Morgunblaðið - 22.02.1973, Side 21

Morgunblaðið - 22.02.1973, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FUBRUAR 1973 21 EITTHVAÐ FYRIR EINMANA FÓLK? Við gluggann eftir sr. Árelius Níelsson ÞAÐ hefur skapazt sú fagra hefð að nokkur góðgerðar- samtök hafa „opið hús“ á að- fangadagskvöld fyrir úti- gangsfólk og drykkjusjúka, sem eiga fáa að. Þarna hafa Fólagasamtök- in Vermd ásamt bindindis- samtökum í borginni haft forgöngu og frúmar Þóra Einarsdóttir framkvæmda- stjóri Verndar ásamt frú Sig- ríði Magnússon og fleiri góð- um konum annazt undirbún- ing og framkvæmd árum sam an. Þetta ber að þakka, meta og styðja eftir föngum af bæði borgarstjórn og þó ekki síður opinberum góðgerðar- stofnunum i borginni og sam félaginu yfirleitt. Til dæmis ætti Hjálpar- stofnun kirkjunnar að hafa einn lið útgjalda árvissan til styrktar þessari starfsemi. Og mætti Biindindisráð kristinna safnaða bera gæfu tii að njóta skilnings presta og safnaðarstjóma yfirleitt, þá ættu engin samtök fremur að vera fær og hæf til þessara framkvæmda. Eiginlega ætti það að vera ákveðið árlegt verkefni B. K. S. að sjá um skipulagningu og framkvæmd jólagJeði og glaðnings handa umkomuJeysing j um. En önnur samtök likt og „Vernd“, sem annast fanga- hjálp sem aðalstarf og Um- dæmisstúkan eða Þingstúkan ásamt Áfengisvamanefnd Reykjavikur og Áfengis- vamaráði ættu að styðja framfcvæmd máisins bæði með starfsliði og fjárframlögum. Nú má enginn skilja orð þessi svo að hér sé verlð að vanþakka eða vanmeta það, sem gert hefur' verið og gert er á þessu sviði um jólin. Það er ómetanlegt og mörgum ógleymanJegt og fólkið, sem hefur unnið við undirbúning, matseld og framreiðslu hefur blátt áfram unnið afrek af sinni fómarlund fjarri sínum heimilum á helgasta kvöldi ársins til „að gleða þá, sem enga gleði eiga“. En hitt er jafnljóst, að hér þarf allt að vaxa og stefna hærra og iengra. Það er eng- um ljósara en þvi fórnglaða fólki, sem hér hefur að unn- ið. Það er fleira fólk einmana á aðfangadagskvöld en drykkjusjúkir og utangarðs- menn. Væri kannski hægt að ná til þess með giieðigeisla og nýjar vonir? Víða erlendis eru svokall- aðir „Lonely Hearts-klúbbar" starfandi. Lonely Hearts þýðir eiin- mana hjörtu, eins og líklega flestir skilja, þótt íslenzkan geti naumast tjáð hið sanna, þá er mikið af einsemd hér til og þeim mun me'ra, sem bæði mál og siðir gera erfiðara um vik að tjá sig. Þessir kliúbbar, sem mætti til bráðabirgða kal’la Samtök einmana fólks á okkar máli stofna til kynningarkvölda og ýmiss konar leiðbeininga og gleðistunda fyrir einstæðinga, sem við sorgir eða af öðrum innri eða ytri ástæðum hafa orðið viðskila við framvindu og fögnuð l'ifsins, misskilið fóltk, stundum mæbt for- dómum, fyrirlitningu og tóm læti samborgarainna, dvelur oftast I ískaldri þögn án þess að draga frá gluggum. Væri ekki unnt að auka starfsemi þá, sem svo fagur- lega hefur verið hafin á jóla- kvöldi og láta hana ná til fleiri, jafnvel þótt það yrði að vera á fleiri stöðum og öðruvísi uindirbúið? Væri ekki hægt að hafa slík kvöld eða slíkar kvöldmáltíð ir með dagskrá til fagnaðar, fræðslu og kynningar t.d. einu sinni i mánuði að vetr- inum til að byrja með? Væri þetta ekki einmitt verðugt verkefni fyrir líknar- samtök borgarinnar. Og ætti ekki einmitt vel við, að þama gengju safnaðarsamtökin — B. K. S. í broddi fylkingar? Þetta ýrðu nokkurs konar helgimáitíðir og samfumdir án allrar fordildar líkt og i frumsöfnuðinum forðum. Fyrir nokkrum árum voru stofnuð hér í borginni sam- tök einmana fólks. Þátttakan varð strax á fyrsta kvöldi og við undirbúning geysimikil og fór vel af stað, en úthald- ið vantaði, forystumemn fJuttust úr borginni og á stutt um tima varð þar líkt og hjörð án hirðis. Kannski vantaði þarna kjölfestu og yflrsýn? Kannski voru samtökin, félagið of háð einum eða fáum einstakling- um? Kannski vantaði þoilr gæði og þekkingu? Þetta eru vissulega vandmeðfarin sam- tök, erfið starfsemi. Væru allir söfnuðir borgar- innar, með B. K. S. í farar- broddi sá grunnur, sem byggt værL á, ætti ekki að koma til þess að allt rynni út í samdinn. Vissulega mætti ekki óþarfa hátíðleiki og þröngsýni kom- ast að. Slikar samkomur, svona kvöld verða að vera fjölbreytt að efni og skemmti legar, Aðeins eitt stórt skilyrði Áfengislausar. Án áfengis er jafnan unnt að treysta fs- lendingum tiJ góðs, en með áfengi er engum að treysta. Við eigum lýsandi for- dæmi, þótt á öðru sviði sé. Nokkrir söfnuðir i borginni hófu samkomuhald fyrir eldra fólk. Borgarstjórnin tók eftir þessu, ákvað að ganga í sporaslóð og bæta við. Og undir forystu frú Hildar Bernhöft og fleiri ágætra kvenna og manna eru samkomur fyrir aldraða einstakJimga orðnar líkt og blómstur í andlegu félagsilifi borgarinnar. Um þá starfsemi er of lítið talað. Hún er fögur fyrir- mynd. Gætu nú ekki sötfnuðir borgarinnar með litlum eða árvissum og öruggum fram- lögum til B. K. S. eflt það til hliðstæðra átaka til hjálpar, fræðslu og fagnaðar handa umkomulauisu og einmana fólki? Ég hef þá trú, að svo geti orðið. B. K. S. ætti með skiln ingi presta og safnaðar- stjóma að ekki sé einnig sagt safnaðarfólks alls, orðið stór- veldi i kirkjulegu lífi og sam- starfi borgarinnar og þjóðar- innar. Reykjavík 12. janúcur 1973. I I ÞETTA GERÐIST í nóvember 1972. ALÞLNGI Eigum að ieggja mikiö á okkur til þess aö ná samkomulagi í landhelgis deilunni, segir forsætisráðherra (3). Forsætisráðherra andvígur friðun húsa á Bernhöftstorfunni í Reykja- vík (15). Umræöur um eignarráðstillögu Al- Þýðuflokksins (24). UmræÖur um lán til Sigölduvirkjun ar (29). VEÐIJR OG FÆRÐ Stórbrim viö SuÖ-Vesturland (7). ÁætlunarbíU 16 tíma frá Reykja- vík til Skagastrandar (12). Vernsandi færö um alit Noröurland (12). Leiðin tii Austuriands rudd, og gert ráö fýrir að þá fari þar síöustu bílar fyrir veturinn (17). Mesta fanniergi í áratugi á Akur- eyri (21). Vegurinn til Akureyrar ruddur (23. 24). Fannfergi á Noröurlandi hiö mesta frá 1919 (23). líTOERBIN Erlendum íiskiksipum viO iandið fækkar (2). Tilraunir með loönumerkingar að hefjast fyrir Norðurlandi (3). 9380 tunnur af grásleppuhrognum framleiddar I ár (5). Fiskifræðingar teija glfurlegt karfa magn í Grænlandshafi (5). Iceland Products seldi fyrir 1890 milij. kr. fyrstu 40 vikur ársins (7). Spá um þorskaflann: Minnkar um 50 þús. lestir 1973 (8). Heildarfiskaflinn 661,4 þús. lestir 1. október (8). Vestur-þýzkur togari reynir að slita troliið altan úr íslenzkum báti (11). Varöskip klippir á vörpu bresks togara (24). Klippt á togvíra vestur-þýzks tog- ara (26). FRAMKVÆMOIB Nýi malbikaði kaflinn i Kömbum tekinn i notkun (3). Einn stærsti frystiklefi landsins tekinn i notkun 1 Hraðfrystihúsi Öl- afsvikur (2). Aðalvarðstofa lögreglunnar i Reykjavik flytur i nýju lögreglustöð lna (4). Tungulax reisir flskeldisstöö að Öxnalæk I ölfusi (4). Framkvæmdir við lcirkju í Árbæjar hverfi hefjast nk. vor (4). Geödeildarbygging viö Landspital- ann ákveðin (8). 30% framkvæmdanna við lengingu þverbrautar á Keflavikurfllugvelli lokiö (8). 77 fyrirtæki hafa fengið 604 millj. kr. lán hjá IÖnþróunarsjóði (9). Miöborgarstöð lögreglunnar i Reykjavík flyzt i nýju Tollstöðina (11). Áætlanir liggja fyrir um 128 millj. kr. þangverksmiðju við Breiðafjörð (11). Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins komið á fót í Vestmannaeyjum (11). Stáliðjan í Köpavogi opnar samsetn ingarverksmiðju skirfstofustóla i Skotlandi (14). Nýtt stórgripasláturhús tekið i notkun á Húsavík (15). Félag einstæðra foreldra hyggst reisa 50 íbúða fjölbýlishús (17). Heyköggla- og þangmjölsverk- smiðja reist i Dalasýslu (23). Áformað að smíða knörr vegna þjóð hátíðar 1974 (24). Hraðbrautin til Selfoss opnuö (25) Nýr radarbúnaöur 1 flugstjórnar- miðstööinni í Reykjavík (25). Jón Loftsson h.f. opnar nýtt vöru hús (26). Áburöarverksmiöjan stækkar (30). MENN OG MÁXJBFNI Geir Hallgrímsson lætur af starfi borgarstjóra i Reykjavík frá 1. des. — Birgir ísl. Gunnarsson kjörinn i hans stað (1, 3). Styrmir Gunnarsson ráðinn einn af ritstjórum Morgunblaðsins (1). Ólafur Sigurðsson ráðinn blaðafull trúi Félags ísi. iðnrekenda (4). Hörður H. Bjarnason ráðinn blaða fulitrúi Menningarstofnunar Banda- ríkjanna á íslandi (4). Fíkniefnamál 50—60 ungmenna til dómstóla (4). Baldur Skarphéðinsson fær einka- leyfi á nýrri tækni við húsbyggingar (8). Maria Pétursdúttir ráðin skóla- stjóri nýs hjúkrunarskóla í Fossvogi (9). Sigurgeir Jónsson, hagfræðingur ráðinn aðstoöarbankastjóri Seöla- bankans (10). Fimm piltar dæmdir í Hæstarétti vegna LSD-sölu (11). Islenzkir sérfræðingar ráðnir til þess að virkja jarðhita í Nicaragua (12). Dr. Ásgeir Ellertsson ráðinn yfir- læknir Grensásdeildar Borgarsjúkra hússins (16). Sementsverksmiðjan dæmd í bæjar þingi Akraness til að greiða Júni Vestdal 1,7 millj. kr. i skaðabætur (17). Eldeyjafarar neita dómssátt (18). Höggmynd Sigurjóns Ólafssonar af Gunnari Gunnarssyni, skáldi, sett upp í anddyri Árnagarðs (18). Páll Líndal segir sig úr húsfriðun arnefnd (18). Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri, ráð inn framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands (25). Dr. Alan Boucher skipaður prófess or i ensku við Háskóla Islands (25). Brynjólfur Bjarnason, viðskipta- fræðingur, ráðinn deildarstjóri hag- deildar Vinnuveitendasambands Is- lands (25). Námsmenn gagnrýna ákvörðunina um úthlutun námslána (25). Tweedsmuir, aðstoðarutanrikisráð- herra Breta, ræðir við islenzka ráð- herra um iandhelgismálið, en samn- ingar tókust ekki (28—.30). Ármann Jakobsson ráðinn banka- stjóri við Útvegsbankann (29). Islenzk tillaga á allsherjarþingi SÞ: Réttindi strandrikja nái einnig til auðlinda í sjó (30). BÓKMENNTIR Ó<i LISTIR Skozka öperan l'lytur Jónsmessu- næturdraum Brittens i Þjóðleikhús- inu (1). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur Mistur, túnverk el'tir Þorkel Sigur- björnsson (2). Ragnar Björnsson, dómorganisti, frumflytur fjögur ný orgelverk (2). Gunnar Örn Gunnarsson heldur mál verkasýningu i Reykjavik (4). Yfirlitssýning á málverkum Jóns Engilberts (10). Þjóðleikhúsiö sýnir Lysistrata, eft ir Aristófanes (14). Róbert A. Ottósson stjórnar tón- leikum Sinfóniuhljómsveitarinnar (15). Islenzk tónverk fá góða dóma á norrænum músikdegi i Osló (15). Listasafn Islands kaupir 44 mál verk eftir Jón Stefánsson (22). Jean-Pierre Jacquillat stjórnar Sin fóniuhljómsveitinni (25). NÝJAR BÆKUR Veðrahjálmur, ljóðabók eftir Þor- stein frá Hamri (2). Getur lífið dáið, ljóðabók eftir Birgi Björnsson (9). Hlátur þinn er skýjaður, eftir Þur iði Guðmundsdóttur (9). Dægur og ár, ljóðabók eftir Ingólf Kristjánsson (9). Trúarleg ljóð ungra skálda (9). Guðsgjafarþula, skáldsaga eftir Halldór Laxness (11). Þrettán rifur ofan i hvatt, eftir Jón Helgason, ritstjóra (11). Sögn og saga, eftir Oscar Clausen (11). Skrudda Ragnars Ásgeirssonar í nýrri útgáfu (11), Tvö fyrstu bindin í heildarútgáfu verka Stefáns Jónssonar (12). Heyrt en ekki séö, eftir Skúla Guð jónsson, Ljótunnarstöðum (14). Stóra blómabók Fjöiva (16). 42 sálmalög og 8 lög án orða, eftir Maríu Brynjólfsdóttur (17). Trúarleg ljóð ungra skáldá (19). Með oddi og egg, minningar Rik arðs Jónssonar, myndhöggvara (22). The First Gramatical Treatise, 1. bindi bókaflokks frá Rannsóknastofn un i norrænum- málvísindum (22). Sögur úr safni Hafsteins miOils (23). Dulspakt fólk, eftir Kormák Sig urðsson (23). Vippa-sögur Jóns H. Guðmundsson ar i nýrri útgáfu (23). Létta leiöin ljúfa, eftir Pétur Egg erz (23). Blöö og blaðamenn 1773—1944, eft ir Vilhjálm Þ. Gísiason (24). Séð og lifaö, endurminningar Indr iða Einarssonar i nýrri útgáfu (24). Svikahrappar og hrekkjalómar, eft ir Svein Ásgeirsson (25). Kristnihald undir jökli, eftir Hall- dór Laxness, á ensku (25). Ljóðasafn Tómasar Guömundssonar i 5. útgáfu (25). Skákeinvígi aidarinnar — í réttu ijósi, eftir Guðmund Daníelsson (25). Byggðasaga Austur-Skaftafells- sýslu, 2. bindi (30). félagsmAl Bjarni Guðnason kosinn formaöur Félags frjáislyndra og vinstri manna i Reykjavík (2). Hjörtur Torfason, hrl., kosinn for maður Stúdentafélags Reykjavíkur (2). Kári Jónsson, Sauðárkróki, kosinn formaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðis félaganna í Norðurlandskjördæmi vestra (4). Kjördæmissamtök ungra Sjálfstæð ismanna á Austurlandi stofnuð. — Theodór Blöndal íormaður (5). Rúnar Bachmann kosinn formaöur Iðnnemasambands Islands (9). Hjörtur Hjartarson endurkjörinn formaður Verzlunarráðs (11). Skátafélag stofnað í Hveragerði. — Ská-taforingi er Sonja Andrésdóttir (11). 47 kandidatar. brautskráðir frá H4 skóla Islands (11). Sigurjón' Ragnarsson formaður Sambands veitinga- og gistihúsaeig- enda (16). 32. þing ASl haldiö í Reykjavík (21) . — Bjöm Jónsson kosinn forsetl ASI (25). Albert Guðmundsson endurkjörinn lormaður KSI (21). Elias Hannesson kjörinn formaður Landeigendalétags Mosfellssveitar (22) . Magdalena Þórisdóttir kjörin for- maður Samliands bindindisfélaga 1 skólum (23). Skúli Sigurösson kosinn formaður Heimdaliar, FUS i Reykjavík (25). Skúli Pálmason kjörinn formaður Vinnumáiasambands samvinnufélag- anna (26). örn Eiðsson endurkjörinn tormaö- ur FRÍ (28). Aðalíundur LlU settur í Reykja- vík (30). Magnús Jóhannesson endurkjörtn* Cormaður Öðins (30). SLYSFARIR Oíi SKAIIAR Þúrarinn Sveinsson, kennari að Eid um, biður bana í bílslysi, 65 ára (3). F'é fennti í Hrunamannahreppi (4) Mikil brögð að tannlosi í fé I Kjóa (4, 7). Eyþór Svendsás, 44 ára, drukknar af vélbátnum Gullfinni frá Neskau* stað (7). Brezkur togari i neyö suður af la- lundi eftir brotsjó (10). Tvær kýr og kálfur kafna, er kvika ar í útihúsum að Framnesi 1 Bjarnar firði I Strandasýslu (14). Fjárhús og hlaða brenna hjá Sel- rossi (16). Hesthús, hlaöa og 2500 hestar al heyi brenná i Gufunesi (17). Garnaveiki i fé breiðist nokkuð út um landið (18). í ÞRÖTTIR Real Madrid vann IR i Evrópu- keppni meistaraliða í körfuknattleik með 117:65 stigum (10). — Og 1 siO ari leiknum með 93:37 (17). Eyleifur Hafsteinsson, Akranesl, kjörinn „leikmaður Islandsmótsins 1 knattspyrnu 1972“ af iþróttablaða- mönnum Mbl. — Tómas Púlsson, IBV markakóngur mótsins (12). ÍBV bikarmeistari I knattspyrnu (14). Finnbogi Guömundsson Isiands- meistari í knattborðsleik (14).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.