, verða æ þrengri og markaðs- kerfið sem upplýsingamiðlarl verður æ óvirkara. Rétt er að kanna nokkrar af afleiðingum þessara breytinga í einstökum atriðum. 1 fyrsta lagl á sér stað mikil aukning opin- berra útgjalda i hlutfalli við þjóðartekjur. Þetta hefur gerzt i öllum þeim löndum, sem ég hefi áður nefnt. í Danmörku hafa opinber útgjöld sem hluti af þjóðarframleiðslu aukizt úr u.þ.b. 30% 1960 í atlt að 40% 1970. 1 Svíþjóð, sem var á und- an öðrum löndum í þessu eins og í mörgu öðru, var hlutfall- ið orðið upp undir 40% þegar 1960. Þar er það nú um 46%. Þessu lík er sagan víðast hvar. Hér á landi tókst fyrrverandi Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.