Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 31
iVfORGUN'BLAÐÍÐ, LAUGARÐAGUR 13. JANUAR 1973 31 Löndunar- bann: „Hefði ekki mikil áhrif“ — segir Lúðvík Jósepsson LÚÐVIK .Jósepsson, sjávarút- veg-sráðherra, sagði i iit- varpsviðtali í gærkvöldi, að hann teldi hngsanlegt lönd- unarbann á íslenzk skip í Þýzkalandi „ekki myndu hafa niikii áhrif á okkur'*. Sagöi ráðherTann, að ef af hanni.nu yrði, teldi hann mjög sterklega konm til greina að táJkynna á móti, að islenzk skip myndu ekki sigia með fisk til Þýzkaiands „um lamigan tima“. Sagði ráðherr- ann að við þyrft um á þessum fiski að halda til vinnslu hér heima fyrir okkar markaði. Það h lyti að koma sér illa fyrir V-Þjóðverja, ef ísienzk skip færðu þeim ekki fisk, þar sem þeir hefðu sent „bein línis tilmæli um að fá meiri fisk“. — 7 frystihús Fnunh. af bls. 32 nesi eru, að meðallaun almennra vélgæzlumanna hækki úr 536 þúsund krónum (þar af föst laun 344 þús.) í 859 þúsund (þar af föst laun 541 þús. kr.), sem er 60,3% hækkun umfram ramma desember-samkomulagsins og að meðallaun yfirvélgæzlumanna hækki úr 621 þús. kr. (þar af föst laun 396 þús.) í rösklega eina milljón króna (þar af föst laun 676 þús. kr.), sem er 70,7% hækk un umfram ramma desember-sam komulagsins. Meðalárslaun almennra vél- gæzlumanna samkvæmt þeim samningum, sem náðst hafa við vélgæzlumenn annars staðar, verða 595 þús. kr. (föst laun 369 þús. kr.), sem er 11% hækkun umfram ramma desember-sam- komulagsins og meðalárslaun yf irvélgæzlumanna verða 648 þús. kr. (föst laun 414 þús. kr.), sem er 4,3% hækkun frá desember- samkomulaginu. - ÍSAL Framhald af bls. 2. slysatilfellum og vegna atvinnu- s'júkdáma fá starfsmenn nú 8 mánuði greidda i stað 6 áður. ÍSAL greiðir kostnað vegna slysa í einn mánuð og lækmis- vottorð. Læknisskoðun er aukin og slysatryggingar hækka og ' verða við 100% örorksu 1.250.000 krónur, en 950.000 krónur við deuða. Þá verður vaktatöflum breytt, en um þœr hefur staðið styr, vinnuföt au'kin, ferðaáætl- un endurskoðuð, en samnisnigur- inn gildir í eitt ár. Auk fyrri réttinda aðaltrúnað- armanna hjá ÍSAL, að sinma trún aðarmannsstarfi í vinnutíma, fær hamn nú þau auknu réttindi, að ákveðinn dag í viku hverri, fær hann frí til þess að sinna trúnaðartmannsstörfum sínum. Þá var og samið um bættan að- búnað á vinniustað. — Síiltfiskur Framh. af bls. 32 ur drátfur á sölum á verk- aðri löngu frá árinu 1971. Útflutningur SÍF á blaut verkuðum fiski var árið 1972 tæpar 26 þús. lestir og nam heildarverðmæti hans tæp- lega 1.7 milljörðum króna. Mikil aukning hefur átt sér stað i þurrverkun saltfisks á síðustu árum eða allt frá 6 —7% af hei idarf ramieiðslu- magninu 1966 upp í 27—30% á seinustu árum. Heildarút- flutningur þurrfisks var rúmar 6 þúsund lestir og er heildarverðmætið urn 440 milljónir króna. Þá voru seld um 1.417 tonn af ufsaflök- um að verðmæti um 87 millj. isl. króna. Um markaðshorfumar fyr- ir þetta ár, segir Tómás í viðtalinu, að ekki sé ástæða til svartsýni um eftirspurn í fraimtíðinni, þótt sveiflur verði ætíð á markaði i þess- ani gnein sem öðrurn. Hitt sé svo annað mál hve lertgi te#2St að ná þeim verðlhækk- unum, sem diuga fyrir kostn- aðarhækkunum, sem einatt hláðast nú upp í atvinnu- rekstri hér heiima. — Ráðstefna Framhald af bls. 2. miðstjómin hafði i fyrradag þingað um hana og kosið 5 manna nefnd til þesis að semja drög að ályktun ráðstefmmnex. Á ráðstefnunni I gær fylgdi Bjöm Jónsson báðum þessum skjölum úr hlaði með ífarlegri ræðu og er Björn hafði lokið máli sínu svaraði Jón Sigurðs- son, hagrannsóknastjóri fyrir- spumum ráðstefnufulltrúa. Þeir, sem báru fyiirsipurnir til hag- rannsóknastjórans voru Björn Júlíusson, Pétur Sigurðsson, rit- ari Sjómmnafélagsins, Albert Kari Sanders, Magnús Geirsson, Pétur Sigurðsson aftur, Hanhes Þ. Sigurðsson, Kolbeinn Frið- bjarnarson og loks svaraði Jón Sigurðsson. Mílli kaffihlés og kvöldverðarhlés töluðu í almenn um umræðum Pétur Sigurðsson og Bjöm Jónsson og Herdís Ól- afsdóttir. Eftir kvöldverð voru fjölmargir á mæiendeskrá. Samkvæmt því, sem Mbl. heyrði í matarhléi i gærkvöldi, en ráðstefnan er lokuð blaða- mönnum, mun Pétur Sigurðsson mjög hafa gagnrýnt atriði í drög um að ályktun ráðstefnunnar og vitnaði hann í þvi efni til fyrri álita þeirra verkalýðsleiðtoga, sem nú mæltu með þeim aðgerð um, sem rikisstjómin vildi nú korna á. I drögum að ályktun ráðstefn- unnar er tekið mjög jákvætt und ir flestöll atriði í minnisgrein rík isstjórnarinnar, en ráðsfefnan tel ur niðurfellingu kaupgreiðsluvisi tölustiga vegna áfengis og tóbaks vera mál, sem íhuga verði við endurskoðun og gerð kjarasamn- inga, sem fnam eigi að fara síð- ar á árinu, en telur sig skorta umboð ti'l að fallast á eða mæla með lagasetningu, sem fæli í sér niðuirfellinigú verðkgsbóta á saiminingstímabi'liinu. Varðandi s'kaittalækkanir vill ráðs'tefinan felá Kauplagsmefind, að meta sem nákvæmast þær í vísitölu- stigum. Unnið að gluggaviðgerðuni vi Ói. — Sjónvarp Framhald af bls. 32. ari ákvörðun. Þeir ákváðu þó að annast þátt þann, sem sýndur var i gærkvöldi, en óvist hvort þeir telja sér fært að hafa um- sjón með þessum þætti í fram- tíðinni. Heyrast þær raddir inn- an fréttastofunnar, að forsend- urnar fyrir því að halda úti slik- um umræðuþætti um þjóðmál líðandi stundar séu brostnar, ef til eiga að koma afskipti frá opinberum aðilum um efnisval. Eða eins og einn starfsmaður fréttastofunnar orðaði það: „Við erum auðvitað hundóánægðir með það að vera eins og hverjar aðrar strengbrúður, sem fjar- stýra megi úr stjórnarráðinu." Mbl. tókst ekki í gærkvöldi að ná sambandi við Andrés Björns- son, útvarpsstjóra. Þinghólsskóla. (Ljósm. Mbl.: M.) Skólafrí vegna rúðubrota FIMMTÁN rúður voru brotnar í Þingbólsskóla í Kópavogi i fyrrt nótt og féll kennsla í skólanum niður í gær þess vegna. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem rúðu- br.jótar ganga hart að þessum skóla. Guðmundur Hansen, skóla- stjóri, sagði Mbl. í gær, að senmi lega félli kennsla í dag einnig niður, þar sem smiði iðnaðar- manne og kennsla skóiabaraa fæi'u ekki vel samar. í einu húsi. Lögreglan í Kópavogi rannsák ar nú mál þettia. — Höfumalgjöra samúð Framh. af Ws. I ur hlýhugur í garð íslendinga og við vitum, að það er gagn- kvsemt" Forsætisráðherra Noregs, Lars Korvald svaraði spumingu minni með því að segja, að hamn hefði, þegar hann var á ferðalagi í Israel, ekki aiis fyrir löngu, hitt Wilson, fyrrum forsætisráð- herra Breta, í Jerúsalem og hann hefði sagt við sig: „Hafið þér ekki kotnið tii Betlehem?" Korvaid sagðist hafa svarað neit andi, og Wilson þá hafa hvatt hann tii að fara þanig-að. „En ég er íorsætisráðherra," sagði Kor- vald við Wilson ,,og það vekur aöhygii, ef ég fer yfir gömlu landamærin." Með þessari dæmisögu vildi forsætisráðherra Noregs segja, að forsætisráðiherrar yrðu að vera varkárari í yfirlýsinigum en annað fóik. Ég benti honum þá á, að milli Noregs og Islands væru engin landamæri. Hann hikaði við. „Nei, það er vist rétt," sagði hann. Ég spurði hann um, hvort ekki væri mik- il samúð með afstöðu ískmds í iandhelgismálimi í Noregi og vildi forsætisráðSierra Norð- manna ekkert um það mál segja frá eigin brjósti. „Þér megið ekki leggja mér orð I munn," sagði hann. En hann staðfesti, að samúð og skiílningur ríktu á iamdhelgismáliniu í ákveðnum hópuim í Noregi, og ekki einuing- is meðal sjómanima. Einkum er þessi samúð stierk í Norður- Noregi, og staðfesti Korvald for- sætisráðíherra það. Ég talaði .einniig við Anker Jórgensen, forsætisráðherra Dan merkur, en vísa til fyrri um- mæla Per Hækkerup, efnahags- málaráðlherra, þegar ég spurði hanm á toppfumdinuim í París, hvort Danir, sem nú segðust vera tengiliður milli Norður- landa og Efnahagsbandalags- ríkjanina mundu reyna að miðla málium milii íslendinga og Breita. Ummæli hans birtust i Morgu nblaðinu: „Við setjum elcki fingurna i þetta mál,“ sagði Hækkerup. Bn K. B. Andersen, utamirikisráðherra Dama er tals- maður dönsku stjórnarinm'ar og hann sagði í París, að Danir mundu ekkert aðhafast í mál- imtu, nema þeir væru um það beðnir. Anker J0rgensem saigði í ræðu siinni á samkomu Norr- æna félaigsims á Friðriksbergi, að Sviar vildu leggja brú yfir Eynarsund og lét að því liggja, að Danir vildu vera slik brú milli Norðurlanda og Efnahags- bandalagsríkjanna. En hann ben,ti á, að Danimörk væri lítið lanid í samtökum þessum, þar væru stórveldi miðað við Dan- mörk. Aifk þess bætti hann við, að Danir mundu ekki túlka sér- staiklega málstað bræðraþjóð- anna á Norðurlöndum í Efna- hagsbandalagi Evrópu, nema þess væri óskað. En aðiki Dan- merkur mundi tryggja, að rödd Norðuriiamda heyrðist í þessum saimitökuim. Olov Pahne, forsætisráðherra Svia, kom því ekki við, að mæta á samkomunni á Friðriksbergi, en öllum er kunnug afstaða sænsku rikisstjómarinnar í land helgiisimálimu. Aftur á móti má nú ætla, að atkvæðagreiðslan um landgrunnstiliöguna á Alls- herjarþinigi Sameinuðu þjóðamma svo afdráttarlaus, sem hún var, geti haft áhrif á opinbera af- stöðu Norðurlanda í málímj. Ég spurði Sorsa, forsætisráfl- herra Finnlands, hvort nábýhð við Sovétríkin hefði gert Finn- um erfitt fyrir að ná samkonnu- lagi við Efnahagsbandalaig Evr- ópu, þvi að opimtbert Jeyndar- mál væri, að þeir vildu hafa hönd i bagga með utanríkis- stefmu Fimma. Fo rsæ t is ráðherr- ann, sem er unglegur og einiaar geðugur í saimtiali tók því öliu vel og sagði, að Finnar hefðu við ýmis vandamál að glíma og nauðsynlegt væri að fara að öllu með gát. „En ég er þess fuilviss, að við gerum viðskiptasamniing við Efnahags- bandalagið áður e-n lamgt um liður,“ sagði forsætisráðherra Finmlands við fréttamann Morg- u-nblaðsins. — Fundur Norr- æna félagsins Framhald af bls. 3. fús Einarsson. Eftir Sigfús var flutt „Felund: Islandsk folke me-lodi Kejser der var og h0v ding gud,“ eins og segir i dag skránni. Borgarstjórinn á Frið riksbergi A. Stæhr Johansen setti samkomiuna og Poul Hjermind, hæstaréttarlöigmað ur, formaður Norræna félags- ins á Friðriksbengi, bauð igesti velkom.na enda stofnaði félag hans til þessarar athygl isverðu samkomu. Dren-gja- kór útvarpsins söng við fögn uð og gleði viðstaddra. Dreng irnir voru allir með danska fána i barminum, eins og til að leggja áherzlu á eitthvað af þeim sérkennum, sem for- sætisráðherra Norðmanna hafði f jallað um og danski for sætisráðherrann lagði einnig áherzlu á í ræðu sinni síðar. Að lokum sungu aliir við- staddir ljóð C. Hostrup, „H0je Nord frihedshjem“, þar sem segir m.a.: „saml i ét de skilte rád.“ Sú frétt hafði borizt fyrir fundinn, að forsætisráðherra íslands, Ólafur Jóhannesson hefði ekki komið á samkom- una til að mótmæla afstöðu ríkisstjórna Norðurlanda til tildögu íslendinga og fleiri ríkja um rétt strandríkis á haf inu yfir landgrunninu, sem samþykkt var á Allsherjar- þiniginu í desember sl. Full- trúar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sátu hjá i atkvæðagreiðslunni ásamt fiulltrúum 18 annarra ríkja eins og kunnugt er. I samtali mínu við Sorsa, forsætjsráðherra Finnlands sagði hann, að Ólafur Jóhann esson hefði iýst yfir, að rangt væri, að fjarveru hans mætti túlka sem mótmæli, en ekki voru þó allir á einu máli, sem þarna voru saman komn ir, um bvernig túlka bæri þessa ákvörðun Ólafs Jóhann essonar. Eitt er þó víst, að fáránleigt hefði verið, að koma ekki á samkomuna í mótmæla- skyni. Samkoma þessi var haldin af einu þeirra féiaga, sem aðiid eiga að yfirlýsingu allra norrænu félaganna á árs fiundi þeirra í nóvem-ber sl., þar sem skorað 'var á ríkis- stjórnir allra Norðurlanda að standa með íslendingum i landhelgismálinu; „Fundurinn vonar, að rikisstjórnir Norð- urlanda styðji á alþjóða vett varvgi ísland og önnur norræn lönd og landsvæði, sem eiga lifshagsmuni sina undir auð- aefum hafsins, og sem reyna að vernda þessar auðlindir;“ eins og komizt er að orði í yfirlýsingu ársfundar norr- ænu félaganna. Si-guröur Bjarnason, sendiherra benti í ræðu sinni rækilega á þessa yfirlýsinigu norrænu félag- anna. Mótmæli ó röngium stað og stund vekja meðaumkun, en ekki samúð, enda iagði is- lenzki sendiherrann áherziu á það í ræðu sinni, að forsæt isráðherra íslands hefði ekfci getað, vegna anna heima fyr ir, komið því við að mæta á samkomunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.