Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 23 — Velferðarríki Framhald af bls. 17. ríkisstjórn, beinlínis vegna ein- beittrar stefnu, að halda þessu hlutfalli allmikið niðri þennan sama áratug, þannig að það óx ekki mikið yfir 30%. Nýjar áreiðanlegar tölur eru ekki fyr ir hendi, en hver og einn getur sagt sér sjálfur hvað muni hafa gerzt á s.l. 2 árum í þessu efni hér á landi. Annað atriði er, að markaðs- kerfið aflagast, m.e. vegna þess, að rikisbúskapurinn verður iniklu umfangsmeiri en áður og að í ríkisibúsikapinum er markaðs lcerfið ekki notað, eða ekki not- að nema í hverfandi mæli. Jafn- framt hefur markaðskerfið aflag azt af öðruim ástæðum. Ríkisvald ið hefur gripið í taumana með verðlagseftirliti, með verðstöðv- um, með styrkjum til fyrirtækje, með beinum afskiptum af öðru tagi. 1 þriðja lagi hefur oiðið mik- il breyting á aðstöðu fyrirtækj- arna. Ágóði þeirra hefur ninnk- að, fjárráð þeirra eru minini, fjár festing í atvinnulifinu hefur til- hneigingu til þess að dnagast saiman og fyrirtækin eru háðari bönkum og ríkisvaldi í sam- bandi við fjáröflun heldur en þatu voru áður. Vaxandi tortryggni gætir á milli atvinnu- fyrirtækja og rikisvalds. Þetta er mjög áberandi i Svíþjóð. Jafnframt er þó augljóst, að stjórnendur fyrirtækj- anna hafa mikla aðlögunarhæfi- leika, þeir laga sig að þessum nýju aðstæðum, finna ieiðir til þess að vinna með ríkisvaldánu og það oftast á þann kátt, að efnahagskerfið og einkum mark- aðskerfið aflagast. Þetta er einn ig áberandi í Svíþjóð. Svíar tala um ,,mygelsamhallet“. Það er þjóðfélag, þar sem myndast eins konar bandalag á milli rik- isvaldsins og atvinnulifsins, þar sem atvinnulífið sækir stuðninig til ríkisvaldsins en gengur jafn- framt erirnda þess. Jafnframt fel- ur þetta í sér, að atvinnufyrir- tækin eru ekki lengur rekin út frá þeim efnahags- og sam- keppnissjónarmiðum, sem áð- ur voru rikjandi. 1 fjórða lagi má nefna breyt- ingu á afstöðu manna ti'l vinnu, til framtaks og til sparnaðar. Það er að sjálfsögðu enginn vafi á, að hugur manna til þess að vinna, til þess £_ð takast á við vandamál og til þess að spara fé, hefur verið einn helzti afl- vakiinn að baki þeirra efnahags- legu framfara, sem orðið hafa s.l. 200 ár. Nú er þessi hugur að dofna, einkum í þeim löndum, sem lengst eru komin á braut velmegunar og velferðar. Menn hafa ekki áhuga fyrir að vinna langan vinnudag, vilja fara snemma á eftirlaun og sjá ekki ástæðu til að safna spari- fé. Háir skattar og miklar trygg ingar hljóta til lengdar að hafa élhrif í þessa átt. Menn vilja ekki lengur leysa málin sjálfir, heldur ætlazt til þess að aðrir geri það, og þá umfram allt rik- isvaldið. Hverjar eru þá almennar af- leiðingar þessara breytinga, ann ars vegar á efnahagslífið, hins vegar á þjóðfélagið yfirleitt? Að því er efnahagslífið snert- ir, verður mun erfiðara en áður að ná þeiim efnahagslegu mark- miðum, sem sótzt hefur verið eft ir fram að þessu og enn skipta miklu máli. Það verður erfiðara að ná hagvexti, verðbólga verð- ur meiri og það verður jafn- fraimit erfiðara að halda uppi atvinnu. Þette stendur í nánu sainbandi við það, sem áð- ur hefur verið sagt um breyt- inigu á afstöðu manna til vinn- unnar, um breytingu á aðstöðu fyrirtaikja, um aflögun verðkerf isins og um aukningu opinberra útgjalda. En skiptir þetta þá máli ? Gerir það nokkuð tii, þótt hagvöxtur mininki? Þurfum við á meiri velmegun að halda? Ég held, að það væri mikill mis skilningur að fallast á slíkar skoðanir. Til þess að geta feng- izt við þau vandamál, sem fram- undan eru, hver svo setm þau eru, hvort sem um er að ræða aukið þjóðfélagislegt réttlæti, eða mengunarvandamál, þurfum við að hafa meiru úr að spila. Hagvöxturinn er ekfci að- eins auðveldcista heldur I raun og veru eina færa leiðin til þess að leysa slík vandamál og jafn- framt eina leiðin til þess að leysa þessi vandamál án vaxandi þjóð félagslegrar sundrungar. Sé hag vöxtur nægilegur er hægt að sinna þessum málum, án þess að verið sé að ganga á rétt og hlut einhvers annars. Sérfræðing ar telja, að iðnaðarliöndin geti á einum áratug ráðið við megin vandann í umhverfismálunum með þvi að nota hlutia af eðli- legum hagvexti til þessara þarfa. Ef hagvöxturinn er l.ins vegar litill sem enginn, þá verður að leysa vandamálið með skerðingu í öðrum greinum. Sama máli gild ir, ef gera á meira fyrir byggð- irnar. Ef hagvöxturinn er nægi lega mikill, er unnt að gera þetta án þess að skerða hag borgar- búa, en ef hagvöxturinn er lít- ill sem enginn verður ekki hjá því komizt. Það er einmitt hag- vöxturinn, sem umfram alllt hef- ur s'kapað þjóðfélagsdegt jafn- vægi á undanfömum áralugum og hlýtur að geta gert það einn- ig í framtiðinni. Ef litið er á þjóðfélagið í heild, er ekki síður um ugg- vænlega þróun að ræða. Það er eðli lýðræðisþjóðfélags, að ákvarðanir eru teknar viða, á heimilum, í fyrirtækjuim, i sveit arfélögum, í héruðum. Það er í raun og veru aðeins hin almenna stefna, sem er mótuð á einuim siteð, af ríkisvaldinu sjálfu. Á sínum tíma, þegar þjóð ríkið myndaðist, var það mikill áfangi í lýðræðisátt, vegna þess að þjóðrikið varð til úr stærri heiid. Þeger þjóðir urðu sjálf- stæðar fluttist valdið frá mið- depli út á við. Þetta hafði mikla þýðingu fyrir allar framfarir, eins og við þekkjum bezt frá því að við fengum heimastjórn 1904, og ákvarðanavaldið fluttist frá Kaupmannahöfn og hingað heim. En þegar nú er stefnt að því að efla vald þjóðrikisins, er í raun og veru /erið að stefna í öfuga átt frá því sem var, þeg ar þjóðríkið varð til. Verið er að taka áhrif og völd, sem væru betur komin annars staðar, og færa þau til miðdepilsins. Við getum í stuttu máli sagt, að sá viti gjörst hvar skórinn kreppir, sem ber hann á fætin- um. Grundvallamtriðið í stjóm efnahagsmála er einmitt að koma ákvörðunum þannig fyrir, að sá tafci þær, sem ber skóinn á fæt- inum. Inntak stjómvizku er ein- mitt þetta. Þjóðfélag, þar sem rík isvaldið eflist fram úr hófi, er illa virkt þjóðfélag, sem verður lítið úr því, sem það hefur handa á milli, nýtir ekki framleiðslu- þætti sína sem skyldi, og verð- ur minna úr gæðunum en unnt væri. En það er einnig ógeðfellt þjóðfélag, sem leggur helsi á sköpunar- og athafnamátt manna og spillir þeim, sem völd- um safna og yöldurn beita i jafn Íniklum mæli og það þrúgar þegn- ana. Nú munu menn spyrja, hvort hér sé ekki máluð of dökk mynd. Jú, að vissu marki. Eðli þjóðfé- laga er að leita jafnvægis. Sé farið of langt í eina áttina, ger- ist eitthvað, sem beinir straumn um aftuir til baka. ’érhver kraft ur á sitt mótvægi. Að verki eru sjálfvirk öfl, sem vinna gegn þeirri þróun, sem ég hef verið að lýsa. Framvinda visinda, tækni, menntunar og skipu- lags er eitt þessara sjálfvirku afla. Sú framvinda gengur sinn gang jafnt og þétt og hef- ur margvísleg áhrif, ekki sizt á hagvöxtinn. Ég býst við, að ekki sé unnt að stjóma efinahagsmál- um svo illa, að sú framvinda miuni samt sem áður ekki leiða til nokkurs hagvaxtar. Áhrif sí- vaxandi allþjóðlegra samgangna og alþjóðl'egra viðskipta eykur samkeppni og hefur hag- stæð áhrií til að auke hagvöxt, draga úr verðbólgu og bæta at- viinnuástand. Ekki virðist held- ur sennilegt að aftur verði far- ið að byggja upp múra tolla og hafite landa á milli, eins og gert var eftiir 1930, þó að nokkurra tilhneiginga í þá átt hafi gætt á undanförnum árum. Enda þótt allt þetta sé mikil- vægt, þá er það þó afl stjórn- málanna, sem mestu máli skipt- ir. Menn eru þrátt fyrir alllt, sinner eigin gæfu smiðir í veru- legurn mæli, a.m.k. í lýðfrjáls- um löndum. Við getum sjálf haft áhrif á það efnahagskerfi og það, þjóðfélag, sem við lifum í. Þetta gerist fyrst og fremst fyrir áhrif stjórnmálalegrar baráttu og at- hafina. Þá er komið að þvi að spyrja, hvert stjórnmálaflokkur eigi að stefna, sem öðlazt hefur skilining á þeim málum, sem hér um ræðir, og sem vill freista þess, að leiða veliferðar- ríkið af villigötum. Við skulum þá aftur spyrja bæði um mr.rk- mið og leiðir. Hvaða markmið á að setja? Hvaða leiðir á að reyna að fiara? Að því er markmiðim snertir vildi ég fyrst og fremst leggja áherzlu á jafnvægi í vali þeirra og skilning á eðli þeirra. Ekki kemur til greina a*J hafina þeim nýju mankmiðum, sem hafa ver- ið svo ofarlega á baugi síðustu árin og áður voru nefnd. Þau eiga rétt á sér, í vissum mælii og að vissu leyti. En það sem mestu máli skiptir er, aC þessi nýj-u markmið verði ekki til þess að ryðja gömlu markmiðumum úr vegi, því að þau markmið hafa ennþá grundvalilarþýðingu. Ekki sízt hafa þau þýðingu í sjálfri sókninni að nýju mark- miðunuim. Jafnframt er mik- ilvægt að skilja og skiigreina nýju miarkmiðin og leitast við að samræma þau innbyrðis og sam- ræma þau gömlu mr.rkmiðunum. Með þessu móti er unnt að sam- eina í stað þess að sundra, sam- eina hópa, stéttir, byggðir og þjóðir, í stað þess að einn risi gegn öðrum og einn sé egndur gegn öðrum. Að þvi er leiðimar snertir, kem ég aftur að því, som ég hefi áður sagt, að mestu máli skipt- ir, að finna rétta ákvörðunar- staðimn i hverju máli, að sá taki ákvörðumina, sem finnur hvar skórinn kreppir. Þar á framtak- ið og ábyrgðin að liggja, og þetta felur í sér, að valdinu sé dreift til heimila, eiinstaklinga, fyrirtækja, byggða og sveitarfé- laga. Jafnfiramt má ekki gleyma því, að sömu lögmál um dreif- ingu ví’.lds og ábyrgðar eiga ! íka við innan fyrirtækja og stofn ana. í þessu sambandi skipt ir meginmáli að efla markaðs- kerfi, sem getur miðlað réttum upplýsingum, óbrenglað markaðs kerfi. Um leið og hugsað er um að dreifa valdinu þannig innan þjóðfélagsins, er einnig rétt að gera sér ljóst, að alþjóðleg sam vinna og alþjóðlegar ákvarðan- ir í vissum málum eru nauðsyn- legur þáttur í dreifingu valds- ins. Sumar ákvarðsnir eru þess eðlis, að þær eiga ekki heima innan þjóðríkisins, heldur fyrir ofan það og utan, þ.e.a.s., þær verða að vera sameiginleg- ar ákvarðanir fleiri ríkja, ríkja- sambanda eða alls heimsins. Anniað mikilvægt atriði í sam- bondi við leiðimar er að endur- skoða fjármálasitjóm ríkisins og beinlínis stefna að því að koma í veg fyrir frekari vöxt opin- berra útgjalda í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Hér koma til greina margar nýjar leiðir, sem kunna að virðast nýstáriegar í byrjun, en höfuðatriðið er, að ganga til djarfrar endurskoðun ar og fylgja ekki bara í far þeirrar þróunar sem orðið hefiur áður. Ég tel, að verið sé að gera eftirtektarverðar til- raunir í þessa átt í öðrum lönd- um, t.d. í sambandi við trygg- ingamál, tilraunir, sem væru þess virði að fylgjast með þeim. Loks, og í þriðja lagi, er nauð- synlegt ~.ð endurskoða stjóm efinahagsimála, til að ná aftur betri tökum á þeim málum, og gera það kleift að ná þeim meg- inmarkmiðum, sem hér hefur ver ið talað um, og þá ekki sizt ör- um hagvexti og fullri atvinnu án mikillar verðbólgu. Einnig á þessu sviði er þörf nýrra að- fierða og einnig hér er 'viða ver- ið að brjóta nýjar leiðir. Þegar rektor háskólans í Yale í Bandaríkjunum, Kingman Brewster, setti skóla sinn á nýliðnu hausti, þá sagði hann eitthvað á þá leið, að á undanförnum árum hefði há- skólaæska Bandariíkjanna verið að reyna að stytta sér leið. Hún hefði krafizt þess, að námið í skólunum stefndi beinlínis að lausm þeirra vandamála heims ins, sem mest kölluðu að. Hún hefði einnig með fyririitn- ingu visað á bug öllu þvi, sem ekki virtist hafa gildi hér og nú. Loks hefði nokkur hluti þessar- ar æsku viljað beita mótmæla- aðgerðum, jafnvel hreinu of- beldi, til að draga athygli að skoðunum sínum og knýja fram sjónarmið sin. Allar þessar til- raunir hefðu i bili haft nokkur áhrif, en allar þó reynzt árang- urslitlar til lengdar, og, þegar frá leið, valdið sárum vonbrigð- um, jafnvel óbeit. Þetta ætti eng um að koma á óvart, sagði King- man Brewster, þvl allar hefðu þessar tilraunir það sam- eiginlegt, að verið væri að reyna að stytta sér leið, en framhjá skiliniingi stytti enginn sér leið, og án skilnings yrði ekki með árangri glímt við vandamál mannlegs lífs eða mannlegs þjóð félags. Það, sem þessi kunni háskóla- maður segir um bandaríska æsku og við þá æsku, á eimnig við um þau mál, sem hér hafa verið til umræðu. Við leysum ekki vandamálin með einföldum hætti og ekki í flýti. Við getuim hins vegar vænzt árangurs með tíð og tíma, ef við kappkostum að öðlast skilning á málunum og beitum íhygli, hógværð og rétt- sýni í glímunni við lausn þeirra og kr.ppkostum jafnframt að sameina í stað þess að sundra. Þeir tímar koma fyrr en varir, að þeir menn og þeir stjórnmálaflokkar, sem tamið hafa sér \ slik vinnubrögð, hljóte að verða að takast á við vandann, þegar enn á ný verð- ur ljóst, að gangstígir verða oft glapstígir. (Erindi flutt á fundum Lands- málafélagiamna Varðar í Reykja- vífc og Fram í Hafnarfirði i nóv ember). Hœnsnahús óskast Hænsnahús óskast á leigu í nágrenni Reykjavíkur. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 20. janúar, merkt: „Hænsnahús — 9108“. BLAÐBURDARFOLK: Sími 16801. VESTURBÆR Nesvegur II - Lynghagi - Vesturgata frá 2-45. - Tjarnargata frá 39 — Kvisthagi. AUSTURBÆR Bergþórugata. Hátún - Miðtún - Háteigsvegur - Lauga- vegur 1-33 - Miðbær - Freyjugata 1-27 Þingholtsstræti. — Bergstaðastræti. ÚTHVERFI Sæviðarsund - Hjallavegur - Suður- landsbraut - Nökkvavogur - Gnoðar- vogur frá 48-88. - Laugarásvegur - Austurbrún I — Sólheimar I. ~ fSAFJÖRÐUR Nýr umboðsmaður tók við afgreiðslu fyrir Morgunblaðið frá 1. janúar, Úlfar Agústs- son, í Verzl. Hamraborg, sími 3166. ISAFJÖRÐUR Blaðburðarfólk óskast strax. Upplýsingar í síma 3166. SAUÐÁRKRÓKUR Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni og af- greiðslustjóra Mbl., sími 10100. YTRI-NJARÐVlK Blaðburðarfólk óskast strax. Afgr. Morgunblaðsins Ytri-Njarðvík. Sími 2698. Morgunblaðið, sími 10100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.