Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 SAC3AIM — Ég veit ekki um neitt, sem ógnaði meinum. — Áttu nokkurt tómt meðala gias ? Nei, ekki þetta... — Hvers vegna spyrðu? — Enginn gæti neytt þig til eð taka pillur, og sízt of stór- an skammt. En eitthvað, sem þú drekkur, mætti eitra nægilega til þess að gera þig meðvitund- arlausa um stund, og auðvelda þcnnig morðið fyrir morðingj- arwi. — Ég get ekki trúað. .. -— t>á verðum við að sanna, að svona sé það ekki. Náðu í glas. — Tii hvers? Cal sagði snöggt: — Það eina í eldhúsinu hjá þér, sem hægt væri að eitra og þú mundir drekka, er appelsínus&fi. Það er eitthvað af honum í kæliskápn- um. Ég gáði að því. Við skuluim láta efnagreina hann. Við skul- um bara sanna þetta eða af- sanna, það er allt og sumt. Hún dró andann djúpt. Það er engin ástæða fyrir nokkum inann að reyna að . . . myrða mig. Var það ekki það, sem þú áttir við? Hann horfði beint á hana. Það var það, sem þú áttir við. — Þú átt við, að einhver hafi sett svefnmeðal í safann, svo að hann gæti komizt inn í íbúðina . . . En Fiora var skotin. — Það gæti endurtekið sig, sagði Cal, en . nnars eru til margar morðaðferðir. — En það er engin ástæða til þess! Ekkert veit ég, sem gæti verið nokkurs virði. Ég veit ekkert um endalok Fioru um- fram það, sem þið vitið. Ég er engum hættuleg og á heldur ekki neina óvini. — Hvemig komst glasið hing að? Og hver kom að dyrunum og sagðist vera með skeyti ? — Ég get bara ekki trúað því . . . þú sagðir, að lögregluþjón- amir hefðu líklega haft á réttu að standa. —Það vona ég líka, sagði hann snöggt. — Náðu í tómt glas eða eitthvað slíkt. Hún stóð upp og henni Tudor rafgoymar allar stærðir og gerðir í bíla, báta, vinnuvélar og rafmagnslyftara. Nóatún 27, sími 25891. Hringt eftir midncetti M.G.EBERHART fannst fæturnir á henni eins og staurar, sem tilheyrðu alls ekki henni sjálfri. Hún fór fram í baðherbergið, náði í glas og skolaði það rækilega. Hún fór með það til Cals, sem var kom- inn fram í eldhús. Hann hristi appelsínusafann, hellti dáliöu af honum í glasið, gekk aftur inn í stofuna og stakk glasinu, ásamt silfuröskjunni í frakka- vasa sinn. — Jæja, sagði hann. Láttu niður það sem þú þarft til nokkurra næstu daga. Við skulum heldur gera okkar skyssur í varúðaráttina. Við verðum í húsinu rnlnu. Hún sagði eins og viðutan: — Ég vissi ekki, að þú ættir hús. — Seiseijú. Ég neyddist til að kaupa mér hús i fyrra. Ég á fjórar systur og ellefu systra- börn, sem koma til New York, jefnvel öll í einu, þegar verst gegnir. Ég var orðinn þreyttur á að troða þeim öllum í íbúðdna mína eða koma þeim fyrir í gisti húsum. Flýttu þér nú að láta nið ur. Svo skulum við fá nýjar skrár fyrir ibúðina, áður en þú kemur aftur. Eftir andartak sagði hún: — En þá veit Pétur ekki, hvar ég er niðurkomin. Cc.l gekk inn í svefnherberg- ið. Hún elti hann þangað og horfði á hann taka fatnað af herðatrjám og fleygja honum í stóru ferðatöskuna hennar. — Viltu þetta? spurði hann og hélt á Ioft bláum ullarkjól. — Og viltiu þetta? Hann hélt upp sam kvæmiskjól, sem hún hafði ekki komið i í heilt ár. Hún neyddist til að taka við stjórninni. Hann leit á úrið sitt. — Þú getur alltaf komið aft- ur og náð í það, sem þú þarft með. Hugsaðu ekkert urn tann- krem eða þess háttar. Systur mínar hafa aldrei tekið með sér heim það, sem þær kornu með. Það er heilit safn af hreinlætis- vörum í hverju gestaherbergi. Ertu til? — Eru nokkrar af systrum þinum þar núna? — Ekki mér vitanlega. Eini gesturinn, sem var heima þeg- ar ég fór fyrir klukkutíma, er Henry, tólf ára, sem þarf að ná í tannlækni. En hamingjan má vita, hve margt hefur kom- ið í millitíðinni. Honum virtist vera skemimt. — Ertu að hugsa um velsæmið, sem sé að þú verð ir ein með piparkarli? Henni datt í hug hurðarhúnn inn sem snerist. — Nei, ég var að hugsa um, að mig langar mest til að koma aldrei hingað aftur, sagði hún, eins og satt var og seildist eftir rauðu káp- unni sinni. Hann tók hana af henni, leitaði í skápnum og fann aðra kápu, dökka. Hann færði hana í kápuna. — Hún er ekk.i eins áberandi. Svo tók hann upp töskuna hennar. Hún horfði á hann, hissa. — Er þér alvara, að einhver gæti farið að elta mig? — Eins og ég sagði, þá skul- um við heldur vera of varkár en óvarkár. Tilbúin ? Hann læsti dyrunum á eftir þeim. Leiguhúsið var svo þög- ult, að Jenny fannst sem hún læddist á tánum eftir ganginum. Hún sá, að Cal gægðist inn i lyftuna til þess að fullvissa sig um, að enginn væri í henni. Hann fór eins að í litla gang- inum niðri og bað svo Jenny að bíða meðan hann aðgætti bílinn í þýðingu Páls Skúlasonar. úti fyrir. Svo kom hann aftur. — Þetta er víst aUt i lagi. Komdu. . . En hann gætti þess, að þau yrðu fljót yfir gangstéttina. Hún leit í kringum sig, en sá ekkert nema myrkrið. Óljóst vottaði fyrir bílunum í daufri skímu frá götuljósi. Þarna voru engir að liðka hunda og engir að koma seint heim, og enginn að fela sig i húsadyr- um. En þetta var vafalaust vit- leysa, hugsaði hún. Enginn færi að elta hana ttl þess að myrða hana. Hún hafði séð í símaskránni, hvar Cal átti heima. Hann var alltaf að líta í spegilinn, alla leiðina, og loks sagði hann: — Ég ætlaði nú ekki að hræða úr þér liftóruna. Ég vil bara vera viss. En þetta er víst allt í lagi. Svo lagði hann bílnum við stétt- arbrúnina. — Jæja, þá erum við komin. Hlauptu áfram á undan mér. Útddymar eru opnar. Ilún hljóp yfir gangstéttina, grindahurðin opnaðist og hún kom inn í lítinn gang. Cal kom á eftir henni, opnaði innri dyrn- ar og bauð henni að ganga í bæ- inn. Þau gengu upp marga stiga og einhver rödd sagði: — Hund urinn hefur ekkert hreyft sig. Hún leit upp. Freknótt andlit kom fram yfir hc.ndriðið, og uppi yfir þvi var veiðimanna- húfa. Cal ávarpaði andlitið. — velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Um lánamál námsmanna erlendis „Vegna aðgerða stjórnvalda er nú mjög versnandi efnahags afkorna islenzkra námsmanna erlendis. Þau ótíðindi hafa gerzt nú í haust að stórlega hafa verið skert lán úr iána- sjóði íslenzkra námsmanna. Kemur þessi skerðing að sjálf- sögðu harðast niður á þeirn stúdentum, sem nema við er- lenda háskóla. Efnahagur þeirra flestiv er ekki svo rúm- ur, að þeir megi við stór- felldri lækkun eða jafnvel al- gerri niðurfellingu námslána. Fyrrverandi stjóm var búin að koma bessum lánamálum í gott horf þegar hún illu heilM fór frá völdum. Fyrrverandi ráð- herrar þessara mála, Magnús Jónsson og Gylfi Þ. Gislason voru svo víðsýnir menn, að þeir sáu hvers virði það var fyrir islenzka námsmenn við er lenda háskóla að eiga aðgang að rýmilegum iánum til að standa straum af dýru námi sem tekur hjá flestum a.m.k. 6 til 7 ár. — En núverandi stjórn endur mennta- og fjáxmála virð ast vera á aEt annarri skoð- un í þessum efnum en fyrir- rennarar þeirra voru. í því efnahagslega öngþveiti, sem nú rikir i fjármálum rikisins, gripa stjómendur þessara náms lána til þess ráðs að ráðast á garðinn þar sem hann er lægst- ur, en þessi ráðabreytni er stór lega vítaverð og bein svik við gefin loforð. • Gott er að hafa tungur tvær . . . Það má segja að eitt rekur sig á annars hom hjá þessari vinstri stjóm, en gott er að hr.fa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Menn munu minn- ast þess þegar uppistandið varð við islenzka sendiráðið í Stokfchólmi fyrir nokkrum ár um. Voru þar óánægðdr íslenzk ir námsmenn að verki. Ekki er ólíklegt að sú saga endurtaki sig nú og þá í miMu stænri stí’I en þá varð, verði ekki veru lega umbætt frá þvi sem nú er. En vikjum aftur stu'ttlega að Stokkhólmsóeirðunum. Skeiegg ustu tatemenn þessara manna hér heima þá voru einmitt kommúnistar og viidu nú stór auka lánin og styrkina, þannig að þeir nægðu námsmönnum til fullrar framfærslu þar tii námi lyki. • Hvar er nú stórhugurinn? — En hvað gerist nú? Þegar þeir hafa aðstöðu til að sýna stórhug sinn í verM, ja þá virð ist allur vindur úr þeim. Nú lyppast þeir niður og heykjast algerlega á verkefninu og gleypa ofan í sig öll stóru orð- in frá fyrri tíð. Já, svona geta staðreyndimar stundum verið glettnar og frá þeim verður allis ekM flúið. Sjálfsagt væri hollt fyrir vinstri stjómina að hug- leiða vandlega þessi orð Páls postula. „Það góða sem ég vil það gjöri ég ekki — en það illa sem ég vil ekM það gjöri ég.“ Reykjavik í desember 1972. Þorkell Hjaltason.“ EkM er nú víst, að þær að- gerðir, sem boðaðar eru í bréf- inu hér að ofan, yrðu námsfólk inu til framdráttar i sambandi við fjáröfliun. Miklu fremur verður að álíta, að gönuhlaup ungmennanna í Sviþjóð hér um árið hafi orðið námsfólki al- mennt til mikils álitshnekMs og óþurftar og eigi meðal annars sinin þátt í því, að hugur al- mennings hér á landi er ekki meira en svo vinsamilegur í garð íslenzkra námsmanna er- llendis. • Skemmdarstarfsemi Nokkur brögð hafa orðið að því, að skemimdarverk hafi verið unnin á útiijósasamstæð- um nú um hátíöamar, að minnsta kostii hafa nokkrir eig endur slíkra jólaskreytdmga haft samband við Velvakanda og borið sig ilíla. Svo virðist sem um sMpulagða sikemmdar- starfsemd sé hér að ræða, til dæmis hafði verið gemgið á röð ina í að minnsta kosti fjórum görðuim og brotnar margar per ur í hverri samstæðu. Þvi mið- ur er erfdtt að koma auga á leið, sem vænleg er til þess að sporna við þessari skemmdar- fýsn, en hún virðist fá útriás á hinn margvíslegasfca hátt, saim- anber usla sem gerður er I kirkjuigörðum, simasjáMsaia, sem aldrei fá að vera í friði og svo framvegis. Oft er sagt, að hér á Islandí sé stéttlaust þjóðfélag, en ein stétt er vissulega of áberandi, þ.e.a.s. skemmdarvargamir, sem finna sér ekkert þarfara að gera en að ganga um og spiiMa uimhveríi sinu. Sennilega muniu margir segja, að hér séu aðal- liega að verki krakkar og óvilt- er, en það bætir sízt úr. Eiitt af fruimsMlyrðum í uppeMS hlýtur að vera það að innræita unigvdðiinu hirðusemd og virð- ingu fyrir umhverfi sínu og sjálfu sér. ^jQZZBÖLLOttStöLi BÚPU jozzbollelt * Nýtt rythme Nýtt Ný námskeið eru að hefjast fyrir ungt fólk, 18—25 ára. Léttar jazzæfingar og rythme. Innritun í síma 83730 kl. 1—5 13. og 14. janúar. jQZZEDLLOCtQKÓLÍ BÚPU c_. Q N N Q Q 0 CT CT CD s □o Q 2 Óskast til leigu NÚ ÞEGAR. Einstaklings/tveggja herbergja íbúð með hús- gögnum. — Fyrirframgreiðsla. Tilboð, merkt: „Vönduð umgengni — 917" sendist Morgunblaðinu sem fyrst.___ iii Hjúhrunarkona Hjúkrunarkonur óskast i hinar ýmsu deildir Borgarspítalans. Hlutastarf kemur til greina, t. d. naeturvakt eða kvöldvakt eina viku i mánuði. Barnagæzla á staðnum fyrir böm 2ja ára og eidri. Upplýsingar gefur forstööukonan í síma 81200. Reykjavik. 10. janúar 1973. BORGARSPlTALINM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.