Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1S73 15 ast húsagarður bei.nt úr veit- in'gahúsimu Miklagarði, þar sem gestir geta fengið sér kaffi og veitimgar, og á sumrim mum vera hugmyndiin að flytja megi borð út, ef veður leyfir. Á opn- umiardagimn var sól og fagurt veður og opið út í garðimn. í húsimu eru tæki til raka- jöfnuwar auk upphitunar og lýs ing er með g'lóperum. í aðalsöl- um eru joðkvartskastarar og í lofti komið fyrir skenmum til stjómumar rafbirtu og dags- birtu. Arktitekt og aðalumsjón- armaður er Hamnes Kr. Davíðs- som. Forstöðu'maður hússins hefur verið ráðinm Alfreð Guð- mundsson. En hússtjóm er þanm ig skipuð: Páll Iándal borgar- lögmaður, formaður, Jón Am- þórsson sölustjóri, Ólafur B. Thors borgarráðsmaður, og full trúar Bandalags listamamma við opwun hússins voru Vi'lhjáilmur Bergsson, Einar Hákonarsom, Kjartan Guðjónsson og Valtýr Pétursson. 1 ávarpi sínu við opnunina sagði Hamines Kr. Daviðsson, Forsetafrú, Halldóra Ingólfsdóttir, og borgarstjórafrú, Sonja Bachman, skoða eina af myndum Kjarvals. formað'ur Bandaiags ísl. ldsta- mawna meðal annairs: „Þegar borgamáð Reykjavík- ur samþykfcti að fela Bandailagi ísl. li'stamianna að tilnefna fjóra af sjö monwum í húsiráð, þá tók stjórn bamda'lagsins það svo, að á listamenmina sjálfa væri lögð sú skylda að gæta þess ætíð að ekki yrði þrengt að listinei í húsimu. Jafnhliða því að af lista mönmiumiuim væri létt þeim á- úyggjum sem fyligja daglegu umstanigi við umsýslu og við- hald húsa. Vissulega væri það góð þróun, eins og borgarstjóri taJaði um hér áðan, ef hsta- menn gætu komið hingað og flutt verk sín hvoirt heldur orð- list í bundnu máli eða óbundnu eða tónlist, auk m<yndlistarinn- ar, í þeim síbreytffleika tjáning- ar sem iðkendur hennar nota. En um tjámingu listamamna skyldi eOcki einvörðungu meta gildi gamalla venja eða ríkj- andl viðhorfa hvert sinn, því að þar skilur alla jafna að lista- maður fer sínar eigin götur og er oft langt á umdan samtíðar- möninu'm síwum eða til hliðar við þá. Fyrir hönd Bandalags listamamna þakka ég borgaryfir völdum framtak þeirra og það traust, sem þau hafa með sam- þykkt sinni sýnt samtökum listaimainna og sú er von mín, að um ráðsitöfun hússins sitjum við a'drei föst í viðhorfum kreddna." Guðbrandur Magnússon og frú Matthildur, gamlir vinir Kjarvals og eigendur mynda eftir ltann, skoða sýninguna i nýja niyndlist- arhúsinu. Hér á að vera menningar- miðstöð borgarbúa — sagði Birgir fsl. Gunnarsson við vígslu myndlistarhússins Herra forseti Islands, virðu- liega forsetafrú. Aðrir gestir. Ég vil í nafni Reykjavikur- borgar bjóða ykkur öll vel- komin til þessarar opnunar Myndlistarhússins hér á Mikla- tún . Það var þann 14. október 1965, sem borgarráð samþykkti að gangast fyrir byggingu sýn- ingarhúss myndlistarmanna samkvæmt nánara samkomu- lagi við myndlistarmenn og byggingu sýningarhúss, sem sérstaklega yrði ætlað til sýn- inga á verkum Jóhannesar S. Kjarvals listmálara. Á þessum sama fund voru og samþykktir tillöguiuppdrættir Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts að Mynd listarhúsum á M'klatúni ásamt tengibyggingu. Þessar ályktan- ir borgarráðs þann 14. október 1965 voru sérstaklega miðaðar við, að daginn eftir átt' Jóhann- es S. Kjarval áttræðisafmæli og voru þessar ákvarðanir þá kunngjörðar og byggingarnar á þann hátt tengdar þessu stór afmæli me starans. Undirbún'ngur framkvæmda hélt síðan áfram, en næsti áfangi varð þann 18. ágúst 1966, en þann dag átt Reykjavíkur- kaupstaður 180 ára afmæli. Sá afmælisdagur fór hljótt en þó gerðist þann dag merkur at- burður. Um þann atburð var sagt, að ekki væri ólíklegt að hann yrði orsök þess, að síðar myndi tal:ð, að 180 ára aímælis- ins hefði verið minnzt á óvenju eft rminnilegan hátt. Þá safn- aöist saman hér á þessum grunni, þar sem við stöndum nú, hópur manna í heidur hryss ingslegu veðri. Framkvæmdlr við byggingu myndlistarhúss- ins voru að hef jast. Fremstur í flokki fór Jóhannes S. Kjarval, sem stakk fyrstu skóflustung- una. Þeir sem viðstadd r voru þá athöfn minnast hennar sem óvenjulega eftirminnilegs at- burðar. Ma'stari Kjarval, kom sj’álfur með sína skóflu og tók með sér i poka þann jarðveg, sem hann losaði. Hann flutti ávarp og fór með hendingar úr gönvu sá’mavers:, þar sem m.a. 'segir: .,I,áttú standa i lifsbók þ nni líka þeirra nöfn sem mitt.“ Skyldi ekki mega tú ka þessi orð Kjarvals sem ámaðaróskir hins aldna listamanns t:I allra þeirra mörgu myndlistar- manna, sem eiga eftir að sýna verk sín hér í þessu húsl? Að lokinni þessari stuttu at- höfn þann 18. ágúst 1966 tóku stórvirkar vlnnuvélar við og hefur síðan verið unnið vlð hús ið fram á þennan dag, en dyr þess eru nú opnaðar fyrir borg- arbúum. Að vísu hafa hér verið haldnar sýningar og samkomur í húslnu ófullgerðu, m.a í til- efnl L.stahátíða 1970 og 1972. Ég v 1 nota þetta tækifæri nú og þakka þelm mörgu, sem hér hafa komið vlð sögu. Ég vil þakka Bandalagi íslenzkra listamanna og fulltrúum þairra samtaka ágætt samstarf við Reykjavíkurborg, ég vil þakka arkitekt hússins hans framlag, verktökum öllum og starfs- mönnuim þeirra þakka ég vel unnln störf, svo og stjóm húss- ins og starfsfólki. Hér hafa marg r komlð við sögu, ég nefn engin nöín, en Reykjavík- urborg þakkar þeim þeirra hiut i þessu veglega húsi. í reglum hússins, sem settar voru í borgarráði í samráði við stjórn Bandalags isl. lista- manna, seglr að markmið borg- arinnar með byggingu og rekstrl húss ns sé, að þar verði sköpuð aðstaða t.l að kynna al- menningi eftir því sem aðstæð- ur leyfa og henta þykir mynd- verk, sem eru i eigu borgarinn- ar og ekki eru þegar aðgengi- leg úti við eða í stofnunum borgarinnar, sérstaklega þó verk eftir Jóhannes S. Kjarval. Á mörgum undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg e gnazt drjúgt safn góðra llstaverka eft ir marga listamenn, eldri sem yngri. Gefst nú tækifæri til að kynna borgarbúum þetta lista- safn borgarinnar. í reglum hússins segir enn- fremur, að það sé markmið borgarinnar, að í húsinu verðl aðstaða tll iistsýninga :nn- lendra og erlendra manna og samtaka og hvers konar kynn- inga á lista- og menningarstarf semi, sem eðlilegt þykir að fari þar fram. Samkvæmt þessu á húsið að geta orði-ð vettvangur Birgir Isl. Gunnarsson fiytnr opnunarræðuna. myndl star, tónlistar, bók- menntakynninga, ráðstefna og umræðufunda um hvers kyns menn ngarmál, svo að nokkuð sé nefnt af því sem hér á fram að fara. Hér á að vera menningarmið- stöð borgarbúa. Hér á engin fordild að ríkja. Um þetta hús og það sem hér fer fram mega standa stormar, og hér má helzt aldre: ríkja lognmolla. Hér eiga borgarbúar að geta tekið af- stöðu með eða móti stefnum og straumum í listum og menn- ingarmálum, rökrætt og deilt, ýmist á umræðufunduim, sem hér má halda eða yfir kaff bolla i veitingahúsinu. Hér eiga ung- ir listamenn, sem ekki fara al- faraleiðir, að geta kynnt sín verk jafnt á við þá, sem eldri eru og viðurkenningar njóta. íslenzk myndlist i þe’m skiln ingi, sem við skynjum hana í dag, er ekki ýkja gömuil, og is- lenzkir myndlistarmenn, per- sónulegiir í listsköpun sinni, eiga sér skki langa sögu. Frum kvöð.arnir eru ekki mjög gaml- r menn á okkar mæl.kvarða, þótt þe r séu ekki lengur ofar moldu. Viðhorf almennings hefur breytzt eftir því sem iðk- un myndlistar hefur orðið al- mennari. Alla vega eru v ðhorf- in önnur en þau, sem Ásgrím- ur Jónsson greinir frá í endur- m nn ngum sínum, en þar seg- ir: „E.tthvað fannst mér á því bera fyrst framan af, að ein- staka maður liti mig skrítmi auga fyrir það uppátæki að flakka um landlð með liti og málaraspjald, og stundum varð þess vart, að almenningur hafði ekk sem nákvæmastar hug- myndir um tilganginn með slíkri iðju. Maður nokkur í Ör- æfum sá hjá mér málverk," seg- ir Ásgrímur „og hafði orð á því, að þetta væru ákaflega skýr kort og mikiu greinilegri en hjá dönsku landmælinga- möniumum." Nú dettur vist fáum í hug að sá sé tilgangur listmálara að útbúa traust landakort, þótt enn megi sjá umkvartanr ýmissa lista- manna um misskiining á því, hvað fyrir þeim vaki, enda lík- legt að svo verði ávallt meðan menn hafa þor og þrótt til að leita á ný mið í listsköpun sinni. Myndlistarhúsið, sem vlð opnum i dag, hefur starfsemi sína með sýningum á verkum Jóhannesar S. Kjarval. í vest- ursal hússins, þ.e. salnum nær aðalinnganginum eru verk, sem fengin hafa verið að láni víðs vegar að, til að setja saman í þessa sýningu. 1 austursal húss, þ. e. þeim sal, sem nefndur verður Kjarvals-salur, eru ein- göngu verk í eigu Reykjavikur- borgar. Þar kemur i fyrsta sinn fyrir almenningssjónir hluti mikils safns af skissum og teikningum, sem Kjarval færði Reykjavíkurborg að gjöf og Geir HaWgrímsson, þá- verándi borgarstjóH, tók við úr hendi listaman.nsins þann 7. nóvember 1968. Skissur þessar og te kningar voru margar í slæmu ástandi. enda sumar áratuga gamlar og ekki alltaf geymdar við beztu aðstæður. En nú eftir að ldstamaðurinn Frank Ponzi hefur farið um þær næmum iistamannshönd- um sinum, er hér um að ræða hið fegursta safn og ómetan- lega heimild um þroskaferil Kjarvais og sérstæða listsköp- un. Að þessu sinn er þó ekki unnt að sýna nema hluta þessa mlkia safns. Reykvíkingar minnast listamannsins með v rðinigu og þökk fyrir þessa höfðinglegu gjöf. „Lstin er löng, en iifið er stutt,“ segir hið fornkveðna. Og vist er það, að Kjarval mun 1 fa í verkum síniim svo lengi sem fslendingar verða menn- ingarþjóð. En þó finnst okkur, sem urðum honum samferða, þó ekkl væri nema smáspöl á lifsleið hans, að hinn mikli og sérstæði persónulelki hans veiti okkur aukna sýn inn í verk hans — þrosk. með okkur skiln ing á hans margsiungna hugar- heimi, sem birtist í verkum hans. Fá.r settu meiri svip á borg- ina en hann i lifanda lífi. Og þótt fyrirmyndir hans væru ekki sóttar 11 borgarinnar, heldur í flestum tilvikum út fyr ir borgarmörkin, í hina ósnortnu náttúru, þá var Kjarv- al borgarbúi, sem sótti kraft og uppörvun í iðandl borgarlifið. 1 blaðaviðtali, þar sem blaðamað- urinn hittl Kjarval á Hótel Borg eitt sinn, er Kjarval var nýkominn af Snæfellsnesi, sagði hann við blaðamannínn á þessa leið: ,,En þó ég væri langt burtu, vestast á Snæfells- nesi, fannst mér ég vera Innsta húsið við Hringbrautina. Ég var alltaf í svo nánu sambandi við borgina. Ég varð að fara á tíu daga fresti til Reykjavíkur, til að sjá fóikið, ef ég átti að geta hald ð áfram að vlnna þarna vestur frá og tapa ekki samfélaginu við bæjarfélagið.“ Þetta voru orð borgarbams- ins Jóhannesar S. Kjarvals og þau spegla þörf fyrir borgarlif- ið og ást á borginni. Hug sinn til Reykjavíkur sýndi han.n og með sinn sérstæðu gjöf, sem v:ð njótum nú í dag. Með opnun þessa húss hefur sá langþráð; draumur rætzt, að myndlistin í borginni fái vegleg an samastað. Ég vo.na að hús þetta verði listamönnum hvatn- ing til góðra verka og borgarbú ar megi sækja hingað þann un- að og andlegu uppörvun, sem góð list fær megnað að ve ta. Myndllstarhúslð á Miklatúni' er opnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.