Morgunblaðið - 27.03.1973, Page 20

Morgunblaðið - 27.03.1973, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 Frosthrina í Mývatnssveit Mývatnssveit, 26. marz. KFTIR hlýindakafla og- góðviðri siðan í hyrjun marz, gerði fyrir siðiistu helgi norðanátt og kóln- aði verulega hér. Frostið fór í 12 til 15 stig, en engin úrkoma fylgdi þessari norðanátt. Vegir eru því þurrir og snjólausir hér um slóðir. f gær var í Mývatns- sveit glampandi sólskin, allmik- ið frost. I dag er aftur á móti sunnanátt, allhvöss, úrkomulaust og sólskin af og til, 10 stiga hiti um hádegisbilið. 1 morgun lagði vörubíll af stað héðan úr sveitinni áleiðis til Aust Eyjastúlka týndi peningum UNG stúlka frá Vestmannaeyj- um varð í gær fyrir því ó'.áini að týna rauðri buddu, sem hún átti og í henni var aleigain, 11.000.00 krónur í peningum. — Stúikan týndi buddunni i mið- bænum, liíkle'gast á leið sinni milli s-træt i svagnab i ðstöð va r í Hafnarstræti og biðstöðvar við Austunsitræti andspænis Hress- ingarskálanum. Skilvis finnaindi er vinsamlegast beðinn um að skila buddunini og inmihaldinu á lögreglustöðiina. fjarða. Ekki hefur enn frétzt hvemig þetta ferðalag gengur, en bílstjðrinn treysti á að hægt yrði að aka á hjiarni eftir frost- ið undanfarna daga. Hjónafagnaður var haldinn i Skjólbrekku síðastliðið laugar- dagskvöld. Þar fór firam sönigur, upplestur, hljóðfæraleikur og dans. Skemmtikraftar voru fengn ir að, þ. e. nemendur úr Mennta skólanum á Akureyri, 24 MA- félagar sungu undir stjórn Sig- urðar Demenz Franssonar. Und- irleikari var Hörður Áskelsson. Hrifning áheyrenda var stík, að félagarnir urðu að endurtaka mörg lög og svngja aukalög. Ungur tónlistarmaður úr MA lék á harmoniku og allnýstárlegt hljoðfæri gert úr nokkrum flösk- um. 1 flöskum þessum var vatn allmisjafnlega mikið eftir því hvaða tón hver og ein átti að gefa frá sér þagar í hana var slegið. Trúlega þarf allmikla þjálfun til að leika á þetta flöskuhljóðfæri, en mjög góður rómur var gerður að leik þessa unga manns. Síðast lék hljóm- sveit MA fyrir dansi fram eftir nóttu. Dansað var af miklu fjöri og ber að þakka þessu ágæta fólki fyrir komuna hingað og ánægjulega stund. — Kristján. Ölvun við akstur — endaði með skelfingu SEX mamns hlutu skrámur eða slösuðust eftir ofsaakstur ungs ökumanns aðfararnótt sunnu- dagsins. Missti ökumaðurinn stjóm á bifreið sinni, er hann beygði á mikilli ferð af Miklu- braut inn á Grensásveg og skildi bifreiðin eftir sig 26 metra hemla för. Á þessari leið lenti bifreiðiin á ljósastaur með þeim afleiðimg- um að það sprakk á öðru aftiur- hjóli, önnur afturhurðin hrökk upp og gat kom á bensíngeymi, þannig að bensínið flæddi út Kona ein var meðal farþega og slasaðist hún mest — hlaut mjiaðmagrindarbrot og handlegigs brotnaði, og liggur nú i sjúkra- húsi. Grunur leikur á að öku- maður hafi verið undir áhrifum áfengis. DOLLURUM STOLIÐ MILLI kl. 3 og 5 á laugardag var brotizt inn í mannlausa ibúð í Reykjavik og þaðan stolið 250— 300 dollurum. í Alþingishúsinu. Á inyndinni sjáum við ni.a. Jónínu Guð- mundsdóttur fyrrv. formann Húsmæðrafélags Reykjavíkur (nr. 2 frá vinstri). — Mótmæla- aðgerðir Framhald af bls. 3 dórs E. Sigurðssonar, að koma fram á svalir og gera grein fyrir máli sínu, en allt kom fyrir ekki. 1 gluggum Alþingishússins mátti sjá andlit þingmanna og ráð- herra. Færeysk kona, Kristjana Jessen, sem þátt tók í mót- mæiaaðgerðum húsmæðra, komst svo að orði, er hún sá hverju sætti á Alþingi i gær: „Það er af sem áður var, þegar Lúðvík og Magnús þurftu á atkvæðum alþýðunn ar að halda og þóttust fúsir til hjálpar. 1 dag sviku þeir fólkið sitt með þvi að niður- lægja það og litilsvirða. Þetta munu húsmæður muna í næstu kosningum. En það stendur, sem áður var ákveðið. Engin mjólk, engar kartöflur, ekkert smjör og ekkert dilkakjöt þessa viku og næstu vikurnar." Verðlækkun á neyzluvörum Blaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Upplýsingaþjón- ustu landhúnaóarins. Undamfarna daga hafa birzt í fjölmiðlum mótmæli gegn verð- hækkunum og þó sérstaklega verðhækkunum á landbúnaðar- vönim. Landbúnaðarvörur hafa um langt skeið verið greiddar niður til að draga úr áhrifum verðhækkana á vísitöluna. Breyt imgar á verði landbúnaðarvara hafa því ekki ætíð verið í sam- ræmi við aðra verðþróun i land- inu. Svo varð t. d. 1. marz sl., þeg ar dregið var úr niðurgreiðslum á mjólk jafnhliða almennri hækk un landbúnaðarvara. 1 nóvember 1970 voru sett lög um verðstöðvun. Til glöggvunar um almenna verðlagsþróun frá þeim tíma til dagsins í dag er hér skráð útsöluverð nokkurra vörutegumda eims og það var í nóvember 1970 og svo aftur nú í marz 1973. Verð nokkurra vara er þó frá þvi í febrúar sl, þar sem ekki er hægt að fá tölur fyr ir marz, sem eru sambærilegar við nóvemberverðið 1970. Upp lýsingar þær, sem hér er stuðzt við, eru frá Hagstofu Isiands og skrifstofu verðlagsstjóra. Miðað er við 1 kg vör- unnar, nema annars sé getið Verð £ nóv. 1970, kr. Verö £ febr. 1973, kr. Verð 20. marz 1973, kr. Hækkun Nýmjólk, 1/1 hyrna 15,30 19,50 27 Mjólkurostur 45% 237,00 238,00 0 Smjör, I. fl. 199,00 250,00 26 Súpukjöt, I. veröfl. 150,20 190,40 27 Kótelettur 176,80 226,00 28 Kindabjúgu 144,00 177,00 23 Rugbrauð, oseytt, 1 1/2 kg 26,00 32,00 23 Franskbrauð, 500 g 18,50 25,00 35 Hveiti, pakkað kg 26,00 36 j 50 40 Ýsa, síægð og.hausuð 31,00 52,00 68 Þorskflök, roðlaus, ný 53,50 77,00 44 Saltfiskur 55,00 80,00 45 Fiskbollur, 1/2 dós 35,00 53,00 51 Epli 67,05 85,75 28 Rúsínur, pakkaðar 94,00 158,90 69 Kartöflur £ 5 kg pokum 23,10 17,50 -r 24 Strásykur 20,35 43,75 115 Kakó 205,30 279,20 36 Kaffi, brennt og malafi 190,00 296,00 56 Maltöl, 33 cl. flaska 11,50 16,00 39 Frá því £ nóvember 1970 hefur almennt tfmakaup verkamanna í dagvinnu hækkaó kringum 60% og laun opinberra starfsmanna hafa hækkaö 'kringum 80%. Rétt er þó aó geta þess, aö laun þau, sem opinberir starfsmenn sömdu um í desember 1970 voru látin virka aftur fyrir síg. Verölagsgrundvöllur landbúnaðarafuröa hefur hækkaö um 52% frá haust - verölagningu 1970. Auðunn Hermannsson: Þarf ellin að vera erfið? UNDANFARIÐ hefur mikið ver- ið rætt og ritað um vandamál ellinnar, en lausn á því máli er ekki á næsta leiti. Samkvæmt regium velferðarþjóðfélaga eiga a'llir að hætta störfum þegar þeir eru um sjötugt. Þessi ómanmúð legu lög eða reglur gera það að verkum að fleiri og fleiri missa trúna á sjálfa sig og leggja árar 1 bát. Af reynsiu minni af öldruðu fólki hef ég sannreynt þessi sann indi, að ef margt af þessu fólki hefði haft annan möguleika en að fara á elliheimili, hefði það frekar kosið að vera í litlum og þægilegum íbúðum, sem það ætti sjáift, með smá aðstoð, eins og eima heita máltíð á dag og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Áhugafól'k um þessi mál hefuir tekið höndum saman um að Itrinda í framkvæmd félagsstofm un, sem vinni ötullega að mál- efnum aldraðra, og þá sérstak- lega að byggingu smáíbúða fyrir aldrað fólk, sem ekki þarf að fara á elliheimili fyrr en seinna. Þessi samtö'k eru hugsuð ÖU- um opin, því emginn flýr ellina og að sjálfsögðu ópólitisk. Við sem að þessum samtök- um stöndum, gerum okkur ljóst að þetta er risaátak, en höfum við efmi á að bíða? Eims og öllum er ljóst, er í eng | in hús að venda með gamalt í fólk, þar sem þau elii- og hjúkr- unarheimili eru yfirfuil og lan-g- ir biðlistar og ekki hefur ástand- ið batnað við hörmun-garnar í Vestmannaeyjum, em þar á eldra fólkið erfiðast, sem er slitið upp , með rótum og þarf að hasla sér - völl í öðrum bæjarféiögum, sem þegar eiga nóg með sitt gamla - fólk. Auðunn Hermannsson Við teljum því nauðsynlegt að allir geri sitt bezta með þvi að styrkja þessi samtök. Tökum höndum saman, svo ellin þurfi ekki að vera erfið í þessu landi. Stofnfundur verður haidinn 29. þ. m. kl. 8.30 í Glæsibæ, uppi (kaffiteriu). — Margt loðið Framhald af bls. 2 um, og sumir oftar en einu sinni. Skriflegar fyrirspurnir voru leyfðar og barst mikill fjöldi þeirra. Kom greinilega fram á fundinum vilji Vestmannaey- inga að standa saman og snúa sér að uppbyggingu hvort sem hún yrði úti í Vestmannaeyj- um eða á meginlandinu. Létu fundargestir í ljós ugg yfir því að Eyjaskeggjar myndu sundr- ast og þótti „margt loðið í staríi stjórnar Viðlagasjóðs" og það ganga seint og hægt að fá þá reglugerð sem forsvarsmenn sjóðsins „fela sig bak við“ eins og það var orðað á fundinum. Þessu til áréttingar voru lagðar fram tvær tillögur, sem sam- þykktar voru samhljóða. Eru þær á þessa leið: 1. Fundurinn lýsir samstöðu með ályktun Húseigendafélags Vestmannaeyja um bótagreiðsl- ur til Vestmannaeyinga. 2. Fundurinn samþykkir að skora á ráðamenn þjóðarinnar að hefja nú þegar raunhæfa könnun á staðsetningu nýrrar hafnar við suðurströnd lands- ins. Fundurinn telur, að tapist Vestmannaeyjahöfn þá sé um nær 200 mílna hafnlausa strand- lengju að ræða og að útilokað muni verða að stunda eðlilegar veiðar á þessum fengsælu fiski- miðum við slíkar aðstæður. 1 umræðum á fundinum kom greinilega fram að óánægja er ríkjandi með það að bæjarstjórn Vestmannaeyja og stjórn Við- lagasjóðs skuli ekki hafa geng- izt fyrir almennum borgarafundi með Vestmannaevingum. Var beint fyrirspurnum um þetta atriði til forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem var á fund- inum og upplýsti hann að strax og reglugerð Viðlagasjóðs lægi fyrir myndi verða boðað til fund ar. Tilraunir til að stöðva hraun- rennslið í Eyjum voru einnig til umræðu og komu fram þær skoðanir, að við þær væri í sjálfu sér ekkert að athuga, en eðli- legra væri að tilraunir þessar væru kostaðar af erlendum vís- indasjóðum en fjármagni Viðlaga sjóðs væri varið til þeirra. LEIÐRÉTTING í NIÐURLAGI greinar Sveins Benediktssonar, „Eldarnir í Vestmannaeyjum", í sunnudags- blaði Mbl. varð prentvilla. Rétt er málsgreinin þannig: Þá minn- ir nafnið, notað í fleirtölu, á Laikagí-giina á ei-disprunigufnmi miklu sunnan Langasjós og Skaftárbotna í Skaftáreldum 1783.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.