Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIBJUDAGUR 27. MARZ 1973 3 . . v.-. Hópiirinn fvrir utan Alþingfishúsið i gær. Mótmælaaögeröir; Húsmæður með fjöldasam- komu á Austurvelli í gær GlFURLEGUR fjöldi hús- mæðra var saman kominn á Austurvelli i gær t.il að mót- mæla verðhækkunum þeim, sem orðið hafa undanfarið. Fáeinir húsbæmlur voru einn ig i hópnum í fyigd með eig- inkonum sinum og mikið har á ungum konum. Eftir að hópurinn hafði safnazt saman fyrir framan Alþingishúsið, fjölmenntu konur á þingpalla Alþingis. Mikill troðningur var við dyr Alþingishússins, þar sem að- eins litlum hluta af þeim kon um, sem inn vildu komast, var heimilaður aðgangur. Eftir að konurnar höfðu komið sér fyrir á þingpöll- unum, tók Jónas Árnason, þingmaður til máls. Jónas hóf mál sitt með því að bjóða velkomnar húsfreyjur þær 25 úr Flóanum, sem komið höfðu til að mótmæla reykvískum húsmæðrum, og mættu á tröppum Alþingishússins um tólfleytið í gær. Jónas hvatti bóndakonur óspart til að standa á máli sínu, en sú tilraun Jónasar til að etja saman reykvískum húsmæðrum og húsfreyjum utan af landi, vakti furðu og mikla gremju samkomú- kvenna. Einnig tóku til máls, fyrr- verandi ráðherrar, Jóhann Hafstein og Ingólfur Jónsson og að lokum Halldór E. Sig- urðsson, fjármálaráðherra. Jóhann Hafstein gat þess m.a. í ræðu sinni, að sér fyndist ósmekklega vegið að hús- mæðrum í þessum málum, og benti konum á, að ekki væri bændum kennt um verðhækkanirnar, heldur rik- isstjórninni. Ræða Jóhanns fékk mjög góðar undirtektir hjá húsmæðrum. Er Jóhann hafði lokið máli sínu, tók Ingólfur Jónsson til máls, og því næst Halldór E. Sigurðsson. Á meðan konur sátu á þingpöllum komu þær fram með ýmiss konár fyrir- spurnir, sem þær fengu ekki svör við. Konur, sem úti stóðu, kölluðu hátt til Hall- Framhald á bls. 20 Á þingpöllum. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. • KARNABÆR Borqar C- ekki /W LEH(;nR ÚTSÖLU- MARKAÐURINN II HÆÐ LAUGAVEG 66 Rvík í FULLUM GANGI ÓTRÚLEG VERÐ OG VÖRUGÆÐI EINNIG BARNABUXUR FRA 7-12 ARA ÚR TERYLENE & DENIM. DRENGJASKYRTUR OG PEYSUR. í HLJÓMTÆKJADEILD OKKAR FAST NÚ FLESTAR GERÐIR AF HINUM FRABÆRU PIONEER- TÆKJUM. HLJÓMPLATAN SEM ALLIR BlÐA EFTIR - LED ZEPPELIN V KEMUR NÆSTU DAGA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.