Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1973 „Jesús Guð Dýrlingur“ — frumsýning 27. febrúar Frá æfingu á óperunni: Jesús í höndum hermanna, Með hlut- verk Jesú fer Guðmitndur Benediktson, hljómlistarmaður úr Mánum frá Selfossi. (Ljótsm. Mbl. Brynjóltfur). LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir n.k. þriðjudag, 27. febr., rokkóperuna „Jesus Christ Sup- erstar“ í Austtirbæjarbíói, en í íslenzkri gerð hefur verkið lilot- Ið nafnið „Súperstar — Jesús Guð Dýriingtir". Höfundar verks Ins, Englendingarnir Tim Rtce og Andrew Lloyd-Webber, hafa boðað komtt sína til fslands n.k. sunnudag til að vera viðstaddir frumsýninguna. Á fundi með fréttamönnum 5 g’ærmorgun sagði Vigdis Finn- bogadóttir, leikhússtjóri, frá helztu atriðum í sambandi við þessa sýningu. Alls korna 34 manns fram í sýningunni, 29 leikarar og hljómsveitin Nátt- úra. Leikstjóri er Pétur Eínars- son. Karl Sighvatsson hefur á hendi hljómsveitarstjóm, Jón Kristinn Cortes hefur setft kór- söng og er jafnframt hljóðstjóri á sýningum, Steinþór Sigurðs- son gerði leiktjöld og húninga og Unnur Guðjónsdóttir lagði á ráðin um hreyfingar leikara, eða „kóreógnafíu“. Með helztu hlutverk fara Iþesisir: Guðmundur Benedikts- son, liðsmaður Mána frá Sel- ifiossi, fer með htutverk Jesú, Pálmi Gunnarsson er Júdas, Shady Owens er Maria Magda- liena, Jón Sigurbjömsson er eeðstipresturinn Kaífas, Jónas R. Jónsson er Pílat us og Hamld G. Haralds er Heródes. Eir Jón Sig- urbjömsson hinn eini af fast- ráðnum lei'kurum L. R., sem tek- Ur þátt í sýningunni, en sumt af því u.nga fðlki, sem tekur þátt í henni, hefur stundað nám í leiklistarskóla fðlagsins og far- ið rrueð smærri hlutverk í leikrit- um þess. „Ástæðan fyrir því að við setj- um verkið ekki upp í Iðnó, er ekki sú, að við hefðum ekki ráð- við það hvað svið og taakni- búnað snertir, heldur sú, að sal- urinn í Iðnó rúmar of fáa giesti, 230, til þess að aðgangseyririnn af hverri sýningu geti staðið und ir kostnaði við hana. Þess vegna verður verkið sýnt hér í Austur- bæjarbíói og hér hafa verið gerð- ar ýmsar breytingar, þannig að húsið hetfur faarzí nær því að verða lieikhús og verður auðveld- ara í framtiðinni að hatfa hér leiksýningar," sagði Vigdís. Mikið starf hefur verið ur,nið við þessar breytinigar og undir- búning sýningarinnair og hefur tæknihliðin verið einna erí’ðust viðfangs. Sem dæmi um það má nefna, að til sýningarinnar þurfti að útvega um 60 Ijóskastara og þar sem Leikfélagið átti ekki imarga aukakastara umtfram þá sem notaðir eru í Iðnó varð að fá kastarana að láni víða að. M.a. fengust lánaðir kastarar frá Vestmannaeyjum, en í staðinn hefur L. R. í hyggju að veita Leikfélagi Vestmannæyja að stöðu til æfinga í Iðnó ef r.ieð þarf. En af öllu ertfiðu var þó hljóð- tæknjbúnaðurinn ertfiðastur í meðförum, en þar sem venkið er allt sungið við undirieik raf- magnshljóðfæra, þurfti að koma upp mjög flöknum magnarabún- aði. Þannig eru notuð fimm sjálfstæð hljómflutningskierfi við sýninguna, fjögur magnarakertfi fyrir söng og undirileik og eitt innanihússkallkerfi tii nota fyrir sýningarstjórann Guðmund Guð- mundsson, hljóðstfjórann, sviðs- stjóra o.Pl. Magnanakerfin fjög- ur ©ru fyrir sólósöngvara, kór, hljómsveitiina og strengjauindir- leik, sem leikinn er af segul- bandi. Var gerð í Lumdúnum upp taka á strengjatónlist verksins til afnota fyrir þesisa einu upp- færslu og voiu það sömu hljóð- færaleikairamir, sem þar léku, og leika á hljómplötunum með verkinu. Fjöldi magnarakerf- anna kemur til af því, að hér á iiandi er ekki til eitt bljóðstjóm- arborð, sem tekið getur aflan þennan hljómfliutnmg í eimu. Á sviðinu eru notaðir alls 24 hljóð- nemiar og varð því að hafa svo mörg magnarakerfi, siem raun ber vitni. Þess má geta, að lengd þeirra leiðslna, sem lagðar hafa verið i Austurbæjarbíói einung- is vegna uppfærslunnar á Súp- erstar, er nú komim vel á þriðja kilámetra. Aftast í áhorfeinda- salnum hefur verið komið fyrir sérstakri stjómstúku fyrir hljóð stjóra og sýningarstjóra og fækkar það því áihorfendasætum um sex eða áitta. Vildi Vigdiís i þessu siambándi vekja athygli á þeirri einstöku lipurð og vel- vilja sem Árni Kristjánsson for- stjóri Austurbæjarbiós, hefði sýnt í sambandi við allar breyt- ingamar. Sviðsmyndinni er þamnig k'i»m- ið fyrir, að sáralitlar breyting- ar þarf að gera á hemni hverju sinni á umdan og etftir sýningu og verður því aðeims að felia niður tvær kvikmyndasiýningar vegna hvemar sýnimgar á Súper- star, þ.e. sýningarmar kl. 7 og 9 sama kvöld. 1 saimbandi við frásögm af hljómfluítningslbúmaði kvaðst Vigdis villja geta þetss, að fuLl- orðið fólk þyrtfti alls ekki að hræðast hávaða á sýnimgum, heldiur væri hér aðeins um að ræða nauðsynlega mögnun til að flutningu-rinm heyrðist vel um allan salinm. Sú hefði iíka orðið raunim erflendis á sýnitiigum verksins, að fulllorðið fólk kvart- aði ekki umdan háwaða og sýn- ingamar væru þar sóttar af öll- um al du rsflokkum. Islenzika gerð textans að verk- inu gerði Ntels Óskarssom, sem nú starfar hjá Raunvísindastofm- un háskólans, samlhliða jarð- fræðinámi. Lauk Vigdís mikliu lofsorði á sitarf hams. Húm kvaðst vilja vekja athygli á mafimi verksins í íslenzku gerðimni, „Súpersfcar — Jesús Guð Dýrl- ingur", og sagði að það mymidi sjáilfsagt vekj a nokkiurt umtaL Húin sagði, að Leiikfélagstfóik hefði talið rétt að láta nægja að gefa Súperstar-orðimiu íslenzkan blæ rmeð koimimiumni ytfir u-inu, því að vafalaust yrði verkið manna á >rmeðal jafinan kallað „Súperstar". Um síðari hluta nafnsims sagði Vigdís, að vafa- laust fyndist ýmsum nokkuð stórt til orða tekið að kalla Jes- ús Guð, em því væri til að svara, að við þýðinguna hefði orðið að gæta þess að láta textamm falila að tónlistimmi og því væri ekki hægt að láta orðið Kristur, siem hefði tvö atkvæði, koma í stað enska orðsins Christ, sem hefiur eitt atkvæði. Þetba atriði hefði hins vegar verið rætt mikið, em eimdregtnn vilji þýðamdans og leikstjórams hefði ráðið því, að þetta var látið halda sér, enda telja fliestir, að sagan og óper- am sjálf sem listaverk bjóði upp á þeisea túlkun, þar sem Jesús er af múgnium dýrkaður sem guð. Sýningin tekur i heild simni með hléi um tvo tíona. Verður væmitanlega sýnt tvisvar til þrisv ar í viku, svo liengi seim aðsókn leyfir, em þar sem Jón Sigur- bjömsson fler mieð blutverk bæði í Atómstöðimmi og Kristnihaldi, verður aðeims hægt að sýna Fló á sikinmi þessi sömiu kvöld í Iðnó. Verð aðgönguimiða að sýning- unni á Súperstar verður nokkru hærra em á venjulegar leiksýn- ingar L. R., eða 500 krónur. Tónleikar KVENNAKÓR Stiðumesja efnir til tónleika í Félagsbíói í Kefla- vík fimmtudaginn 22. og föstu- daginn 23. febrúar n.k. í tilefni af 5 ára starfsafmæli sínu, en kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968. Kvenmakór Suðumesja heldur upp á fimm ára afmæli sitt, en kórinm hefur reyndar starfað í níu ár. Undamfiari þess, að kór- inm var stofnaður, var sá, að ár- ið 1965 auglýsti Karlakór Kefla- víkur eftir kvenröddum. Margar fconur gáfu sig fram og árangur- tan varð sá, að 29 konur sungu með kórmum í fjögur ár. En 22. febrúar 1968 var upp úr þessu starfi stofnaður Kvenmakór Suð- umesja. Stofnendur vom 40 kon- ur úr Keflavík, Garði, Sandgerði og Ytri-Njarðvík. Söngstjóri var þá ráðinm Herbert H. Ágústsson, og hefur hann stjómað kómum alla tíð. Kórimm hefur haldið uppi öflugu tánlistarlífi þessi ár og haft hljómleika, ekki eimigömgu í bæjunuim á Suðumasjum, held- ur einnig í Reykjavík og víða úti á lamdi. Þá hefur kórinm komið Loðna til Akraness Akranesl, 20. febrúar. ÓSKAR Magnússon er að landa hér 400 lesfcum af loðinu, sem hann kom með í dag. Áður höfðu boriizit 1.500 lestir og er byrjað að brœða Ioðnu á Aknanesi. — HJÞ. í Kef lavík fram í útvarpi og sjónvarpi. Fyrstu sjálfstæðu tónleikana héit kórinm 1969 1 Keflavík og Neskirkju í Reykjavík. Fjórtán karlakórsmemm sumgu þá með kómum, en einleikari var Ámi Arimbjarnarson. Síðan hefur kór- inn haldið tómleika árlega og sum árim f jöimarga, en viðfamgs- efni hafa verið hta f jölbreyttusitu tfrá þjóðlögum upp í óperettur. Og í tilefni 90 ára afmælis Sigvalda Kaldalóns tónsíkálds á sl. ári, æfði ’kórinn sérstaka Kaldalóns- dagákrá, sem flútt var í Kefla- vík, Reykjavík, í f jórum bæjum á Austfjörðum og loks í Ámes- sýslu. Undirleikari kórsims frá byrjun hefiur verið Ragnheiður Skúladóttir, em í Austíjarðaferð- immi var Guðrúm Kristimsdóttir eimleikari. Eimsöngvarar hatfa ver ið Snæbjörg Snæbjamar, aem einnig var raddþjálfiari í 3 ár, þá Guðrún Tómasdóttir, Guðrún Á. Símonar, Margrét Eggertsdóttir, Inga María Eyjóifsdóttir, Jón E. Kristinssom og Haukur Þórðar- som. 1 fyrstu stjóm kórsins voru: Jóhanna Kristinsdóttir fonmiað- ur, María Bergmiamn gjaldkeri, María Kristinsdóttir ritari og meðstjómendur Rósa HeLgadótt- ir og Kristín Waage. Núverandi stjóm skipa: Margrét Friðriks- dóttir fonmaður, Pála Erlimgs- döttir gjaldikeri, Þorbjörg Þor- gríimsdóttir ritari og meðstjóm- endur Elsa Kjartansdóttir og Hrönn Sigmundsdóttir. Á fyrri hluta efnisskráimnar eru eimigis íslenzk lög, þ. á m. lög eftir Inga T. Lárusson, Jón ögmundur Þomióðsson einnig íslenzk þjóðlög. Ennfrem- ur verða flutt í fyrsta sinn á tón- leikum fjögur lög fyrir kvenna- kór, hom og píamó eftir sömg- stjórann við texta eftir Guð- mumd Frímanm og Jóhann HjáLm- arsson. Síðari hluti efnisskrártamar er að mestu fluttur af biönduðum kór, og að'stoða þá félagar úr Karlakór Keflavíkur. Flu-tt verða lög úr óperettumni Fugla- salinn eftir Carl Zeller, þrír negrasálmar og atriði úr óper- ettunni Keisarasynimir eftir Franz Lehar. Söngstjóri er Heribert Hribers- chek Ágústsson, sem stjómað hetfur kómum frá stofraum hans. Einleikari á horn er Viðar Al- freðssom. Eirasöngvarar með kórraum eru Elísabet Erlirags- dóttir og Haukur Þórðarson. Umdirleik á píamó annast Ragn- heiður Skúladóttir. Kvennakór Suðurnesja 1972. Stjórnandi: Herbert H. Ágústsson. — Við hljóðfærlð: Guðrún Kristlnsdóttir. „Nokkur lagaieg atriði viðvíkj- aindi verndun fiskstotfna í Norð- austur-Atiantshafi“, valin atf kennara hans í þjóðarétti, pró- fessor Sohn, tiil að geymast í safn'.nu meðal slikra ritgerða, sem samþykktin fjallaði uim. Jón ögmundur lauk emibættis prófi í lögfræði í janúar 1971 rraeð einni af hæstu eiinkunnrum í iögfraeði, sem hér hafa verið te.knar. Foreldrar hans eru Þor- móður Ggmundssom, aðstoðar- bankastjóri í Útvegsbanka fs- lands og koná hans Lára Jóns- dóttir. Jóm ögmumdur starfar niú sem fulLtrúi í utanríMsráðumeyt Lrau. Prófritgerð geymd í lagabókasaf ni Harvard PRÓFRITGERÐ Jóns Ögmundar Þormóðlssonar, lögfræóings, i þjóðarétti við Harvard-háskóla í Boston í Bandaríkjitnnm hefur verið valin til að geymast í bóka safni lagadeildar skóians til notk- unar fyrir aðra þar og safnið. Jóm ögmmmdur dvaldist 9 mán uði árin 1971—1972 v'ð mám í þjóðarétti við Harvard-háskóla. Lögfræðideild skólans hafði með samþykkt frá 1959 tekið ákvörð un um að frábærar eða framúr- skarandi ritgerðir raemenda deild ariranar („of high excellence“) skyidu geyrradar í bókasafni deild arinnar, oig var prófritgerð hains,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.