Morgunblaðið - 13.01.1973, Page 32

Morgunblaðið - 13.01.1973, Page 32
lesifl DRCLECII fri0nmí»fe&iíí>i nucLvsmcRR ^^^22480 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 7 frystlhús óstarfhæf: Vélstjórar krefjast 60-70% umfram desem bersamkomulag Verkfall Fiskmóttaka í frysti- húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Sel- tjarnarnesi hefur lagzt niður vegna verkfalls vélgæzlumannanna. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. SkoriS á togvíra S.1Ö frystihús í Reykjavík, Kópa- vogi og á Seltjarnarnesi eru nú óstarfhæf vegna verkfalis vél- gæzlumanna, sem skall á á mið- nætti í fyrrinótt. Vélstjórafélag fslands hefur sett fram kröfur iim 60—70% launahækkun fyr- ir vélgæzlumennina. í þessum sjö frystíhúsum vinna um 500 manns, þegar mest er, en einnig leggst öll isframleiðsla í Reykja- vík niður. Sáttasemjari boðaði í gær til nýs sáttafundar með véi- gæzlumönnum og vinnuveitend- um þeirra klukkan 14 í dag. Samningar hafa tekizt við vél- gæzlumenn á Austurlandi, Norð- urlandi, Akranesi og Suðurncsj- um, en þeir eru aðilar að verka- lýðsfélögum hver á sínum stað. Tókust samningar um 8% meðal hækkun umfram desember-sam- komulag verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda. Vélgæzlumenn annars staðar á landinu hafa ekki óskað eftir breytingum á desember-samkomulaginu. Verkfall það, sem hófst á mið- nætti í fyrrinótt, nær ekki til viðhalds á frosti á þeirri vöru, sem komin var I geymslur, þeg- ar verkfallið hófst, en hafi samn ingar ekki tekizt fyrir miðnætti 1. febrúar n.k. hefst þá einnig verkfall á allri viðhaldskeyrslu. Þær kröfur, sem settar hafa verið fram fyrir hönd vélgæzlu- manna í frystihúsum i Reykja- vik, Kópavogi og á Seltjarnar- Framh. á bls. 31 Samið við vélstjóra úti á landi um 8% meðaltalshækkim tveggja togara „fslendingar herða skærur sínar“ segja brezkir togaraeigendur S j ónvar psmenn sæta ritskoðun Umsjónarmenn Sjónaukans fengu fyrirmæli um að fella niður atriði í þættinum þar eð stjórnvöld treystu sér ekki til að finna mann til andsvara VARÐSKIP skáru á togvíra tveggja brezkra togara í gær; Óðinn skar á togvira Ross Renown GY-666 út af Langanesi klukkan rösklega 10 í gærmorg- un og laust eftir klukkan 18 i gær skar Ægir á togvíra Ross Kanadahar GY-123 á svipuðum slóðum. Sendiherra Breta, John McKenzie, bar í gær fram mót- mæli gegn framferði varðskip- anna við utanrikisráðherra, Kin- ar Ágústsson, sem á móti bar fram mótmæli íslenzku ríkis- stjórnarinnar gegn framferði brezku togaranna. í frétt AP- fréttastofunnar í gær var það haft eftir talsmanni brezkra tog- araeigenda, að íslendingar væru nú að herða skærur sinar gegn brezkum toguriim á Islands- miðum. Ross Renown GY-666 var að veiðum um 29 sjómiiur út af Langanesi, þegar varðskipið Óð- inn kom að'honium. Sinnti skip- stjórinn í engu itrekuðum við- vörunum varðski psman na og var þá skorið á togvírana. Ross Renown var meðal þeirra tog- ara sem 23. nóvember sl. eyði- Framh. á bls. 2 f SJÓNVARPSÞÆTTINUM Sjón aukinn í gærkvöldl var að ákvörð un útvarpsstjóra fellt niður eitt atriði þáttarins, sem fyrirhugað var, en að því er virðist fyrir afskipti úr stjórnarráðinu. f þætt inum hafði verið ráðgert að fjalla um ákvörðun félagsmála- ráðherra um að heimila ekki hækkun á útsvörum fyrir árið 1973 og áhrif þess á f járhagsáætl anir bæjar- og sveitarfélaga. Til viðræðu um þetta mál var boðið framkvæmdastjóra Sam- bands ísl. sveitarfélaga, en ’kki reyndist unnt að fá félagsmáia- ráðherra sjálfan til þáttarins, þar eð hann er erlendis um þessar mundir og á meðan gegnir menntamálaráðherra störfurn hans. Fréttamenn sjónvarpsins, er sjá um þennan þátt, leituðu þvi til blaðafulltrúa ríkisstjcrriar innar og báðu hann að útvega taismann fyrir stjórnvöld til við- ræðu um þetta mál i þættinum, en fengu þau svör að slíkt væri ekki kleift. Umsjónarmenn þátt- arins ákváðu þá, að þeir skyldu engu að siður fá framkvæmda- stjóra Sambands ísl. sveitarfé- laga í þáttinn til viðræðu um málið frá sjónarhóli sveitarfélag- anna, en þá bárust þeim fyrir- mæli frá útvarpsstjóra um að þetta mál skyldi tekið út úr þætt inum. Mikil ólga er meðal frétta- manna sjónvarpsins út af þess- Framh. á bls. 31 Breiðadalsheiði mokuð Isafirði, 12. janiúar. BYR.IAÐ er oð moka Breiðadals- heiði, sem einsdæmi er á þessum árstíma. Ailiur snjór er nú horfinn hér úr byggð, en nægan snjó er að hafa í skíðaíaradinu í Séijalamds- dial. — Fréttaritari. Saltfiskútflutningur 1972: HEILDARVERÐMÆTIÐ NAM 2.209 MILLJÓNUM KR. Framleiðslan var 37 þúsund lestir á árinu Portúgalar kaupa nær helming útflutningsins HEII.DARVERÐMÆTI salt- fisksútflutningsins á árinu 1972 nam um 2.209 milljónum króna, ef reiknað er með genginu 15. des. sl. af e.i.f.- verði útflutningsins. Fram- leiðsla saltfisks var um 37 þúsunil smálestir á því ári, og af þessu magni voru tekn- ar um 9.500 smálestir til verk unar. Má búast við svipaðri framleiðslu á árimi 1973. Þessar upplýsingar koma fram í viðtali við Tómas Þor- valdsson, formann Sölusam- lags ísl. fiskfrandeiðenda, er birtist á bls. 8 í blaðinu í dag. Þar segir Tómas ennfrem- ur, að sé litið yfir árið 1972 megi segja, að meðalhækkun á saltfiski á eriendum mark- aði sé um 15—16%, og verð- laig saltfisks hafi reynzt nokkuð gott. Hanm bendir einnig á, að á árinu 1971 hafi saltfiskútflutningurinn verið rúm 15% af heildarútfiutn- ingi sjávarafurða, reiknað með f.o.b. verði, oig gert er ráð fyrir að hlutur saitfisks- útfiutmimgsins verði ekki minmi á áriinu 1972. Stærsta viðsikiptaland íslendinga í út- flurningi saltfisks er Portú- gal. Lætur nærri að viðskipti SÍF við Portúgalia hafi num- ið nær 1 milljarðli isl. króna á sl. ári. Um sölur á sl. ári segir Tómas, að greiðlega hafi genigið að seija blautverkað- am saltfisk, og framian af eimmig að selja þurrverkað- am fisk. I>ó hafi orðið mokk- Framh. á bls. 31 Tómas Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.