Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1973 17 „En umfram alH skulum vér ekki nota 1100 ára aftnæli býgTÖar á fslandi til bess — að ha>tta að vera þjóð. Missa kiarkirtn. Breyta stórhujr í upp- gjöf . . .“ segrir höf. þessarar greinar m.a., þar sent hann fjallar unt þær radtlir, sem heyr/t hafa um að fella niður hátiðarhöid á Þjóðhátíð 1974. Kaupmannahöfn. — í þessu rissi mínu hef ég einkum, eins og á ferð minni al'lri, stöðvazt við það sem tengja má landi voru, íslandi, á ein- hvern hátt. Ég vona það hafi ekki farið í fínu taugarnar á neinum. ís- lenzka þjóðin og saga hennar er svo óendanlega lítið sandkorn á þeirri strönd sem við köllum heim og sögu, svo aö ekki sé talað uim heims- menningu, að það er ævintýri líkast að rekast á það, sjá það jafnvel breytast í dýrindis perlu í lófa ann- ars fólks. Kannski hefur ísland ver- ið fyrirferðarmeira á þessari strönd, a.m.k. fyrr á öldum en við höfum gert okkur ljóst og mun ég fjalla um það í Lesbók. Samt tímum við ekki að gefa út fornbókmenntir vor- ar á heimstungum í milljóna útgáf- um sem draga að sér athygli, t.a.m. á bókamessunni í Frankfurt, þar sem stórhugur okkar var þvílíkur að bókaþjóðin tímdi ekki að minna á sig. Það þarf enginn að segja mér að hún hafi ekki haft efni á þvi. Is- lendingar ættu að sjá þær bækur, þær gersemar, sem Grikkir hafa lát- ið gera til að minna á land sitt, þjóð sína og sögu, eða Gyðingar; land- leysingjar öldum saman, en alkunn- ir fyrir hetjudáðir og hugrekki — og það sem meira er: að hafa aldrei horft í skildinginn þegar reisn menn- ingar þeirra hefur verið annars veg- ar. í menningu sinni llfðu Gyðingar af. XXX Ég skildi við Johs. V. Jensen þar sem hann var að leggja lárviðarsveig að fótstalli íslenzkrar menningar, holdi klæddrar í Thorvaldsesn. Vegna eldgossins í Vestmannaeyjum — og ekki sízt af nokknim viðbrögðum sem ég hef rekizt á að heiman — er ástæða til að minna ennfremur á eft- irfarandi: „Bindið báðar hendur min- ar fyrir aftan bak,“ sagði Thorvald- sen, „og ég skal naga styttuna út úr marmaranum með munninum." Þann- ig hafði hann bitið sig gegnum ör- lög sín, segir Johs. V. Jensen. Þess vegna varð hann sá sem hann var. Þessi saga minnir á örlög íslenzku þjóðarinnar, íslenzkrar alþýðu. Hún hefur alltaf haft hugrekki til að berjast, taka áfölium, lifa oft ill ör- lög af í bókmenntum og menningu, þorað og viljað vera íslenzkt fólk. Timt að borga fyrir það, jafnvel með mannslífum. XXX Vér lifum nú betra lifi en nokkru sinni. Vér íslendingar höfum átt erfiða daga undanfarið. En oss hefur líka verið sýnd meirl samúð, dýpri og ein lægari vinátta en í allri samanlagðri sögu vorri. Vestmannaeyingar eru orðnir fulltrúar þeirra hómersku fiskimanna sem prýða myndir og mál verk Gunnlaugs Sohevings. Guð- mundur G. Hagalín hefur bent á að mynd eftir hann hafi minnt sig á ferð íslenzku þjóðarinnar yfir hjarn breiður nauðalda, þegar fólk dó unn- vörpum af eldgosum, óáran og hungri. Nú hefur enginn dáið. Vér þurfum ekki einu sinni að „naga styttuna út úr marmaranum". Vér er- um ekki með hendur bundnar fyrir aftan bak. Ekki yrði ég undrandi, þótt Vestmannaeyingar héldu sína þjóðhátíð næsta ár. Hitt mundi undra mig meira, ef þeir legðu árar í bát. íslendingar, lítil þjóð, sandkorn á ströndinni, eiga kannski fleiri og merkari perlur en þeir sjálfir vita og ættu óhikað að nota hvert tæki- færi sem gefst til að minna á land sitit, menninigu. og uimfram alit: sjálfstæði. Láta úrtölumönnum eftir að berja lóminn. Vér eigum að minna á marmarastyttuna sem þjóðin hefur lagt heiminum til, þrátt fyrir erfið- ar aðstæður. Og kannski ein- mitt vegna þeirra: vegna þess hún hefur orðið að takast á við land sitt og haf. Þegar svarti september lagði skugga dauðans yfir Olympiuleik- ana, vildu sumir hætta þeim þegar í stað. Ég minnti á i greinarkorni að engum hefði dottið í hug að leggja niður Bandaríkin, þegar Kennedy var myrtur. Og dettur einhverjum í hug í alvöru að leggja árar í bát vegna Vestmannaeyja. Illa þekki ég þá Eyjamenn, ef þeir verða ekki síð- astir til þess. Rétt er að næsta ár, á 1100 ára af- mæli íslandsbyggðar, eigum vér að þakka forsjóninni, syngja guði lof og dýrð. I Vestmannaeyjum varð árekst ur milli mannsins og umhverfis hans, en ekki slys á mönnum eins og sagt er í fréttafrösum. Fyrir það eigum vér að þakka. Og strengja þess heit að ganga á hólm við náttúruöflin ef með þarf. Sárt er að missa heim- ili sitt, öll sin veraldlegu verðmæti, einkum á vorum dögum, þegar svo erfitt er að vera fátækur. Nú er ekki spurt hvort menn séu fátækir í anda. „Ég hafði lífið,“ sagði gömul kona við mig fyrir mörgum árum. Hún hafði lifað af Kötlugosið 1918. Og nú einnig höfðu allir lífið. Vér eigum að fagna því að vér höfum með guðs hjálp og beztu manna þjóðarinnar — þeirra sem misstu aldrei kjarkinn og mældu ekki líf sitt í krónum og aurum — getað búið í landi voru allan þenn- an tíma; að okkur hefur auðnazt að lifa af, þrátt fyrir alit. Stundum mælti allt gegn þvi. Nýlega sá ég mynd af fjórum ungum sjómönnum i blöðunum, þeir höfðu allir farizt með bátnum sinum. Örlög þessara ís- lenzku sjómanna höfðu meiri áhrif á mig en flest það sem ég hef heyrt og séð frá Vestmannaeyjum. Ein- hvers staðar stóð að um 500 vest- manneyskir sjómenn hefðu drukknað það sem af er öldinni. Engum hef- ur dottið í hug þess vegna að leggja árar í bát. Upp skal á kjöl klífa . . . Ganga hægt um allar dyr, ekki sízt gleðinnar dyr. En minna á tilveru vora og tilverurétt. Eignast góðar endurminningar, eignast listaverk. Eignast Þjóðarbókhlöðu. Eignast eina sál. En umfram allt skulum vér ekki nota 1100 ára afmæli byggðar á Is- landi til þess — að hætta að vera þjóð. Missa kjarkinn. Breyta stórhug í uppgjöf. Og kannski verður unnt að halda veglega þjóðhátíð 1974 í Vestmannaeyjum. Og skera þá ekkert við nögl. Við sjáum hvað setur. 1 fjarlægð hef ég hugsað heim og um það sem skáldið orti: Sjá hér er minn staður, mín þjáning mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Og mun lifa. XXX Og nú er komið að lokum þessa hrips. Önnur lönd kalla, aðrar „lang- ar ferðir“, aðrar „mýtur“. En ekki er hægt. að skilja svo við Kaup- mannahöfn að geta ekki nokkru nán ar um „mýtur“ Johannesar V. Jen- sens, trú hans eða trúleysi, hvort sem menn vilja heldur. Skáldskapur hans var hertur í eldi Egils Skalla- grimssonar. Johs. V. Jensen er einn þeirra manna sem hljóta að efla oss Islendingum þrek, auka trú vora á að íslenzku lífi er ekki til einskis lifað. Full ástæða er til að reyna að halda i trúna á manninn og hlut- verk hans: að maðurinn geti, ef hann fer vel með sitt pund, verið guð í sköpun; að forsjóninni takist með tið og tíma, með hamri og sigð ef menn vilja, en þó mundi vera öllu ákjós- anlegra að nota meitil, að höggva sál hans í marmara og gera hana lík asta guðlegum marmaramyndum Thorvaldsens. Og kannski ekki al- veg svo guðlegum. Goðsöguleg- um væri nóg. En vér eigum langt í land. Johs. V. Jensen hafði tröllatrú á tækninni, að hún gæti tekið við einhvers konar guðlegu hlutverki á jörðinni. Tækn- in er ágæt fyrir utan alla galla. Sú staðreynd blasir við hverju barni. Fellini hefur enga tröllatrú á mann- lífinu. En hann hefur gaman af þvi. 1 nýjustu kvikmýnd hans, „Roma“, athyglisverðri ekki sízt vegna þess að hún sýnir að unnt er að gera „antíróman" í kvikmynd, þótt illa takist til i rituðu mádi, er mannlífið sýnt i þessari borg eilifðarinnar. Og hvað er þessi kvikmynd, þetta líf? Sirkus i hnotskurn. Bandariskur rit- höfundur er spurður um það undir lokin, hvers vegna hann vilji helzt búa í Róm: Af því þar er öllum sama hvort maður er dauður eða lifandi, svarar hann. Vegna blekkingar- innar, bætir hann við. Endalokin eru á næsta leiti og gott að biða þeirra í Róm þar sem kirkjan tekur þátt i sirkusnum, purpuraklædd og geislandi af ails kyns dóti: demönt- um, rúbínum, gimsteinum, og er það allt rækilega sýnt í myndinni, þegar fram fer tizkusýning á kirkjulegum fatnaði. Auðvitað fyrir fullu húsi og „hans exílensí" er viðstaddur Og að lokum er skálað fyrir ragna- rökum í kampavíni. XXX Johannes V. Jensen leitaði Það er lika trú. „Fegursta mynd, sem um getur, er Móðir og Barn,“ segir hann á einum stað, „tákn kjarnans i krist- indóminum, þegar kristindómur- inn var kristinn“. Ætli sé langt bil á milli þessara orða og kjarnans í boð- skap Kirkegaards? Og Johs. V. Jen- sen gengur jafnvel svo langt að hann hrósar trúarljóðum Oehlenschlægers. Trú á gotneska list er líka trú. Auðmýkt andspænis verkum Oehl- ensclægers er lika trú. Johannes Jörgensen, kaþólska skáldið sem Laxness minnist á í Skáldatíma, var lengi vel einn um að hrósa verkum Johs. V. Jensens. Og hann hélt áfram að greina kjarn- ann frá hisminu, löngu eftir að skoð- anir Johs. V. Jensens voru orðnar eitur í beinum hans. Jörgensen sem var kaþólskur réðst á efnishyggju Johs. V. Jensens, en ekki list hans. „Vélin“ varð Johs. V. Jensen eins konar takmark frekar en tæki, svo illa var hann staddur, a.m.k. um tíma. Hann felldi ferðalýsingar sinar, sem birtust I blöðum, inn í skáldverk sín og þær stinga ekki í stúf við annað efni: „Vélín er guð framtiðarinnar," segir Johannes Jör- gensen sár og hryggur, „hin almátt- uga, algóða, almiskunnsama vél.“ Og hann bætir við, hinu unga skáldi til áminningar, kannski háðungar: í framtíðarguðfræðinni er manneskjan Faðirinn. vélin Sonurinn og Andinn er — það sem þessi sami höfundur (þ.e. Johs. V Jensen) viðurkennir opinberlega: hin grimmúðlega eigin- girni. Skáldið unga fær sem sagt — og það frá velgerðarmanni sínum og velunnara — áminningu um að það skorti auðmýkt. En timinn læknar slik mein. Og það var ekki heiðið and rúm fornra íslenzkra bókmennta, grimmdin og varmennskan, sem dró Johs. V. Jensen að íslenzkum forn- bókmenntum, heldur list þeirra, heið rikjan. Það var hún- sem átti greið- an aðgang að hjarta hans. Hann var ekki kristinn i skilningt Johannesar Jörgensens. En hann var trúaður. Fins og öll skáld. En þegar hann var sextugur seg- ist hann í merku samtali ekki þeickja neitt eins leiðiniegt og kristindóm- inn: ,,Ég er fullkomlega ókristinn einstaklingur,“ segir hann. Höfund- ur kristindómsins og uppspretta hef- ur áreiðaniega ekki heldur alltaf verið ánægður með bann farveg sem fljótið valdi sér. Og af öllum synd- um er sú versi: að vera leiðinlegur. Eieinleea vantar þetta atriði inn í boðorðin. En þá mundu líka margir syndar- ar bætast í bann stóra hóp. Og mik- ill fiöidi allt að því heilagra manna. XXX I einni af „rríýtum" sínum sem birt- ist mvndskreytt á heilii opnu í Berl'ngatíðindum, meðan bau vpru stórblað. minnist Johs. V. Jensen föður síns Þetta er, eins og aðrar ,.tnýtur“, eins konar prósaljóð um endurminningu. íslendingur rek- Fra.nih. á bls. 2(1 „ Hún vakir og lifir þó enn....“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.