Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórl Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Fyrir nokkrum dögum sendi *■ heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið frá sér skýrslu, sem fyrirtækið Hag- vangur hefur tekið saman um rekstrarhagræðingu í Trygg- ingastofnun ríkisins. Er hér um yfirgripsmikla greinar- gerð að ræða, sem er byggð á mikilli og ítarlegri athugun, en niðurstaða skýrslunnar er fyrst og fremst sú, að rekstr- arfyrirkomulag þessa mikla ríkisbákns sé orðið úrelt með öllu og þjónusta þess við al- mennmg í algeru lágmarki. Eins og allir vita, er nú sá háttur á hafður, að bótaþeg- ar verca að sækja greiðslur á skrifstofu Tryggingastofnun- arinnar í Reykjavík eða til umboðsaðila hennar utan Reykjavíkur og er þá oft mikil þröng á þingi, svo ekki sé talað um það óhagræði og þá tímaeyðslu, sem af þessu hlýzt. Leggur Hagvangur til, að þessu greiðslufyrirkomu- lagi verði gjörbreytt. Greiðsludeildin verði lögð niður og allar greiðslur send- ar til bótaþega, annaðhvort með gíróseðli eða í gegnúm bankakerfið. Er talið í skýrsl- unni að spara megi um 10 milljónir króna með þessum hætti. Þá leggur Hagvangur til, sem sjálfsagt er, að tölvan verði tekin í þjónustu Trygg- ingastofnunar ríkisins og er raunar furðulegt, að slíkt skuli ekki hafa verið gert nú þegar. Nokkur blaðaskrif hafa spunniztum þessa greinargerð síðustu daga og sérstaklega um þá þætti hennar, er varða óstundvísi starfsmanna, en í ljós hefur komið, að óstund- vísi starfsmanna í þessari ríkisstofnun er mjög mikil og einn tilgreindur starfsmaður hefur sýnt af sér svo mikla óstundvísi í starfi, að svarar til nær mánaðar vinnutaps fyrir stofnunina. Þetta hefur þó ekki verið dregið frá laun- um, heldur hefur þessi starfs- maður fengið greidda hálfa milljón í eftirvinnu á sama tímabili. Margt annað eftir- tektarvert kemur fram í greinargerðinni um starfs- mannahald, sem sýnir, að aga- skortur er mikill í stofnun- inni. Niðurstaða athugunar Hag- vangs er neikvæð fyrir Tryggingastofnun ríkisins og sýnir, að ekki er vanþörf á að hrista rækilega upp í þess- ari stofnun, sem lengi hefur verið undir eins konar póli- tískri stjórn Alþýðuflokksins. Slíkir stjórnarhættir eru til margs líklegri en stuðla að hagkvæmni og sparnaði í rekstri og góðri þjónustu við viðskiptamenn. En engum dettur þó í hug, að ekki sé víðar pottur brotinn í ríkis- kerfinu. Skyldi það ekki vera svo, að víðar er um óstund- vísi að ræða hjá ríkisstofnun- um og ráðuneytum en í Tryggingastofnun ríkisins, og gæti ekki verið, að um óeðli- lega miklar yfirvinnugreiðsl- ur sér að ræða, bæði í ráðu- neytum og öðrum ríkisstofn- unum. Við birtingu greinar- gerðar Hagvangs vaknar sú spuming, hvort ekki sé ástæða til, að utanaðkomandi aðili geri allsherjarúttekt á rekstri og hagræðingu í rík- isstofnunum og ráðuneytum og er nánast óhætt að full- yrða, að margt fróðlegt mundi koma fram við slíka athugun, ekki síður en í þeirri greinar- gerð, sem nú hefur verið birt um Tryggingastofnunina. Magnús Kjartansson, trygg- inga- og heilbrigðisráðherra, hefur unnið þarft verk með því að láta þessa athugum fara fram, en að henni verð- ur þó ekki hálft gagn nema ráðleggimgum Hagvangs sé fylgt eftir í framkvæmd og að áfram verði haldið á sömu braut og fleiri ríkisstofnanir teknar fyrir. Kæmi þar t.d. til álita, að einkaaðili gerði á því athugun, hvort nokkurt vit sé í þeim fyrirætlunum iðnaðarráðherra að þenja út prentsmiðjurekstur og bók- bandsrekstur ríkisins. Reynsl- an af ríkisrekstri er jafnan hin sama. Ekkert er sinnt þjónustu við almenming. Það á jafnt við um allar ríkis- stofnanir. Ekkert er sinnt hagkvæmni í rekstri og eng- inn agi ríkir meðal starfs- manna. Þetta virðast öruggir fylgifiskar ríkisreksturs. Þess vegna er fáránlegt af Magn- úsi Kjartanssyni að beita sér fyrir athugun, sem sýnir glögglega alla galla ríkis- reksturs, um leið og hann beitir sér fyrir enn meiri út- þenslu ríkisins, þótt á öðru sviði sé. Þótt athugun Hag- vangs beinist að einni ríkis- stofnun er nærtækt að líta á niðurstöður hennar sem sýnishorn af ástandinu í rík- iskerfinu almennt. Megi þetta frumkvæði Magnúsar Kjart- anssonar því verða til þess, að ríkisbáknið verði dregið saman, en einkarekstur og þjónustustarfsemi einkaaðila hafin til vegs. SV0NA ER RÍKISREKSTUR TWFJ úm, THE OBSERVER Eftir Hugh O’Shaughnessy KEMST BRAZILÍA 1 TÖLU STÓRVELDA? STJÓRN herforingjanna i Brasilíu undir forystu Emilo Garrastazu Medici hershöfðingja hefur komizt að þeirri niðurstöðu að áhrif lands- ins á alþjóðavettvangi séu alltof lit- fl. Brazilía er fimmta stærsta land heimsins, íbúar landsins eru 100 millj ónir og það er átta fjölmennasta ríki jarðarinnar og þar hefur orðið efnahagsundur. Samt hefur áhrifa landsins litið gætt. Nú hefur Medicl hershöfðingi ákveðið að breyta þessu og auka áhrif Braziliu í heimsmálunum. Með al annars í þessu skyni hefur hann sent utanríkisráðherra sinn Mario Gibson Barboza, í ferðalag til Vestur- Evrópu og fleiri ráðstafanir eru fyr- irhugaðar í þessari sókn Brazilíu- stjórnar til aukinna áhrifa í heimin- um. Áhuginn beinist fyrst og fremst að Afríku og Miðausturlöndum auk Rómönsku Ameríku, þar sem út- þenslustefna Brazilíu hefur vakið nokkurn ugg og gremju. Því er opin- berlega lýst yfir, að Brazilia sé reiðu búin að gegna hlutverki miiligöngu- manns i deilum svertingjaríkja Afríku og Lissabonstjómarinnar vegna nærveru Portúgala í Afriku. Þvi er haldið fram, að Brazilía sé sér staklega vel til þess fallin að gegna þessu hlutverki. Brazilia hefur náin tengsl við Portúgal, þar sem landið var portúgölsk nýlerida í þrjár aldir og tunga þjóðarinnar er portúgalska. Tugir milljóna svartra og brúnna Brazilíumanna eru afkomendur þræla sem voru fluttir frá Vestur-Afríku og báru með sér tónlist, dansa og sið venjur blökkumanna á 19. öld. Þeg- ar þrælamir fengu frelsi hurfu marg ir þeirra aftur til Vestur-Afríku og afkomendur þeirra eru tengdir Braziiíu tilfinningaböndum. Staðhæft er, að Braziliustjórn beiti nú þegar áhrifum sinum til þess að fá Portúgala til þess að leggja niður nýlenduveldi sitt í Af- ríku. Jafnframt styður hún íhalds- söm svertingjaríki í Afríku eins og Senegal og Fílabeinsströndina i þeirri viðleitni að hafa taumhald á vopnuðum flokkum, sem ráðast á út virki Portúgala. Gibson Barboza ut- anríkisráðherra fór til níu ríkja Vest ur- og Mið-Afríku í fyrrahaust, og síðan hefur verið stöðugur straum- ur Afríkuleiðtoga til höfuðborgar Brazilíu. Innflutningur olíu frá Nlgeríu og kopars frá Zaire hefur verið aukinn, og sarna er að segja Emilo Medici hershöfðingi um útflutning Brazilíu tU svertingja ríkjanna i Afríku. Brazilíustjóm hefur ákveðið að veita ekki Suður-Afríku fulla stjórn- málaviðurkenningu þrátt fyrir ein- dregin tilmæli stjórnarinnar í Pre- toria. Braziliustjórn hefur margoft fordæmt aðskilnaðarstefnu Suður- Afríkustjóraar í kynþáttamálum. Fulltrúi dr. Vorsters forsætisráðherra hefur ekki ambassadorsnafnbót og nafn hans er neðst á lista erlendra sendimanna. 1 einkasamræðum gera Brazilíumenn gys að tilraunum Suð- ur-Afríkustjórnar til þess að koma á laggimar bandalagi Suður-Atlants hafsríkja, og í síðustu kappsigling- unni frá Höfðaborg til Rio fengu suð- ur-afrísk herskip, sem fylgdu skútun um, ströng fyrirmæli um að halda sig utan við landhelgi Braziliu. Braziliumenn hafa gert sér vonir um að auka áhrif sín í Miðausturlönd um, og þótt þessar vonir hafi dvínað vegna síðustu atburða, er Gibson Barboza ánægður með ferð sína til Kaíró og Tel Aviv i febrúar. 1 Brazilíu eru fjölmennar og auðugar nýlendur Gyðinga og Araba og braziliska stjórnin hefur tekið upp hlutleysisstefnu í deilum Araba og Israelsmanna. Vaxandi sjálfstraust valdastétt- anna í Braziliu jókst nýlega, þegar stjórnin ákvað að lækka ekki gengi eruzeirós til jafns við gengisfellingu dollarans, þótt hún hafi um árabil orðið að treysta í ríkum mæli á fjár- hagsaðstoð Bandaríkjamanna. Blöð í Brazildu hafa kætzt jafnmikið yfir óförum dollarans og blöð annars stað ar i heiminum. Eri í baráttu sinni fyrir vinsældum og áhrifum hefur Braziliustjóm nokkrum sinnum rekið sig á. Robert McNamara, bankastjóri Alþjóðabank ans, hefur harðlega gagnrýnt hægri- sinnaða stjóm Medicis fyrir stefnu hennar í þjóðfélagsmálum, sem er hagstæð kaupsýslumönnum, en gerir ekki ráð fyrir neinu átaki til að draga úr eymd hjá tugum millj. fátæklinga Brazilíu. Uirmull er af áreiðanlegum skýrslum um pyntingar og hrotta- skap lögreglumanna, og íhaldsblaðið „Estado de Dao Paulo" ljóstraði því upp nýlega að yfir stæði umfangs- mikil opinber rannsókn á stórfelldri spilíingu háttsettra yfirmanna í land hemum. Enn eru ekki starfandi nokkur áhrifarík samtök, sem vernda hags- muni Indíáana í Brazilíu, en kaþólska kirkjan, sem nú eru einu landssam- tökin sem berjast gegn alræði her- foringjanna, hefur varað Medici hers höfðingja við því að hún ætli ótrauð að halda áfram miskunnarlausri bar- áttu sinni fyrir því að mannréttindi séu virt í Brazilíu. Á sama tima og erindrekar stjórnarinnar halda áfram sókn sinni til aukinna áhrifa Brazilíu i heiminum verða þeir að reyna að fela vandamálin svo þau sjáist ekkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.