Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1973 Öruggari og þægilegri vetrarakstur 1. Láttu liða eina til tvær mín útur áður en þú ekur af stað á dimmuim morgni eða kvöldi til að augun venjist myrkrinu. 2. Á köldum morgnum eru bíl rúðurnar hrímaðar; bættu þá nokkrum mínútum við ferð þína og hreinsaðu rækilega af rúðun uim með plast- eða gúmmísköfu (og ísvarnarvökva ef þarf). 3. Venjulega dugar að hita lykilinn með eldspýtu til að opna frosna læsingu, eftir tvær til þrjár tilraunir. Hitaðu lykil- inn samt ekki of mikið þvi það getur skemmt húðun hans. — Einnig er hægt að blása heitu iloifti inn í læsinguna en láttu eklki berar varirnar snerta kalt járnið. 4. Gardínur fyrir vatnskass- anum hjálpa ekki til að hita vél- ina fljótt upp. Vatnskassagard- ína getur komið í veg fyrir að vatn eða slabb skvettist frá öðr- um ökutækjum á vélina. Ef þú notar vatnskasse-gardínu gleymdu ekki að taka hana frá þegar vélin hefur náð eðlileg- um hita. 5. Standið á kúplingunni og slökkvið á öllum raftækjum þeg ar gangsetja á k&lda vél, þar sem hleðsla rafgeymis er lægri í kulda. 6. Ef þú átt bíl með upphit- aðri afturrúðu, gakktu þá úr skugga um að hún vinni rétt. Bræði ís af ytra borði og haldi þéttingu frá innra borði rúðunn &. r. 7. Næturakstur í rigningu, snjó eða þoku veldur mikilli augnþreytu. Ef þú ert í vafa um hvort augu þín þola það hafðu þá samband við augnlækni þinn. 8. Hafðu þykkt vaxlag (bíle- bón) á al'lri yfirbyggingu bíis- ins yfir veturinn og hreinsaðu hann oft, sérlega til að losna við saltið (og tjöruna). Gleymdu ekki undirvagninum. Ef þú hef- ur bilskúr, þá ætti hann að vera vel loftræstur. 9. NotEðu lága ljósgeislann (ekki stöðuljós eða háu ljósin) alltaf þegar skyggni er slæmt, Eka uim miðjan dag. Það auð- veldar öðrum vegfarendum að sjá þiig. 10. Hreinsaðu reglulega rúð- umar að innan, sérlega ef þú reykir. Ef þú notar gleraugu, gættu þess að þau séu hrein. 11. Óhreinindi af götunum sliettast upp á ijósin og þekja þau fljótt og minnka styrkieika þeirra um meira en helming. Heinsaðu þau þvi oft, ekki sízt á ÍEngferðum. 12. Athugaðu rafkerfið reglu- lega. Notbun ljósa, þurrka, hit- aðra afturrúða, miðstöðva og þokuljósa krefst mikils raf- magns úr geymi, sem einnig þarf að gengsetja bílinn kaldan á hverjum morgni. 13. Sumir frostlegir endast tvö ár, en á því tímabili á að bæta við kælivökvann frostlegi alltaf þegar þarf. Að því tíma- bili liðnu ætti að hreinsa kerf ið og fylla það með nýjuim frost legi. 14. í „mikluim“ snjó fæst betri spyrna með því að lækka þrýst inginn í dekkjunum. Þetta er þó einungis neyðarúrræði þar sem undirþrýstir hjólbarðar eru hættulegir við flestar aðstæður. Strax og þú ert kominn úr djúpum snjó ættirðu að bæta aftur lofti í dekkin (þ.e. ef þú hefur áður hleypt úr þeirn) ör- yggisins vegnE og til að koma í veg fyrir óeðiilegt slit. 15. Keðjurnar eru nytsamast- ar í djúpum snjó og á óslétt- um is. Taktu keðjurnar undan strax og snjórinn hverfur af göt unum. 1 ísingu veita nagladekk in mest öryggi. 16. Ef þú festist (í snjó), þá áttu ekki að gefa í botn og spóla. Rugg&ðu bilnum fram og tii baka miili áfram og afturá bakgirs (yfirleitt er betra að nota 2. gír áfram þar sem hann grípur betur en fyrsti). Haltu ekki framhjól'unum í beygju meðan billinn er &ð losna. Reyndu að beita öllum stjóm- tækjum bílsins af lipurð; Stýr- inu, kúplingunni, bensíngjöfinni og bremsunum. Rólegan æsing, það er reglan. IIBBBBHMmiBlllHBllllBBlll ★★★★ FRÁBÆR ★★ GÓÐ SM K KVIKMYNDA ★★★ MJÖG GÓÐ ★ SÆMILEG LÉLEG Hí ÚSUNUM Prlonrliir Síphinrn Steinunn Sig- urðardóttir 55P Sveinsson Valdimarsson Háskólabíó: WUSA Nýkominn til New Orlenas verð ur Reinhardt vitni að því að melludólgur einn varar vændis- konuna Geraldinu við að starfa sjálfstætt i sínu umdæmi, svo Reinhardt gefur sig á tal við hana á eftir og býður henni út að borða. Þ»au sofa heima hjá henni um nóttina. Daginn eftir sækir Reinhardt um vinnu hjá út varpsstöðinni WUSA, fær vinnuna en verður að hlýða óskum stöðv- arinnar í hvívetna. Reinhardt og Geraldina ákveða að búa saman og flytja í húsnæði sem Rein- hardt hefur tekið á leigu. Þar kynnast þau Rainey, sem starfar hjá tryggingastofnun við könnun á aðstæðum fátækra og hugs- anlegri misnotkun á trygginga- bótum. ★★ Gildi myndarinnar fyr ir hvern og einn, auk þess að vera ádeiluimynd á spillt sam- félaig, kemur fram í því, að hún kann að vekja okkur til meðvitundar um andstæð- urnar Reinhardt og Rainby í okkur sjálfum, heilindin og óheilindin. Leikur er mjöig góður, en í heidd virðist mynd in dálítið eins og formáli. * Boðskapur myndarinnar fer fyrir ofan garð og neðan. Það sem hefði getað orðið all skörp ádeila á fasisma, ómennsku og stjórnmálamis- ferli verður að bitlausu og losaralegu Hollywood-drama. Upp úr stendur góður leikur Perkins og Woodward. |Pj| Háskólabíó: Mánudagsmyndin: LÍFIÐ, ASTIN OG DAUÐINN Lögreglan er á hælunum á ung um manni, Franeois Toledo að nafni. Hann er grunaður um að hafa myrt vændiskonur og það er að sjálfsögðu tengdamóðir hans, sem kemur lögreglunni á sporið. Hann er gripinn glóðvrolg- ur ásamt hjákonu sinm á hóteli nokkru, settur í fangelsi og dreg inn fyrir dómstól . . . ■*•★ Ekki eins umfangsmik il og nafnið bendir til. Boð- skapur myndarinnar er sá, að dauðarefsing ætti ekiki að við- gangast, en hann kemst bet- ur til skila annars staðar, t.d. í „Með köldu blóði“. Það fer Lelouch mun betur að gera alvöruminni myndir eins og „Maður og kona“. Nýja bíó: PATTON Myndin segir af einum herkæn- asta manni sögunnar, Patton hershöfðingja. Honum tókst að frelsa úr höndum Möndulveld- anna stærri landsvæðl, fleiri borgir og mannslíf en nokkrum öðrum. . Og það á skemmri tlma en nokkur stríðsspekúlant hafði útreiknað. Eins fjallar myndin um hans innrl baráttu; trúmaður var hann mikill, óhlífinn við sjálfan sig sem aðra. En hann átti löngum I útistöðum við yfir- boðara sína, og þvl varð ferill hans mishæðóttari en vera . skyldi. ★★★ Patton er fyrst og fremst kvikmynd um mann- orð, „hinn sanna hermann“. Þesisa mantngerð, sem er við- felldin sökum heilinda sinna líkt og skrattinn í þjóðtrúnni, túlkar George C. Scott af af- burðasnilld. Tækni stríðsatr- iða er óbrigðul, en myndin er of löng í heild sinni. ★★★★ ★★★ Hafnarbíó: STÓRI JAKE 9 ræningjar, allir þekktir saka- menn, ráðast undir stjórn hins illræmda John Fain á húgarð Mc Candles-fjöiskyldunnar i Texas, særa eða drepa fólkið og ræna Jake litla Mc Candles og heimta eina milljón dala I lausnargjald. Bústýran Martha, amma Jakes sendir eftir sonum slnum James og Michael og segir þeim hvern- ig komið er. Hún segir að faðir þeirra, Jake, sé sá eini sem ann- azt geti málið á viðeigandi hátt, en þau eru fráskilin. Eftir að hafa fengið boðin frá Mörthu, tekur Jake að sér að skipta á lausnargjaldinu og sonarsyni sínum með aðstoð sona sinna. ★ John Wayne afþreyjari í heldur lakara lagi, þrátt fyrir tilraunir til endurnýjunar, sem birtast í notkuin bifreiða og bifhjóla anno 1909 á svæð- um hins villta vesturs. Upp- bygigingin er of slök frá hendi leikstjórans til þess að nýj- ung þessi nái tilgangi sínum og tæknilega er myndin óvönduð. Wayne er sjálfum sér líkur eins og fyrri dagiinn. | j ★ Sæmileg afþreying, þótt samræður byggist á svo stutt uim og mergjuðum setningum, að þær missa yfirleitt marks. Heimildarsyrpan í upphafi myndarinnar er ekki svo vit- laus hugmynd. John Wayne er reffilegur að vanda, þó ekki eina reffilegur og Ric- hard Boone. Kópavogsbíó: „AFRICA, ADDI0“ Afríka 1964. Nýlenduveldin eru á undanhaldt. Hin nýju riki Afr- íku íá sjálfstæði, hvert á fætur öðru — meira af kappi en forsjá. Bretar töldu sig lönsrum „barn- fóstrur" þeirra þjóðflokka, sem tóku við ríkjum En „barnfóstr- unnar" er aldrei meiri þörf en einmitt þegar henni er vikið frá. *★★ Myindin virkar sjálf- sagt hálfóraunveruletg á frið- sæla og fjarlæga íslendinga, sem aldrei hafa séð menn vega né dýr stráfelld RAUN- VERULEGA. Jacobetti sýnir okkur inn í miskunnarlausain heim djöfulskapar mann- skepnunnar, sem engu þyrmir og drepur án tilgangs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.