Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22: FEBRÚAR 1973 31 ]c~pcrp ] ] U L Skipulagsleysi — á framkvæmd Islandsmótsins í 1. deild kvenna FRAMKVÆMDINNI á 1. deildar keppni kvenna í handknattleik virðist vera í ýmsu ábótavant. Morgnnblaðinu barst í gær bréf sent til Handknattleikssambands íslands og er þar deilt á það skipulagsleysi, sem látið er við- gangast af HSf á framkvæmd mótsins. Bréfið er svoliljóðandi: „Handknattleikssamband íslands. c/o Mótanefnd. Vér undirrituð mótmælum harðlega niðurröðun leikja í 1. deild kvenna. Okkur finnst kvennahandknattleiknum mis- boðið með því að bjóða upp á þann tíma, sem nú er búið að skipuleggja í íslandsmótinu 1973. Hafið þið háttvirtir nefndar- menn verið eitt sunnudagseftir- miðdegi i Laugardalshöllinni inn an um barnagarg og læti. Þar sem auk þess tímasetning er fyr ir neðan allar heliur og tími stenzt aldrei. Endurskoða mætti einnig dóm- aramálin, en oft hefur það kom- ið fyrir að dómarar hafa verið dregnir nauðugir viljugir ofan úr áhorfendapöllunum, hafi þeir þá verið þar.“ Undir þetta bréf rita 80 stúlkur og einn karlmaður (Sigurbergur Sigsteinsson, Fram), allar leika stúlkurnar handknattleik og eru í liðunum í 1. deild og FH, sem leikur í 2. deild. Vegna þessa bréfs ræddum við stuttlega við tvær þeirra, sem skrifa undir bréfið og eru meðal leikmanna í 1. deildinni, Björgú Guðmundsdóttur, fyrirliða Is- landsmeistara Vals og Arnþrúði Karlsdóttur, Fram, Þær voru þungorðar í meira lagi og sagði Björg m. a.: — Þessi mál eru í megnasta ólagi, svo að ekki sé meira sagt. Tökum sem dæmi; eftir útreikn- ingi á leiktima skv. mótsskránni eigum við að leika Mukkan fjög- ur, liðið mætir hálftíma fyrir leik, en leikurinn hefst i fyrsta lagi tveimur tímum síðar. Það er tvennt sem aðallega orsakar þetta, leikjum yngri flokkanna seinkar oftast og dómararnir, sem eiga að dæma leiki okkar mæta yfirleitt of seint, ef þeir þá á annað borð mæta nokkuð. — 1 sambandi við niðurröðun- ina á leikjum mótsins má nefna það að Valur lék tvo leiki í upp- hafi móts, en síðan kom frí í mánuð. Nú er mótið að fara í gang aftur og nú á að keyra það í gegn á miklum hraða. Breiða- blik er búið með þrjá leiki í mót inu, þar af eru tveir þeirra við KR — seinni umferðin er byrj- uð, þó svo að sú fyrri sé ekki einu sinni hálfnuð. — Við erum búnar að vera lengi óánægðar, en það hefur vantað meiri samtök meðal okk- ar. Það er ekkert undarlegt þó að við mótmælum þessu skipulags- leysi, þetta er búið að brjótast lengi um í okkur og brýzt nú loksins út. Stúlkurnar hafa mik- inn áhuga, en það er ekki hægt að segja það sama um handknatt leiksforystuna. Vera má að kvennahandknattleiknum hafi farið aftur síðustu ár og kenni ég öllu þessu skipulagsleysi ein- göngu um það. — Landsleikur kvenna í hand- knattieik hér á landi — hvað er nú það? Við höfum oft farið fram á það við HSl að fá lands- leik hér á landi, en þeim óskum hefur í engu verið sinnt. Við fá- um Norðurlandamót með nokk- urra ára millibili og mætum þá stúlkum sem ef til vill eru með 100 landsleiki að baki. Hver get- ur heimtað árangur? Hvað hefur HSI gert til að auka áhuga stúlkna á handknattleik? Arnþrúður tók í sama streng og sagðist véra algjörlega sam- mála ásökunum Bjargar í garð handknattleiksforystunnar, auk þess hafði Arnþrúður þetta að segja: — 1. deild kvenna er algjört olnbogabarn hjá HSl. Þó ef til vill sé lítið gert fyrir 2. deild karla er það þó snöggtum meira heldur en gert er fyrir okkur. Til dæmis er 2. deild karla látin fara fram á undan leikjum í 1. deild að nokkru leyti. Það er mikill munur að eiga leik á ákveðnum tíma og hafa áhorfendur, eins og tryggt er ef 1. deildin kemur á eftir. — Ég vil nefna eitt lítið dæmi um fáránlega niðurröðun í mót- inu. Ármann var álitið eitt af sterkari liðum deildarinnar fyrir fram og talið var að keppnin kæmi helzt til með að standa á milli Fram, Vals og Ármanns. En tveir fyrstu leikir Ármanns í mótinu voru við Val og Fram. Ár mann tapaði báðum þessum leikj um og það væri þvi nokkuð eðli- legt ef Ármannsstúlkurnar misstu áhugann, þar sem þær hafa tæpast að nokkru að keppa lengur. Það þekkist held ég hvergi að byrja á úrslitaleikjun- um. — Dómaramálin eru algjör skelfing. Ég vil ekki fara fram á annað en að þeir dómarar, sem settir hafa verið á leiki, hvort sem er í 1. deild kvenna eða ann- ars staðar, mæti heilir heilsu á leikina — jafnvel þó að þeir séu á sunnudögum. Afstaða ÍBV STJÓRN Knattspymusamibands íslands hefur sent frá sér svo- hljóðandi fréttatiílkynningu: „Á fundi stjómar KSÍ, mániu- daginn 19. febrúar var lagt fram eftirfarandi erindi fná Iþrótfca- bandalagi Vestmannaeyja: Stjóm iBV fer þesis á Mfc við stjóm KSI að hún mælist til þess við aðildarfélög sín að knattspyrnumenn IBV fái að- stöðu hjá þeim til æfinga fyrst um sinn. — Með kveðju Stefán Runólfsson, formaður íþrótta- bandalags Vestmannaeyja. Stjóm KSl beinir hér með þeim tilmiættum til allra aðildar- félaga sinna, að þau veiti fé- lágsmönnum iBV alla þá aðstöðu til æfinga- og knattspyrnuiðk- ana, sem þeim er unint, án þess að þeir vierði á nokkurn háitt félagsiliaga bundnir viðkomandi félagi. Stjóm KSl. Frjálsar íþróttir • Á franska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss jafn aði Sylvie Telliez lieimsmetið i 60 metra hlaupi kvenna með þvl að hlaupa á 7,1 sek. Sú sem á metið með henni er Chelkova frá Sovét rílvjuiuim sem hljóp á þessum tíma 1962 og Messner frá A-I»ýzka •landi sem hljóp á 7,1 árið 1970. Á sama móti jafnaði Guy Drut Evr- ópumetið í 60 metra grindahlaupi, hljóp á 7,5 sek. Methafi með hon um er Nickel frá Vestur-I»ýzka- landi sem hljóp á þessum tíma árið 1970. • Á innanhússmóti sem fram fór í Deutschlandhalle í Vestur- Berlín um sl. helgi setti Belgíu- maðurinn Emile Futtemans þrjú heimsmet í oinu hlaupi. Hann hljóp tvær enskar mílur á 8:13,2 mín. — sjálfur átti hann eldra metið sem var 8:17,8 mín. 1 200 metra hlaupi setti hann met með því að hlaupa á 5:000,0 mín. — Gamla metið átti Frakkinn Mich el Jaszy og var það 5:04,4 mín., og í 3000 metra hlaupi bætti Putte mans eiglð met í 7:39,2 mín. • Á frjálsíþróttamóti sem fram fór innanhúss í San Diegro i Banda ríkjunum um síðustu helgi sigr aði ungur og: óþekktur piltur: — Willie Deckard í 60 metra hlaupi á 6,0 sek. Annar I hlaupinu varð Jim Kemp á sama tíma ogr i þriðja sæti varð svo hinn þekkti sovézki Olympíusigrurvegrari Val erij Borzov. Á sama móti sigrraði Randy Wiliiams I langrstökki, stökk 7,82 metra og A1 Feuer- bach sigrraði í kúluvarpi, kastaði 21,07 metra. í stangrarstökki sigrr aði svo heimsmetahafinn Steve Smith, sem stökk 5,33 metra. • Á frjálsíþróttamóti sem fór fram innanhúss í Aabo í Finn- landi um helgrina setti Mona-L.isa Strandvall nýtt finnskt met í 60 metra hlaupi, hljóp á 7,3 sek. • Á frjálsíþróttamóti sem fram fór innanhúss í Sofia um helgrina setti htilgarska stúlkan Svetlazlat eva nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi, sem hún hljóp á 2:03,02 mín. Landa hennar, Jordanka Blagoyeva jafnaði heimsmetið í hástökki kvenna á sama móti með því að stökkva 1,91 metra. • Francie T^arrieu — bandarísk stúlka setti heimsmet i miiu- hlaupi kvenna innanhúss á móti sem fram fór í San Diego i Kali-v forníu um helgina. Hún hljóp á 4:35,6 mín. Gamla metið átti landa hennar Debbie Heald ög var það 4:38,5 mín. • Á frjálsiþróttamóti sem fram fór innanhúss í Pocatelo i Banda- ríkjunum um sl. helgi voru sett tvö ný heimsmet. Sveit frá Stan ford IJniversity hljóp 880 yarda boðhlaup á 1:27,4 min. Gamla met ið átti sveit frá Western Michigan og vár það 1:28,1 mín., sett árið 1968. I»á setti 22 ára stúlka, Patt ie Johnson met í 100 metra grinda hlaupi, sem hún hljóp á 13,4 sek. • Bandaríski grindahlauparinn Rod Milhurn hefur gerzt tvöfald ur atvinnumaður i íþróttum.. Er hann kominn á samning bæði sem atvinnumaður í frjálsum íþrótt- um og í bandarískum fótbolta. — Fær hann upphæð sem svarar tii 45 millj. ísl. kr. fyrir samninga þessa. • Heimsmeistarakeppnin i skautahlaupi sem fram fór í Dev- enter í Hollandi um sfðustu helgi var hrein einvigi milli Svíans Göran Claeson og Norðmannsins Sten Stensen. Skiptust þeir á for ystu í keppninni, en svo fór að lokum að Claeson sigraði, hlaut 181.259 stig, en Stenson hlaut 181.869 stig. • 36 ára hollenzkur arkitekt setti um helgina nýtt heimsmet í skautahlaupi. Á einni klukku- stund liljóp hann 35 kflómetra 246 metra og 16 sentimetra. Þáð var landi hans Tonu Fer;erdas sem átti eldra metið og var það 34 km 205 metr. og 16 sentimetr- ar. GETRAUNTAFLA NR. 8 CARLISLE - ARSENAL X X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 2 10 C0VENTRY - HULL 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 DERBY - Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 11 1 0 LEEDS - W.B.A. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 MAN. CITY - SUNDERLAND 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 11 1 0 W0LVES - MILLWALL 1 1 1 1 X 1 1 1 X 1 1 1 10 2 0 LEICESTER - SHEFFIELD UTD. 1 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 2 10 1 1 LIVERP00L - IPSWICH 1 X X X 1 1 1 2 1 X 1 1 7 4 1 ST0KE - WEST HAM 1 X 1 2 X X X X X 1 X X 3 8 1 T0TTENHAM - EVERT0N 1 X 1 1 1 X X X 1 1 1 X 7 5 0 N0TT. F0REST - FULHAM X X 1 2 1 1 2 2 X X X 2 3 5 4 0RIENT - AST0N VHJLA X 2 1 2 2 X 2 2 X 2 2 2 1 3 8 ALLS 1X2 MINWISBIM VISTMANNfltYIHEfl Húsnæðismiðlun: Tollstövarhús ið (næst höfninni), sími 12089. Flutningur húsmuna og geymsla: BÆJARSTJÓRN Vestmanna- eyja rekur skrifstofur í Hafn- arbúðum, þar sem Vestmanna eyingrum er veitt ýmiss kon- ar þjónusta og aðstoð. Á FYRSTU hæð er sameigin- le.g skrifstofa bæjarsjóðs, bæj arfógela, afgreiðslu almanna- tryg.giniga og sjúkrasamlags- ins, og er hún opin kl. 10—12 og 13—15. Símar í Hafnarbúðum: Skiptiborð fyrir allar deildir: 25788, 25795, 25880 og 25892. Svarað I síma til lcl. 19. Vinnumiðlun: Tollstöðvarhúsið fn'æst hðíninni),! simi 25920. !i' í)i' • ■: I Sími 11691. Aðseturstilkynningar: Hafnar- búðir (1. hæð). Heimildarkort: Hafnarbúðir (1. hæð). Mötuneyti: Hafnarbúðir. Fjúrhagsaðstoð: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, Hafnarbúðum 3. hæð). Húsnæðismiðlun: Tollstöðvar- Ráðieggingastöð Rauða kross- iii8: Heilsuverndarstöðinnl við Barónsstíg (gengið inn um brúna), mánudaga til föstudaga kl. 17—19, símar 22405, 22408, 22414. húsið (næst höfninni), simi 12089. Barnagæzla 2—6 ára barna: 1 Neskirkju mánudaga til föstu- daga kl. 13—17. Á Silungapolli er dagheimili kl. 09—17. Börnun- úm er safnað saman á nokkrum stöðum að morgni og skilað þang aö aftur að kvöldi. Framkvæmda stjóri er Sigurgeir Sigurjónsson, símanúmer hans verður birt inn- an tlðar. Síminn 1 Neskirkju er 16783 og á Silungapolli 86520. Kirkjumál T.andakirkju: Sr. Þorsteinn L. Jónsson er til viðtals alla virka daga kl. 14—17, símar 12811 og 42083 (heimaslmi). Séra Karl Sigurbjörnsson: Sími 10804. Prestarnir hafa viðtalstíma 1 kirkju Óháða safnaðarins á þriðju dögum kl. 18—19, simi 10999. Læknisþjðnusta: Domus Med- ica við Egilsgötu. Viðtalstímar: Ingunn Sturlaugsdóttir kl. 9— 11.30 og 13—15, sími 26519. — Einar Guttormsson mánudaga og föstudaga kl. 14—16. AÖra daga (nema laugardaga) kl, 10—12, sími 11684. —• Kristján Eyjólfsson, héraðslæknir, kl. 10—12, simi 15730. — Óli Kr. Guðmundsson, tlmapantanir eftir samkomulagi, slmi 15730. Læknarnir skiptast á um þjónustu úti i Vestmannaeyj- um. Heilsugæzla: Ungharnaeftirlit t Heilsuverndarstöðinni 1 Reykja- vlk (hjúkrunárkona frá Vest- mannaeyjum). — f Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði: Heilsuverndarstöðvar viðkomandl staða. Timapantanir æskilegar. — Mæðraeftirlit I Heilsuverndarstöð innl 1 Reykjavik. Tímapantanir æskilegar. Tannlækningar: Börnum á skóla aldri veittar bráðabirgðatannvið- gerðir I tannlækningadeild Heilsu verndarstöðvarinnar, slmi 22400. Eyjapistill er á dagskrá hljóð- varps daglega kl. 18. Umsjónar- menn svara í síma 22260 daglega kl. 13.30—15.30, nema sunnudaga, þá er númerið 22268. Á kvöldin svara þeir í síma 12943 og 34086. TPPLV’SINGAR: Barna- og gagnfræðaskólarnir: Gagnfræðaskólinn (I Laugalækj arskóla): 83380. — Barnaskóiinn: 33634 (Laugarnesskóli) og 83018 (Langholtsskóli). Upplýsingamiðstöð skólanna: — 25000. Ræjarfégetaemhættið: 26430 Iðnnemaaðstoð: 14410 Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja: 81400 Iðnaðarmenn: 12380, 15095, 15363 Sjómenn: 16650 Verkafólk: 19348 Utibú Utvegsbankáns i Eyjum: 17060 Sparisjóður Vestmannaeyja: 20500 Vélsmiðjurnar 1 Eyjum: 17882, 25531 Afgreiðsla Eimskips í Eyjum: 21460, innanhúsnúmer 63. Aimannavárnir: 26120 Póstur: 26000 Upplýsingasími iögreglunnar I Reykjavfk: 11110 Vinnslustöðin hf. og Fiskiðjan hf.: 10599 Tónlistarskólinn: 14885. Stýrimannaskólinn: 20990. Isfélag Vestmannaeyja h.f.: 22014. Sameiginleg skrifstofa frystihús anna í Eyjum: 21680. Vestmannaeyingar utan Reykja víkur geta fengið upplýsingar um aðstoð í þessum símum: Akureyrl: 21202 og 2160L Selfoss; 1187 og 1450. Keflavik: 1800. Kópavogur: 41570. Hafnarfjörður: 53444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.