Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 15
I MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 22. FEBRÚAR 1973 15 Jóri Konráðsson, Selfossi: Sauðfjárrækt og sýningar ALLIR, sem hlusta á raddir nátt úrunnar, hafa augun opin og taka eftir tilverunni, bæði lífinu og hirrni líflausu náttúru, sjá hvað breytileikinn er mikiU. Það er óhætt að segja, að vegina mikillar fjolbreytni í nátt úrunni verður allt forvitnilegra til-skoðunar og rannsókma. Ná- skyld dýr eru oft svo ólík að undrum sætir. Það er með dýrin eins og mann inn — sem er nú ekkert annað en eitt dýrið — að þau eru fædd undir þessu eða hinu stjömu- merkinu; og það jafnvel þó um tvíbura sé að ræða. Þetta hefur áhrif á vöxt, útlit, skapferli og afurðir manna og dýra; en af ávöxtunum skal einstaklinginn þekkja. Svona vill guð í alheims geimi hafa það. Náttúran hótar hefndum og hefnir sín, ef menn fara að hafa mikinn skyldleika í ræktun hús- dýranna — sauðfjár, nautgripa og hesta. Fyrst verða afurðir minni — og það verður fljótt — svo koma gallar i ljós, og að lok um verða afkvæmin aumingjar. Mikill skyldleiki í fjárstofni or- sakar oft meiri ófrjósemi, meiri lambadauða og að ám gengur verr að bera. Það á ekki að hafa verksmiðju aðferð til ræktunar einstaklings að þvi er búfé snertir, enda er fjölbreytnin skemmtilegri. Hjá manninum er skyldleika- rækt bönnuð að vissu marki, og er þó stundum ekki nóg. Það hafa ranmsóknir sýnt, að bam- eignir meðal náskyldra kalla ifram gal'la, ef til eru í ættinni, en óskyldleikinn gefur meiri þroska andlegan og líkamJegan. Maðurinm, sauðurinn, nautið og hesturinn hafa svo til jafn- heitt blóð. Þetta eru því náskyld dýr. Gefur þetta þá bendingu, að ekki skuli viðhafa meiri skyld leika við ræktun búfjárins en við ræktun mannsins. Fjölbreytnin í vaxtarlagi hús- dýranna er mikil, þó um náskyld dýr sé að ræða. Sá maður, sem eitthvað hefur fengizt við hesta- kaup, sér fljótt þennan breyti- leika. Hann sér t.d. að stórir hest ar geta oft haft stuttar kjúkur en'litiir hestar langar kjúkur. Legglengd hesta er ekki nærri alltaf í samræmi við aðra stærð. Tveir jafmháir menn eru oft mjög misháir til hnésins og ekki nærri alltaf jafn kloflangir. Handlegigir stutta mannsius eru oft eins langir eða jafnvel lengri en handleggir þess, sem er hærri að vallarsým; svona mætti lengi telja. Nákvæmliega er það svona með sauðkindina. Frávikin írá því að lengd framfótarleggjar segi til um vöxt eða kynbóta- gildi hrúts eða ær eru svo mik- M, að fráleitt er að hafa þetta mál sem mælikvarða á sýningum. Auk þess er þetta svo vandmælt (millimetrinn er stuttur) að „veldur hver á heldur". Svo er það timinn, sem fer i þetta eiin- skisverða mál eða verra en það. Eins er þetta með brjóstum- málið, það er óhæf tímasóun, og þar af leiðandi kostnaður að vera að mæla það. Ullin hefur það mikil áhrif á brjóstummálið, að ekki er sama hvort hrúturinn er rúinn í marz eða ekki fyrr en í september,'Svo er það lengd kind arinnar, sem segir að hálfu leyti til um brjóstrýmið á móti um- málinu. Þau mál, 'sem rétt er að hafa, en nota þó með varúð, er þyngd hrútsins og bréidd sþjaldhryggj- ar. Það getur verið gaman og gagnlegt að sjá hlutfallið þyngd; spjalcfþMdd,' í kilóUni og senti- metrum t.d. 90:25, 100:26, 110:27, 120:28. Án þess aó ég sé áð setja reglur um þetta þá verða þetta að teljast góð hlutföll, og prýði- leg til fyrstu verðlauna, ef bakið er vel holdfyllt og kúpt svo halli út af kindinni og vatnið renni ekki inn að skinni og geri hana kalda og vansæla, og þar af leið- andi þurftarfrekari og afurðar- minni. Svo verður toglagðurinn að vera langur og helzt gorm- hrokkimn. Auðvitað grípur svo margt inn í þetta, þegar skepn- an fær sinn úrslitadóm. Aðalatriðið á sauðfjársýning- um er það að dómarinn — ráðu- nauturinn sé fjármaður „af guðs náð“, og hafi stundað fjár- mennsku, sem hægt er að kalla þvi nafni, á fjallajörðum bæði sunnanlands og norðanlands. Sauðfjárrækt og fjármennska verður ekki lærð á skrifstofum frekar en að stýra bát, undir seglum, í ölduganigi og straum- um. Dómarinn verður að kumna að sjá og þukla kindina. Hann verð- ur að vita, hver eru helztu af- urðareinkemni kindar. Hann verð ur að vita, hvernig kind á að vera vaxin og skapi farin svo hún geti bjargað sér í misjafnri veðráttu og þoli áfelli eða áhlaup veðurs án þess stórir fjárskaðar verði, sem er æði oft. Hann verður að vita, hvernig ærin á að vera vax- in, svo hún geti boriffl jafn ör- ugglega og villikindin, því oft er engin mannleg hjálp nærri, af ýmsum ástæðum. Ráðunauturinn og fjármaður- inn verða að hafa hre.'nar hend- ur mannúðar í ráðleggingum og öllu starfi sem við kemur sauð- fjáreign. Framhald á bls. 23 Rufvirkjur — rafvélavirkjar Stofnfundur framleiðslusamvinnufélags rafvirkja verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöld 22. febr.j í Lindarbæ, niðri, klukkan 20.30. Nefndin. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, er sendu mér kveðjur og gjafir á sjötugsafmæli mínu þann 11. febrúar sl. Kærar kveður til ykkra allra. Guðlaugur Rósinkranz. Tilboð óskasf í ms. Reykjanes CK 50 í því ástandi sem skipið er í eftir strand. Skipið er í slipp á Neskaupstað. Allar nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Aðalstræti 6, Reykja- vík. Tilboðum ber að skila í skrifstofu Tryggingamiðstöðv- arinnar hf. fyrir hádegi 5. marz nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. D A T S U N VIÐSKIPTI í DAC ERU YDUR í HAC VERIÐ k IINDAN VERÐHÆKKUNUM D A T S U N 1ÍT Takið eftir yfirvofandi verðhœkkunum DATSUN 100A í DAG kr. 405.480- 1. MARZ kr. 412.000- I VOR kr. 451.534- DATSUN 1200 í DAG kr. 436.815- l.MARZkr. 445.000- I VOR 488.000- DATSUN 180B í DAG kr. 577.000- 1. MARZ kr. 590.000- I VOR kr. 672.000- 180 HARDTOP í DAG kr. 615.000- 1. MARZ kr. 623.700- í VOR kr. 713.895- ☆ VIÐ EIGUM OFANTALDA BÍLA TIL í DAG LEITIÐ UPPLÝSINGA INGVAR HELGASON VONARLANDI VIÐ SOGAVEG SÍMAR 84510 OC 84511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.