Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1973 — Leirur og „Leiruvegur“ Framhald af bls. 11 ur vegurinn óhjákvæmilega hindrun og hætta, sem mörg- um kann að verða að aldur- tila. Þá mun umferðin einnig valda beinni truflun á fuigla- lífinu, og einn skotóður mað- ur mun eiga létt með að valda stórfkostlegum spjöllum á því. TILLÖGUR UM VERNDUN ÓSHÖLMASVÆÐISINS Tillögur um vemdun og hugsanlega friðlýsingu ós- hólma Eyjafjarðarár komu fram í Náttúruverndarnefnd Akureyrar árið 1971. 1 árs- byrjun 1972 samþykkti nefnd in ýtarlegar tillögur um verndun hólmanna, sem send ar voru Bæjarstjórn Akureyr ar, sem lýsti sig fyligjandi þeim í meginatriðum, án þess að taka ákvörðun um friðlýs- ingu. Einnig hafa Náttúru- verndarráð og Náttúruvernd arnefnd Eyjafjarðar lýst fylgi við aðalatriði tiHagn- anna, án þess að taka ákveðna afstöðu til vegar- lagningarinnar. 1 til'lögum nefndarinnar seg ir svo um vegarstæðið: Út frá náttúruverndarsjón- armiðum álítur nefndin, að heppilegast sé, að nýi vegur inn austur, komi sunnan við Stórhólma. Teljist áikjósan legt að leggja veginn yfir leirurnar, mun Náttúruvernd amefnd Akureyrar ekki leggjast gegn þvi, ef líffræði rannsóknir sanna, að slikar framkvæmdir reynist ekki skaðlegar lífríki svæðisins. Ennfremur segir í tildögun- um: Á fundi nefndarinnar í dag, var lagður fram upp- dráttur, sem sýnir þriðju til- lögu um vegarstæði, yfir ós- hólima Eyjafjarðarár. Nefnd in leggst eindregið gegn þess ari hugmynd, enda stangast hún á við þær friðunartililög- ur, sem hér eru lagðar fram, og hlotið hafa stuðning frá Náttúruverndarráði. Tiliaga sú, sem hér um ræð ir var lögð fram af yfirvöld- um vegamála, sem valkostur við Leiruveginn. Skyldi sá vegur liggja af Eyjafjarðar- braut vestri, um hálfum km sunnar en núverandi vegur, og síðan í stóran og viðan boga yfir hólmasvæðið, og koma á núverandi veg fyrir neðan Eyraland. Það lætur að líkum, að frá náttúru- verndarsjónarmiði er þessi leið hái'fu verri en hin, og þarf það ekki frekari skýr- inga. Það er hins vegar aug Ijós mistúlikun Veganefndar- innar, ef hún telur, að með þvi að vera mótfallin þessari uppástungu, hafi Náttúru- verndarnefnd Akureyrar sam þykkt Leiruveginn, en það virðist helzt mega lesa af skýrslu hennar. Eins og fram kemur í ofangreindum tillög- um N.A., bendir hún á þriðja möguleikann, þ.e. veg sunnan Stórhólma, sem heppilegustu lausnina, og mun þá jafn- framt alltaf hafa verið gert ráð fyrir þvi, að vegurinn kgemi nokkum veginn þvert austur, til að Hólmasvæðið skerðist sem minnst. Þennan möguleika hefur Veganefnd in ekki athugað, og fororðið um Mffræðimnnsóknir lætur hún einnig sem vind um eyru þjóta, en túlkar tillögu N.A. sem samþykki. Það hljóta að teljast frá- leit vinnubrögð að leggja fyrst fram tvær tillögur um vegarstæði, sem báðar eru ónothæfar frá sjónarmiði nátt úruverndar, og segja sdðan að N.A. hafi samþykkt aðra til- löguna, vegna þess að hún taldi hana ekki eins skað- lega og þá fyrri. KOSTNAÐUR VEGARSTÆÐI O. FL. Vegarnefdin hefur gert sam anburð á kostnaði við hina tvo valkosti norðan og sunn- an flugvallar, sem áður var getið, og fær út, að Leiruveg- urinn verði um 18 milljónum dýrari en syðri leiðin, þrátt fyrir nefndan boga, sem ger- ir syðri leiðina yfir hólma- svæðið um helmingi lengri en hún þyrfti að vera ef hún lægi beint. Á hinn bóginn er hætt við að Leiruvegurinn reynist dýrari en ætlað er í skýrslunni, vegna þess hve vegarstæðið hefur enn verið lítið kannað, og búast má við miklu sigi á sumurn hlutum þess. Mismuninn telur nefnd in að vinna megi upp með minni viðhaldskostnaði Leiru vegarins og sparnaði í akstri, vegna minni vegalengdar (þar munar um 5 km). Þessir reikningar verða að teljast fremur hæpnir. Búast má við miklum viðhaldskostnaði á Leiruveginum vegna stöðugs sigs og skemmda af völdum öldubrots og flóða, ísreks o.s. frv. Hugsanlegt er jafnvel, að komið geti skörð í veginn vegna framhlaupa úr mar- bakkanum, því að lögin í slík um bökkum liggja skáhalit niður, eftir halia bakkans, en ekki lárétt og þola því ekki verulegt álag, næst bakkanum. Líka gæti titring- ur frá umferðinni átt þátt í að koma sliíkum hlaupum af stað. Um aksturssparnaðinn er það að segja, að þar miðar nefndin útreikninga sína við beinar talningar bíla, en það veit hver maður, hér um slióð- ir, að meiri hlutinn af þeirri umferð, sem fer um þetta svæði er sporfakstur ungl- inga af Akureyri, og mér er nær að halda, að þeim sé llt- ið umhugað um að stytta akst urinn, fremur ætla ég að þeim sé akkur í lengingu hans. Fyr ir Þingeyinga almennt hlýtur það að skipta litlu máld hvort þeir aka 5 km lengra eða skemur til Akureyrar, og enn minna fyrir Austfirðinga, sem þó eiga lengst þangað. Fyrir bændur austan Polteins skipt ir það nokkru, en þeir eiiga hvort eð er svo stutt að fara, að þeim verður ekki virt það til vorkunnar. Ef þetta sjónar mið ætti að ráða, þyrfti ærið víða að gera endurbætur, enda er þá spumingin hvort ekki væri nær, að gera brú af Oddeyrartanganum austur í Hallandsnes, því hún myndi sjálfsagt verða fljót að renta sig með styttingunni. VAÐLASKÓGUR Ekki verður hjá þvi komizt að minnast nokkuð á Vaðla- skógarreitinn í þessu sam- bandi. Þessi skógræiktarreitur var upphaflega stofnaður af Skógræktarfélagi Eyfirðinga, með sérstökum leigusamning- um við landeigendur. Síðan hefur verið plantað í hann töuverðu magni af birki og ýmsum barrviðum, og eru þar nú víða stæðilegir skógarlund ir. En um það bil sem hinir gömlu hugsjónamenn skóg ræktarinnar eru að sjá draum sinn rætast, er þeim til kynnt, að nú verði að leggja veg í gegnum skóginn endi- langan. Það virðist að athug- uðu máli vera hálfgerð fjar- stæða, að stórskemma þannig eitt þeirra litíu svæða, sem fyrir einskæran áhuga nokk- urra valmenna, hefur tekizt að græða upp, á sama tíma og þjóðinni er að skiljast, að gera þarf stórátak til vernd- ar gróðri og jarðvegi landsins. Er hætt við að slikt atíhæfi verði ekki til að ýta undir frekari framkvæmdir i þessa átt. Vegarnefndin telur það vera sameiginliegt báðum (eða öllum) valkostum, að leggja verði veginn í gegnum skóg- inn, og raunar mun víst vera búið að mæla fyrir honum. Það er þó torskilið frá al- mennu sjónanmiði, hvers vegna fara þarf með veginn í gegnutn Vaðlareitinin, ef hann verður lagður yfir Hólmana sunnan flugvallar, þótt ljóst sé, að framhald Leiruvegar- ins hlýtur að liggja i gegnum hann. Kunnugir telija, að veg ur í gegnum reitinn verði alit af mjög snjóþunigur og ætti hann þvi ekki að vera eftir- sóiknarverður. Ef til vill er þetta aðeins ein af þeim brell Vonon háseto vantar á 270 lesta netabát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-8261. Motsvein og hnsetn vantar á 90 tonna netabát, sem er á veiðum. Upplýsingar í síma 41452 og 40695. 2 vélstjórn og hásetn vantar á 77 lesta bát, sem er að hefja neta- veiðar. Upplýsingar um borð í Sæfara, sem liggur við gömlu verbúðabryggjuna, eða í síma 99-3169. Piltur eðn stálkn óskast strax til afgreiðslustarfa. KiöTHÖLLIN, Skipholti 70, sími 31270 og 30488. Stálka áskast til afgreiðslustarfa, vaktavinna. i BRAUÐGERÐIN, Hverfisgötu 93 (sími 13348 f. h.) Háseta vantar Háseti óskast á netabát frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma 99-1426 og 99-3725. Borgarhóhasafn Reykjavíkur óskar að ráða starfsmann nú þegar. Umsóknarfrestur til 28. febrúar. Upplýsingar í síma 10075. Verksmiðjustörf Óskum að ráða nokkrar stúlkur til verksmiðju- starfa. Upplýsingar hjá verkstjóranum. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON, Þverholti 20. Stúlka óskost á danskt-islenzk heimili í Kaupmannahöfn til barnagæzlu og léttra heimilisstarfa. Upplýsingar í sima 85386. Mafreiðslumaður óskast í Leikhúskjallarann frá og með næst- komandi mánaðamótum. Upplýsingar gefnar á staðnum. LEIKHÚSKJALLARINN. Konur í Vesturbænum Starfsstúlkur óskast nú þegar til starfa hálf- an daginn. Upplýsingar í skrifstofunni. ELLI- OG HJÚKRUNARHEIMILIÐ GRUND. Stulka óskast í hannyrðaverzlun. Þarf að hafa gott auga fyrir litum og vera áhugasöm. Meðmæli þurfa að fylgja umsókn, er merkist: „Heilsdagsstúlka —■ 768" og sendist afgreiðslu Morgunblaðsins. Aðalbókori Starf aðalbókara hjá Hafnarfjarðarbæ er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 10. marz. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.