Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 4
4 MORCWTBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1973 ® 22*0*22* » m RAUOARARSTIG 31 V--------------/ 6ÍLALEIGA CAB RENTAL 21190 21188 STAKSTEINAR Dýr lögmaður I sjónvarpsþættinum Sjón- aukanum sl. föstudagr var rætt um, hvort senda ætti málflutningrsmenn til að verja málstaó fslands fyrir Alþjóða dómstólnum i Haag. I.ýsti Gunnar Thoroddsen, þar rn.a. þeirK skoðun, að senda bæri málflutningsmenn til að rekja málið til sigrurs fyrir dómin- um. Sagrði Gunnar að kostn- aður við þennan málflutning- væri ekki stikur, að hann ætti að aftra okkur frá þvi að senda fulltrúa til dómstóis- ins. Hinn þátttakandinn í um- raeðunum, Sigrurður Gizurar- son, mótmælti þvi, að kostn- aðurinn við málarekstur fyr- ir dóminum yrði lítill. Sagð- ist hann ætla, að kostnaður við rekstur málsins yrði allt að 1000 milljónir króna — eitt þúsund milljónir króna. Ekki færði málflutningsmað- urinn neinar sönnur á þessa ágizkun sína, enda yrði sjálf- sagt ekki hlanpið að þvi. En þó væri fróðlegrt að fá nán- ari skilgreiningu á hvað það kann að vera, sem hleypir málskostnaðinum upp i heit- an milljarð. Ekld er hægt að trúa þvi að óreyndu að lög- maðurinn hafi nefnt þessa upphæð í þeim eina tilgangi að ganga fram af mönnum. Sigurður Gizurarson er sjálf- ur vanur lögmaður og vanur að gera reikninga fyrir mál- flytjendastörf, svo það ættí ekki að vera ofverk fyrir hann að sundurliða hvað það er við málareksturinn, sem kosta myndi heilan millj- arð. Hver verður banabitinn? Almenningur er nú tekinn að deila ákaft um, hvaða sund urlyndisefni ríkisstjórnarinn- ar verði henni endanlegi bana biti. Eru menn ekki á eitt sátt ir, sem varla er von, þvi af mörgu er að taka. Sumir gizka á varnarmálin, aðrir á efnahagsólesturinn, og enn aðrir telja að klofningurinn um, hvort senda eigi málflytj- endur til Haag verði þverbrest urinn, sem endanlega fellir rikisstjórnina. Ýmsir þcirra, sem enn styðja ríkisstjórnina, halda því þó fram, að ríkis- stjórninni muni þó takast að sigla fram hjá klofningnum varðandi Haag-dómstólinn. Þeir segja, að Bretar séu nú að verða sannfærðir um, að málsúrslit hjá Alþjóðadóm- stólnum yrðu þeim andstæð, og þvi séu þeir nú tilleiðan- legir til að bjóða íslenzku rík- isstjórninni hagstæðari samn- inga en áður, og komast þannig hjá að fá úrskurð dómsins gegn sér. Segja nefndir stuðningsmenn stjórn arinnar, að þetta tækifæri muni islenzka rikisstjórnin grípa fegins hendi, því þá losni hún við að láta Alþingi ákveða að senda málflytjend- ur til Haag gegn vilja rílds- stjórnarinnar. Ef þetta er rétt, er hér á ferðinni mjög alvarlegt mál. Auðvitað á rík isstjórnin að miða allan samn ingsvilja sinn við réttindi og hagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar, en ekki láta annarleg sjón armið um að losna við eitt af heimilishölum stjórnarinnar ráða gerðum sínum. 14444 ©25555 14444 © 25555 SKODA EYÐIR MINNA. Shooh LEtGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABfLAR HF. Bílaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópfer3abí!ar (m. bíistjórum). HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sínia 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustn Morg- unblaðsins. PADDAí M-IÓI.RI KHYKXII Guðrúri -lóhannsdóttir, Skipasundi 82, spyr: „Um daginn fann ég pöddu í mjólkurhymu og það var auðséð, að hún var úr hyrn- unni sjálfri. Hvernig er hreinlætisaðstaða hjá Mjólk- ursamsölunni og hvemig stendur á því, að maður get- ur átt von á því að finna pöddur i gerilsneyddri mjólk?“ Þórhallur Halldórsson, framkvæmdastjóri heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur- borgar, svarar: „1. Hreinlætisaðstaða í Mjólkursamsölunni er góð. 2. í>ar eð heílbrigðiseftir- litinu barst ekki um- rædd hyma til rannsóknar, verður ekki hægt að segja með vissu um ástæður fyrir þessu atviki, þó skal bent á eftirfarandi: a) Skordýr getur ver- ið undir plasthimnu hyrnunn ar, og þar af leiðandi af er- lendum uppruna. Frá því að pökkun mjólkur í pappaum- búðir hófst, hér á landi, er heilbrigðiseftirlitinu kunnugt um eitt slikt tilvik. b) Paddan getur hugsan- lega hafa komizt í hymuna eftir að hún var opnuð. c) Að áður en mjólkin er sett i pappaumbúðir fer hún í gegnum mjög þétta síu, til að hindra froðumyndun. Sía þessi er það fíngerð að pöddur kömast þar ekki f gegn. d) Telja verður nánast úti lokað að aðskotahlutir getl komizt ofan í pappaumbúðirn ar við pökkun mjólkurinnar og allavegana minni líkur, en við pökkun flestra annarra matvara." AHtaf er erfitt að segja fólki til um hvaða piötíir það eigi að kaupa sér næst, en hér er okkar „patent“-lausn: Að birta bara af og til lista Melody Maker yflr beztu plötur mánaðarins. Flest- ar koma þær hingað tíl lands fljótlega og vonandi allar einhvern tima. Marzmánaðar Hstínn lítur þannig út: Sex beztu: Birds of Fire“ — Maha- vLsnu orchestra; „Blue- print“ — Rory Gallagher; ,3*x“ — Soft Machine; „A King at Nightfall" — Pete Atkins; „Hot T.icks, Cold Steel & Truckers Favourites“ — Commander Cody & his lost planet airmen og Harold Melvin & the blue notes. Aðrar góðar eru: „Faces“ — Shawn Phillips; „Solid Air“ — John Martyn; „Proud VVonLs oií a Dusty Shelf“ — Ken Hensley; „Shoot-out at the Fantasy Factory" — Traffic; „Bursting at the Seanis" — Strawbs; „Alone Again (Naturally)" — Esther Philiips; „T.ifemask“ — Roy Harper; „Billion Dollar Babies“ — Aiice Cooper; Greenslade; og „Garden Party“ — Riek Nelson. ★ Fyrlr skömmu lézt í San Francisco í Bandaríkjunum hljómlistarmaðurinn Ron „Pigpen“ McKernan, orgel- leikari og söngvari hljóm- sveitarinnar Gratefui Dead. Hann var 27 ára gamall. Hann hafði Iegið á sjúkra- húsi um sex mánaða skeið, en fengið að fara heim til sin i nokkra daga, er hann lézt á heimili sinu af lifrar- sjúkdómi. — Hann erfði ást á biuestónlistinni frá föður sín um og lærði á barnsaldri að leika blues á píanó. Síðar kynntist hann Jerry Garcia og kom fyrst fram opinber- lega í þjóðlagaklúbbi í San Francisco sem bluessöngvari og munnhörpuleikari við undirleik Garcia á gítar. Peir áttu þátt í stofn- un hljómsveitarinnar War- locks, sem síðan varð hljóm- sveitin Grateful Dead árið 196fi. — Orgelleikur hans var einn af aðalþáttum þess hljóms, sem var einkennandi fyrir hljómsveitina. Upp á síðkastið Iék hann ekki eins stórt hiutverk á hljómleikl- um hljómsveitarinnar og áð- ur og varð að hætta við að leika í nokkur skipti vegna heilsubrests. Ron McKernan VERKSMIÐJU ÚTSALA! Opin þriöjudaga kl,2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. A UTSOUJNNI: Rækjulopi Vefnaöarbútar Hespulopi B/lateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Téppamottur Prjónaband Reykvkingar reynið nýju hraðbrautina upp í Mosfellssveit og verzlið á útsöiunni. £ ALAFOSS HF MOSFELLSSVEIT ORÐ í EYRA 1 KOT VÍSAÐ HÉRMEÐ lýsir Jakob yfir því, að hann er hundraðprós- ent sannmála þeirri meniniíng- arvizku, sem birtist í því að hefja alla hluti til skýjanna eða jabbnvel enn hærra, þá sem Nóbelsskáld vort marg- frægt ljær nafn sitt og núm- er. Maður eignast ekki höfuð- sniHíng á hvurjum degi, eða- kvað? Auðvitað var filmam um Brekkuikotið snilldarverk eizis- og allt, sem Nóbel kallrnm legg ur hönd að. Hvaða máli skipt- ir, þó framburður sumra leik- aranma væri stíkur, að endíng- ar orða kæmiust helzt aldrei aWaleið uppúr öndunarfærun- um? Er akki skítsaima, þó hann Gorgur eymÍBgimin virt- iist aldrei hafa hlustað eftir íslenzkum máLhreimi og þó maður gæti iátið sér koma í hug, að hamn bæri Htið beskyn á þær málsgreinar, sem hon- um voru lagðar í munm? Ger- ir nokkuð til, þó hvurgi örli á skilníngi á íslemzku maim- ltífi fyrir daga biikkbelju, sál- fræðíngs og sements nema hjá gamtlíngjonum Þorsteimi Ö og Brynjólfá? Er kammski ekki ailtílagi, þó d ansfca trýlie- kúnstnersins sé skár prónúns éruð en svokaUaður íslenzkur texti margra hinna stjarn- anna? Skiptir tal yfirhöfuð nokkru máli á fillmu? Iþað miimmsta er fylgnd málhljóða og talhreyfínga mjög skorin við nögl hjá þeim smillíngum, sem um myndina hafa vélt. Og hvað vilja menm eilega uppá dekk með krítik og smá- borgaralegar aðfimnslur? Þýzk ir fjölimiðlar segja verkið gott. Og Jakob er brandsjúr á því, að sá er eðjót og rotta, sem ekki gapir með. Þó svo væri. Þýzkarar bobna að vísu ekki mikið í íslenzku svoma upp og ofan, en skitt með það. Þeim firmst filmam góð. Og hanm Halldór okkar Nóbelsiskáld er með í spilimu. Þessvegma er ó- svinna að taka ekki undir með velsmurðum talkórniuim: „Allt er gott, sem gerði hamm.“ Og vei þeiim, sem ekki vill fónnia jafnismáskítlegum hlut- uim sem ís'lenzkurm beygíngar- endínigum og málhreimi fyrir þýzkættaða heimsfrægð. Sem- sagt gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.