Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBDAÐIÐ, L.AUGARDAGUR 1». JANÚAR 1973 li. Saltfiskmarka5urinn: Ekki ástæða til svartsýni um eftirspurn MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Tómasar Þorvaldssonar, formanns Sölusamlag's ísl. fisk- framleiðenda, og átt við hann við tal um saltfiskframleiðsluna á árinu 1972, útflutninginn á þvl ári og ástand og horfur fyrir þetta ár. Tómas sagði, að á árinu 1972 hefði gengið greiðlega að selja blautverkaðan saltfisk. Framan af gekk einnig vel að selja þurr- verkaðan fisk, en þó varð nokk- ut dráttur á sölum á verkaðri löngu frá árinu 1971. f byrjun árs 1972 fóru formað ur SfF og framkvæmdastjóri i söluferð til þess að selja fram- leiðslu vetrarvertíðar. Náðust þá sölur á töluverðu magni til hefð- bundinna viðskiptalanda SÍF, svo sem Portúgals, Spánar og ítalíu. Afskipanir á framleiðslu vetrarvertíðar gengu vel og var lokið á miðju sumri. Sumar- og haustframleiðsla fé- lagsmanna var svo seld i ágúst og september á nokkuð góðu verði. Af haustframleiðslunni eru nú eftir um 1.000 smálestir, sem eru seldar og verða afskip- aðar seinni hluta janúar og fyrri hluta febrúar. Verður þá öll framleiðsla á blautfiski frá árinu 1972 farin úr landi. Af ársframleiðslunni fóru um 9.500 smálestir í verkun innan- lands. Útflutningur SÍF á blautverk- uðum fiski var árið 1972 tæpar 26.000 smálestir, sem skiptist eft ir markaðslöndum sem hér segir: TAFLA I. Útflutningur SÍF (Blautverkaður fiskur). Útfl. kg Ástralía Bretland Danmörk Grikkland ftalía Portúgal Spánn Sviþjóð 12.000 673.000 15.000 1.764.000 4.766.000 13.432.000 5.320.000 10.000 Samtals: 25.994.150 Heildarverðmæti blautfiskút- flutningsins nemur tæplega 1,7 milljörðum króna miðað við gengi 15. 12. 1972. Eins og sjá má, kaupa Portú- galar um helming blautfiskfram- leiðslu okkar, og jafnframt kaupa þeir töluvert magn af þurr fiski. Eftir tegundum skiptist útflutn ingur blautfisks i rúmar 25.000 smálestir þorsks og um 500 smá- lestir löngu. Einnig seldi SfF um 200 tonn af þunnildum til Ítalíu. MJRRFISKSÖLUR 1972 Eins og ég tók fram áðan gekk sala þurrfisks nokkuð eðli- lega framan af á árinu 1972, að undanskildri löngunni. í venju- legu árferði er hægt að gera sér nokkra grein fyrir markaðs- ástandi í ágúst og september. Þegar þessi mál voru könnuð I ár, virtist útlitið nokkuð and- stætt okkur. Söluverð hafði þó ekki lækkað, þorskurinn heldur hækkað og aðrar fisktegundir staðið í stað frá árinu 1971 og fyrri hluta 1972. Mikil aukning hefur átt sér stað í þurrverkun saltfisks á síð ustu árum. Allt frá 6—7% af heildarframleiðslumagninu 1 966 upp í 27—30% á seinustu árum. Samfara þessari miklu aukn ingu fjölgaði framleiðendum mik ið og á sama tíma var verkunar- stigi breytt. Þessar breytingar höfðu nokkra erfiðleika í för m°3 sér. Varð. þetta okkur því mjög erfiður róður á seinasta ári. í>á fengum við töluvert af kvörtun- um vegna gæða framleiðslunnar. Þessum kvörtunum varð að sinna, og fóru fulltrúar. SfF til viðskiptalandanna til að jafna þessar kvartanir, sem reyndust í flestum tilvikum vera á rökum reistar af kaupendanna hálfu. Vegna þessara erfiðleika og aukins framboðs frá Norðmönn- um reyndust okkur fyrstu sölur örðugar í haust. Sölur hófust þvi ekki fyrr en formaður SfF og sölumaður þurrfisks höfðu verið á ferð um Suður-Ameríku og Portúgal. Einnig voru í leiðinni aðrir markaðir við Karabíska hafið kannaðir. Árangur ferðarinnar er m. a. sá, að nýlega er farinn til Portú- gals heiU farmur af þurrfiski, um 800 smálestir og i desember kom hér brasilískt skip, sem lestaði um 500 smálestir til beinnar af- skipunar til Brasilíu, og í dag höfum við selt yfir 60% af þurr- fiskframleiðslu 1972, og standa nú yfir afskipanir á um 1000 tonnum til Suður-Ameríku. Einnig er ástæða til að ætla að viðskipti okkar við eyjarnar í Karabíska hafinu eigi eftir að aukast, þvi nú' þegar höfum við selt nokkur hundruð tonn til eyja sem ekki hafa verið viðskipta- lönd okkar á seinustu árum. Þessir farmar sem nú eru fam ir eiga að segja viðskiptamönn- um okkar hvers þeir eigi að vænta frá okkur hvað vörugæði varðar á næstunni, og í dag má segja að nokkuð hafi rofað til í þeim efnum. Heildarútflutningur þurrfisks var rúmar 6.000 smálestir, sem skiptist sem hér segir á markaðs lönd: TAFUA II. Útf lutiiingur SlF 1972 á þurrfiski. Útfl. kg Brasilía 2.725.812 Bretland 30.000 Dominikanska lýðv. 25.000 Frakkland 161.550 Holland 2.500 Italia 100.000 Jamaiea 7.258 Kanada 907 Panama 353.250 Portúgéil 2.3081580 Puerto Rico 64.782 U.S.A. 40.948 Zaire 284.778 Þýzkaland 17.910 Frá saltfiskþurrkun. — segir Tómas Þorvaldsson, formaður SÍF, í viðtali við Mbl. um framleiöslu og útflutning á sl. ári og horfurnar í ár var nokkuð sæmilegt, en í des- ember síðastliðnum veiddist mjög mikið af ufsa. Sigldu þá íslenzkir bátar mikið á markaði okkar í V-Þýzkalandi. Samfara því munu þeirra eigin veiðiskip hafa komið inn fyrir jól og þá selt talsvert magn af ferskum ufsa.' Þegar mikið berst á land af ferskum ufsa, þá kaupa við- skiptavinir okkar ufsann nýjan og flaka og salta sjálfir. Þeir telja sér það hagkvæmt. Hefur seinustu tvær vikur verið nokk- ur töf á afgreiðslu ufsaflaka. VERÐLAGSMÁL Ef litið er yfir árið 1972 má segja, að meðalhækkun á salt- fiski sé um 15—46%. Verðlag saltfisks hefur reynzt nokkuð gott. Það hefði því ekki hvarflað að nokkrum manni um seinustu áramót, að verðlagsákvörðun sjávarafurða 1. október yrði sem raun varð á. Þegar verðlag er hagstætt á flestum mörkuðum sjávarútvegsins, þá er tekið það til slikra vinnubragða, því að vafalaust er það ósk aUra, sem að sjávarútveginum standa, að ekká þurfl að grípa til slíkra ráða aftur við svipaðar aðstæður á markaði. I'RAMI.EIBSI.AN 1973 Á árinu 1972 var framleiðsla saltfisks um 37.000 smálestir. Af þessu magni voru teknar um 9.500 smálestir til verkunar. Bú- ast má við svipaðri framleiðslu á árinu 1973. Ekki er almennt gert ráð fyrir að mikið verði hengt upp af fiski á vetrarver- tíð, þar sem enn er óljóst um bæði innflutningsleyfi og verð á skreið til annarra landa en Italiu, og menn eru núna fyrst að losna við margra ára gamlar birgðir af skreið úr skemmum sínum. iniLI)AK\i: IiD M.ETT SALTFISKÚTFLUTNINGS OG VIÐSKIPTALÖND Á árinu 1971 var saltfiskút- að er með genginu 15. des. síðast- liðinn af c.iJf. verði útflutnings- ins. Eftir verkunarstigum skipt- ist þetta i: i millj. ísl. kr. Blautverk. fiskur 1.669 Þurrverk. fiskur 491 Söltuð ufsaflök 87 Söltuð þunnildi 12 Samtats: 2.209 Þegar litið er yíir viðskipta- löndin þá er ljóst, að Portúgal er stærsta viðskiptaland Islend- inga í útflutningi saltfisks. Læt- ur nærri að viðskipti SfF við Portúgala hafi numið nær 1 miU- jarði ísl. króna árið 1972. Fróð- legt er i þessu sambandi að virða fyrir sér töflu yfir ástand við- skiptajafnaðar við ýmis belztu viðskiptalönd okkar i saltfiski og bera saman við önnur. Samtals kg: 6.123.275 Heildarverðmæti þurrfiskút- flutnings er um 440 milljónir kr. Eftir tegundum skiptist útflutn- ingurinn í þorsk 3.253 smálestir, ufsi 1.982 smálestir, langa 495 smálestir, keila 107 smálestir og annað um 285 smálestir. ÚTFLUTNINGUR UFSAFLAKA 1972 Nokkur annar blær hefur ver- ið yfir haustvertíðinni en venja er til. Veitt hefur verið töluvert magn af ufsa, sem hefur að veru legu leyti verið flakaður og salt- aður og seldur til V-Þýzkalands. Seld voru um 1.417 tonn af ufsaflökum, að verðmæti um 87 milljónir ísl. króna. Verðið á söltuðum ufsaflökum 3AMANBURÐUR A INN- 0G 'ÚTFLUTNTNGI JAN. - DE3. 1971 og J-AN. - OKT. 1972. Innfl. cif 1971 .í þús. kr. tftflutn. fob ,1971 í þús. kr. Innfl. cif jan.- okt.'72 í mill.j. kr. tftfl. fob jan.- okt.'72 1 mill.j. kr. DANMÖRK 1.872.841 849-531 1.600,6 715,8 N0REGUR 925.814 206.238 809,2 178,7 3VÍÞJÓD 1.097.069 552.781 1-204,9 4o8,8 BRETLAND 2.611.273 1.725.423 2.529,2 1.582,7 FRAKKLAND 426.838 72.704 425,9 125,1 GRIKKLAND 1.925 144.057 1,4 133,9 H0LLAND l.HO.630 III.763 1.021,2 115,3 ÍTALÍA 313.658 537.230 306,7 728,8 P0RTÚGAL 113.802 788.467 108,1 839,8 spAnn 94.171 266.225 45,1 377,1 V-ÞÝZKALAND 2.922.428 771.985 2.397,2 1.065,3 BANDARÍKIN 2.838.369 4.§29.912 1.262,7 4.367,1 BRAZILÍA 188.706 148.573 145,2 125,0 JAMAICA 586 18 384,3 0,5 KANADA 69.655 12.154 50 i 9 16,8 PANAMA 14.677 26.575 16,2 15,5 PUERT0 RIC0 1-942 0,8 ZAIRE (K0NGÓ) 6.741 11,9 Astralía 18.215 12.084 13,}- 22,4- SOVtíTRÍKIN - 1.308.880 1.075.045 946,7 1.085,4 ráð að taka fjármagn úr Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins og greiða með þvi niður fiskverðið. Það má því í dag þakka fyrir þá forsjá og þá samstöðu, sem aðilar að sj ávarú tveginum sýndu, þegar sjóður þessi var myndað- ur. Væri óskandi, að forystu- menn þjóðfélagsins bæru gæfu flutningurinn rúm 15% af heild- arútflutningi sjávarafurða, reikn að með f.o.b. verði. Reikna má með, að hlutur saltfiskútflutn- ingsins hafi ekki verið minni á árinu 1972. Heildarverðmæti saltfiskútflutn ingsins á árinu 1972 nam um 2.209 milljónum króna ef reikn- MARKADSHORFUR 1973 Við gerum okkur vonir um, að fljótlega rætist úr sölum á þurr- fiski. Þegar hefur verið selt álika magn af þurrfiski og á sama tíma sl. ár. Þessar þurrfisksöl- ur eru yfirleitt á sama verði eða heldur hærra en í fyrra, en nokkuð vantar þó á, að verkun borgi sig sem stendur. Framhald á bta. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.