Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 “krrff~ BOKMENNTIR Skemmtun með fróðleik Jón R. Hjálmarsson: Frægir menn og: fomar þjóðir. 205 bls. Suðurlandsútg. Skóg-um 1972. KATAKOMBUR mannkynssög- unnar Mggja ekki opnar fyrir hverjum, sem nema skal. Nöfn vilja ruglast, og ártöl verða að myrkviðu, sem erfitt reyniat að greina i sundur eða sjá út yfir. I skólatíð minni var manni tjáð, að „i útlöndum" vaeri leitazt við að gera þetta að skemmtiefni með bókum, sem nemendum væri ætlað að lesa í fristundum og skrifaðar væru í léttum dúr um menn og atburði sögunnar. Ég öfundaði jafnaldrana í útlönd um, því ég hafði gaman af sögu, en fannst kennslubækurnar þurr ar eins og fleirum. Nú þarf eng- an að öfunda, því völ er ísienzkra rita af þessu tagi. Hið nýjasta, sem mér er kiunn- ugt um og mig langar að vekja Mtillega athygli á hér, er Frægir menn og fornar þjóðir Jóns R. Hjálmarssonar, sem kom út fyr- ir jólin síðustu. Ekki er þar að finna svör við sérhverri spurn- ing, en fáeinum völdum atriðum eru gerð rækileg skil'. Byrjað er á Föníkum, sem heimsbyggðin stendur i þakkarskulid við, þó ekki væri fyrir annað en það, að þeir eftirlétu Grikkjum staf- róf sitt, sem hinir síðarnefndu endurbættu svo og fulilkomnuðu með ýmsu móti. Föníkar töldust ekki stórveldi, en þeir áttu þó sirrn þátt í framvindu he'ms- menningarinnar. Sama máli gegnir um Etrúra, sem höfundur segir frá í næsta þætti og kveð- ur vera eina „hinna horfnu þjóða, er við eigum margt að þakka.“ Þá koma fjórir þættir úr sögu Rómarríkis. Hinn fyrsti fjallar um þrælinn Spartaeus. „Heimspekingurinn í hásætinu" heitir hinn næsti, og er þar átt við keisarann Markús Árelíus. Cæsar Mar: VITINN Leiftur, Reykjavík 1972. CÆSAR MAR hefur áður sent frá sér bókina Or djúpi tímans (1970). Sú bók fékk góðar við- tökur, m.a. skrifaði Guðmundur G. Hagalín lofsamlega um hana í Morgunblaðið. Ný bók eftir Cæsar Mar kom út fyrir jólin. Hún nefnist Vitinn og fjallar eins og fyrri bókin um líf far- manna. Á bókina má sennilega líta sem endurminningar höf- undarins sjálfs, enda þótt efnið sé sett fram í skáldsöguformi víðast hvar. Tveim öðrum rómverskum keis- urum eru gerð ítarleg skil, hvor- um í sínum kaflanum, Díokletí- anusi og Justiníanusi. Fornöld lýkur, miðaldir renna upp. Krossferðum er brugðið undir brennigler, síðan afíátssöl- unni, sem haft er fyrir satt, að hrundið hafi af stað siðaskiptun- um. Ignatius Loyola, „hermaður Krists", er gerður að umtalsefni i sérstökum þætti, og er þá ekki ilLa til fu.ndið, að horfið skuli frá þeim andans soldát til þeirra, sem urðu fyrir barðinu á hinum veraldlegri hermönnum Spánar Því ber ekki að neita að Cæs ar Mar skortir þjálfun hins æfða rithöfundar. Margir gallar eru á bók hans. Hann kann ekki nógu vel að greina á milli aðalatriða og aukaatriða í frá- sögn. Setningaskipun er stund- um klúðursleg og málfarið ekki upp á marga fiska. Samvisku- samur prófarkalesari hefði get- að bætt úr ýmsu, en i raun og veru er ábyrgðin forlagsins. Frásagnir farmanna eru yfir- leitt skemmtilegar. Farmenn hafa frá mörgu að segja þótt oft sé það keimlíkt. Cæsar Mar lýsir lífinu um borð i stórum flutningskipum á stríðsárunum, skipalestum á leið yfir hafið, við upphaf nýrrar aldar: Niður- lendingum, en um frelsisstríð þeirra fjaliar næsti þáttur. Þá koma tveir þættir úr sögu Eng- lendinga: Púðursamsærið 1605 og Upphaf enskrar byiggðar í Ameríku. Siðan eru fjórir kafl- ar úr sögu Norðurlanda, þar á meðal einn um dönsk yfirráð á Islandi. Þá er fjallað um Volt- aire og Rousseau, hvorn í sinum þættinum, og stefnur þær, sem þeir boðuðu. Að lokum er sve getið um tvo áhrifamenn nítj- ándu aldar, Charles Darwin og Karl Marx og kenningar þeirra, sem og áhrif þeirra á seinni tíma. Þetta verður að teljast ærið mannval, þó að visu stórstjöm- urnar séu að þessu sinni snið- gengnar: Alexander mikii, Cæs- ar, Napóleon og aðrir slíkir. En Franihald á bls. 23 Cæsar Mar. árásum þýskra flugvéla og kaf báta. Hann segir frá ævintýra- legri björgUn stúlku úr klóm Þjóðverja. En bók hans ér fyrst og fremst saga Norðmannsins Alfs Persons, sem fer ungur á JÓHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR UM BCDKlViENNTIR Farmaður segir frá 17 Jón R. Hjálmarsson. sjóinn og verður með tímanum mikilhæfur skipstjóri á stóru skipi. Alf Person er einn af þess um grómlausu mönnum. Fyrstu árin á sjónum eru honum siður en svo dans á rósum, en hann sigrast á öllum erfiðleikum Cæsari Mar tekst ekki að gera Alf Person að eftirminnilegri persónu. En saga Alfs hefur þc að geyma ýmsa þætti, sem fróð legt er að kynnast. Lesandinn finnur að þetta er ekki gervi- heimur, heldur lifandi veru- leiki. Síðari hluti bókarinnar, sem fjallar um tvo menn i afskekkt um vita á Skotlandi, er á marg- an hátt athyglisverðari en fyrri hlutinn. Annar þessara manna á við sálræna erfiðleika að stríða. Félagi hans læknar hann með því að stinga upp á því að i einangrun vitans skrifi þeir nið ur sér til dægrastyttingar ýmis- legt úr lífi sinu. 1 bókinni eru birt sýnishorn þessara skrifa eða réttara sagt skrifta og með þeim hætti fær lesandinn inn- sýn í heim tvímenninganna. Cæsari Mar tekst i siðari hlut anum að skapa þá spennu, sem nauðsynleg er í frásögnum af þessu tagi. 1 heild sinni er bók hans dropi í það haf endurminn inga, sem skráðar hafa verið um lif farmanna. I tilefni f jöl- skyldutónleika TÓNLIST 4 EGILL R.FRIÐLEIFSSON Opið bréf til Gunnars Guð- mundssonar, framkvæmdastj Sinfóníuhljómsveitarinnar Kæri Gunnar. 1 TILEFNI nýafstaðinna fjöl- skyldutónleika langar mig til að skrifa þér nokkrar línur. — Fyrir nokkrum árum voru skólatónieikar snar þáttur í starfsemi Sinfóníuhljórrusveitar- innar. Framkvæmd þeirra var áfátt í ýmsu, sem þó hefði mátt bæta með samvinnu og góðum viija allra hiutaðeigandi aðila, þ. e. forráðamanna hljómsveitar- innar, skólayfirvalda og kennara. 1 stað þess að leita ráða til úr- bóta voru skólatónleikarnir með öUu lagðir niður, en fjölskyldu- tónleikar áttu að léysa vandann. Skólunum var gert viðvart um breytt fyrirkomulag, og til þess mælzt að kennarar hvettu nem- endur sina til að sækja tónleik- ana, m.a. með því að kynna fyrir þeim þá höfunda og verk þeirra, sem á efnisskrá áttu að vera hverju sinni. Þetta hafa margir kennarar gert samvizkusamlega, það er að segja að svo miklu leyti, sem forráðamienn Sinfóníu- hljómsveitarinnar hafa gert þeim það kleift! Það er nefnilega eng- an vegin.n auðvelt að kynna efnis skrá, sem enginn veit hvernig lít- ur út, segja frá höfundum, sem enginn veit hverjir verða. Og loksins þegar tónleikarnir eru auglýstir, þykir ekki e'nu sinni taka því að segja frá hvaða flytja eigi. Sl. miðvikudag birtist eftirfarandi auglýsing í nokkram dagblaðanna: Ég spyr þig Gunnar: hvernig á ég að fara að því að segja nem- endum mínum, hverju þeir eiga van á? Ég spyr þig einnig: hvers vegna er ekki hægt að ákveða efnisskrá fjölskyldutónleikanna fyrir allt starfsárið að hausti, líkt og gert er við hina hefð- bundnu fimmtudagstónleika, þannig að kennarar gætu undir- bú ð sig með góðum fyrirvara áður en nemendum eru kynntar krásirnar? Hluturinn er nefni- lega sá að það þarf að undir- búa kennsiu ehgu síður en tón- leika. Eiginlega er þessi auglýsing táknrænt dæmi um þann doða og skilningsleysi, sem ríkt hefur um þennan mikilvæga þátt i starí semi hljómsveitarinnar. Hvort sem nafnið er skóla- eða fjöl- skyldutónleikar er alltaf kastað til þess höndunum. Þessi niður- setningur islenzks tónlistarlifs hefur of lengi orðið að dúsa í skammakróknum. Er ekki kom- :nn timi til að gefa smáfuglun- um? í fullri alvöru Gunnar. ÞETTA ER ÓVIÐUNANDI. Sem formaður Söngkennarafélags Is- lands mótmæli ég því virðingar- leysi, sem nemendum okkar er sýnt. — Með fullri virðingu fyrir fin- um titlum og stórum skriifborð- um, leyfi ég mér samt að haida þvi fram, að við hinir, sem erurn bara kennarar við venjulega barnaskóla, gætum haft þó nokk uð að segja hvað við kemur að- sókn að fjölskyldutónleikum, ef þið sem við stóru skrifborðin sitjið, létuð svo litið að yrða á okkur. Ég vil einnig halda því fram, að vel undirbúnir og vand- aðir skólatónleikar fyrir nemend ur, sem annars aldrei fara á tón- leika, hafi margfait meira gildi til efl ngar tónlistarlífsins í land- inu, heidur en þó flutt yrði inn heiit dústn af heimsins beztu og dýrustu píanóistum, sem spila fyrir menn eins og mig og þig, sem alltaf erum á tónleikum hvort eð er, þó þeir, með putta- príli sinu, komi okkur til að Mða notalega um stund, eða hver er þín skoðun Gunnar? Um tónleikana sl. sunnudag er bezt að vera fáorður — illa aug- lýstir — illa undirbúnir — illa leikið — dræm aðsókn — daufar und'rtektir. Hér er ekki við hijómsveitarstjórann, Ragnar Bjömsson, að sakast. Hann stóð sig eftir atvikum. Ég efast um að æfingar hafi verið fleiri en tvær fyrir þennan konsert. Við hverju rmá þá búast? Eða er þetta kannski nóg fyrir krakkaauiana, sem hafa ekkert vit á músík hvort eð er? Þó hlýtur það að vera jafn dapurt fyrir þi,g eins og mig að horfa yfir hálfauðan salinn, vitandi það, að hægt er að troðfylla húsið, aðeins ef aðilar ynnu saman. „Palli var EKKI einn í heiminum“, Gunnar. Manstu hvern'g sú ágæta saga endaði? Pal'li litli hrökk upp af vondum draumi! Ég geri mér grein fyrir þvi að starf þitt er hvorki auðvelt né öfundsvert. En ég veit lika að þú hefur bein í nefinu, og getur gert stórátak í þessum málum, ef þú beitir þér. Gerðu það nú Gunnar — ha? Fjölskyldutónleikar I Háskðlabtól SUNNUDAGINN 25. MARZ KL. 15. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Sklrteini frá lyrrl tónleikum gilda a» þessum tónleikum. Aögöngumióasala I Bókabúö Lárusar Blöndal, SkóU- vöröustlg 2 og I Bökaverzlun Sigfdsar Eymundssonar, Austurstrætl 18, ADGÖNGUMIDASAUt: BókabúS Lárusar BÍöndat Skólavörðustig og Vesturverl Simar: 15S50 — 19822 Bókaverztun Siglusar Eymundjsonar Auslurstræti 18 Simi: 13135 SlNFÓN í l’HLK )MS\ EIT ÍSLANDS |||| KÍKISl TVARPID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.