Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1973 krefjast þess . . o.s.frv. Og nú er haft í hótunum um það, að við munum „endur- skoða afstöðu' ’ okkar til NATO“, ef bandalagið ekki fordæmi þetta flug. Forsætisráðherrann er kom inn með Nimrod-þoturnar, sem hann fram að þessu hef- ur látið leiðbeina, á heilann, og nú á framtíð íslenzkra ör- yggis- og sjálfstæðismála að vera háð því, hvemig skap- ferli þessa manns er hvern einstakan dag —• og það er KEYRIR UM ÞVERBAK JktotgpistiritoMfe Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 18,00 kr. eintakið. eir, sem sáu forsíðu Tím- ans í gærmorgun, trúðu vart sínum eigin augum. Þar er í fyrsta lagi frá því skýrt, að miðstjórn og þingflokkur Framsóknarflokksins hafi samþykkt að slíta stjórn- málasambandi við Breta, ef fleiri árekstrar verða á mið- unum og þessa ályktun * kveðst forsætisráðherra ætla að leggja fyrir ríkisstjómina n.k. þriðjudag. En látum það liggja á milli hluta. Hitt er hálfu furðulegra, sem haft er eftir forsætisráðherra. Þar segir: „Nú hefur NATO svarað kæru okkar vegna flugs Nim- rod-þotanna brezku hér við land, sem stunda njósnastarf- semi til stuðnings ofbeldisað- gerðum Breta gegn okkur, á þann veg, að þetta flug sé ekki á vegum Atlantshafs- bandalagsins og því óviðkom andi. Þetta flug sé algjörlega á vegum Breta og á þeirra ábyrgð. Við hljótum samt að krefjast þess, að aðildarþjóð- ir bandalagsins fordæmi þetta njósnaflug, sem beinist gegn hagsmunum okkar, ella hljótum við að taka afstöð- una til NATO til endurskoð- unar.“ Þetta flug hefur nú verið stundað í rúmt ár undir leið- sögn íslenzka loftferðaeftir- litsins. Forsætisráðherra álp- ast síðan til að halda fram þeirri firru, að flugið sé á vegum NATO og skipar sendi herra okkar hjá bandalaginu að bera fram kæru þess eðlis. Þegar í Ijós kemur, að allt er byggt á sandi hjá forsætis- ráðherranum, er þrjózka hans þess eðlis, að hann seg- ir „Við hljótum samt að með versta hætti nú, vegna hinna ógnarlegu átaka, sem eiga sér stað innan Fram- sóknarflokksins og þeirrar fordæmingar, sem hann hef- ur orðið var við, vegna al- gjörs forustuleysis síns. Þá er þess að gæta, að NATO getur ekki gert álykt- un nema með samþykki allra aðildarríkjanna. Þetta virð- ist forsætisráðherra aldrei geta skilið. Hér keyrir svo um þver- bak, að landslýður allur stendur agndofa gagnvart því, að forsætisráðherranum skyldi takast að fá þessa hringavitleysu samþykkta á fundi miðstjórnar og fram- kvæmdastjórnar Framsóknar flokksins. Á hinn bóginn ríkir nú mikil kæti í röðum komm- únista. Þeim hefur tekizt það, sem þeir hafa verið að stefna að frá því að ríkis- stjórnin var rekin saman, að rugla framsóknarráðherrana svo í ríminu, að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Og þá hefur það ástand skapazt, að þeir hrekjast undan ásókn kommúnista til eins ógæfu- verksins af öðru. Mál er að linni. HLUSTUM Á VINI 0KKAR I Tm þessar mundir er stadd- ^ ur hér á landi brezki þingmaðurinn Laurence Reed, en hann er hingað komin í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna. — Laurence Reed er einn ör- fárra þingmanna í Bretlandi, sem hefur tekið upp hanzk- ann fyrir málstað íslands í landhelgismálinu í opinber- um umræðum þar í landi. Þess vegna ekki sízt er okk- ur ánægjuefni að bjóða hann velkominn hingað til lands og um leið hljóta sjónarmið hans og skoðanir að vekja talsverða eftirtekt. Á blaðamannafundi í gær- morgun lét brezki þingmað- urinn í Ijós þá skoðun, að íslendingar mundu sigra í þeirri baráttu, sem háð er fyrir viðurkenningu stærri fiskveiðilögsögu en 12 mílna. En jafnframt varaði Laur- ence Reed okkur við að grípa til aðgerða, sem mundu gera stuðningsmönnum okkar í Bretlandi erfiðara um vik en ella að berjast fyrir okkar málstað og nefndi í því sam- bandi sérstaklega slit stjórn- málasambands milli land- anna og bann við því, að brezkir togarar leituðu -vars í óveðrum að vetrarlagi. Hinn gullna meðalveg er erfitt að þræða í þessari deilu. Hér á landi eru menn furðu lostnir yfir þeim ósann indum, sem brezka ríkis- stjórnin lætur frá sér fara í sambandi við árekstra á mið- unum. Öllum heilvita mönn- um er Ijóst, að litlu íslenzku varðskipin reyna ekki að sigla á stórar brezkar frei- gátur. Bersýnilegt er, að það er markviss stefna brezkra yfirvalda að gera varðskipin óstarfhæf með ásiglingum. Sá ljóti leikur hefur þegar leitt til þess að íslenzkur varðskipsmaður hefur týnt lífi. En þrátt fyrir reiði okk- ar og þessa hörmulegu at- burði er þó skynsamlegt að hlusta á raddir vina okkar í Bretlandi, eins og Laurence Reed. Raddir, sem enn heyrast... Soltsénitsín ÞÓTT Leónid Brésnéfí hafi betur tekizt en fyrirrennur- um hans að móta og fram- kvaema stefnu um bætta sam búð austurs og vesturs, virð- ist svo sem honum sé fyrir- munað að losa sig úr viðjum gamalla og gróinna siða, sem tíðkazt hafa í Sovétríkjunum um meðferð vandamála inn- anlands. Þótt aðferðimar séu býsna „útspekúleraðar", get- ur engum dulizt sú gr'mmd og mánnúðarleysi, sem að baki þeim býr. Rússneska ríkisbáknið bregzt við óþægum einstakl- in.gum eins og fíll, sem æríst af hræðslu við mús. Þegar vart verður við samstöðu ó- áinaegðra einstaklinga nnan ríkisins eru viðbrögð sovézku leynilögregluranar (KGB) jafn an þau að beita öllum tiltæk- um ráðum til að koma í veg fyrir frekari aðgerðir. Þving- unaraðgerðir stjórnar, sem virðát óttast sina eigin borg ara meira en nokkuð annað, birtust umheiminum í nýju ljósi í síðasta mánuði. Þá heyrðist líka talað af óvana- legri dirfsku og hreinskilni af mönmim, sem enn hefur ekki tekizt að þagga n ður í með hótunum né heldur brjóta á bak aftur með pyeitingum og einangrun. Eitt ljósasta dæmið um þetta var yfirlýsing Nóbels- verðlaunahafans Alexanders Soltsénitsíns um dóma þá, sem kveðnir hafa verið upp yfir Amalrik og Búkoffskí, Grígorenkó hershöfðingja og fleirum, sem haidið hafa upp. mótmælum á hið sovézka skipulag. Hann upplýsti, að ofsóknir gagnvart honum sjálfum væru nú einkum á þá lund, að yfir hann helltist flóð falsaðra hótunarbréfa, sem send væru í nafni „glæpa- manna“, enda þótt augljóst væri, að þau væru runnin und an rifjum KGB. Það hefur löngum verið lýðum ljóst, að KGB fylgist nákvæmlega með öllum bréfask ptum grumsam legra manna, eins og t.d. Solt sénitsíns, þannig að raunveru- leg hótunarbréf af þessu tagi eru óhugsandi. Hann gerði einnig saman- burð á einræði í Grikklandi og Sovétríkjunum, em sl. 50 ár hafa engir póiitískir fang ar ver ð náðaðir í Sovétríkj- unum. Einnig hafa nýlega vér ið gerðar auknar ráðstafanir til að trufla útsendingar er- lendra útvarpsstöðva þar, þannig að Moskvubáar fá helzt áreiðanlegar fréttir af því, sem er að gerast í um- heiminum, frá aðkomufólki úr afskekktum héruðum, þar sem þessar truflunartilraumir bera síður tilætlaðan árangur. Nýlega voru náðað'r pólitísk ir fangar í Grikklandi, og þar hafa valdhafar ekki séð ástæðu til að trufla útsending ar erlendra útvarpsstöðva. Flest fórnarlambanna, sem Soltsénitsín nefndi hafa verið fangelsuð þegjandi og hljóða- laust, og ám þess að borið væri við að halda yfir þeim sýndarréttarhöld. Margir þess ara manna hafa verið sendir í „nútíma gasklefa", eins og hann orðaði það, eða geð- veikrahæli, þar sem pólitiskir fangar og geðsjúkir eru vist- aðir jöfnum höndum, og þar sem unnið er markvisst að hægfara tortímingu fanganna með andlegu og líkamlegu kvalræði. Þó gerð'st sá óvæmti atburð ur nýlega, að sovézkir f jölmiðl ar fliuttu fregnir af pólitisk- um „réttarhöldum" yfir sagn fræðingnum Pjotr Jakír og hagfræðingnuim Viktor Kras- ín, en þeir voru báðir hamd- teknir árið 1972. Svo virðist sem tekizt hafi að brjóta nið- ur andlegl þrek þeirra, þann- ig að þeir hafa nú gert „játm- ingar", sem snerta ekki aðeims þá sjálfa, heldur einnig ýmsa aðra. Þrátt fyrir þenman ár- angur yfirvaldanna tókst ekki ekki að halda þessi sýndarrétt arhöld með neinum glæsibrag og fór margt úrskeiðis í því efni. Opinberlega var sagt., að þau hefðu verið opin, en raum verulega voru þau haldin fyr- ir útvöldum áhorfemdahópi, en fréttamenn fengu ekki að- gang að réttarhöldumium. — Löggæzlumenn Brésnéffs hafa senmilega óttazt, að þeg- ar til ætti að taka myndu þeir Jakír og Krasín ekkí standa við himar svokölluðu játning ar sínar fyrir réttinum, ell- egar þá, að líkamlegt ástamd þeirra yrði til þess að vekja óþarfa athygli á þeirri með- ferð, sem þeir hafa sætt í fangavistinni. Alla vega fóru þessi réttarhöld fram með þeim hætti, sem áður er lýst, þamnig að almenningur hefur enga ástæðu til að leggja trún að á þær fréttir, sem sovézk yfirvöld hafa ákveðið að mættu koma fyrir sjónir hans. Tilgangur „réttarhaldanna" yfir Pakír og Krasím hefur greimilega átt að marka spor á þeirri Leið, sem ákveðið hef ur verið að fara til að bæla niður þá menm, sem bundizt hafa samtökum uim að vinna að mamnréttimdum í Sovétríkj umum, en þeirra þekktastur er kjarnorkufræðimgurinn Andrei Sakaroff. Á miðviku- daginn i síðustu viku sagði Tass fréttastofan frá því, að hans hefði verið getið með nei kvæðum hætti i réttarhöldun um. Hann hefur enm ekki ver ið „tekinn úr umferð", en verður nú fyrir vaxamdi þrýstimgi. Börn hans fá ekki lengur aðgang að háskólum, tengdasyni hams hefur verið sagt upp starfi, og sovézkir fjölmiðlar segja, að hanm hafi verið staðinn að lygum. Enn- fremur hefur einm af saksókn urum ríkisins ráðlagt honum að hætta að tala vdð útlend- inga. Ótrauður ræddi Sakaroff samt sem áður við nokkra er lenda fréttamenn 21. ágúst sl. Um leið dg hamn fordæmdi galla Sovétkerfisins harðlega, varaði hamn hinn vestræna heim við því að semja um „hættulegar tilslakanir" við Sovétríkin. Afleiðimg sl'íkra samnimiga yrði ekki önnur en sú, að Vesturlöndum myndi Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.