Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1973 UT1HORF í UMSJÓN ANDERS HANSEN T - ajf csf • x- Lyðræoio a 1 vök að verjast Á VESTURLÖNDUM hefur um alllangt skeið verið litið á lýðræði ss tj órna rfyri rkom u - lag sem hið eina rétta og hef- ur raunar oft verið litið á það sem sjálfsagðan hlut. Það er e. t. v. þess vegna sem m-argir hafa nú hrok'kið upp sem af svefni, og spyrja sjálfa sig hvort verið geti að tímar lýð- ræðisins séu senn taldir. Ástæður svona spurninga eru margar, en því miður fæstar hættulausar. Eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar kreppti að vísu víða að lýðræðinu, eink- um stafaði því hætta af fram- gangi kommúnismans. Þeirri hættu var þó fljótlega af- stýrt með bandalagi lýðræðis- rílkjanna í Evrópu og Amer- íku. Eftir það fór í hönd blómaskeið hins vestræna lýðræðis, en því miður virð- ist margt benda til þess að það sé nú í verulegri hættu statt. Gagnstætt því sem áður var, að hætta væri á ferðum utan frá, þá er nú hættan komin að innan, sprottin úr lýðræðinu sjálfu. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki horft, að þeim rikjum sem búa við lýðræðisfyrirkomulag fer sífeilt fækkandi. Þar sem kommúnistar taka ekki vöid- in verður nú æ algengara að fámennar klíkur herforingja hrifsi völdin og stjórni síðan með tilskipunum í skjóli her- stuðnings. Jafnvel innan Atlants'hafsbandalagsins, sem upphaflega var stofnað til verndar lýðræðinu og til að hefta framgang kommúnisim- ans, er lýðræð.ð á greinilegu undanhaldi. Þannig eru _ nú a. m. k. tvö aðildamkjanna algerlegif búin að segja skilið við þær hugsjónir er upphaf- lega voru aðal'hvatinn að stofnun bandalagsins. Er hér að sjálfsögðu átt við Grikik- land og Portúgal, en stutt virðist í að það sama gerist i Tyrklandi líka. Það er oft erfitt að útskýra nauðsyn þess og tilgang fyrir Islend- inga að vera í banda'.agi með slíkum ríkjum. Og ofan á allt þetta bætist svo það, að í Bandaríkjunum, sem löngum hefur verið iitið á sem eins konar háborg lýðræðisins, er jafnvel það peningalýðræði sem þar hefur viðgengist um' hrið að syngja sitt síðasta. Er hið margumrædda Water- gate-hneyksli ljóslifandi dæmi þess. Ef svo fer fram sem horfir, þá er þess e. t. v. ekki lang-. að bíða, að það verði aðeins Norðurlöndin, sem geti státað af hinu margrómaða lýðræðisfyrirkomulagi. Hér uppi á Islandi eru menn a. m. k. yfirleitt í þelrri trú, að lýðræðið standi hér traustum fótum. — Rétt er það, að ekki er líklegt, að í fyrirsjáanlegri framtíð verði því kollvarpað með bylt.ngu eða öðru þessháttar. En er það eina hættan sem hugsan- lega væri yfirvofandi? Ein meginforsenda þess, að hægt sé að kalla eitthvað stjómar- fyriricomulag lýðivæði, er að fram fari með vissu millibili almennar kosningar, og þá að þeir, sem kosningu hljóta, fari raunverulega með völdin í samræmi við vilja kjósenda. Ýmsir atburðir, sem hér hafa átt sér stað að undanförnu, hafa því miður gefið tilefni til grunsemda um ’að eklki séu það alltaf þjóðkjömir þing- menn sem ráði ferðinmi, held- ur sívaxandi hópur embættis- manna og skriffinna ýmiss konar. Ef svo er sem margan grunar, þá er hér hætta á ferðum og ekki seinma vænna að sporna við fótum. Það er siðferðileg skylda þeirra sem unna því stjórnarformi er við nú búum við, að standa vörð um það og vera ávallt vak- andi fyrir þvi sem betur mætti fara og hafa þá kjark til að benda á brestima. UM ÞESSA helgi verður haldið þing Sambands ungra sjálfstæðismanna og fer ekki hjá því að ungir sjálf- stæðismen.n leíði huga sinn að samtökum sínum, starfi þeirra og stefnu. Vegna nokk- urrar spennu sem rikir vegna forman.nskjörs á þinginu er allt útlit fyrir að þ ngið verði vel sótt og ætti því að vera góður grundvöllur fyrir mál- efnalegum umræðum og ár- angursríkum á'kvörðunum um framtíð Sambandsms sem og raunar Sjáifstæðisflokksins í heiid. Þegar l'itið er á störf þeirra félaga ungra sjálfstæðis- manna vítt og breytt um landið er mynda sameiginlega Samband ungra sjálfstæðis- manna, verður því miður ekki fyrir augum gróskumikið starf eða blómstrandi félags- líf. Þvert á móti virðist — með nokkrum heiðarlegum undantekningum þó — hvar- vetna vera ríkjandi deyfð og áhugaleysi. Fundir eru að vísu haldnir öðru hvoru, en oftast er þar fámennt og fremiur daufar umræður. Er þetta því alvarlegra þegar þess er gætt, að framundan eru bæjar- og sveitarstjómar- kosningar og þar á eftir al- þingisikosningar. Það er kom- iinn tími til að sjálfstæðis- menn vakni til skilnings um það, að kosningar vinnast ekki nemia með þrotlausu starfi og öflugu féiagslífi. Þetta fer að sjálfsögðu sam- an, þar se-m félagsstárfsemi á vegum flokksins er for- senda þess að fá fólk síðar meir til að starfa innan flokksins jafnt fyrir kosning- ar sem á öðrum tímum. Og þá er komið að þeirri spum- ingu, hvaða aðferðir eru ár- angursríkastar til að laða að fól'k sem svo kæmi til með að taka virkan þátt i starf- semi flokksfélaganna. Á síðastliðnum vetri átti undirritaður þess kost að kynnast nokkuð hvernig starf- semi eins af félögum ungra sjálfstæðismanna úti á landi var háttað. Er skemmst frá því að segja, að áhuginn var afar takmarkað- ur og starfsemin nær engin. Haldnir voru örfáir fundir, og einna helzt í formi svokall- aðra kvöldverðarfunda. Það dálæti sem forvígismenn sjálfstæðismanna á öllum aldri hafa á því fundarformi er ós’kiljamlegt með öilu. Ef sjálfstæðismenn geta ek'kí komið saman til umræðna án þess að þurfa að belgja sig út af mat eimmitt á sama augnabliki hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort þeir væru ekki jafn vel geymdir heima hjá sér. Þar á ofan bætist svo, að maturinn er yfirleitt svo dýr, að skólafól'ki, t. d. er {>að gersamlega ókleift að sækja sl'ika fundi, en einmitt Anders Hansen. það fólk ætti að leggja megin- áherziu á að fá á fundina. Afleiðing'n var svo sú, fund- irnir voru iila sóttir og var loks hætt að halda þá. Eftir það mátti heita að bingó á S'unnudgskvöldum væri það eina sem flokkurinn gekikst fyrir, því að um svipað leyti og kvöldverðarfundirnir hættu, þá lagði málgagn floikksins á staðnum upp laupana, því enginn fékkst til að ritstýra blaðinu. Það var sem sé aumt ástandið á bæn- um þeim. Framangreint er ekki sagt til að særa neinn, og það skal fúslega viður- kennt, að það er víðar pottur brotinn. Á það ekki aðeins við um Sjálfstæðisfiokkinn, heildur eiga allir íslenzkir stjórnmálaflokkar við sama vanda að etja. Undantekning Félög ungra s j álf stæð- ismanna frá þessu er þó liklega Sam- tök herstöðvarandstæðinga, en þar er að því er virðist unnið öfilugt og markvisst starf, og miinna sumar bar- áttuaðferðir þeirra eigi all- l'ítið á samtök þau í Noregi er á sínum tíma börðust gegn inngö-ngu Norðmanna í Efn’aihagsbandalagið. Er það hryggileg staðreynd að sjálf- stæðismenn gætu margt lært af slíkum samtökum hvað starfsaðferðir snertir, en stað- reynd samt Það sem eirnna mest fælir ungt fólik frá því að ganga í raðir ungra sjálfstæðis- manna, er það, hve leiðtogar þeirra eru raunverulega orðn- ir gamlir og lítt í táikt við það unga fólk, sem nú er að vaxa úr grasi. Það er fáránlegt að ætla að sameina í einu félagi, svo eitthvað gagn sé að, fólk aMt frá sextán ára aldri til þrjátíu og fimm. Sextán ára unglingur á yfirleitt elkki nokkra samleið með þrjátíu og fimm ára gömlum manni. En það kemur af sjálifu sér, að þegar aldurs'hámarkið í félögum ungra sjálfstæðis- manna er svona hátt, að hinir eldri verða ofan á og hljóta að ráða ferðinni. Þeim yngri finnst svo sem þeir séu af- skiptir, áhuginn dofnar og að lokum eru þeir ek'ki í féliög- unum nema rétt að nafninu til. Er þá lo'ks svo komið að félagsmenn nenna etoki einu sinni iengur að sækja aðal- fund, enda til lítils að vinma að koma og rétta upp hendina til samþykkis himum eina l'ista uppstillinganefndar, sem oftast er valin af fráfarandi stjóm. Eða getur það talizt viðunandi að í fél'agi eins og Heimdalli í Reykjavík, sem telur hundruð „félagsmanna“, sikuli aðeins koma tveir til þrir tugir á aðalfund? — Svari hver fyrir sig. S.U.S. hlýtur í náinni fram- tíð að verða að endursikoða og b.-eyta ýmsu í fari sínu. Aldurshámarkið , ætti að lækka, að minnsta kosti nið- ur í þrjátíu ár. Ennfremur virðist vera full nauðsyn á að S.U.S. herði eftirlit með að- iildarféiögum sínum og geri meiri kröfur til þeirra. Stjórnir félaganna hvar sem er á landinu ættu að vera S'kyldugar til að gera ná- kvæma grein fyrir starfsemi viðkomandi félags, og ætti þá að vera hægt að gera kröfur til að a.m.k. einhver lágmarks starfsemi færi fram á hverj- um stað. Væri jafnvel hugs- anlegt, að skila þyrfti til stjómar S.U.S. nokkurs bon- ar starfsáætlun, í byrjun hvers starfsárs. SUS yrði þá einnig ráðgefandi aðili og skipulegði e.t.v. hluta starfs- iins, svo sem félagsmálaskóla og annað þess háttar. Yrði þá vonandi ekki langt að bíða að árar.gurinn kæmi í Ijós með þróttmeira og vaxandi starfi. Sjáifstæðisfloklburinn stend- ur nú á nokkrum tímamótum, því bann er nú í fyrsta skipti í stjómaraindstöðu eftir tólf ára samfellda setu í rikis- stjórn. Þennan tíma verður að nota til að endurs'koða og athuga í sem allra flestum atriðum stefnu flokksins og síðan að útfæra hana á ljósan og aðgengilegan hátt. Þegar vinstri stjórnin undir for- sæti gamla mannsins úr Framsóknarfl'oikkinum leggur endanlega upp laupana, þá þarf Sjálfstæðisfloktourinn að Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.