Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 10
í 10 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 8. SEPTEMRER 1973 Á UNDANFÖRNUM tveimur árum liefur Húsmæðraskól- inn að Hallormsstað tekið miklum stakkaskiptum, að því er varðar innréttingu hans. Umfangsmiklar lagfæringar hafa átt sér stað, sem miða að þvi að fa-ra skólann nær sínu iipprunalega formi og auk þess að bæta aðstöðuna fyrir nemendur og kennara. Skólastjóri húsmæðraskól- ans er Guðbjörg Kolka og átti Morgunblaðið viðtal við hana fyrir skömmu, þar sem hún rakti breytingarnar og ræddi mál skólans. eldhUslaus HÚSMÆDRASKÓLI — Húsmæðraskólmn var byggður 1929 og þótti hið veg legasta hús á þeím tima. S'íð- an var bætt við hann 1952. Það ár var tæknin tekin í notkun og kolaeldavélin, sem notuð hafði verið við kennslu, tekim burt og rafmagnselda- vélar settar í staðinn. Svo þegar ég tók við fyrir þremur árum, var skólinn í lélegu ástandi, svo ekki sé meira sagt, og það voru þung spor að þurfa að ganga um hann með væntaniega nemend ur og sýna þeim, upp á hvað þeim var boðið. Eftir að ég hafði verið í eitt ár, hófust lagfæringamar. — Hverjar voru þær helzt- ar? — Setustofan var endur- bætt. Gólfdúkur, sem á henni var, var rifimn í burtu og í ljós kom þetta ágæta viðar- gólf, sem er mun fallegra en dúkurinn. Hún var öll mál- uð og reynt að gera hana meira aðlaðandi, en hún hafði verið. Herbergi nemenda voru öll tekin í gegn og snyrtiað- staða stórbætt. Einnig fóru fram lagfærimgar i borðstofu og kennsluaðstaða í kjallara var bætt. í fyrravetur var svo skipt um tæki í eldhúsimu og tók það verk um tvo mán- uði. Á meðan á verkimiu 9tóð, sokkunnar. Styttan er af kari mammi, sem gengur með barn. Guðbjörg sagði, að tilvera styttunnar væri ekki tilkom- im vegna mikils fylgis við hug sjónir muðsokkanna, enda taldi hún að það væri frem- úr lítið innan skólans. 1 setustofu skólans, sem er hin visftlegasta, eru húsgögn, er teiknuð voru af þýzkri konu, sem stundaði kennslu við húsmæðraskólann skömmu fyrir strið. Hún hvarf svo héð an í stríðsbyrjun og hefur ekkert til hennar spurzt síð- an. Vefstofa skólans er í ris- inu og er öll hin fornfáleg- asta en vistlegasta, og voru i vefstólunum hálfunnir dúk- ar i öllum regnbogans litum. ENGIN AÐSTAÐA TIL SUNDIÐKANA — I þessari gönguferð, Guð björg, höfum við hvergi séð neinn stað til leikfimiiðkana. — Það er þvi miður engin aðstaða til slíks hér, hvorki tii þess að stunda leikfimi né sund. Næsta sundlaug við þennan skóla er að Eiðum og þangað er drjúgur spotti. Ég er viss um það, að ef eimhvern fcíma kemur sundlaug hér að Hallormsstað, þá verður hún gerð vegna erlendra ferða- langa, sem eru hér fjóm mán uði á ári. Eftir að hafa þegið kaffi og kökur hjá Guðbjörgu, kvaddi blaðamaður, fullviss um að eldmóður hennar leiði 'tiill þess, að von bráðar verði komin sundlaug að Hallorms- stað. — rj. Skólastjóri húsmæðraskólans, Guðbjörg Kolka, situr við arininn i setustofunni. Ljósm. Mbl. Rafn. Húsmæðraskólinn að Hallormsstað: Gömul stofnun í endurbættu húsnæði Stutt rabb við Guðbjörgu Kolka, skólastjóra vorum við eldhúslausar, höfð- um að visu svolitla aðstöðu í kennaraibúð húsmæðraskól- ans, en við hugguðum okkur við það í öllum þessum þreng ingum, að skólinn okkar væri sennilega eini eldhúsiausi hús mæðraskól nn í heimiinum. NÁMIÖ — Hvernig er námi hagað hérna? — Stúlkurnar fá innsýn í allt mögulegt. Þeim er kennd hússtjórn, sálfræði, næringar efnafræði, vefnaður og út- saumur og margt fleira. Með nýju frumvarpi um heimilis- fræðaskóla er svo gert ráð fyr ir meira námsefni, svo sem dönsku, stærðfræði o.fl. Svo eru haldin hér námskeið, sem eru mjög vinsæl meðal hús- mæðra í sveitinni og verða tvö í vetur, annað núna í haust, þar sem öll helztu húsverk húsmæðra eru kennd s.s. gerð sláturs, meðferð berja og svo jólaundirbún'mg- uriinn. Oftast eru það ungar stúlkur, sem sækja þessi nám skeið, en allar konur eru vel- komnar. Reyndar er ég hlynnt ari því, að hafa sem mest af námskeiðum, því þau hafa hagnýta þýðingu fyrir svo marga og nýting kennslunnar verður betri en ella. ÓSKADRAUMUR RAUÐSOKKUNNAR O.FL. Guðbjörg Kolka gekk um húsið og sýndi blaðamann'm- um það. Við komum að styttu í borðstofúnni, sem kölluð er óskadraumur rauð- Húsmæðraskólinn að Hallormss tað. Séð inn í vefstofuna, sem er í risinu. Veiðileyli í Eyrorvotni Eigum nokkur veiðileyfi í Eyrarvatni, lax og silungur. FERSTIKLA, HvalfirSi. Látiö ekki sambandið við viðskiptavinina rofna — Auglýsið — VW 1300 bifreiðir, árgerð 1971 til sölu Bíloleigon VEGALEIDIR Borgartúni 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.