Morgunblaðið - 27.03.1973, Page 22

Morgunblaðið - 27.03.1973, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 Guðmundur Jónsson, fulltrúi — Minning Fæddur 2. nóvember 1908. Dáinn 13. marz 1973. í dag er til moldar borinn Guðmundur Jónsson, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann lézt af slysförum 13. þessa m&naðar. Undirritaður vill með nokkrum orðum minn- ast góðs drengs og vinar. Guðmundur var fæddur að Brennu á Eyrarabakka 2. nóvem ber 1908, sonur Jóns Ásbjöms- sonar, verzlunarmanns, og síð- ari konu hans Þórunnar Gunn- arsdóttur frá Eimu, Eyrar- bakka. Að Guðmundi stóðu sterk ir stofnar í báðar ættir. Ásbjörn frá Brennu, föðurafi Guðmund- ar, var formaður. Báðir synir hans komust upp, Guðmundur, sem um árabil var forseti bæj- arstjórnar Reykjavíkur og Jón, faðir Guðmundar. Þórunn, móð- ir Guðmundar, sem lifir son sinn, háöldruð, var döttir Gunn- ars Jónssonar trésmiðs frá Eimu og konu hans, Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Þetta fólk er frændmargt á Eyrarbakka og í Árnessýslu. Guðmundur átti heima á Eyr- arbakka til ársins 1927, en þá fluttist hann til Reykjavikur. Þann 22. júní kvæntist Guðmund uir Helgu Eiriksdóttur, Jónsson- ar jámsmiðs og konu hans Maríu Bjarnadóttur. Giftu þau sig á tvítugsafmæli brúðarinn- ar. Tvær dætur eignuðust þau Guðmundur og Helga. Er önnur þeirra, María, gift og búsett í Bandarikjunum, en hin, Ingi- björg, er ógift í heimahúsum. Eins og tíðkaðist á þeim tíma, fór Guðmundur snemma að vinna. Vann hann meðal annars t Litla dóttir okkar, t Hilda Björk, Maöurmn mirm, Álfhólsveg 17a, Ásgeir D. Einarsson, lézt á Bamaspíitala Hrtngs- Skipholti 43, ins 17. marz. Jarðarförin hef- úr farið fram. Ininilegar þakk- andaðist að heimili sinu ír fyrir auðsýndia samúð og 24. marz. vinarhug. Þórey Björg Þorsteinsdóttir, Hulda S. Knudsen. Ólafur Þór Jónsson. Bróðir okkar. PÉTUR ASMUNDSSOIM frá Tindstöðum, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 24. þ.m. Sigurásta Asmundsdóttir, Ólafur Asmundsson. Faðir okkar, PAa B. STEFANSSON. trésmíðameistari, Bergþórugötu 14 A, lézt í Landakotsspitala laugardaginn 24. marz 1973. Bömin. Eiginkona min, móðir okkar og amma, SIGRlÐUR NIKULASDÓTTIR, Melgerði 25, lézt í Borgarspítalanum aðfaranótt laugardagsins 24. marz. Kjartan Þorleifsson, böm og bamaböm. Móðir okkar, SOFFlA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóru-Hildersey, Austur-Landeyjum, andaðist sunnudaginn 25. marz að heimili mínu Engjaveg 14, Selfossi. Fyrk hönd systkina minna, tengdabama og bamabama Guðrún Pétursdóttír. Jarðarför eiginmanns mins og föður okkar, VILHELMS ST. SIGURÐSSONAR. trésmíðameistara, Njálsgötu 75, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. marz kl. 2. Marta Jónsdóttir, Jón Vilhelmsson, Halldór Vilbelmsson, Kristín Vitielmsdóttir. við Flóaáveituna, ók mjólkur- bíl hjá Mjólkurbúi Flóámanna og stundaði síðan bifreiðaakst- ur, lengst af hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Réðst hann til Raf- magnsveitu Reykjavíkur árið 1941, þar sem hann starfaði til dauðadags. Var hann þar birgða- vörður um árabil og síðar full- trúi. Á bezta skeiðl ævi sinnár var Guðmundur mikill þrek- og dugnaðarmaður, enda ósérhlíf- inn og fórnfús að eðlisfari. Síð- ari hluta ævinnar átti Guðmund- ur við vanheilsu að stríða og gat því ekki beitt sér eins og hug- ur hans stóð til. Dagfarsprúður var Guðmundur og góður í um- gengni. Sérlega barngóður var hann og hændust börn að hon- um. Guðmundur lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og heimili, tengdaforeldra og venzlafólk. Er tæpast hægt að hugsa sér betri heimilisföður. Á heimilinu ríkti gestrisni og höfðingsskapur og átti þar eigi síður hlut að máli hin mæta eiginkona Guðmund- ar. Um þjóðmálaskoðanir sínar Sysitir mín, Krisfrún Bjarnadóttir andaðist i Landakotsspítala að kvöldi föstudags 23. marz. Sig-ríður Bjarnadóvtir. Steinunn Sigmundsdóttir frá Bæ í Lóni, Urðavegi 43, V estmannaeyjum, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju þriðjudagiran 27. marz 1973 kl. 13,30. Vandamenn. var Guðmundur opinskár. Hanr» var einlægur sjálfstæðismaður og átti sæti í fulltrúaráði flokks- ins um 30 ára skeið. Þá var hann og félagi i Oddfellowregl- unni, og mat hann þann félags- skap mikils. Að leiðarenda minnumst við hjónin margra ánægjulegra og góðra stunda, sem við nutum með honum og hans góðu konu. Minningin um góðan dreng gleymist ekki. Skyndilegt fráfall Guðmundar er eiginkonu hans, dætrum, aldr aðri móður og öldruðum tengda föður þungt áfall. Á slíkum stundum finna kristnir menn huggun og von í trú sinni. Geir G. Jónsson. ÚTFÖR Guðmundar Jónssonar, fulltrúa, Starhaga 14, verður gerð frá Dómkirkjunni í dag. Hann lézt af völdum umferðar- slyss á Hringbraut í Reykjavík 13. marz, aðeins 64 ára gamall. Guðmundur Jónsson átti auð- velt með að umgangast börn. Hvar sem harin fór hændust að honum börn og oft stóð vinskap- urinn fram á fullorðinsár. Ég er eitt þessara bama. Þegar fjölskylda mín fluttist vestan af Patreksfirði skömmu eftir stríð, var mikill húsnæðis- skortur í Reykjavík. Þá fengum við leigða litla kjallaraholu inn á Miklubraut, við okurverði. Á hæðinni fyrir ofan okkur bjuggu Guðmundur og Helga ásamt dætrum sínum tveimur og for- eldrum Helgu. Þá tókust kynni með þessum fjölskyldum sem staðið hafa síðan; kynni sem ávallt hafa einkennzt af gagn- kvæmri vináttu, virðingu og skilningi. Með þessum línum fylgja þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar til Guðmundar fyrir 24 ára vináttu og 19 ára sambúð. Þegar Guðmundur fluttist af Miklubraut 40 ásamt fólki sínu í nýtt og glæsilegt hús að Star- haga 14, varð það úr að fjöl- skylda mín fluttist líka og Guð- mundur leigði okkur jarðhæð- ina í húsi sínu. Það var ekki okrað á þeirri íbúð. Áfram var ég heimagangur á efri hæðinní, eins og ég hafði verið á Miklubrautinni. Dætur Guðmundar urðu áfram leikfé- lagar mínir og ég var næstum eins og þriðja barn Guðmund- Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát og útför, GUÐBJARGAR BJARNADÓTTUR, Ólafía Bjarnadóttir, Helgi Bjarnason, Sólveig Bjarnadóttir, Bjami Bjarnason. Maðurinn minn, sonur og bróðir, ARNLJÓTUR Ó. PÉTURSSON, bífreiðastjóri, Holti, Seltjarnamesi, verðLrr jarðsettur frá Neskirkju á morgun miðvikudaginn 28. marz kl. 3 e.h. Þorgerður Einarsdóttir, Fanney Þorsteinsdóttir og systkini. Hjartans þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu okkar og húsmóður minnar, ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR, Hvítanesi. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkruriarliði Sjúkrahúss Akraness og lungnadeildar Landsspítalans. Þórður Guðnason, Guðni Þórðarson, Bjöm Þ. Þórðarson, Sturlaugur Þórðarson, Eva Þórðardóttir, Sigrún Jónsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Herborg Antoniusdóttir, Magnús Hafberg, Aage Hansen og bamaböm. ar og Helgu. Eitt var látið yfir okkur þrjú ganga, hvört sern um Var að ræða sumardvöl i bú- staðnum þeirra við Þingvalla- vatn, ökuferð um bæinn eða smá glaðning í öðru formi, sem börn kunna svo vel að rrieta. Ég var frændi heimilisfólks- ins, og eitt sinn þegar Ingibjörg litla var spurð hvernig við vær- um skyld, sagði hún: „Það veit ég ekki, en hann er samt frændi minn.“ Guðmundur sagði okkur skrýtnar sögur úr Flóanum og kenndi okkur vísur. Ég minnt- ist þess um daginn, að ég get ómögulega munað að Guðmund- ur hafi verið höstugur eða hvass yrtur við okkur þrjú eitt ein- asta sinn, allan þann tíma sem ég var undir sama þaki og hann. Guðmundur Jónsson fæddist að Brennu á Eyrarbakka annan nóvember árið 1908. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Gunn- arsdóttur og Jóns Ásbjörnsson- ar. Þórunn lifir elzta son sinn og eiginmann og býr í Reykja- vík. Systkini Guðmundar eru öll á lífi. Þau eru: Guðríður, húsmóð- ir, og Elías, birgðavörður, börn Jóins frá fyrra hjónabandi; Gunnar, efnisvörður, Guðrún, húsmóðir og Jón, skrifstofu- stjóri, eru alsystkin Guðmund- ar. Árið 1927 hélt Guðmundur frá Eyrarbakka, þá 19 ára gamall, og vann ýmis störf sem til féllu. Árið 1934 réðst hann til Strætisvagna Reykjavíkur og ók hjá fyrirtækinu til ársins 1941, að hann gerðist birgðavörð ur hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Þar vann hann óslitið til dauðadags, eða í 32 ár, síðast sem fulltrúi. 22. júní 1935 kvæntist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Helgu, dóttur hjónanna Eiríks Jónssonar, járnsmiðs í Reykja- vík og Maríu Bjarnadóttur. Helga er ein af þeim manneskj- um sem öllum þykir vænt um sem kynnast. Guðmundur og Helga eignuð- ust tvær dætur, Maríu árið 1943 og Ingibjörgu árið 1949. María er gift Bandaríkjamanni, David Creighton, og býr vestra. Ingi- björg er enn ógift í foreldra- húsum. Foreldrar Helgu héldu sam- eiginlegt heimili með dóttur sinni og tengdasyni frá upphafi, og bar Guðmundur hag tengda- foreldra sinna mjög fyrir brjósti. Móðir Helgu, María, lézt árið 1963, en Eiríkur faðir Helgu er á lífi rösklega níræður. Hann er S. Helgason hf. STEINIÐJA ilnholtl 4 Slmar 24477 og 14254

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.