Morgunblaðið - 27.03.1973, Side 12

Morgunblaðið - 27.03.1973, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 27. MARZ 1973 12 Jón Sig'iirbjörnsson Margrét Helga Jóhannsdóttir Pétnr Einarsson Birgir SigurSsson Eyvindur Erlendsson SigTÍður Hagalín Karl GiiSmundsson. Að horfa beint í sólina „Pétur og Rúna“ frumsýnt í Iðnó í kvöld — Nýtt íslenzkt leikrit eftir Birgi Sigurðsson Hrönn Steingrímsdóttir og Ari«ar •Tón'*'">n i lilutverkuni Péturs og Rúnu. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) BRÁÐUM hefst vorleikurinn á Tjörninni og ilmurinn úr gróandi jörð lifnar aftur. Á Tjarnarbakkanum sat menntaskólastúlka og las í bók. Kkkert óeðlilegt að lesa bók, en það var snjótipl og svolítið nýstárlegt að sjá stiilkuna grúfa sig yfir bók- ina í snjókomunni. Hún var að lesa Ijóðabók Laxness, a>tl aði að halda f.vrirlestur í bekknum sínum í MT iim Brecht og las því Ijóðið um barnamorðingjann Maríu Farrar. Inni í Iðnó var hins veg- ar verið að aefa nýtt. leikhús- verk eftir íslenzkan höfund og verður verkið frumsýnt n.k. þriðjudag. Birgir Sig- urðsson frá Heiði í Gnúpverja hreppi samdi Ieikritið Pétur og Rúnu og sendi í leikrita- samkeppni LR i tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Nú er það að fæðast á leik- sviðinu og letkararnir blása i leikgerðina því lífi sem til stendur. Pétur og Rúna eru ungt fólk, sem ætlar að verða ham ingjusamt með þvi að elska, lifa lífinu án þess að vera bundið kvöðum vanans. En það kemur margt til og mis- jöfn eru sjónarmiðin og leik- ritið fjallar um þá staðreynd að hver einstaklingur á sinn eiginn heim og verður að hafa möguleika á mótun lífs sins út frá eðlinu sem að baki liggur. Pétur og Rúna bjóða áhorfendum einfaldan sann- leika, auðskilið eins og gott ljóð á að vera, en þó óendan- legt víðfeðmi hugmynda, allt eftir því hvaða sannleik hver trúir á. Gamansemi siglir í gegn- um allt verkið, sem Eyvindur Erlendsson Ieikstjóri hefur sett á svið, en leikmyndir hef- ur Steinþór Sigurðsson gert. Hrönn Steingrímsdóttir leikur hlutverk Rúnu og er þetta hennar fyrsta stóra hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Arnar Jónsson leikur hlut- verk Péturs. Aðrir leikarar eru Sigríður Hagalín, Sigurð- ur Karlsson, Jón Sigurbjörns- son, Karl Guðmundsson, Mar- grét Jóhannsdóttir og Pétur Einarsson. Við röbbuðum við Birgi Sigurðsson. „Það er enginn dýrðlingur og enginn fullkominn skepna heldur,“ sagði Birgir þegar við spurðum hann um verkið. „Hugmyndin að þessu verki er nokkuð gömul, frá þeim tíma er ég vann með mönnum, sem þjáðust af of mikilli vinnu og tilfinningunni fyrir því að iífið skipti ekki máli. En lifið skiptir máli og mennirnir og menn eiga og verða að vita það.“ „Er Pétur og Rúna ádeilu- leikrit?" „Ég býst við að það sé á- deila í leikritinu. Ég er á móti þessari hroðalegu ein- földun, sem sumir menn leyfa sér af því að þeir þurfa að gera hugsjón að veruleika og af því að þannig einföld- un leiðir ekki nema til misk- unnarleysis. Hugsjónir sem eru reknar af miskunnarlaus- um mönnum fara áður en var ir að vinna fyrir dauðann, en ekki lífið og það er mjög dap- urlegt. Einstaklingarnir eru heim- urinn og menn geta aldrei orðið verulega góðar félags- verur nema þeir séu miklir og góðir einstaklingar. Sá sem ekki er mikill einstakl- ingur hefur ekkert að gefa öðrum." „Hefur þú komið oft í bæ- inn til þess að fylgjast með æfingum?" „Ég hef alltaf komið í bæ- inn á föstudögum og laugar- dögum frá því æfingar hóf- ust í janúarlok." „Hefur leikritið breytzt mikið hér í uppsetningunni?" „Ég var búinn að stytta leikritið áður en æfingar hóf- ust, en þær breytingar sem hafa orðið hef ég tekið inn i samráði við leikstjórann og sumt af þvi var ég búinn að taka úr leikritinu áður." Þegar við kvöddum Leikfé- lagsfólkið var Eyvindur leik- stjóri að fara yfir nótur með leikurunum á sviðinu, en það er ekki daglegur viðburður að bóndi stjórni uppsetningu leikrits í höfuðborginni. Ey- vindur var þó löngu orðinn kunnur leikstjóri áður en hann gerðist bóndi. „Hefur þú horft beint í sól- ina,“ spyr Rúna Pétur, en hann hafði ekki gert það. Hann hafði haldið lífið hátíð- legt með því að rótast í prakkarastrikum og stéla rabarbara og rófum frá kerl- ingunum. á.j. „Ég er alltaf að reyna að horfa bcint í sólina,“ segir Rúna við Pét- ur. Á myndinni er Hrönn í hlutverki Rúnu. Arnar Jónsson, Karl Guðmundsson og Hrönn Steingrimsdóttir í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.