Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1973 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 15,00 kr eintakið. rekstraráætlanir bentu til álíka halla á þessu ári. í umræðum þessum á Al- þingi kom það glögglega fram, að það er seinagangur af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem veldur því, að togaramir eru bundnir við bryggju. Ríkisstjórninni er ljóst, að enginn rekstrargrundvöllur er fyrir hendi hjá togurunum eins og sakir standa og hún hefur viðurkennt skyldu sína að leysa það vandamál með því að skipa þriggja manna nefnd til þess að athuga mál- ið. Enn hefur þessi nefnd kasta sér til sunds, þótt hvergi sæist til lands! Tillög- ur Lúðvíks Jósepssonar eru sama eðlis. Togaraeigendur eiga að semja, þótt þeir hafi enga hugmynd um, hvort þeir geti staðið við samning- ana. Auðvitað er það rétt hjá Geir Hallgrímssyni að þetta stórfellda vandamál verður að leysa með því samhliða að skapa rekstrarskilyrði fyr- ir togarana og gera samn- inga við undirmenn og yfir- menn á togaraflotanum. Sú hneisa má ekki lengur við- gangast, að íslenzkir togarar liggi bundnir við bryggju vegna seinagamgs Lúðvíks Jósepssonar meðan brezkir landhelgisbrjótar ausa aflan- um upp óáreittir. BRETAR AUKA AFLANN SLÖPP VINNUBRÖGÐ LÚÐVÍKS Jl,fiklar umræður urðu á Al- þingi í fyrrdag um þá alvarlegu staðreynd, að allir íslenzkir togarar eru nú bundnir við bryggju og tog- araverkfallið hefur staðið í u.þ.b. niánuð. Umræður þess- ar leiddu glögglega í Ijós, að meginorsök hinnar langvar- andi deilu er, að togararnir hafa engan rekstrargrundvöll og togaraútgerðirnar geta því ekki gert samninga við sjó- menn, sem útgerðirnar vita. að ekki verður hægt að standa við. Geir Hallgrímsson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta langa togaraverk- fall að umtalsefni utan dag- skrár á Alþingi í fyrradag og beindi þeirri fyrirspurn til Lúðvíks Jósepssonar, sjávar- útvegsráðherra, hvað ríkis- stjórnin hygðist gera til þess að leysa verkfallið og tryggja rekstrargrundvöll togaranna. Minnti Geir Hall- grímsson á, að þegar Lúðvík Jósepsson var í stjórnarand- stöðu hefði hann ýmist gert þá kröfu til stjórnvalda, að þau levstu verkföll eða kæmu í veg fyrir þau. Geir Hall- grímsson vakti einnig athygli á því, að heildarhalli á rekstri togaranna á sl. ári næmi um 150 milljónum króna og að engu áliti skilað, ríkisstjórn- in er aðgerðarlaus á meðan, togaraimir bundnir við bryggju og 100 milljónir tap- ast á mánuði hverjum af þeim sökum. Sjávarútvegsráðherra hélt því fram í umræðunum á Al - þingi, að fyrst yrði að semja til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir stærðargráðu vandans, en þessi skoðun er auðvitað fáránleg. Hún er í ætt við hin alræmdu ummæli Ólafs Jóhannessonar, forsæt- isráðherra, er atvinnurekend- ur ræddu við hann eftir kjarasamningana 1971. Þá gaf hann þeim það ráð að | í ræðu Geirs Hallgrímssonar ! * á Alþingi í fyrradag komu i fram athyglisverðar upplýs- ingar um aflamagn brezkra togara á Íslandsmiðum. 1 ljós er komið, samkvæmt skýrslum brezka landbúnað- ar- og sjávarútvegsmálaráðu- neytisins, að afli brezkra togara hefur aukizt á miðun- um hér við land eftir út- færsluna í 50 sjómílur. Afla- magnið var mun meira i októ- ber og nóvember á árinu 1972 en árið áður og heildarlönd- unarmagn enskra togara, sem hafði minnkað fyrri hluta árs 1972 miðað við 1971, jókst seinni hluta ársins, þ. e. eftir að landhelgin var færð út í 50 sjómílur. Vel má vera, að of snemmt sé að draga ályktanir af þess- um tölum. Þó sýna þær, að Bretar hafa aukið afla sinn eftir útfærsluna, þrátt fyrir minni sókn, ef byggt er á talningu Landhelgisgæzlunn- ar. Einnig-er vitað, að mikið af afla þeirra er smáfiskur. Loks liggur fyrir, að verð- lag á fiski er hátt í Bret- landi um þessar mundir. Um næstu mánaðamót rennur út það tímabil, sem Bretar ákváðu sjálfir að veiða ekki úti fyrir Vestfjörðum. Þess vegna má gera ráð fyrir, að þeir dreifi sér nú um mið- in og leggi áherzlu á að halda þessum veiðum áfram, þar sem þær sýnast hafa gefizt vel og vorið er í nánd, hiran harði íslenzki vetur senn að baki. Sem fyrr segir kann að vera of snemmt að draga af þessu ályktanir, en þró- un mála fram til þessa bend- ir ekki til að stefna ríkis- stjórnarinnar og baráttuað- ferð sé líkleg til sigurs í land- helgismálinu. VJ'—“v/ ííeitrJíorkStmeðí Eftir James Reston Niðurskurðarstefna Nixons GEORGE McGovern, öldunffadcildar- þingmaður, byKgði misheppnarta bar- áttu sína fyrir forsetak.jöri á því áliti sínu, að bandaríska þjóðin vaeri mót- tækileg fyrir rótta'kar þjóðfélaffsiim- bætur ogr nú virðist Nixon forseti túlka grlæsileetm Uosningrasiiíiir sinn sem iimlKið til að dragra stórlegra úr opinberum útg'jöldum. Vera má að Nixon sé að gera sömu skyssuma, en í öfugia átt, því við- brögðin við stöðugum niðurskurði hans á fjárlögum og breytingum á fjárveitingum streyma nú til Was- hmgton, og þó að þar komi fram stuðiningur við smærri breytingar, benda þau eindregið til þess, að for- setinfn, eins og McGovem, hafi ef til vill gengið of langt. Ef dæma má aðtallega eftir bréfum til þingmam hafa ákvarðanir for- setans gegn flutningum skól'abarna. gegn hækkuðum aimaninatryggingum og gegn meiri afskiptum hins opin- bera, reynzt vinsælar, en tillögur hans um lækkuð framlög til húsnæð- ismála, heilbrigðismála, menntunar, bókasafna, starfsþjálíunar og ann- arra vinnumála, og nú síðasta tillaga hans um að draga smám saman úr uppbótagreiðslum til bænda, vakið hávær métmæli. Mótmælin fóru hægt af stað, og eru ástæðumar margar. 1 fyrsta lagi kom forsetinn ekki með áætlanir um að rífa niður allar þjóðfélagsumbæt- umar frá timum Roosevelts forseta og árunum þar á eftir, sem sumir andstæðingar hans úr röðum demó- krata höfðu gert ráð fyrir. Hann snerist fyrst og fremst gegn ýmsum vafasömum fjárveitingum, sem flest- ir hlutlausir áhorfendur gátu fallizt á að hefði átt að fella niður fyrir löngu. t>á lagðii hann eininiig til, að framlög yrðu hækkuð til nokkuma þjóðfélagsmála, eins og til dæmis varðandi aðstoð við aldraða. 1 öðru lagi sendi hann þinginu svó margar tiHögu, ' örfáum vikum, að hvorki þingið né fjölmdðiamir höfðu tíma til að kynna sér eiitt frumvarpið áður en það næsta lá fyrir. En smám saman, eftir því sem tillögur forset- ans tóku á sig svip verulegTar niður- skuiðarstefnu, sem varðaði kjör fleiri og sterkari hagsmunahópa, tóku mótmælahviðumár að bylja á þing- inu alls staðiar að af iandinu, og mót- mælaieiðttogaimir eru nú að undir- búa skipulagðar mótmælaaðgerðir gégn þessum umbótum hans í Was- hington eftir nokkra daga. Þessd niðurskurður forsetan® á fjárlögunum kom einnig á sama tíma og ört hækkandi verð á matvöru og gengisfeHdng dollarans, sem hækkar verð á innfluttri olíu, stáli og mörg- um öðrum vörum. Visitala heildsölu- verðlags hækkaði um 1,6% i desem- ber og 1,1% i janúar ,og í landbúnað- inum hækkaði vísdbalan um 5,2% í desember og 2,9% í janúar. Stóriðjatn hafði lítið út á þetta að setja, þvi heildarveltan jókst um einn milljarð dollara i desember og heild- arframleiðslan um 1,3 milljarða dala miðað við sama árstima. En.gu að síður komu verðhækkandmar illa við marga þá, sem gengu til liðs við Nixon í síðustu kosningum, og þeg- ar kornið var fram í miðjan febrúar tóku raddir þeirra að heyrast, ekki aðeins í þinginu, heldur einnig í Hvita húsir.u. Ríkisstjómiin ein,beitir sér að því, að tryggja að stuðningur sá, sem hún fékk frá verkalýðssamtökum í síð- ustu kosndmgum, festist við Repúblik- anaflokkinn í framtíðarkosningum, en þegar George Shulitz, fjármálaráð- herra, hélt til Florida fyrir skömmu til að ræða við verkialýðsleiðtoga, sem þar sátu á röksitólum, var hon- um tjáð, að harrn gætd ekki reiknað með mikl'um stuðningi samtakanna við n-iðurskurð á fjárframlögum hins opintoera. Yfirvöld í Minnesota, sem var eitt þeirra 49 rikja, sem kusu Nixon í nóvember, femgu nýlega heimild kjós- enda til að verja 691 miUjón dollara til að tryggja jafnréttd í menmtamál- um í öHum héruðum ríkisins, en það var gert í þeirri trú, að l'itlar breyt- imgar yrðu á ftemlagi úr alríkissjóði til memmtamála. Nú verða yfirvöldin »ð horfa fram á það, að þurfa að setja á nýja skatta, ef ni'ðurskurður á alrikisútgjöldunum verður ekki felldur miður. 1 V'ashimgiton-ríki, eins og öðrum rikjum Bandaríkjanna, hafa verið birtar viðvaranir um yfirvofandi elds- neytisskort, en á sama tíma hefur forsetinn gefið í skyn, að fjárfram- lög tiil stórbrotinna rafveiitmafram- kvæmda verði lækkuð. „í>að má vera,“ sagðd Scoop Jack- son, öldunigadeildarþiingmaður frá Washington, „að íbúum þessa ríkis líki vel að heyra forsetann segja, að hann sé andvígur þvi að hækka alríkisskatta, en þeir eru ekki jafn hri'fnir ef hækka þarf iinmamríkisskatt- ana til að veita þá þjónustu, sem þeir þurfa á að halda. Þeir hafa áhyggjur af innamríkisskötitunum og verðlagi á matvöru, og þegar við bætist að verðiag hækkar á innfluttu bensíni og olíu og öðrum vörum vegna geimgislækkunar dollarans, verða þeir enn reiðairi en nú.“ „Ég tel hugsanilegit að forsetinn hafi misskilið kosningaúrsiitin og mistúlki nú hugarfar þjóðarinnar,“ sagði einn af öldungadeildarþing- mönnum repúblikana, sem studdi hann í nóvember. „Það má vera að þjóðin vilji eimhverjar breytinigar, en hún er ekki fylgjandi þessari um- byMiingu Nixoms frekar en hún var fylgjandi umibylitinigu McGoverns. Ég held ekki að hún hafi verið að greiða neinum stórbreytingum at- kvæði. Hún var ekkert sérlega ánægð með Nixon, en húin gat ekki greitt McGovern atkvæði. Það var ailt og sumt.“ Að sjálfsögðu má vera, að f járlaga- frumvarp stjórnarinnar sé aðeims lagt fram sem samkomulagsgrundvöllur Nixons. í framkvæmd forsetavalds- iins er homum gjamit að bjóða upp á stranga andstæða kosti: sprengjur eða frið i Vietmam; dragið úr útgjöld- unum eða ég legg hald á þá upphæð, sem umfram er; lagfærið úrelta og fjárfreka fjárlagaliði eða ég beiti neitunarvaldi gegn þeirn, ef þeir verða samþykktir í þimginiu. Þessi afstaða hlýtur feitletiraðar fyrirsagndr og herðdr upp ihaldsöflin í flokki repúbliikana. En hún stuðlar einnig að endursameiningu áður klof- inna demókrata og styrkir öfluga kjósendahópa, sem áður studdu demó krata. Það væri háðulegt ef Nixon endurtæki þau mistök McGoverns að reyna að gamga of langt of snemma, en vel má vera að þetta sé edmmitt að gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.